Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 20

Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 20
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tíu manna starfshópur umnýliðun og bætt starfsum-hverfi grunnskólakennaraí Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Hér verður stiklað á stóru um tillögurnar. Efst á blaði um bætt vinnu- umhverfi er ósk um fjölgun fagfólks sem starfar við hlið kennara við að mæta mismunandi þörfum nem- enda. Þar eru með taldir hegðunar- ráðgjafar með sérhæfingu í atferlis- mótun, talmeinafræðingar, sálfræðingar, þroskaþjálfarar, fé- lagsráðgjafar, náms- og starfs- ráðgjafar og svokallaðir brúarsmiðir sem þjóna börnum af erlendum upp- runa. Þá er lagt til að mótuð verði ný úrræði til að styðja börn í fjölþætt- um vanda og standi þau skólum til boða frá og með næsta skólaári. Úr- ræði sem þegar er beitt verði endur- skoðuð ef þörf krefur. Úrræðunum verði m.a. ætlað að koma til móts við þarfir barna í alvarlegum hegðunar- vanda og með geðraskanir. Starfshópurinn vill að Reykja- víkurborg geri ekki kröfu til lengri viðveru á vinnustað en þörf sé á, í samræmi við þarfir vinnustaðarins. Skoðað verði með mannauðsdeild borgarinnar hvernig megi aðlaga skráningu í þessu skyni. Hópurinn vill líka að fagleg endurskoðun fari fram á vinnutíma kennara. Mark- miðið verði að ná breiðari samstöðu um skipulag vinnudagsins. Lagt er til að ráðnir verði kennsluráðgjafar með sérþekkingu á sviði upplýsingatækni er styðji kennara í grunnskólum borgarinnar við að nýta betur upplýsingatækni í skólastarfi. Þá er lagt til að allir nýir kennarar hafi sérstakan leiðsagnar- kennara (mentor) með sérstaklega skilgreint starfshlutfall sem metið verði til launa eða annarra starfs- kjara. Aukin áhersla verði lögð á endurnýjun á búnaði sem nýtist kennurum í kennslu. Sérstaklega verði horft til þess að allir kennarar fái fartölvu til eigin nota eða annan tölvukost sem þeir kjósa. Þá þurfi að gera áætlun til 5 ára um endurbætur á húsnæði skólanna og starfs- aðstæðum kennara. Greina þurfi launakjör kennara og brotthvarf úr starfi í samanburði við aðrar starfs- stéttir. Starfshópurinn vill gera breyt- ingar á inntaki kennaramenntunar til að mæta betur þörfum kennara á vettvangi. Sérstaklega verði hugað að því að auka áherslu í skyldunámi á námskeið sem tengjast kennslu barna með sérþarfir og barna af er- lendum uppruna. Þá þurfi að auka hlut vettvangsnáms í kennaranámi. Einnig að auka hagnýta kennslu- fræði í náminu. Í tillögum um starfsþróun er lagt til að gerð verði úttekt á um- sóknum kennara í sjóði sem veita styrki til starfsþróunar, þ.e. til hvers konar starfsþróunar er verið að sækja styrki og hvers konar um- sóknir hljóta styrki. Þá verði gerð úttekt á nýtingu starfsþróunar- stunda samkvæmt kjarasamningum. Í framhaldi af úttekt á gæðum styrkveitinga verði hvatt til þess að sjóðirnir styrki einkum starfsþróun á sviðum sem hafa valdið kennurum miklu álagi í starfi á undanförnum árum, s.s. í tengslum við hegðunar- vanda og bekkjarstjórnun, foreldra- samstarf, kennslu barna af erlend- um uppruna og miðlæga stefnumótun. Starfshópurinn vill og huga að leiðum til að auka virðingu og bæta ímynd kennarastarfsins og gera kennslu eftirsóknarvert starf. Kennsla verði eftir- sóknarvert starf Morgunblaðið/Eggert Skólar Úr skólastarfi fyrsta bekkjar í Vatnsendaskóla. 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Theresa May,forsætis-ráðherra Breta, mátti sætta sig við niðurlægj- andi tap í at- kvæðagreiðslu í fyrradag þegar ellefu af samflokks- mönnum hennar „sviku lit“ og samþykktu breytingatillögu sem færði þinginu endanlegt vald um það hvort Brexit- samkomulagið um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu myndi ganga í gildi eða ekki. May hafði lagt á það gríðar- lega áherslu að forræðið í Brexit-málum yrði á hendi ríkisstjórnarinnar en ekki þingsins. Ekki þurfti þó að koma neinum á óvart að svona skyldi fara því að allt frá því að May missti meirihluta sinn í þingkosningunum í vor hef- ur verið ljóst að hún myndi þurfa að fara ýmsar króka- leiðir til þess að ná sínu fram í Brexit-málunum. Á meðal þess sem May hef- ur þurft að sætta sig við eru breytingar á „stóra afturköll- unarfrumvarpinu“ svonefnda, en því er ætlað að leysa þann vanda sem gæti komið upp, þegar reglugerðir Evrópu- sambandsins verða ekki leng- ur ríkjandi réttur í Bretlandi. Felst lausnin í því, að reglu- gerðirnar verði allar gerðar tímabundið að breskum lög- um sem verði svo yfirfarin. Í upphaflegri mynd frum- varpsins hafði verið ráðgert að ráðherrar einir gætu gert þær breytingar sem hugsanlega myndi þurfa að gera á reglugerðum sambandsins til þess að þær myndu passa betur við breska löggjöf. Neðri deild breska þingsins mátti þó ekki heyra á það minnst, enda er litið svo á að þingið og löggjafarvaldið eigi að vera æðra fram- kvæmdavaldinu í Bretlandi. May þurfti því að gefa eftir í síðustu viku og samþykkja sérstaka þingmannanefnd, sem myndi fara yfir ákvarð- anir ráðherranna og hugsan- lega breyta þeim, væru þær ekki í samræmi við vilja þingsins. Hvorugur ósigurinn hefði verið mögulegur nema fyrir þá staðreynd að Íhaldsflokk- urinn hefur ekki meirihluta- stuðning á þinginu og þarf að treysta á norðurírska DUP- flokkinn. Og uppreisnir af þessu tagi eru ekki aðeins mögulegar, heldur eru þær orðnar líklegar. Gera má ráð fyrir því að óbreyttir þing- menn Íhaldsflokksins muni láta enn frekar til sín taka á komandi mánuðum eftir því sem útgöngudagurinn í maí 2019 nálgast. Ef desember 2017 er fyrirboði um fram- haldið er hætt við því að árið 2018 verði lengi að líða fyrir forsætisráðherrann. Ósigur May í breska þinginu þurfti ekki að koma á óvart} Veikleikarnir koma í ljós Vladimír Pútín,forseti Rúss- lands, hefur haft þann sið í desem- ber ár hvert að sitja fyrir svörum á sérstökum blaðamannafundi sem sjón- varpað er um allt Rússland. Tekur hann þar við spurn- ingum fjölmiðlamanna, bæði rússneskra og erlendra, auk þess sem almenningur hefur átt kost á því að senda inn spurningar fyrir forsetann til að svara. Þessi siður er áhugaverður fyrir ýmsar sakir og fundirnir hafa átt það til að standa í nokkrar klukkustundir hver án þess að nokkuð dragi af Pútín. Lætur hann þar skoð- anir sínar í ljós á helstu al- þjóðamálum og því hver af- staða Rússa eigi að vera. Að þessu sinni var eitt svar- ið sérstaklega áhugavert fyrir okkur Íslendinga, þar sem Pútín lýsti því yfir að rannsóknir á auð- lindum norður- slóða væru í al- gjörum forgangi hjá Rússum, enda gæti nýting þeirra skipt sköpum fyr- ir hagvöxt Rússlands á kom- andi árum. Ítrekaði hann það álit sitt að norðurslóðir væru „óaðskiljanlegur hluti Rúss- lands“. Opnun Norður-Íshafsins fyrir siglingum gæti orðið gríðarlegt hagsmunamál fyrir Rússa. Þeir hafa gert víð- tækar kröfur um yfirráð á norðurslóðum, meðal annars yfir norðurpólnum, auk þess sem þeir hafa átt í útistöðum við önnur ríki sem liggja að norðurheimskautsbaug um nýtingu auðlinda þar. Vert er að gefa orðum Pút- íns góðan gaum og hafa í huga að Íslendingar eiga einnig mikilla hagsmuna að gæta á norðurslóðum. Þeim hags- munum þarf að sinna vel. Íslendingar þurfa að hlusta þegar Pútín ræðir áhuga á norð- urskautssvæðinu} Gríðarlegir hagsmunir undir Í slendingar hafa skapað sér nafn á al- þjóðavísu fyrir afstöðu sína til jafnréttis kynjanna. Hér var fyrsta konan kosin þjóðarleiðtogi í lýðræðislegum kosn- ingum og hefur skýr afstaða til jafn- réttis kynjanna upp frá því skapað okkur ákveðna sérstöðu meðal þjóða heims. Ísland hefur einnig tekið skýra afstöðu í rétt- indamálum samkynhneigðra og verið á margan hátt leiðandi í þeim málum, sem og þegar kemur að sjálfstæðisbaráttu ríkja, en þar gekk Ísland fremst í flokki er sjálfstæði Eystrasaltsríkja og Palestínu var viðurkennt. Fyrir þessa skýru af- stöðu í réttindabaráttu hér heima og erlendis sköpum við okkur sértöðu. Þess vegna vakti það athygli þegar forsætis- ráðherra lýsti afstöðu sinni til þeirrar eldflaugar er Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut í hjartastað friðarumleitana milli Ísraela og Palestínumanna á dögunum. Sagði forsætisráðherra ákvörðun Trumps vera vonbrigði og að hún væri dapurleg. Íslendingar eru herlaus þjóð. Við erum því í kjör- aðstæðum til að taka skýra afstöðu með friði og gegn stríði í heiminum. Þessi mikli vilji Bandaríkjaforseta til að efna til átaka á þessu svæði er þegar farinn að valda tjóni og grefur undan friðarumleitunum. Helstu þjóðarleiðtogar hafa ýmist fordæmt þessar gjörðir Trumps eða lýst yfir megnri andúð. En ríkisstjórn Íslands virðist aðallega vera döpur og hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessar ákvarðanir Trumps. Það vekur óneitanlega eftirtekt að á sama tíma og fulltrúar íslenskra stjórnvalda taka svona mildi- lega til orða eru samþykkt lög á Bandaríkja- þingi þess efnis að bandaríski sjóherinn fái 1,5 milljarða króna fjárframlag til að gera endur- bætur á flugskýlum Bandaríkjahers hér á Ís- landi á næsta ári. Þessi frétt vekur athygli enda hafði gleymst að kynna landsmönnum að búið væri að heimila hersetu á Íslandi á nýjan leik, og það í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobs- dóttur og Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs. Ríkisstjórnin talar um vonbrigði og dapur- leika vegna ákvarðana Donalds Trumps. Ríkis- stjórnin kynnti í gær fjárlög sín fyrir komandi ár hvar hún ánafnar sjálfri sér 20 milljónir í við- bótarframlag til kynningarmála stjórnarráðs- ins. Þessi ríkisstjórn sem talar um loftslag og sókn gegn ofbeldi í stjórnarsáttmála ætlar ná- kvæmlega sömu fjárhæð, eða 20 milljónir, í þjónustu við þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis á neyðarmóttökum um allt land sem og í heildarvinnu vegna loftslagsmála. Þannig birtist okkur stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokkum. Þarna birtist hún svart á hvítu. Svo ég taki orð forsætisráðherra mér í munn þá lýsi ég því hér með yfir að þetta eru mér vonbrigði og ég er einlæg- lega döpur yfir þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar á hennar fyrstu dögum. Helga Vala Helgadóttir Pistill Afstaða óskast Höfundur er þingmaður Samfylkingar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Reykjavíkurborg hefur þegar samþykkt að verja um 627 millj- ónum króna til að hrinda fyrstu tillögum starfshópsins í fram- kvæmd á næsta ári til viðbótar þeim ríflega 670 milljónum sem varið var til að bæta stöðu grunn- skólanna á árinu 2017. Í frétt frá borgaryfirvöldum segir að að- sókn að kennaranámi í Háskóla Íslands hafi dregist saman um 75% frá árinu 2002 og stefnir í verulegan kennaraskort að óbreyttu. Ný spá gerir ráð fyrir að það muni skorta allt að 700 grunnskólakennara í Reykjavík fram til 2030 til viðbótar við þann fjölda sem líklegur er til að útskrifast úr kennaranámi að óbreyttu. Lagt er til að ríki, sveit- arfélög, háskólar og kennarafor- ystan taki höndum saman um að leiða vitundarvakningu til að auka veg og virðingu kennara- starfsins í samfélaginu. Fram kemur að stór hluti þeirra sem eru með leyfisbréf séu að störfum í menntakerfinu þótt þeir kenni ekki í grunnskólum. 627 milljónir í verkefnið VIÐBRÖGÐ BORGARINNAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.