Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 31

Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 Raðauglýsingar Tilkynningar Kynning á tillögum um breytingar á aðalskipulagi Mánudaginn 18. desember kl 10 til 12 á skrifstofu skipulagsfulltrúa verða kynntar tvær tillögur um breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028. Báðar breytingarnar eru kynntar á vinnslu- stigi, þ.e. mótun tillagnanna er ekki að fullu lokið og óskað er eftir ábendingum um það sem betur má fara. Tillögurnar má einnig skoða á vef sveitar- félagsins, www.fljotsdalsherad.is. Önnur breytingin varðar breytta landnotkun á tveimur lóðum við gatnamót Lagarfells og Hringvegar í Fellabæ. Þar er lagt til að íbúðasvæði verði blönduð byggð, sem gefur svigrúm fyrir þjónustu, t.d. við ferðafólk. Hin breytingin varðar landnotkun á Davíðsstöðum, áður Hleinagarði II. Þar er í gildandi aðalskipulagi gert ráð fyrir umfangsmikilli frístundabyggð en skv. breytingunni verður þar umfangsminni frístunda- byggð og skógrækt. Kynning þessi og önnur málsmeðferð er í samræmi við 30. gr. og 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“ Tillaga að matslýsingu Í samræmi við lög nr. 106/2000 m.s.br. er tillaga að matslýsingu vegna stækkunar fiskeldis Matorku í Húsatóftum í Grindavík auglýst til kynningar. Tillaga að matslýsingu liggur fyrir á heimasíðu félagsins www.matorka.is. Ábendingar eða athugasemdir skulu berast á tölvupósti til stefania@matorka.is fyrir 30. desember 2017. Skútustaðahreppur Auglýsing um deiliskipulag Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 13. desember 2017 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulags- tillögur skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. DEILISKIPULAG ÓSKIPTS LANDS VOGA: Landeigendur í Vogum í Mývatnssveit hafa látið vinna heildarskipulag yfir allt óskipt land Voga. Annars vegar er lögð fram tillaga að deiliskipulagi alls upplandsins, sem sýnir heildarmynd og samhengi afmarkaðra deili- skipulagssvæða og hins vegar deiliskipulag einstakra framkvæmdasvæða, sem sýnir nánari útfærslu þeirra. Ráðgert að byggja upp og bæta aðstöðu m.a. við Grjótagjá, Vogagjá, Lúdentsborgir og bæta aðkomu að Hverfjalli og Lofthelli. Lagðir eru fram sérstakir deiliskipulagsuppdrættir þessara svæða og afmörkuð framkvæmdasvæði vegna aðkomu og aðstöðu við Lofthelli. DEILISKIPULAG FYRIR HLÍÐ FERÐAÞJÓNUSTU: Skipulagssvæðið er um 9 ha að stærð og er sunnan og vestan Reykjahlíðarflugvallar. Það afmarkast að norðan af flugvelli og hrauni, að austan af hlíðinni, að sunnan af túnum og að vestan af hrauni og er að mestu leyti innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár í Suður–Þingeyjarsýslu. Í deiliskipulagstillögunni er lögð áhersla á að ná fram heildarsvip á svæðið en leyfa sérkennum þess og náttúru að njóta sín. Á svæðinu mun auk þeirrar starfsemi sem fyrir er verða gert ráð fyrir nýjum gistihúsum, smáhýsum, tjaldsvæði, svæði fyrir ferðavagna, bílastæðum og aðstöðu fyrir starfsmenn. Deiliskipulagstillögunni fylgir umhverfisskýrsla. Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni frá og með föstudeginum 15. desember til og með föstudeginum 2. febrúar 2018. Þá eru tillögurnar einnig aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðhrepps: http://www.skutustadahreppur.is undir Skipulagsauglýsingar (efst á forsíðu). Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 2. febrúar 2018. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir. Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og síðasta bingó ársins; Jólabingóið okkar kl. 13.30. Hlökkum til að sjá ykkur! Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Opið hús kl. 13-16, bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17, þáttur úr Stiklum kl. 14, opið fyrir innipútt, hádegismatur kl. 11.40- 12.45, kaffisala kl. 15-15.45, heitt á könnunni. Velkomin. S. 535-2700. Boðinn Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9, vöfflukaffi fellur niður vegna jólahlaðborðs, línudans f. byrjendur og lengra komna kl. 15.15. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16, morgunkaffi kl. 10- 10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30, landið skoðað með nútímatækni kl. 13.40. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Jólabingó kl. 14, jólakaffihlaðborð kl. 15. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Handaband, vinnustofa í handverki er með sýningu í dag í handverkstofu á starfi haustins, komið og skoðið afrakstur þessa frábæra verkefnis sem hlotið hefur verðskuldaða athygli, sýningin opin til kl. 18. Í kvöld kl. 18 er svo komið að jóla- skemmtun Vitatorgs, húsið opnað kl. 17.30 - uppselt er og því nauð- synlegt að hafa miðann sinn meðferðis. Furugerði 1 Kl. 14 verður heitt súkkulaði og tilheyrandi á boðstólum. Pétur Bjarnason kemur og skemmtir með frásögn, spili og söng og við göngum kringum jólatréð. Eldri borgarar velkomnir. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16, gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10, jólabingó í Jónshúsi kl. 13, bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30, og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka ef óskað er. Smiðjan í Kirkjuhvoli er opin kl. 13–16. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16, glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 9-12, prjónakaffi kl. 10-12, leikfimi gönguhóps kl. 10- 10.20, gönguhópur um hverfið kl. 10.30, bókband með leiðbeinanda kl. 13-16, kóræfing kl. 13-15. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 13 tréskurður. Gullsmári Handavinna kl. 9, leikfimi/ganga kl. 10. Ljósmyndaklúbbur kl. 13, bingó kl. 13.30. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. nemendur í 3. bekk Árbæjarskóla sýna jólaleikrit byggt á jólasveina- vísum Jóhannesar úr Kötlum kl. 10.30. Logy fatasala kl. 11-13.30. Hádegismatur kl. 11.30. Jólabingó kl. 13.15 - síðasta bingó ársins, flottir matarvinningar. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-6, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga hjá Carynu kl. 10, hádegismatur kl. 11.30. Aðventuferð til Keflavíkur, lagt af stað frá Hvasaleiti kl. 12.45, ekið að Nesvöllum, kór- söngur og kaffi, jólaljósin skoðuð á heimleið. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, thai chi kl. 9, botsía kl. 10.15, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl. 12.30. Jólaball með leikskólabörnum af Jörfa kl. 13.30, nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Brids kl. 12.30 í Borgum, hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum, vöfflukaffi eftir hádegi í dag í Borgum og sundleikfimi kl. 13.30 í Borgum. Enn og aftur gleðilega aðventu. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, Jólabingó kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin, hádegis- verður kl. 11.30-12.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga / gleðijóga salnum Skólabraut kl. 11, syngjum saman í salnum kl. 13, spilað í króknum á Skólabraut kl. 13.30 og brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Þriðjudaginn 19. desember kl. 15 verða Litlu jólin / söngur og súkkulaði í salnum á Skólabraut. Tónlist, lestur úr bókum og veitingar. Allir velkomnir. Stangarhylur 4, Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23, hljómsveit húss- ins leikur fyrir dansi, allir velkomnir, síðasti dansleikur fyrir jól. Næst verður dansað á nýju ári 7. janúar. Smáauglýsingar Bækur Bækur til sölu Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasagal 1832, Njála 1772, Það blæðir úr morgun- sárinu, tölus., áritað, Jónas E. Svafár, Spor í sandi, ljóð 38, Steinn Steinarr, Hlutabréf í sólar- laginu, Frumskógadrottningin fórnar Tarsan, Níðstöng hin meiri, Dagur Sigurðarson, Þorp- ið, 1. útg., Jón úr Vör, Hvítir hrafnar, Þ. Þ., Árbækur Espólíns 1-12, frumútg. Sunnanfari 1-13, gott band, Galdrakver Ísleifs Einarssonar, 1857 Íslensk mynd- list 1-2 Vestur-Skaftfellingar 1-4. Upplýsingar í síma 898 9475. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Notalegir inniskór Teg. 005 - stærðir 37-42- verð kr. 4.500,- Teg. 629 - stærðir 37-41 - verð kr. 3.990,- Teg. 627 - stærðir 37-41 - verð kr. 3.990,- Teg. 6069 - stærðir 37-42 - verð kr. 3.990,- Teg. 808 - stærðir 41-45 - verð kr. 4.500,- Teg. 824 - stærðir 41-46 - verð kr. 4.500,- Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán. - fös. kl. 10–18, Laugardaga kl. 10 - 14 Laugardaga 10 - 14. Verkfæri YRSA mekkanískt gullhúðað vasaúr ... í jólapakkann, verð 19.500,-. Mikið úrval af YRSU og PL armbandsúrum. GÞ Bankastræti s.5514007, ERNA Skipholti 3, s.5520775 www.erna.is. Húsviðhald fasteignir Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og á mbl.is mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.