Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017
Nýir eigendur, framkvæmdaaðilar
og arkitektar, sem hófu breytingar á
fyrrverandi vinnustofu listamannsins
Guðmundar Einarssonar frá Miðdal
við Skólavörðustíg 43, 101 Reykjavík
á þessu ári, bera ábyrgð á mjög al-
varlegri eyðileggingu á innviðum
vinnustofunnar. Hún er sammerk
óbætanlegu tjóni í menningarsögu
frá fjórða tug tuttugustu aldar. Allt
sem þar var af höfundarverkum Guð-
mundar og einnig innréttingum, sem
hann hannaði, hefur verið brotið,
fjarlægt og flest sennilega urðað.
Einstæð höfundarverk
Um er að ræða, auk sérsmíðaðra
timburinnréttinga:
1. Stóra fyrirmynd að silfur-
bergshvelfingunni í aðalbyggingu
Háskóla Íslands.
Hún var um það bil 1,5 x 2,2 metr-
ar að stærð, ferköntuð með stórum
hangandi kambi í miðjunni, alsettum
glæru silfurbergi (kalsíti) úr Helgu-
staða- og Hoffellsnámum. Hvelfingin
var með blaðgulli undir þrefaldri röð
af silfurbergssteinum neðst á öllum
köntum. Hún öll, til viðbótar við
kambinn, var alþakin glærum silf-
urbergskristöllum. Þar var líka sér-
stök raflögn og lýsing.
2. Rafkyntan ofn eða arin með hita-
elementum upp við veggi í einu horni
vinnustofunnar. Hliðarnar voru úr
hitaþolnu steinefni og hluti fram-
hliðar einnig, húðaður með hrafntinn-
umulningi. Mestöll framhliðin var úr
hlöðnum silfurbergsmolum – gegnsæ
– en á botni arinsins lágu hrafntinn-
umolar á meðan Guðmundur notaði
vinnustofuna. Ofan á arninum var
svört glerplata á hitaþolnum stein-
efnagrunni. Arinninn var einstakur í
sinni röð.
Öllu glæra silfurberginu var hent
eftir niðurbrot, að því best er vitað,
og má telja verðmæti þess og hand-
verksins, sem til þurfti í verkin tvö,
hlaupa á milljónum króna, auk þess
sem kristallar þessara gæða eru ófá-
anlegir hér á landi.
Þessi hönnun Guðmundar, einkum
hvelfingin með silfurberginu, var til-
raunaverkefni áður en hafist var
handa við gerð margfalt stærri hvelf-
ingar í lofti anddyris í aðalbyggingu
HÍ, unnið í samvinnu við Guðjón
Samúelsson, húsameistara ríkisins.
Samvinna hans og Guðmundar sner-
ist auk þessa um steiningu ytra byrð-
is bygginga, veggmyndir húsa, úti og
inni (sbr. Landspítalann og Þjóðleik-
húsið), skipulag hluta háskólareitsins
og gerð stuðlalofts í Þjóðleikhúsinu.
Samþykkt deiliskipulag fyrir
lóðina við Skólavörðustíg 43 er
með verndunarákvæðum
Í samþykktu deiliskipulagi fyrir
svokallaðan Kárastígsreit – austur,
dagsettu 1. júní 2008, með áorðnum
breytingum, eru sérstök ákvæði fyrir
Skólavörðustíg 43: Þar stendur með-
al annars: „Í viðbyggingu eru inn-
réttingar með menningarsögulegt
gildi sem ber að vernda.“ (Verkheiti
deiliskipulags: 245-1)
Áður en framkvæmdir hófust var
ekki haft samband við Minjastofnun
Íslands, né skipulags- eða bygging-
arfulltrúa Reykjavíkurborgar. Engar
samþykktar teikningar fyrir breyt-
ingu á notkun húsnæðis, samkvæmt
deiliskipulagi, eða samþykktir aðal-
uppdrættir voru til þegar fram-
kvæmdir hófust. Ofangreindar inn-
réttingar, silfurbergsarinn og
silfurbergshvelfing, voru rifnar og
brotnar niður, og fjarlægðar án allra
tilskilinna leyfa, sem var með öllu
óheimilt.
Héðan af er enginn vegur að því að
endurgera það sem forgörðum fór
eða bæta fyrir tjónið. Tilgangurinn
með þessari grein og opinberun að-
faranna er annars vegar sá að vekja
athygli á þeim merkilegu menning-
arverðmætum sem eru glötuð og hins
vegar sá að minna enn og aftur á að
allur undirbúningur að breytingum á
gömlu húsnæði verður að fara fram
með tilskildum leyfum og með eðli-
legum hætti. Varkárni verður alltaf
að vera viðhöfð frammi fyrir menn-
ingarminjum, jafnt utanhúss sem
innan. Ótal dæmi eru til um lítt eða
óbætanlegt tjón á húsnæði í eldri
byggðum borgar og bæja, og sú eyði-
legging sem gerð var á innviðum á
fyrrverandi vinnustofu Guðmundar
frá Miðdal verður aldrei bætt. Sorg
en ekki reiði er það sem bærist meðal
þeirra sem til þekkja.
Alvarlegt menningar-
sögulegt slys
Ljósmyndir/Max Milligan
Lofthvelfing Mótuð lofthvelfing, þakin glæru silfurbergi, á Skólavörðustíg 43.
Arinn Framhlið silfurbergsarins í vinnustofu Guðmundar frá Miðdal.
Eigendur fyrrverandi vinnustofu listamannsins Guðmundar
Einarssonar frá Miðdal bera ábyrgð á mikilli eyðileggingu á
innviðum hennar, að sögn sona listamannsins.
Höfundar greinarinnar eru synir
listamannsins. Egill er arkitekt og
Ari Trausti jarðvísindamaður.
Eftir Egil Guðmundsson og
Ara Trausta Guðmundsson
GUÐ BLESSI ÍSLAND ★★★★★ Fréttablaðið
Elly (Stóra sviðið)
Fös 15/12 kl. 20:00 39. s Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Fim 25/1 kl. 20:00 59. s
Lau 16/12 kl. 20:00 40. s Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Fös 26/1 kl. 20:00 60. s
Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Lau 27/1 kl. 20:00 61. s
Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s
Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s
Fös 29/12 kl. 20:00 44. s Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Fös 9/2 kl. 20:00 66. s
Lau 30/12 kl. 20:00 aukas. Þri 23/1 kl. 20:00 aukas.
Stjarna er fædd!
Guð blessi Ísland (Stóra sviðið)
Sun 17/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðasta sýning.
Medea (Nýja sviðið)
Fös 29/12 kl. 20:00 Frums. Fim 4/1 kl. 20:00 3. s Lau 6/1 kl. 20:00 5. s
Mið 3/1 kl. 20:00 2. s Fös 5/1 kl. 20:00 4. s Fim 11/1 kl. 20:00 6. s
Ástir, svik og hefndarþorsti.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fös 15/12 kl. 20:00 18. s Mið 27/12 kl. 20:00 20. s Fös 5/1 kl. 20:00 aukas.
Lau 16/12 kl. 20:00 19. s Fös 29/12 kl. 20:00 22. s Lau 6/1 kl. 20:00 aukas.
Draumur um eilífa ást
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 17/12 kl. 13:00 55. s Sun 7/1 kl. 13:00 aukas. Sun 21/1 kl. 13:00 aukas.
Þri 26/12 kl. 13:00 56. s Sun 14/1 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas.
Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 16/12 kl. 13:00 aukas. Sun 17/12 kl. 16:00 aukas.
Sun 17/12 kl. 13:00 aukas. Þri 26/12 kl. 13:00 aukas.
Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni.
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s
Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s
Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s
Saga íslensku þjóðarsálarinnar.
Skúmaskot (Litla sviðið)
Lau 6/1 kl. 13:00 Frums. Sun 7/1 kl. 13:00 2. s Lau 13/1 kl. 13:00 3. s
Búðu þig undir dularfullt ferðalag!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Lau 30/12 kl. 13:00 Lau 13/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00
Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Fös 15/12 kl. 19:30 Auka Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn
Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn
Lau 6/1 kl. 19:30 Auka Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Hafið (Stóra sviðið)
Þri 26/12 kl. 19:30 Frum Fös 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn
Mið 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn
Fim 4/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn
Lau 6/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 16/12 kl. 11:00 307.s Lau 16/12 kl. 14:30 309.s Sun 17/12 kl. 13:00 311.s
Lau 16/12 kl. 13:00 308.s Sun 17/12 kl. 11:00 310.s Sun 17/12 kl. 14:30 312.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Mið-Ísland að - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 4/1 kl. 20:00 Lau 6/1 kl. 22:30 Lau 13/1 kl. 20:00
Fös 5/1 kl. 20:00 Fim 11/1 kl. 20:00 Lau 13/1 kl. 22:30
Fös 5/1 kl. 22:30 Fös 12/1 kl. 20:00
Lau 6/1 kl. 20:00 Fös 12/1 kl. 22:30
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Efi (Kassinn)
Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn
Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka
Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn
Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn
Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 Auka
Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Sun 7/1 kl. 15:00 Frums Sun 14/1 kl. 15:00 2.sýn Lau 20/1 kl. 15:00 3.sýn
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG PÍPARA?