Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 35

Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 35
DÆGRADVÖL 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gættu þess að láta ummæli annarra ekki hafa of mikil áhrif á þig. En þú veist að þú krefst mikils af sjálfum þér núna og aðrir geta kannski ekki fylgt þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt oft sé gaman að láta hugann reika verður þér lítið úr verki á meðan. Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þetta er stórkostlegur dagur til skemmtana og ástarævintýra. Með innsæið að vopni, og með því að reyna að vera næmur á tilfinningar annarra, öðlastu virð- ingu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ábyrgðarhlutverk þitt er stærra en þú gerir þér grein fyrir. Fjölskyldumeðlimir bíða spenntir eftir því hvað bíður þeirra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að koma hjartans máli á framfæri og hefur ekki tíma til að vera list- rænn eða klár. Finndu þér hlut sem getur orðið til þess að fegra heimili þitt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur áhyggjur af fjármálunum. Kauptu þér smá tíma til umhugsunar, jafnvel þótt það kosti kjánalega afsökun. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú óttast ekki að segja hug þinn í dag. Leyfðu öðrum að njóta þess með þér og hóaðu í unga sem aldna til að eiga með góða samverustund. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Áhugaverðar hugmyndir verða bornar upp við þig sem vert er að kynna sér nánar. Fólk sem er ólíkt þér verður skyndi- lega aðlaðandi og eitthvað gæti slegið þig út af laginu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. En það er persónuleikinn sem skiptir öllu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hugsanlegt er að smátæki á heimilinu taki upp á því að bila í dag. Leyfðu villingnum innra með þér að baða sig í sól- inni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ferð fremst í flokki og ert al- veg í sjónlínunni. Finndu þér leið til að tjá þig og gerðu nokkurs konar tilfinningalega hreingerningu. Láttu aðra um að ráða sínum málum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Lífið hefur á sér margar hliðar og það getur stundum verið erfitt að velja réttu leiðina. Hið sama gildir um listsköpun af öllu tagi og jafnvel gæti verið gaman að velja þær allar. Þá er jafnvel orðið til skemmtilegt langtímaverkefni. Ólafur Stefánsson hefur ort ald-arhátt að hætti fyrri tíðar skálda: Nú er mætt hér nýja stjórnin, næst er að halda jól, í harðindum og hræmuvindi, hvergi nokkurt skjól. Í uppgangi á yfirsnúning, allt er til og falt, gleymist oft á gróðatíð, að gengið það er valt. Friða á hér fossana og fjöllin eins um leið, orkufrekur iðnaður, endar þá sitt skeið. Eins er það með hvalinn, hann ekki veiða má, en fjölgar kannski ferðamönnum, fláum bara þá. Kostur lokar, Kostco drap hann, kætast „þórðar“menn. Jólasveinar jötu nálgast, jafnast kjörin senn. ASÍ og aðrir slíkir sér ætla stóran hlut, „Aldraðir og öryrkjar“ eftir sitja í skut. Vextir hækka, vinna minnkar verður gengisfall. Sömu bankasérfræðinga setjum við á stall. Verkalagið vita þeir sem vinna aldrei neitt, helst að púlsinn hækki, ef hnífur kemst í feitt. En, ég vil reynast jákvæður er jólum birtir af. Eftir það er yfrinn tími öllu að steypa á kaf. Kemur vor og kosningar, kappar þramma um gólf. fari’ að líkum, flokkarnir fleiri verða en tólf. Hólmfríður Bjartmarsdóttir yrk- ir á Boðnarmiði: Presturinn byrjaði að blessa er búin var hefðbundin messa. Loks er hann þagði Þuríður sagði. „Látum nú vinir, vínið andann hressa.“ Snæbjörn Ragnarsson yrkir á Boðnarmiði: Fólkið rær á feigðarmið í fávitaþvögu. Enda fætt og uppalið af Útvarpi Sögu. Gömul vísa í lokin: Þó alla hrelli andskotinn og enginn karlinn lofi þá brennir hann ekki bæinn sinn sem bóndinn þarna á Hofi Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Aldarháttur hinn nýi og messa Í klípu „ÞÚ ERT LÍKA ORÐINN MJÚKHENTUR“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA VAR EKKI ÞREFALT HELJARSTÖKK, HELDUR TVÖ OG HÁLFT“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver sem ber á þig sólarvörnina MJÁÁÁÁ HALTU KJAFTI!!! SAGÐI EINHVER „HALTU ÁFRAM“? BÍB PÍP BÍB PÍP ÉG GET HERMT EFTIR FJÖLDANUM ÖLLUM AF FUGLUM LEIKTU ÞÁ BRÉFDÚFU OG DRÍFÐU ÞIG HEIM Framundan eru margir stórir dag-ar. Merkilegir dagar. Hver dagur er auðvitað dýrmætur í sjálfu sér en framundan er ágæt tilbreyting þar sem hægt er að gera sér dagamun. Þykir Víkverja það vera nærandi fyr- ir sálina í svartasta skammdeginu. x x x Gærdagurinn byrjaði með nokkr-um látum á vinnustað Víkverja. Í hús barst fréttatilkynning um að umhverfisráðherrann, sem sóttur var út í bæ, hefði valið sér aðstoðarmann. Hrópaði einn blaðamaðurinn upp yfir sig: „Orri Páll verður aðstoðar- maður.“ x x x Kliður fór um mannskapinn á rit-stjórninni. Skiljanlega. Skyldi Morgunblaðið vera að missa sinn snjallasta penna? Blaðamann með fjölmargar tilnefningar til blaða- mannaverðlauna. Og það í heilhveitis pólitíkina. Skömmu síðar var mis- skilningurinn leiðréttur og róaðist starfsfólk þegar ljóst var að Orri Páll myndi áfram fara hamförum í SunnudagsMogganum. Eða í Ljós- vakanum eins og í blaði dagsins. Hann er ekki nýi aðstoðarmaðurinn og heldur ekki Orri Páll úr Sigur Rós. Svo virðist sem þriðji Orri Páll- inn sé til. x x x Víkverji getur ekki betur séð en aðokkar glæsilegi borgarstjóri og forystumenn KR ætli sér að ganga hönd í hönd í miklar breytingar í hverfinu sem Víkverji býr í. KR- ingar hafa um langa hríð kveinkað sér undan skorti á aðstöðu. Félagið hafi vaxið upp úr þeirri aðstöðu sem fyrir hendi sé. Svo mjög að félagið sem Anders Dahl Nielsen þjálfaði hjá treystir sér ekki til að halda úti meistaraflokki í handknattleik. x x x Í dag verður í það minnsta undir-rituð viljalýsing höfuðstaðarins og KR en einnig kom þetta fram í frétta- skýringu Sigtryggs Sigtryggssonar hér í blaðinu hinn 17. nóvember. Þétting byggðar heldur því vænt- anlega áfram nema kannski helst á Óðinsgötu. Þar stækka menn garða. vikverji@mbl.is Víkverji Viska er fyrir öllu, aflaðu þér visku, kostaðu öllu til að afla þér hygginda (Orðskviðirnir 4:7)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.