Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017
að sjálfsögðu. Hræringur í há-
deginu, Kitkat úr glerskápnum á
Hrappsstöðum eða spýtubrjóst-
sykur í Vogatungunni. Hlaupandi
með mig á háhesti og kúrandi hjá
honum á „leggitíma“ eftir hádeg-
ismatinn.
Einu sinni fann hann lykla-
kippu með nafninu mínu á ferða-
lagi erlendis með ömmu og var
svo spenntur að gefa mér hana að
hann sendi hana á undan sér.
Afi Elli var stálminnugur og
fór nýlega á góðum degi með
Litlu gulu hænuna á esperanto
fyrir Þóru. Afi fór út í ensku-
skóla, tók þátt í spurningakeppn-
um og hélt mikið upp á Íslend-
ingasögurnar. En afi Elli fylgdist
jafnframt vel með nýjungum.
Þannig bað hann mig oft að sýna
sér t.d. snapchat frá Hröppum og
að hringja facetime í fjölskyldu-
meðlimi nær og fjær. Ég fékk
líka stolt að fylgja honum að
kjósa en hann lét ekki heilsubrest
síðustu ára stoppa sig í að nýta
kosningaréttinn og mæta á kjör-
stað, síðast nú í október.
Síðustu tæp tvö árin voru hon-
um, ömmu Dellu og fjölskyldunni
allri mjög erfið, en alltaf var hann
þolinmóður og sýndi mikið æðru-
leysi.
Elsku besti og sætasti afi Elli,
sorgin er stór og söknuðurinn
mikill en lífið heldur áfram. Hlýj-
ar og skoplegar minningar um
einstakar stundir með afa Ella
orna um ókomna tíð.
Undir Dalanna sól, við hinn einfalda óð
hef ég unað við kyrrláta för,
undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð,
ég hef leitað og fundið mín svör,
undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist,
stundum grátið en oftast í fögnuði
kysst.
Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból
og minn bikar, minn arin, minn
svefnstað
og skjól.
(Hallgrímur Jónsson.)
Þín afastelpa,
Elísa Káradóttir.
Um afa Ella á ég margar
minningar og síðustu daga hafa
þær spottið fram hver af annarri
og nokkuð erfitt að velja úr þeim
til að setja hér. Minningarnar eru
allar góðar, alveg satt, einhverjar
spaugilegar, einhverjar ljúfar og
hlýjar en umfram allt vekja þær
með mér þakklæti fyrir að hafa
átt afa Ella og að hann átti mig,
ég var einn af afakrökkunum
hans.
Ég var þeirrar gæfu aðnjót-
andi að alast upp í návistum við
afa Ella til 10 ára aldurs á
Hrappsstöðum, þar sem hann og
amma Della bjuggu í sama húsi
og ég bjó í með foreldrum mín-
um. Seinna þegar ég kom suður í
menntaskóla bjó ég hjá þeim í
Vogatungu í Kópavogi. Þau áttu
heilmikið í mér og amma segir oft
„pabbi þinn“ þegar hún er að tala
um afa við mig. Ef ég leiðrétti
hana bætir hún við að henni finn-
ist eiginlega að þau eigi mig bara
líka, því ég var svo mikið hjá
þeim.
Afi var víðlesinn og hafði sér-
stakt dálæti á Íslendingasögun-
um og þá helst Laxdælu og Sturl-
ungu sem hann kunni utan að,
hann var húmoristi og voru Góði
dátinn Svejk og Nasreddin líka í
uppáhaldi. Eitt af því sem afa
fannst gaman var að segja sögur,
sérstaklega ef þær gátu fengið
fólk til að hlæja aðeins, það var
best. Sumarið 2016 dvaldi afi á
Landakoti og kom fyrir að gestir,
aðallega börn hans eða barna-
börn, gripu í Svejk og lásu einn
eða tvo kafla, sem honum fannst
augljóslega ekki slæmt.
Það var líka sérlega gaman að
hlæja með afa og glettnin var yf-
irleitt ekki langt undan. Ein af
sögunum hans var að fyrsta orðið
sem ég á að hafa sagt var „afi“.
Reyndar heyrði það enginn nema
hann, en þá var ég bara nokkurra
daga gömul á leiðinni heim af
fæðingardeildinni.
Hann kunni ógrynni af vísum
og henti þeim fram við hin ýmsu
tækifæri. Oftar en ekki tengdust
þær atburðum frá liðnum tímum
og settu oft botninn í sögur af
mönnum og málefnum.
Afi kenndi mér eitt og annað,
til dæmis að lesa, keyra bíl, að
prjóna og að meta góðar sögur.
Hann aðstoðaði mig oft við
heimanám, þá sérstaklega í sögu
og landafræði. Hann reyndi líka
að kenna mér að rækta kartöflur.
Kartöflur úr afagarði voru bestar
og ekkert gaman að brasa við
slíkt nema með honum. Ég man
eftir því að hafa farið með honum
á skíði, þegar hann skakklappað-
ist með mér á svelli til að ég héldi
jafnvægi á nýfengnum skautum,
að ég fékk far með honum vegar-
spotta til að sleppa við að hlaupa
eins langt og þurfti í skólahlaupi,
að hafa verið með þegar hann var
að svíða hausa, eftir að hafa borð-
að hræring til að gera eins og
hann, eftir útilegum og ferðalög-
um innanlands með honum og
ömmu.
Ekki er hægt að minnast afa
án þess að amma komi við sögu,
en þau voru náin, nutu þess að
ferðast og vera saman í sumarbú-
staðnum, leiddust í göngutúrum
og héldust í hendur fyrir framan
sjónvarpið.
Elsku amma, missir þinn og
okkar afkomenda ykkar er sár og
þá er gott að eiga góðar minn-
ingar um þann besta til að ylja
sér við.
Fjóla Borg Svavarsdóttir.
Það er erfitt að kveðja afa
Ella, ljúfan og góðan mann sem
gaman var að tala við og fræðast
af. Ella og Dellu var ég svo hepp-
in að kynnast formlega fyrir rúm-
um 19 árum. Nokkrum árum fyrr
hafði ég verið að skottast með
vinkonum mínum í leit að rana-
bjöllum sem héldu til í skotinu
hjá útidyrahurðinni í kjallaran-
um í Vogatungu, götunni sem ég
ólst upp í og þau bjuggu. Mig
rekur ekki minni til þess að þau
hafi verið mótfallin þessari skor-
dýrasöfnun okkar vinkvennanna
og þau hlógu nú að því seinna
þegar ég sagði þeim frá þessari
iðju okkar. Þá búin að kynnast
þeim sem kærasta Ernis barna-
barns þeirra. Þau tóku mér bæði
með opnum örmum og fékk ég
meira að segja að kalla þau
ömmu og afa sem ég hef gert í
rúm 19 ár núna. þvílíkur fengur
fyrir mig því engan afa átti ég og
eina háaldraða ömmu á þessum
tíma. Afi snerti svo marga með
ljúfa yfirbragðinu, prakkara-
svipnum og frábærum sögum af
hinu og þessu sem á daga hans
hafði drifið. Hann einhvern veg-
inn átti alltaf eina sögu eða
brandara við hvert tilefni. Alveg
sama um hvað verið var að tala þá
mundi hann eitthvað fyndið eða
áhugavert sem tengdist umræðu-
efninu. Við svona tímamót rennir
maður í gegnum minningar í hug-
anum og reynir að deila skemmti-
legum minningum því það er allt-
af erfitt að missa einhvern sem er
manni kærkominn. Ein minning
er úr Vogaseli sem er sumarbú-
staðurinn þeirra ömmu Dellu og
afa Ella. Ég man hvað mér fannst
merkilegt að sjá afa slá grasið
með orfi og ljá. Það hafði ég aldr-
ei séð áður og hélt að þetta tíðk-
aðist alls ekki lengur.
Afi Elli var einstaklega barn-
góður, börnin soguðust einhvern
veginn að honum og hlýja faðm-
inum hans. Þau komu sér vel fyr-
ir í fanginu og sátu oft bara hjá
honum án þess að vera að ærslast
neitt. Hlustuðu á sögurnar hans
og brandarana líka.
Tilhugsunin um að amma og
afi séu nú aðskilin er erfið. Það
verður erfitt að venja sig af því að
nefna ekki bæði ömmu Dellu og
afa Ella í sömu andrá en þannig
er það einhvern veginn alltaf. Ég
stóð mig að því nú í vikunni að
spyrja börnin hvort þau væru
ekki örugglega búin að kveðja
ömmu Dellu og afa Ella þegar
amma bjó sig til heimferðar. Litli
Fálki minn horfði undrandi á mig
sagði ekkert og hljóp svo og
kyssti ömmu Dellu bless.
Elsku afi Elli, þín er og verður
sárt saknað en við geymum góðar
minningar í hjarta okkar um
ókomna tíð.
Guðrún Svava
(Dúna).
Ég naut þeirrar gæfu að vera
mikið hjá ömmu og afa sem barn
og tóku þau mikinn þátt í uppeldi
mínu. Fyrir það verð ég ævinlega
þakklát. Faðmurinn var alltaf op-
inn. Knús með báðum og enda-
laus þolinmæði og væntumþykja.
Afi Elli var uppáhald, besti
maður sem ég hef kynnst. Alltaf
boðinn og búinn að hjálpa sínum
nánustu. Börn hændust að hon-
um vegna blíðu hans og rólegrar
nærveru. Oft hefur verið rifjað
upp þegar ég u.þ.b. þriggja ára
segi við frænku mína: „Þú mátt
kyssa hann afa minn, hann er svo
góður.“
Afi hafði óbilandi þolinmæði
fyrir mér, ódælum krakka sem
gerði flest það sem mátti ekki;
príla á veggnum í Vogatungunni,
sófanum, uppi á borðum, úti um
allt og fiktandi í öllu. Í stað þess
að skamma mig var ég tekin í
fangið með orðunum: „Kelaðu
bara frekar við afa.“ Afi hafði
alltaf tíma til að sinna mér, leika
við mig og lesa fyrir mig. Afa lá
lágt rómur og við lesturinn
reyndi oft á þolinmæði lítillar
skellibjöllu: „Afi hærra! ég heyri
ekki.“
Það er erfitt að tala um afa
Ella án þess að nefna ömmu
Dellu. Þar sem afi var þar var
amma og öfugt. Þau voru sam-
rýnd hjón sem leiddust hvert sem
þau fóru, líka þegar þau sátu við
sjónvarpið. Eftir rakstur fékk
amma alltaf fyrsta kossinn, sem
kallaður var rak-kossinn, sama
hvað við krakkarnir reyndum að
vera fyrri til. Þau áttu sérstakt
samband, nánd og hlýju hvort til
annars og afkomenda sinna, sem
hefur verið mér og mínum mikil
og góð fyrirmynd.
Ég ferðaðist mikið með afa og
ömmu og lék mér oft að því að lát-
ast sofa í aftursætinu þegar nálg-
aðist áfangastað. Þá bar afi mig
inn úr bílnum og lék með. Afi
reyndi líka að kenna mér að papr-
ika og laukur væri óæti sem ég
ætti ekkert að vera að borða.
Við afi og amma fórum saman
til Mallorka fljótlega eftir ferm-
inguna mína. Þar kenndi afi mér
að borða hræring sem við borð-
uðum heil ósköp af. Löngu síðar,
þegar amma var í Hólminum og
afi einn heima, bauð hann mér í
kvöldmat; dýrindis súran hrær-
ing með rjóma. Minningarnar
eru endalausar. Afi og ég að raka
okkur saman, vinna í garðinum í
Vogaseli, afi að hlaupa með mig
um í hjólbörunum, afi að skutla
mér eða sækja mig. Afi og ég að
leggja okkur eftir hádegismat-
inn. Ég að fikta í afa, skoða eyr-
un, nefið, hárið, hendurnar. Ég
að öfundast út í hárlausa fótleggi
afa. Afi og amma með þeim
fyrstu til að kíkja á nýfædd börn-
in mín.
Fyrir tæpum níu árum fékk afi
heilablóðfall sem varð til þess að
hann átti erfitt með mál. Bein
orðasamskipti urðu erfiðari en afi
átti alltaf til nóg af knúsi með
báðum og sína einstöku hlýju þar
sem orðin voru óþörf. Hann
greindist einnig með Parkinsons
en tók því með jafnaðargeði,
ræktaði líkamann og fóru þau
amma daglega í göngutúra um
nágrennið. Síðustu tæplega tvö
ár hafa verið erfið. Þá aðallega
fyrir afa og ömmu sem bjuggu
hvort á sínum staðnum vegna
veikinda afa. Amma var þá alla
daga hjá afa enda búin að ganga
saman í gegnum lífið í 68 ár.
Elsku amma Della, missir þinn
og okkar allra er mikill en minn-
ing um afa, sem var bæði bestur
og sætastur, lifir áfram í hjörtum
okkar.
Emilía Lilja R.
Gilbertsdóttir.
✝ Ingunn fædd-ist í Dísukoti í
Þykkvabæ 15.
apríl 1939. Hún
lést á líknardeild
Heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja
16. nóvember
2017.
Ingunn var
dóttir hjónanna
Guðna Gestssonar
frá Mel í Þykkva-
bæ, f. 17. mars 1909, d. 4.
október 1991, og Vigdísar
Pálsdóttur frá Galtarholti á
Rangárvöllum, f. 7. september
1910, d. 13. sep-
ember 2000. Ing-
unn var þriðja í röð
sex systkina. Systk-
ini hennar eru þau
Sveinn, Elín, Gest-
ur, Pálína og Krist-
ín. Öll eru þau á
lífi. Ingunn giftist
Bjarna Má Jónssyni
19. september
1968. Þau bjuggu
allan sinn búskap í
Njarðvík. Þau eignuðust tvö
börn þau Jón Má, f. 1964, og
Berglindi, f. 1967. Maki Berg-
lindar er Gunnar Ásgeirsson, f.
1970. Börn Berglindar og
Gunnars eru Bryndís, f. 1992,
Heiðrún Eva, f. 1993, Ingunn
Kara, f. 1996, og Ásgeir Orri,
f. 2006. Jón Már á synina
Bjarna Má, f. 1993, og Ásgeir,
f. 1996. Eitt langömmubarn var
komið í hópinn, Hafdís María
Bjarnadóttir, f. 2014.
Ingunn kom víða við á sínum
vinnuferli á yngri árum.
Lengstum vann hún í flug-
eldhúsi Icelandair á Keflavík-
urflugvelli, eða um 22 ár.
Útför Ingunnar fór fram í
kyrrþey 29. nóvember 2017,
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Og hvað svo? Hvert leitar mað-
ur núna með allar sínar pælingar
og hugsanir? Ég vil byrja á því að
þakka móður minni þessa frábæru
samferð síðustu 50 árin. Samveru
sem hefur verið ekkert annað en
góðar minningar, hvort sem litið
er á æskuárin, unglingsárin og
síðar. Samband okkar mæðgna
var einhvern veginn alltaf svo auð-
velt og hreint og beint. Þegar
sterkasta manneskjan í lífi mínu
er farin þá sest maður niður og lít-
ur yfir farinn veg. Ég er óendan-
lega þakklát að hafa haft hana öll
þessi ár og fyrir það mikilvægasta,
að hún hafi verið móðir mín. Ég
minnist þess ekki að hún hafi
nokkurn tímann sett út á plön og
ráðagerðir hjá dótturinni eða
skammast. Alltaf var allt sam-
þykkt. Ég fékk að vera ég sjálf og
hún studdi mig með ráðum og dáð
í öllu því sem ég tók mér fyrir
hendur. Fyrir það þakka ég henni.
Ég þarf ekki að skrifa hversu frá-
bær hún var, það vita allir.
En lífið heldur áfram hér hjá
okkur sem söknum hennar og hún
farin á annað tilverustig og fylgist
vonandi með öllu því sem er að
fara að gerast hjá fjölskyldunni.
Ég skrifa með söknuði þessi orð til
móður sem ég kvaddi á líknardeild
HSS 16. nóvember síðastliðinn
umvafða fjölskyldu og vinum.
Móður sem bar veikindi sín síð-
asta ár með mikilli reisn sem var
svo henni líkt. Söknuður minn er
og verður mikill en minningarnar
um frábæra konu lifir í hjörtum
okkar allra.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér
helgaði sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Berglind.
Vinkona okkar Ingunn Guðna-
dóttir hefur nú kvatt þetta jarðlíf.
Ekki er svo langt síðan við heyrð-
um að hún væri með ólæknandi
krabbamein. Hún tók fréttunum
af ótrúlegu jafnaðargeði og sagði
okkur að hún hefði alltaf vitað að
hún yrði ekki eilíf. Það hefði líka
verið ólíkt henni að vera með væl
og kvartanir. Hún gekk hnarreist
í gegnum lífið, var víkingur til
allra verka, hraðvirk og ákveðin.
Hún lá ekki á skoðunum sínum á
mönnum og málefnum og stóð fast
á sínu.
Við hittumst fyrst haustið 1956,
komnar á Laugalandsskóla til að
eyða vetrinum saman við nám og
störf. Þetta var heimavistarskóli
og námsmeyjar komu frá öllum
landshornum. Það var spennandi
að kynnast svo mörgum nýjum
stelpum, nýjum viðhorfum og
vinnubrögðum. Oft var glatt á
hjalla, mikið sungið og hlegið.
Þegar rokklögin voru spiluð í botn
sló engin Keflavíkurstelpunum við
á dansgólfinu. Um vorið fór Ing-
unn til Noregs og vann í Ålesund
um sumarið. Naut hún þess að
vera í því fallega umhverfi í góðum
félagskap. Eftir að við skólasyst-
urnar, sem áttum heima hér á suð-
vesturhorninu, eignuðumst heim-
ili og börn, stofnuðum við
saumaklúbb og vorum upphaflega
tíu saman. Eftir rúmlega hálfa öld
er þessi klúbbur enn starfandi þó
að fækkað hafi í hópnum. Margar
góðar samverustundir höfum við
átt, bæði einar sér og með eigin-
mönnum. Haldin voru þorrablót,
farið í ferðir innanlands og utan og
minningarnar allar góðar og vekja
gleði. Við kveðjum Ingunni með
þökk fyrir allt og sendum einlæg-
ar samúðarkveðjur til Bjarna og
barnanna.
Fyrir hönd saumaklúbbsins,
Sigrún Sigurðardóttir.
Nú er komið að kveðjustund.
Systir okkar Ingunn Guðna-
dóttir kvaddi þessa jarðvist að
kvöldi fimmtudagsins 16. nóvem-
ber í faðmi fjölskyldunnar eftir
hetjulega baráttu við krabbamein.
Ingunn var sú þriðja í systkina-
röðinni og sú fyrsta sem fellur frá í
systkinahópnum. Við höfum alla
tíð verið afar samrýndur hópur og
því eru minnigarnar margar og
ljúfar en söknuðurinn sár. Við
ferðuðumst saman bæði innan-
lands og utan, hittumst í matar-
boðum við ýmis tækifæri og varla
fór nokkurt okkar til Reykjavíkur
án þess að hin vissu af því. Við
höfum gengið saman í gegnum líf-
ið og stutt hvert annað í gleði og
sorg.
Ingunn var hjálpsöm, vildi öll-
um vel og var alltaf boðin og búin
að aðstoða við hvað sem var. Hún
var hrein og bein, þótti stundum
stjórnsöm og kom til dyranna eins
og hún var klædd. Hún lá aldrei á
skoðunum sínum en var sann-
gjörn. Saumaskapur lék í hönd-
unum á Ingunni og eru þær ófáar
flíkurnar sem hún ýmist saumaði
eða lagfærði á snilldarlegan hátt.
Það var alltaf líflegt að vera í
kringum Ingunni og hún sagði svo
skemmtilega frá. Þær eru margar
og skemmtilegar sögurnar sem
hún sagði fjölskyldunni m.a. frá
árunum sem hún vann sem
kaupakona, ung að aldri á Móeið-
arhvoli og fleiri sögur sem sjálf-
sagt á eftir að hlæja að um ókomin
ár.
Ingunn unni fjölskyldu sinni og
var alltaf til staðar fyrir alla. Hún
naut þess að ferðast ásamt Bjarna
sínum til framandi landa og vin-
sælla stórborga og hún elskaði að
versla. Ingunn var töff í tauinu,
fylgdi tískustraumum og silfurlit-
urinn heillaði hana.
Það verður öðruvísi fyrir okkur
systkinin og maka að koma saman
án Ingunnar en við vitum að hún
verður með okkur í anda og mun
fylgjast með okkur ásamt öðrum
ástvinum okkar sem farnir eru.
Á skilnaðarstundu þökkum við
elsku Ingunni systur samfylgdina
og vottum Bjarna, Nonna, Berg-
lindi og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð. Minning Ingunnar
mun lifa í hjörtum okkar allra sem
vorum henni samferða í gegnum
lífið. Hafi hún þökk fyrir allt og
allt.
Kveðja.
Systkinin
Sveinn, Elín, Gestur,
Pálína og Kristín.
Ingunn Guðnadóttir
✝ Hjördís Hjör-leifsdóttir
fæddist 2. október
1940. Hún lést 29.
nóvember 2017.
Hjördís var jarð-
sungin 12. desem-
ber 2017.
sína. Þetta upplifð-
um við systurnar þar
sem við vorum tíðir
gestir á heimili
þeirra hjóna þegar
við vorum börn fram
til dagsins í dag. Eft-
ir standa góðar
minningar um ljúfa
og fallega frænku
sem hélt þéttings-
fast um fólkið sitt í
blíðu og stríðu.
Hjördísi sá maður aldrei bugast
enda stolt fjölskyldumóðir með
hjartað á réttum stað. Síðustu ár
voru henni ekki alltaf auðveld,
sjóninni hafði hrakað hratt og því
voru ekki allir dagar fyrirhafnar-
litlir eða léttvægir. Hún tók þessu
þó af yfirvegun og æðruleysi eins
og öðru sem að höndum bar í líf-
inu. Hjördís var afar hjartahlý
manneskja með einlægt bros sem
tók öllum opnum örmum sem til
hennar leituðu. Hún hafði einstak-
lega gaman af því að taka á móti
Elsku frænka
okkar, Hjördís
ömmusystir okkar,
kvaddi þennan heim
skyndilega í síðastliðinni viku eftir
stutt veikindi. Þær eru ófáar
minningarnar sem rifjast upp
þegar við horfum yfir farinn veg
og hugsum til allra þeirra ánægju-
legu og hlýju samverustunda sem
við systurnar áttum á heimili
þeirra Hjördísar frænku og
Didda, eiginmanns hennar, sem
lést fyrir rúmum níu árum. Fyrst
á Ferjubakka og síðar í Stafnasel-
inu. Samheldni og hlýja einkenndi
hjónaband þeirra hjóna og heim-
ilið sem þau bjuggu um fjölskyldu
gestum og var iðin við að útbúa og
framreiða girnilegar kræsingar
fyrir gesti sína og gaf sér ávallt
tíma, hvort sem það var fyrir full-
orðna eða börn, til að spjalla við
þau. Hjördís frænka naut þess að
eiga stóra fjölskyldu enda barna-
lán í fjölskyldunni sem hún sinnti
af kostgæfni ásamt Didda meðan
hann var á lífi, af sinni einstöku al-
úð og kærleika. Hennar verður
sárt saknað og missir fjölskyld-
unnar er mikill. Um leið og við
minnumst Hjördísar frænku okk-
ar með þessum orðum kveðjum
við hana í hinsta sinn og biðjum al-
mættið að styrkja fjölskylduna
sem hún var svo stolt af.
Elsku Ástþóra, Toni, Hjölli,
Kiddi, Hulda Sjöfn og fjölskyldur,
við dáumst að þeim styrk og kær-
leika sem hefur einkennt ykkur
síðustu daga. Við sendum okkar
einlægustu samúðarkveðjur til
ykkar allra, elsku fjölskylda.
Blessuð sé minning hennar.
Sjöfn og Sigrún Margrét.
Hjördís Hjörleifsdóttir