Morgunblaðið - 15.12.2017, Blaðsíða 44
Gunnar and the Rest
fagnar nýrri plötu
Pönksveitin Gunnar and the Rest
fagnar útgáfu plötunnar First Hits
með tónleikum í Hinu húsinu í kvöld
kl. 20. Sveitin varð til í kjölfar tónlist-
arnámskeiðs sem List án landamæra
hélt í samstarfi við Lee Lynch og Hitt
húsið fyrir ungt tónlistarfólk með
fötlun. Á námskeiðinu var einblínt á
tónlistarsköpun út frá spuna og frelsi
til tilrauna. Aðgangur er ókeypis.
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 349. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR.
1. „Þessi maður er bróðir minn“
2. Lífeyrisaldur hækkar í 70 ár
3. Búið að bera kennsl á líkið
4. „Ég var algjörlega niðurbrotin“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvartett tromp-
etleikarans
Snorra Sigurð-
arsonar flytur
jólalög úr ýmsum
áttum í djass-
útsetningum á
Kex hosteli í dag
kl. 12.15. Kvart-
ettinn skipa auk
Snorra þeir Ásgeir J. Ásgeirsson á
gítar, Gunnar Hrafnsson á kontra-
bassa og söngvarinn Kristbjörn
Helgason.
Jóladjass í hádeginu
Ævar Þór Benediktsson hefur gert
útgáfusamning við rússneska forlagið
Meshcheryakov Publishing House, um
útgáfu allra fjögurra bókanna úr Þín
eigin-seríunni: Þín eigin þjóðsaga, Þín
eigin goðsaga, Þín eigin hrollvekja og
Þitt eigið ævintýri. Samningurinn
bauðst í beinu framhaldi
af þátttöku hans á
Kryakkbókmenntahátíð-
inni í Síberíu í haust þar
sem Ævar kynnti bækur
sínar, gerði vís-
indatilraunir og
las upp úr
verkum sín-
um.
Þín eigin-bækurnar
gefnar út á rússnesku
Á laugardag Vaxandi suðaustanátt, 10-15 m/s og slydda eða rign-
ing á Suður- og Vesturlandi síðdegis, en dálítil snjókoma norð-
austanlands um kvöldið. Hlýnandi veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 2-11 m/s og víða léttskýjað sunnan-
og vestanlands fram eftir degi, en él við norðausturströndina.
Frost víða 1 til 10 stig.
VEÐUR
KR, Haukar, ÍR og Tindastóll
eru áfram jöfn og efst á
toppi Dominos-deildar karla
í körfuknattleik en öll unnu
þau leiki sína í lokaumferð
ársins í gærkvöld. Mesta
spennan var í Breiðholti þar
sem ÍR lagði Keflavík í fram-
lengdum leik. Neðstu liðin,
Þór frá Akureyri og Höttur,
veittu Grindavík og Njarð-
vík harða keppni en máttu
sætta sig við ósigra.
»2-3
Fjögur lið eru
áfram efst og jöfn
Björn Róbert Sigurðarson og Stein-
dór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí
og leikmenn Íslandsmeistaraliðs
UMFK Esju, hlutu í gær þyngstu
dóma sem kveðnir hafa verið upp hér
á landi vegna fyrsta brots á lögum
um lyfjanotkun. Dómstóll
Íþrótta- og Ólympíu-
sambands Íslands
dæmdi leikmennina í
fjögurra ára bann
sem gildir frá 6.
september síð-
astliðnum, en þá
voru þeir teknir í
lyfjapróf á æf-
ingu og urðu
uppvísir að
steranotkun. »1
Þyngstu dómarnir
vegna fyrsta brots
Haukar, Selfoss, FH, ÍBV, Fram og
Þróttur Reykjavík tryggðu sér sæti í
8-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í
handknattleik karla í gærkvöld.
Óvæntustu úrslitin voru í viðureign
Fram og Aftureldingar sem lék til úr-
slita í bikarkeppninni á síðustu leik-
tíð en Fram vann öruggan sigur en
liðið hefur átt afar erfitt uppdráttar
um nokkurt skeið. »4
Framarar skelltu silf-
urliðinu frá í fyrra
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Senn líður að besta eða versta tíma
ársins í matargerð á Íslandi, eftir því
hver á í hlut, en það er Þorláks-
messan. Þá er gjarnan tekið forskot
á jólahátíðina og slegið upp veislu
þar sem kæst skata og tindabikkja
er borin á borð. Skata og tindabikkja
er öðru fremur hefðbundinn matur á
Vestfjörðum og er gjarnan borin
fram með bráðnum hnoðmör þar
fyrir vestan en annars með snark-
andi heitri hamsatólg. Kæst skata er
bragðmikill og afar lyktsterkur mat-
ur svo ýmsum þykir nóg um.
„Ég passa mig þegar ég teygi mig
ofan í skötukarið að fara ekki of
langt því að annars kæmist ég aldrei
upp úr því aftur,“ segir Kári Þór Jó-
hannsson, fisksali á Ísafirði, og hlær.
„Þegar ég var unglingur og fór að
vinna í frystihúsunum endaði ég oft í
skötuvertíðinni, þannig að ég er bú-
inn að vera í skötunni í um 40 ár.
Tindabikkjan er aðallega kæst
hérna fyrir vestan, hvítskatan og
gráskatan er kæst og söltuð meira
fyrir sunnan. Við skerum börðin
af henni og setjum í ker og lát-
um hana vera þar í tvær til
þrjár vikur, en það fer eftir
hitastiginu hvað hún tekur
langan tíma að brotna nið-
ur. Svo er hún roðrifin,
pökkuð í lofttæmdar um-
búðir og fryst,“ segir
Kári um það hvernig lost-
ætið er verkað.
Varðandi vinsældir
skötunnar segir hann
toppa og lægðir í því, en
að Vestfirðingar borði
hana allt árið. „Skatan er
samt bara kæst fyrir Þor-
láksmessu, hún er í best-
um holdum og feitust á
haustin og gæðin mest.
Hnoðmörinn fæ ég hjá
vönum bændum hér
fyrir vestan. Hann er tekinn og lát-
inn hanga aðeins, svo er hann brytj-
aður niður og loftið hnoðað úr hon-
um, svona barið úr honum í
stokkum,“ segir Kári. Til að ná
mestu skötulyktinni burt segir hann
best að skipta um vatn, sumir sjóða
hangiketið strax á eftir. Stundum sé
skatan svo sterk að menn hafi
brunnið í munninum, en það sé oft-
ast ef menn borða yfir sig af henni.
„Þorláksmessa að vetri markar
vertíðarlok. Áður fyrr fórust menn
oft á opnum bátum í vondum veðrum
og ef mennirnir skiluðu sér ekki á
Þorláksmessu, þá voru auðvitað eng-
in jól hjá fjölskyldum þeirra. Því var
slegið upp skötuveislu þegar þeir
komu heilir heim úr róðrunum,“ seg-
ir Kári. „Þetta er góður fjöl-
skyldufagnaður.“
„Góður fjölskyldufagnaður“
Kæst skata og
tindabikkja á
Þorláksmessu
Á Vestfjörðum er til siðs að
borða kæsta skötu á Þorláks-
messu en sá siður hefur á síð-
ustu árum orðið algengur um
land allt.
Í dag er Þorláksmessan hluti
af jólaundirbúningi og dagurinn
á undan var sumstaðar kallaður
hlakkandi.
Margir hafa þann sið að
skreyta jólatréð á Þorláksmessu
og á Þorláksmessukvöld í
Reykjavík er friðarganga niður
Laugaveginn, kíkt er á öldurhús
og síðustu jólainnkaupin gerð.
Þorláksmessa 23. desember er
til heiðurs Þorláki helga Þórhalls-
syni, biskupi í Skálholti, sem dó
þann dag árið 1193.
Þorláksmessa á sumri er 20.
júlí, frá árinu 1237, til að minnast
þess að bein Þorláks voru tekin
upp og lögð í skrín til áheita. Fyr-
ir siðaskipti var hún ein mesta
hátíð ársins en er flestum
gleymd í dag.
Í dag hluti jólaundirbúnings
Þorlákur helgi
Þórhallsson,
dýrlingur
Íslendinga.
ÞORLÁKSMESSA VAR ÁÐUR HALDIN TVISVAR Á ÁRI
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Fisksali Kári Þór Jóhannsson selur skötu árið um kring á Ísafirði og hlakkar að vonum til Þorláksmessunnar.