Morgunblaðið - 15.12.2017, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017
Frelsari „Jesús Kristur“ mætti í opnun Jólatorgsins í Hjartagarði við Laugaveg í Reykjavík í gær.
Heilsaði þar upp á gesti og gangandi og kynnti sér svo jólatorgið þar sem fjölbreytnin er ráðandi:
veitingar, skreytingar og ristaðar möndlur – og svo tónlist sem skapar góða stemningu.
Hari
Alþjóðasamtök um
útrýmingu kjarna-
vopna (ICAN) hlutu
friðarverðlaun Nóbels í
ár og voru þau afhent í
ráðhúsinu í Osló sunnu-
daginn 10. desember.
Þetta er árleg, hátíðleg
athöfn sem sótt er af
norskum fyrirmennum
og öðrum gestum. Nób-
elsverðlaunahafinn eða
fulltrúi hans flytur ræðu og að þessu
sinni kom það í hlut Beatrice Fihn,
formanns ICAN, að gera það.
Í fréttum af athöfninni og ræðunni
var þess getið í norrænum blöðum að
Erna Solberg, forsætisráðherra Nor-
egs, hefði ekki klappað Fihn lof í lófa
jafnoft og aðrir áheyrendur í hátíð-
arsal ráðhússins.
Í ræðunni sagði hún meðal annars:
„Karlar ekki konur smíðuðu kjarn-
orkuvopn til að hafa stjórn á öðrum,
en þess í stað tóku þau að stjórna
þeim. […] Við þjóðirnar sem telja sig
njóta verndar kjarnorkuhlífarinnar
segi ég: Stuðningur ykkar við kjarn-
orkuveldin dregur ekki úr sam-
ábyrgð ykkar á eyðileggingu á öðrum
í ykkar nafni.“
Ágreiningur um leiðir
Beatrice Fihn hitti Solberg í morg-
unverði í ráðherrabústað Norð-
manna mánudaginn 11. desember og
þá spurðu blaðamenn hana hvað
henni þætti um að ræða við forsætis-
ráðherra sem hefði ekki hyllt hana
með lófataki eins og aðrir sem
hlustuðu á ræðu hennar.
Fihn svaraði að hún hefði ekki tek-
ið eftir „hjásetu“ forsætisráðherrans
í lófatakinu. Hún hefði
einfaldlega fundið
mikla hlýju frá salnum.
Erna Solberg sagði
að hún hefði látið hjá
líða að klappa fyrir
tveimur atriðum í ræðu
Fihn. Þetta hefði hún
gert af því að hún væri
ósammála Fihn um
þessi atriði. „Ég tel að
ekki sé rétt að klappa
hvað eftir annað á með-
an ræða er flutt því að
það þýðir að maður er
að öllu leyti sammála. Mér fannst
þetta því heiðarleg aðferð,“ sagði Sol-
berg.
Hún áréttaði að Norðmenn væru
sammála markmiðinu um kjarn-
orkuvopnalausan heim en uppi væru
ólík sjónarmið um hvernig því mætti
ná. Hér væri um að ræða langtíma
markmið sem næðist ekki nema með
samvinnu milli kjarnorkuveldanna
og ríkja sem ekki ráða yfir kjarn-
orkuvopnum.
Norðmenn styðja ekki kröfu
ICAN um að öll lönd verði aðilar að
sáttmála Sameinuðu þjóðanna um
bann við kjarnorkuvopnum sem sam-
þykktur var í sumar á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna með atkvæðum
122 ríkja. Norska ríkisstjórnin telur
að alþjóðasamningurinn sé lítils virði
því að niðurstaða fáist ekki í þessu
máli nema um sé að ræða gagn-
kvæma samninga milli kjarn-
orkuveldanna sjálfra.
Í samtalinu við Fihn nefndi Erna
Solberg að staðan í Norður-Kóreu
drægi nú sérstaka athygli að kjarn-
orkuvopnum, sem aðildarþjóð NATO
gætu Norðmenn ekki gerst aðilar að
sáttmála sem veikti bandalagið.
Beatrice Fihn lagði áherslu á að
Norðmenn hefðu forystuhlutverki að
gegna í baráttunni gegn kjarn-
orkuvopnum og þeir væru stórþjóð
þegar kæmi að mannúðarmálum.
„Við höfum unnið náið með norsk-
um yfirvöldum frá því árið 2013 þeg-
ar þau skipulögðu Osló-ráðstefnuna
um afleiðingar af kjarnorkuvopnum
fyrir mannlegt líf og teljum að við
getum unnið áfram með þeim að
markmiðinu um kjarnorkuvopna-
lausan heim,“ sagði Fihn og hét að
þrýsta áfram á norsk stjórnvöld í von
um að þau samþykktu sáttmála SÞ.
Þrýst á Ísland
ICAN-samtökin ætla ekki aðeins
að þrýsta á norsk stjórnvöld eftir að
þau hafa fengið friðarverðlaun Nób-
els heldur sækja þau fram víðar til að
vinna að framgangi ályktunar SÞ.
Mánudaginn 11. desember sendi
Alþjóðamálastofnun HÍ frá sér til-
kynningu um opinn fund á vegum
Höfða friðarseturs, Samtaka hern-
aðarandstæðinga, Menningar- og
friðarsamtaka íslenskra kvenna og
Róttæka sumarháskólans undir fyr-
irsögninni: Kjarnorkuvopn: Er Ís-
land með eða á móti? Þar sagði:
„Þann 7. júlí síðastliðinn greiddu
122 þjóðir atkvæði með samningi
Sameinuðu þjóðanna um bann við
kjarnorkuvopnum. Ísland var ekki í
þeim hópi. Þess í stað skipaði það sér
í flokk NATO-ríkja sem sniðgengu
undirbúningsviðræðurnar í þeirri trú
að bandarísk kjarnorkuvopn geti
tryggt heimsfrið. Ray Acheson og
Tim Wright frá alþjóðasamtökunum
um útrýmingu kjarnavopna (ICAN)
munu ræða hinn nýja alþjóðasátt-
mála og færa rök fyrir því hvers
vegna Ísland ætti að styðja hann. IC-
AN-samtökin hlutu friðarverðlaun
Nóbels árið 2017 fyrir störf sín.“
Þarna stingur ein setning í stúf við
annað: „ Þess í stað skipaði það [Ís-
land] sér í flokk NATO-ríkja sem
sniðgengu undirbúningsviðræðurnar
í þeirri trú að bandarísk kjarn-
orkuvopn geti tryggt heimsfrið.“
Þetta eru tilbúin rök í áróðursskyni. Í
ætt við rangar yfirlýsingar á sínum
tíma um að kjarnorkuvopn væru í
Keflavíkurstöðinni.
Skýr afstaða
íslenskra stjórnvalda
Afstaða íslenskra stjórnvalda til
kjarnorkuvopna er skýr. Hún var
rædd á alþingi í aðdraganda sam-
þykktar Sameinuðu þjóðanna 7. júlí
2017. Steinunn Þóra Árnadóttir,
þingmaður VG, spurði Guðlaug Þór
Þórðarson utanríkisráðherra og
hann svaraði meðal annars á þennan
veg:
„Afstaða Íslands til kjarnavopna
er skýr, sú að stefna skuli að kjarn-
orkuvopnalausri veröld og að kjarna-
vopnum sé eytt með markvissum og
gagnkvæmum hætti. Við teljum lík-
legast til árangurs og raunhæfustu
leiðina að styðjast við þá samninga
og ferli sem fyrir liggja, til að mynda
samninginn um bann við útbreiðslu
kjarnavopna, NPT. Í þessu tilliti hef-
ur Ísland í gegnum tíðina stutt marg-
víslegar ályktanir á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna sem lúta að þessu
markmiði.
Við studdum hins vegar ekki þá
ályktun sem liggur að baki þeim við-
ræðum sem hefjast í næsta mánuði
og spurt er um. Ástæðan er m.a. sú
að fyrir fram var ljóst að kjarn-
orkuvopnaveldin tækju ekki þátt í
því ferli. Við teljum nauðsynlegt að
þau sitji við borðið þegar samið er
um fækkun kjarnavopna. Öðruvísi
næst ekki árangur.
Ég get hins vegar vel tekið undir
að of hægt gangi í þeim efnum og
ýmsar blikur séu á lofti í öryggis-
málum. Við skulum þó ekki gleyma
því að margvíslegur árangur hefur
náðst. Síðastliðið haust fögnuðum við
30 ára afmæli leiðtogafundarins í
Höfða sem var aflvaki meiri háttar
fækkunar í kjarnavopnabúrum risa-
veldanna á þeim tíma. Þannig hefur
kjarnavopnum undir stjórn Atlants-
hafsbandalagsins fækkað um allt að
90% frá lokum kalda stríðsins.“
Þarna kemur fram sama sjónar-
mið og hjá Ernu Solberg, forsætis-
ráðherra Noregs, að án þátttöku
kjarnorkuveldanna séu ályktanir um
útrýmingu kjarnorkuvopna marklitl-
ar. Þegar rætt er um afstöðu NATO-
ríkjanna er ástæðulaust að gleyma
því að auk Bandaríkjamanna eiga
Bretar og Frakkar kjarnorkuvopn.
Þessar þjóðir hafa fækkað vopnum
sínum um allt að 90% undanfarinn
aldarfjórðung.
Barátta fyrir aðild Norðmanna eða
Íslendinga að sáttmála SÞ frá 7. júlí
breytir engu um stöðuna í kjarnorku-
málum. Markmið hennar er fyrst og
síðast pólitískt: að sundra samstöðu
NATO-ríkjanna. Það fellur ekki að
þjóðaröryggisstefnu Íslands.
Eftir Björn
Bjarnason » ICAN-samtökin ætla
ekki aðeins að þrýsta
á norsk stjórnvöld held-
ur sækja þau fram víðar
þ.á m. á Íslandi til að
vinna að framgangi
ályktunar SÞ.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Kjarnorkustefna íslenskra stjórnvalda er skýr
Boðaðar verkfallsaðgerðir
Flugvirkjafélagsins, vegna
flugvirkja hjá Icelandair, munu
hafa áhrif á um 10.000 farþega
hvern dag sem verkfall varir.
Flugvirkjum hjá Icelandair
stendur til boða launahækkun í
samræmi við það sem aðrir í
samfélaginu fá. Með verkfalls-
hótun á viðkvæmasta tíma er
stéttarfélag þeirra að reyna að
þvinga fram kauphækkanir
langt umfram það. Aðilar
vinnumarkaðar hafa dregið línu í sandinn og
frá henni verður ekki hvikað. Ástæðan er
einföld: Ef á kröfurnar yrði fallist myndu
niðurstöður slíks samnings hellast yfir allan
vinnumarkaðinn og kippa stoðunum undan
efnahagslegum stöðugleika.
Stöðugleiki í hættu
Kjarasamningar næstu missera munu
hafa afgerandi áhrif á efnahagslega umgjörð
atvinnulífs og heimila. Niðurstöður þeirra
munu ákvarða hvort hér á landi verður stöð-
ugleiki eða ekki. Það er ábyrgðarhluti sem
atvinnurekendur, hið opinbera og viðsemj-
endur þeirra standa frammi fyrir. Sú ábyrgð
nær einnig til Flugvirkjafélagsins.
Launahækkanir umfram getu efnahags-
lífsins valda verðbólgu. Frekari skerðing en
þegar er orðin á samkeppnisstöðu atvinnu-
lífsins, vegna mikillar hækkunar launakostn-
aðar undanfarin ár og styrkingar krónunnar,
er ekki sjálfbær, stuðlar að viðskiptahalla og
erlendri skuldasöfnun. Það gerðist síðast á
uppgangsárunum 2004-2007 og hefur ítrek-
að gerst á árum áður. Ójafnvægið leiðréttist
ávallt með gengisfalli krónunnar, verðbólgu
og rýrnun lífskjara. Þessi leið er fullreynd og
finna má mýmörg dæmi um hana í hagsögu
Íslands.
Ekkert verður til úr engu
Undirstaða lífskjara fólks er góð sam-
keppnisstaða útflutningsgreina og uppbygg-
ing kaupmáttar launa þar sem saman fer
jafnvægi innanlands og í viðskiptum við út-
lönd. Þannig má forðast efnahagsskelli for-
tíðar.
Verkefni næstu missera er
að festa í sessi dæmalausan
lífskjarabata með skyn-
samlegum kjarasamningum
og kjaraviðræður við Flug-
virkjafélagið eru prófsteinn á
hvort hægt sé að koma bönd-
um á úr sér gengna nálgun á
vinnumarkaði. Aðferðafræði
fortíðar er fullreynd. Frá
árinu 1994 hafa árlegar launa-
hækkanir á Íslandi verið 6,5%
að meðaltali en á sama tíma
hefur verðlag hækkað um 5%
á ári. Kaupmáttaraukningin
hefur verið 1,6% á ári að meðaltali. Í hinum
ríkjunum á Norðurlöndunum hafa laun
hækkað minna en vegna lítillar verðbólgu
hefur kaupmáttaraukningin verið svipuð og
á Íslandi. Frá undirritun kjarasamninga á
almennum markaði fyrir 30 mánuðum hefur
kaupmáttur aukist um ríflega 15%. Kaup-
máttaraukning heils áratugar var tekin út á
rúmum tveimur árum.
Mikið í húfi
Mikilvægasta verkefni komandi kjara-
samninga er að verja þessa kaupmátt-
araukningu. Kröfur og verkfallsaðgerðir
Flugvirkjafélagsins eru ógnun við efnahags-
legan stöðugleika. Nálgun félagsins, of-
urkröfur og verkfallsaðgerðir er fortíð-
ardraugur. Hún er dæmd til að mistakast
eins og hagsaga Íslands ber vitni um. Sam-
tök atvinnulífsins vilja hvorki né geta samið
um innstæðulausar launahækkanir fyrir
flugvirkja hjá Icelandair. Líta verður á
kjaradeiluna og áhrif hennar í víðu samhengi
hlutanna.
Samhengi hlutanna
Eftir Halldór Benjamín
Þorbergsson
Halldór Benjamín
Þorbergsson
»Ef á kröfurnar yrði fallist
myndu niðurstöður slíks
samnings hellast yfir allan
vinnumarkaðinn og kippa
stoðunum undan efnahags-
legum stöðugleika.
Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins.