Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 30

Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 ✝ KristmundurSigurðsson fæddist í Reykja- vík 4. júní 1958. Hann varð bráð- kvaddur í Svíþjóð 2. desember 2017. Foreldrar hans voru Ástríður Ólafsdóttir, f. 8. júlí 1915, d. 26. júní 1969, og Sig- urður Kristmunds- son, f. 23. júlí 1920, d. 24. júní 2000. Kristmundur var yngstur systkina sinna, alsystkini hans eru Hrefna Kristbjörg Sigurðardóttir, f. 12. júní 1951, gift Steingrími Long, f. 5. júní 1951, þau eiga þrjú börn, og 4. júní 1983 og áttu þau tvö börn saman, Jónínu Guðnýju, f. 1983, og Kristmund Axel, f. 1993. Þau slitu samvistum 1996. Fyrir átti Kristmundur Önnu Stefaníu, f. 1981, og Sig- urð Frey, f. 1982, og átti El- ísabet fyrir börnin Theodór, f. 1975, og Þorberg, f. 1981. Barnabörnin eru sjö talsins. Kristmundur starfaði að- allega við málningarvinnu gegn um tíðina. Áður stundaði hann sjómennsku og vann á Barnaspítala Hringsins við um- mönnun. Hann vann hjá Krist- jáni Aðalsteinssyni mál- arameistara til ársins 1994. Síðustu árin starfaði hann með Jens Sigurðssyni málarameist- ara og syni hans Sigurði Há- kon, einnig með syni sínum Sigurði Frey og Grétari Karls- syni alveg þar til hann lést. Útför Kristmundar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 15. desember 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Axel Kjartan, f. 29. júlí 1955, d. 28. nóvember 1974, Hálfsystur Krist- munds sammæðra voru Guðný Alexía, f. 27. janúar 1936, d. 2. apríl 1990, gift Gunnari Frið- rikssyni, f. 24. des- ember 1924, d. 5. mars 2000, þau eiga fimm börn, Ingibjörg, f. 12. október 1937 og hún á átta börn, og Guð- ríður Dóra, f. 22. júlí 1944, gift Friðriki Kárasyni, f. 25. ágúst 1943, d. 19. júlí 2016, þau eiga þrjú börn Kristmundur giftist El- ísabetu Dottý Kristjánsdóttur Elsku hjartans pabbi minn. Ég og þú vorum bestu vinir. Þú varst mér allt. Takk fyrir að hugsa svona vel um mig allt mitt líf. Ég veit ekki í dag hvernig ég mun geta lifað án þín en ég mun finna leið. Ég mun aldrei gleyma þér. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Kristmundur Axel Kristmundsson. Hvernig á ég að byrja, elsku pabbi minn. Það er svo margt sem mig langar að skrifa. Ég vil byrja á að segja að ég er óend- anlega þakklátur fyrir að eiga þig sem pabba. Það er mér þó efst í huga hvernig þú stóðst alltaf með mér og að ég gat leit- að til þín með allt, sama hvað var. Síðastliðin ár sem við höfum unnið saman, gert allt saman, sundið, utanlandsferðirnar, fundirnir og allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur varst þú með mér í. Þú varst mikill vinur vina þinna og líka vina minna. Þú varst kletturinn í lífinu mínu og ég mun aldrei gleyma þér. Svo yndislegt að fylgjast með þér og Hönnu Mist minni, en þar sýndir þú hversu góður afi þú ert. Eins þegar Ninja mín kom, þá varst þú svo glaður. Þakka þér fyrir allt, elsku hjartans pabbi minn. Ég elska þig óendanlega mik- ið og lífið verður svo tómlegt án þín. Ég vil enda þetta með ljóði sem lýsir svo vel þér. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Sigurður Freyr Kristmundsson. Elsku hjartans pabbi minn. Mikið rosalega á ég eftir að sakna þin. Það er svo margs að minnast. Hugurinn leitar í Fífurimann, þegar við krakkarnir voru að alast upp. Þú varst alltaf svo hress og yndislegur pabbi og svo góður við alla vini okkar Begga. Þú tókst þátt í fótboltanum og öllu því sem sneri að okkur á þessum tíma. Við vorum svo stolt af þér. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þín. Oft var erf- itt, en svo gott að geta talað við þig þegar erfiðleikar steðjuðu að, eða bara þegar ég þurfti að blása út. Ég á eftir að sakna símtal- anna mikið. Þú hringdir alltaf í mig þegar ég var á vaktinni í Torpinu og tókst púlsinn á okk- ur. Eins og það var oft mikil sorg og áföll í kringum þig, pabbi minn, þá varstu svo fljótur að reyna að bæta mér það upp og það var ekki annað hægt en að reyna að gleyma og tileinka sér jákvætt hugarfar. Það er alltaf betra en að dvelja í sorg og reiði. Ég þakka fyrir að fá að hafa haft þig hjá mér síðustu klukku- stundirnar sem þú lifðir. Þú geislaðir síðasta kvöldið og við gátum hlegið mikið að þér og Tomma af lýsingum undanfeng- inna daga þótt sorglegir hafi verið. Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Kjark til þess að breyta því sem að ég get breytt. Og vit til að greina þar á milli. (óþekktur höfundur) Elska þig, pabbi minn. Þín Dúa, Jónína Guðný Kristmundsdóttir. Elsku Mundi minn. Við vorum fjögurra ára þegar við hittumst fyrst og lékum okk- ur saman á Ægisíðunni fallegu. Foreldrar okkar voru gott vinafólk og þarna áttum við okk- ar fyrstu stundir. Þú varst bara 12 ára þegar þú misstir mömmu þína og misstir svo Axel bróður þinn nokkrum árum seinna. Ekki gat ég ímyndað mér þarna að leiðir okkar ættu eftir að liggja saman nokkrum árum seinna og þú yrðir maðurinn í lífi mínu. Við áttum það sameiginlegt að vera á dimmum stað í lífinu vegna alkóhólisma þegar sam- band okkar þróaðist í ást og við giftum okkur á afmælisdaginn þinn 1983. Fyrstu árin voru erfið og sársaukafull. Alkóhólisminn heltók allt og þessi kvöl og þrá- hyggja virtist ætla engan endi að taka. Það var erfitt fyrir okkur að breyta og ná tökum á lífi okk- ar án áfengis, en svo loks gerðist það. Fallega tímabilið byrjaði á Kleppsveginum 1989. Þú að mála og ég með Dyngjuna. Við flutt- um svo í Fífurimann og líf okkar snerist um að gefa af okkur til þeirra sem enn voru að þjást og kynntumst frábæru fólki. Stór- fjölskyldan var mikið saman, hlegið og haft gaman, ekki hvað síst þegar þú og bræður mínir komu saman. Árið 1993 fæddist svo Kristmundur Axel og allt virtist fullkomið. En það þarf sterk bein til þess að þola góða daga. Þarna áttum við okkar bestu tíma, en alkóhólisminn tók aftur völdin. Bæði áttum við erf- itt uppdráttar eftir þetta fall og vorum í mikilli kvöl. En við náð- um okkur á strik. Elsku hjartans Mundi minn. Ég vil þakka þér fyrir allt, þakka þér fyrir yndislegu börnin okk- ar, vináttuna og alla þessa ára- tugi. Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu síðustu vikurnar. Við töluðum mikið saman og felldum mörg tár. Þú talaðir um hversu mikið þú vær- ir búinn að klúðra og við fórum yfir liðin ár. Enn eina ferðina varstu búinn að láta undan brestum þínum sem síðan komu þér til þess að byrja aftur í neyslu. Við höfðum átt yndislegt kvöld saman með börnum okkar Begga og Dúu. Allir svo glaðir með að þú værir kominn í með- ferðina. Synir þínir og vinir heima á Íslandi höfðu svo miklar áhyggjur af þér og mikill léttir og þakklæti þegar Runni var kominn með þig í bílinn. Nokkr- um tímum seinna varstu allur. Þvílíkt áfall. En þakklætið er samt mikið. Þú varst hjá okkur þegar þú kvaddir. Þú varst á staðnum sem þú elskaðir og hafði bjargað lífi þínu fyrir rúm- um sjö árum. Þú áttir svo marg- ar minningar þau ár sem þú varst í Dennicketorp. Þar voru sterk vinatengsl, ekki hvað síst við Runna sjálfan. Þú varst einstaklega barngóð- ur og elskaðir öll börnin þín. En tengslin við Kristmund Axel svo sterk því hann bjó hjá þér öll ár- in og þið áttuð sérstakt og fal- legt feðgasamband. Ég lofa því, elsku Mundi minn, að hugsa vel um öll börnin okkar og barnabörnin. Um leið og ég kveð þig, elsku hjartans kallinn minn, vil ég votta öllum börnunum, ættingj- um og vinum þínum mína dýpstu samúð. Ég veit að Jenni, Emmi og Grétar syrgja sárt. Dagarnir án þín verða öðruvísi. Það var svo auðvelt fyrir alla að elska þig. Við sjáumst síðar, elskan. Alltaf þín Dottý, Elísabet Kristjánsdóttir. Elsku Mundi minn. Ég þekkti þig og Hrefnu systur þína frá því þú varst bara barn. Alltaf varstu svo glaður og skemmti- legur. Síðar kvæntist þú Dottý minni og varðst stór partur af okkar fjölskyldu. Þú og synir mínir, Hjalli, Issi og Nonni, voruð eins og bræður í mörg ár og oft svo glatt á hjalla. Gaman var að spila við þig bridge og jólaboðin okkar svo skemmtileg með þér. Mér eru í fersku minni sumar- bústaðaferðir okkar fjölskyld- unnar og spilamennskan þar. Oft vorum við svo mörg og mamma og pabbi með. Þú varst alltaf svo blíður og hjálpsamur við þau sem aðra. Mig langar svo að segja þér að mér hefur alltaf þótt vænt um þig og það var mikið skarð þegar þið skilduð endanlega. Þú varst stór partur af okkar lífi hér í Grindavík í svo langan tíma. Guð varðveiti þig og blessi. Ég votta börnum þínum, Hrefnu og fjölskyldu og vinum samúð í sorginni. Gréta Jónsdóttir. Kristmundur Sigurðsson ✝ Ottó Örn Pét-ursson fæddist í Kaupmannahöfn 16. maí 1935. Hann lést á Landakots- spítala 30. nóv- ember 2017. Foreldrar hans voru Peter Emil Vil- helm Haslund vél- stjóri, f. 14. apríl 1911, d. 23. mars 1986, og Þórey Dagbjört Brynjólfsdóttir, föndur- kennari og húsmóðir, f. 23. maí 1913, d. 10. september 2000. Systkini Ottós eru Leifur Pétursson, f. 21. mars 1934, Mette Wahlström Vinay, f. 4. ágúst 1943, Guðrún Bergmann, f. 4. febrúar 1944, d. 20. nóvember 2017, og Þórður Helgi Berg- mann, f. 4. nóvember 1945. Ottó kvæntist Sigríði Hannes- dóttur leikkonu, f. 13. mars 1932, hinn 31. desember 1957. For- eldrar hennar voru Jóhanna Pét- ursdóttir, f. 18. októ- ber 1899, d. 29. mars 1990, og Hannes Sveinsson, f. 10. september 1900, d. 10. janúar 1981. Ottó og Sigríður eignuðust fjögur börn. Birgir Ott- ósson, f. 1958, maki Elsa Dóra Grét- arsdóttir, f. 1959, Eva Ottósdóttir, f. 1959, maki Einir Ingólfsson, f. 1954, Örn Ottósson, f. 1963, maki Kristbjörg Linda Cooper, f. 1966, Hannes Ottósson, f. 1969, maki Kristjana Hrafnsdóttir, f. 1973. Barnabörn Ottós og Sigríðar eru Helga Fanney Jónasdóttir, f. 1977, Ottó Örn Þórðarson, f. 1978, Ísleifur Birgisson, f. 1981, Andri Þór Guðmundsson f. 1983, Sandra Sigurðardóttir, f. 1990, Anton Örn Arnarson, f. 1991, Sig- rún Hannesdóttir, f. 1995, Linda Arnardóttir, f. 1996, og Lísa Björk Hannesdóttir, f. 2000. Barnabarnabörn Ottós og Sigríð- ar eru Hilmir Snær Lunddal Rún- arsson, f. 2003, Eva Sif Gísladótt- ir, f. 2008, Birgir Kjartan Ísleifsson, f. 2010, Elsa Diljá Lunddal Rúnarsdóttir, f. 2010, Ís- leifur Rafn Lunddal Rúnarsson, f. 2014, Tumi Tómasson, f. 2015, Atlas Örn Antonsson, f. 2016, og Ólafur Ernir Ísleifsson, f. 2016. Ottó fór ungur að vinna fyrir sér og var m.a. vikapiltur á Hótel Borg. Hann fór síðan að vinna hjá hernum á Keflavíkurflugvelli en réði sig svo til starfa hjá banda- ríska sendiráðinu í Reykjavík, þar sem hann starfaði í 40 ár, fyrst sem bílstjóri og síðar fjár- málastjóri. Eftir að Ottó hætti hjá sendiráðinu starfaði hann ásamt eiginkonu sinni við fararstjórn. Ottó var um tíma í Lions- klúbbnum Tý og var virkur innan Sjálfstæðisflokksins auk þess sem hann sat í stjórn Verndar. Ottó var formaður Nesklúbbsins og sat í stjórn Landssambands eldri kylfinga. Ottó var í Oddfellow- reglunni, stúku nr. 1, Ingólfi, í 30 ár. Útför Ottós fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 15. desember 2017, klukkan 13. Það er ekki auðvelt að velja eina minningu úr þeim fjölmörgu sem við eigum með afa Ottó. Við áttum óteljandi góðar stundir við eldhúsgluggann á Grandavegin- um og í bíltúrum um landið á stóra bílnum. Afi hafði alltaf skemmtilegar sögur að segja og hann hélt samviskusamlega utan um gamlar myndir og bréf. Hann hafði dálæti á því að rifja upp minningar úr æsku sinni í Dan- mörku og oft spjölluðum við sam- an á dönsku. Það sem einkenndi afa allra helst var góðvild hans í garð ann- arra. Hann sá alltaf til þess að fólkinu sínu liði vel. Í nærveru afa var alltaf hægt að treysta á grín og glens enda tók hann lífinu með rólyndi og hæfilegri alvöru. Allir sem þekktu afa þekkja hina óþrjótandi lífsgleði sem honum fylgdi. Að eiga hann sem afa voru svo sannarlega forréttindi. Sigrún og Lísa Björk. Það var um vorið 1984. Ég kom í heimsókn til Hannesar vin- ar míns á Reynimelnum. Ný- fermdur og móðir mín lést skömmu eftir ferminguna. Á móti mér tók Ottó Örn Péturs- son. Ég mun aldrei gleyma faðm- laginu sem ég fékk frá honum. Svo hlýtt, traust og vinalegt. Hann spurði mig hvernig ég hefði það. „Bara fínt,“ sagði ég. „Það er gott,“ sagði Ottó. Hann sagði mér líka að ég mætti koma hvenær sem væri inn á hans heimili ef eitthvað bjátaði á. Þetta var hann í hnotskurn. Allt- af tilbúinn að rétta hjálparhönd. Heimili hans og Sigríðar var oft á tíðum eins og félagsmiðstöð. Það fór oft mikið fyrir okkur vinum Hannesar. Það truflaði Ottó ekki neitt. Hann átti það til að setjast niður með okkur að spjalla og gefa okkur góð ráð. Það er með virðingu, þakklæti og góðum minningum sem ég kveð Ottó Örn Pétursson. Megi góður Guð gefa fjölskyldu hans styrk á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir allt. Páll Sævar Guðjónsson. Ég vil minnast góðs manns, Ottós Arnars Péturssonar sem kvaddi þennan heim 30. nóvem- ber síðastliðinn. Ottó var faðir Hannesar, æskuvinar míns. Ég á hlýjar minningar um Ottó. Hann og Didda fluttu á Reynimelinn þegar Hannes var 12 ára. Það var alltaf ákveðinn ævintýrablær í kringum Ottó. Hann vann hjá bandaríska sendiráðinu, var allt- af fínn í tauinu, spilaði golf, var af dönskum ættum og faðir hans barðist með dönsku andspyrnu- hreyfingunni í seinni heimsstyrj- öldinni. Ottó var alltaf í góðu skapi og hafði ætíð tíma fyrir aðra. Hann var m.a. lengi í stjórn Verndar, sem aðstoðaði fanga eftir afplánun. Ég á góðar minn- ingar um samræður okkar Ottós. Á háskólaárum mínum vann ég um tíma hjá bandaríska sendi- ráðinu og þar áttum við löng og ánægjuleg samtöl. Síðustu árin hittumst við ekki oft en þegar við hittumst var Ottó ætíð áhuga- samur um hvað ég var að gera og fást við. Ottó var mikill fjöl- skyldumaður og var alltaf gaman að koma heim til Ottós og Diddu. Ég kveð góðan mann, hvíl í friði. Ég og Ingibjörg Lilja sendum Diddu, Birgi, Evu, Erni og Hann- esi og öðrum aðstandendum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Gunnar Alexander Ólafsson. Við systkinin viljum kveðja elsku afa okkar með nokkrum orðum. Við eigum ótal góðar æskuminningar um afa á Reyni- melnum. Í mörg ár hittist stór- fjölskyldan heima hjá afa og ömmu á jóladag og var borðaður kalkúnn með heimsins besta „stöffi“ a la Ottó afi og ekki má gleyma skemmtilegu heimsókn- unum í sendiráðið þar sem hann vann nánast alla ævi sína. Að auki er ofarlega í minningunni hvað hann var alltaf vel til fara og mikill séntilmaður. Afi var róleg- ur og góður við okkur systkinin. Við höfum tekið okkur til fyrir- myndar það sem var svo ríkjandi í hans fari, til að mynda nægju- semi og kærleika, og viljum hafa það að leiðarljósi í lífinu. Blessuð sé minning þín, takk fyrir okkur, þú varst yndislegur afi. Þín barnabörn, Fanney og Ísleifur. Ottó Örn Pétursson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og aðstoð við andlát og útför hjartkærs manns míns og besta vinar, MARTEINS JÓNSSONAR, Don, Donald Lewis Martin, tannsmíðameistara. Kolbrún á Heygum Magnúsdóttir og fjölskylda Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegu litlu dóttur okkar og systur, ANDREU EIRAR SIGURFINNSDÓTTUR Þökkum af öllu okkar hjarta fyrir ómetanlega aðstoð og þann mikla stuðning sem við höfum fengið á þessum erfiða tíma. Sigurfinnur Bjarkarsson Guðrún Jóna Borgarsdóttir Bjarkar Þór Sigurfinnsson Júlía Sól Sigurfinnsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.