Morgunblaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Í júní hóf Sádi-Arabía – ásamt tveim öðrum Flóaríkjum og Egyptalandi – harðar deilur við Katar og sagði að ríkið fjármagnaði starf hryðjuverkamanna íslamista. Aðgerðin var nánast eins og háðsádeila vegna þess að Sádi- Arabía hefur sjálf um langt skeið fjármagnað útbreiðslu salafisma, bókstafstrúarhreyfingar innan íslam sem oft er bendluð við ofstæki. En þetta diplómatíska rifrildi virðist samt vera meira en dæmi um að Sádi-Arabar skammi Katara fyrir að haga sér eins og þeir sjálfir. Hugsanlegt er að sádískir leiðtogar séu að nota deiluna, sem hefur haft í för með sér einangrun Katars, sem reykslör til að beina at- hyglinni frá kraumandi spennu innan eigin landamæra. Nýr arftaki krúnunnar í Sádi-Arabíu, Mu- hammad bin Salman krónprins, þekktur sem MBS, hefur heitið því að nútímavæða landið. Hann vill m.a. auka fjölbreytni efnahagsins, sem nú byggist á olíu, auka viðskipti, efla at- vinnustigið og losa um hömlur á afþreyingu. En minnst tvö atriði á heimavígstöðvunum flækjast fyrir metnaði hans og gætu orðið aug- ljós á næsta ári. Það fyrra er að ef til vill verður reynt að hindra að upphefð hans nái fram að ganga. Hann greip til dirfskubragða þegar hann lét setja frænda sinn, Mohammed bin Nayef (MBN), af sem krónprins og setja hann í stofu- fangelsi, síðan frysta bankareikninga hans í nóvember. Þetta var dirfska, jafnvel þegar menn hafa í huga venjuleg vinnubrögð þegar slegist er um völd í konungsættum arabalanda. MBN var áður yfirmaður sádísku leyniþjón- ustunnar og gæti því orðið hættulegur óvinur. Í öðru lagi þá er Framtíðarsýn 2030, glæsi- leg langtímaáætlun MBS um umbætur, ógnun við álit og rótgróin völd hinna afturhaldssömu wahhabi-múslímaklerka í Sádi-Arabíu. Klerka- stéttin hefur næga þungavikt og ástæður til að grafa undan hugmyndum hans. Verði einka- framtak leyft í meiri mæli í efnahagnum mun það minnka auðæfi og áhrif klerkanna, stétt þeirra mun ekki ráða yfir jafn virkum tækjum til að halda áfram tökum sínum á ríkinu. Kon- ungsættin hefur öldum saman reitt sig á sam- komulag við wahhabi-klerkana um að þeir setji stimpil trúarinnar á völd hennar. En hversu lengi verða klerkarnir þægir og stilltir ef nú- tímavæðing dregur úr völdum þeirra? Nokkrum mánuðum áður en MBS var gerð- ur krónprins í júní gaf hann í skyn að áhrif klerkanna gætu orðið þrándur í götu efnahags- legra framfara og getu ráðamanna í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, til að losa sig úr þeim viðjum sem ríkið er í vegna þess hve háð það er olíutekjunum. Ef klerkarnir berjast gegn því að vængir þeirra verði klipptir er líklegt að þeir muni beita sér opinberlega gegn vaxandi vestrænum áhrifum um leið og Sádi-Arabía reynir að laða að sér erlendar fjárfestingar til langframa. Konungsfjölskyldan gæti því orðið að kaupa stuðning klerkanna eða a.m.k. þögn þeirra. MBS gæti til dæmis boðið þeim meira olnboga- rými á sviðum sem ekki eru jafn mikilvæg fyrir efnahaginn, eins og t.d. da’wah – útbreiðslu wahhabi-íslams. Frá árinu 1973 hafa stjórn Sádi-Arabíu og hálfopinberar ,,góðgerðar- stofnanir“ hennar varið milljörðum dollara er- lendis í að breiða út ofsatrú wahhabi-múslíma og yrði da’wah enn eflt yrðu það slæm tíðindi fyrir alþjóðasamfélagið sem reynir að setja skorður við róttækum öflum af því tagi. Sádísku klerkarnir eru voldugir – allmargir þeirra eiga sér fjölda fylgjenda um allt landið á samskiptamiðlum netsins. Klerkar sem reka áróður fyrir pólitísku afturhaldi gætu notað þennan vettvang til að gagnrýna hinn aldraða Salman konung, dregið rétt hans til konung- dómsins í efa og ógnað umbótaáætlunum MBS. Þeir gætu líka ýtt undir félagslega ókyrrð í landi þar sem mikið atvinnuleysi meðal unga fólksins er rótgróinn vandi. MBS reyndi að berja niður andóf þegar hann í september lét handtaka nokkra áhrifamikla klerka sem studdu ekki stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Katar. Hann hélt áfram í nóvember og í nafni baráttu gegn spillingu lét hann handtaka yfir 200 valdamikla menn, meðal þeirra voru fyrrverandi ráðherrar, meðlimir konungsætt- arinnar og auðkýfingar í atvinnulífinu. Wahhabi-klerkar deila heimsmynd sinni með stórum hluta hins flókna nets íslamista og ji- hadista í veröldinni. Katar og Tyrkland – sem styðja Bræðralag múslíma og Talíbana – munu vafalaust nota sér tengsl sín við herskáa klerka í Sádi-Arabíu til að grafa undan hugmyndum MBS og sverta álit hans í öðrum löndum. Svar sádísku leiðtoganna gæti verið að beina athygl- inni enn meira að útlöndum með því að herða róðurinn gegn Katar, á sama hátt og þegar þeir réðust inn í Jemen 2015. Við verðum nú þegar vitni að augljósri svið- setningu pólitískra atburða í Sádi-Arabíu. Sama kvöld og MBS réðst til atlögu gegn póli- tískum keppinautum sínum skýrðu stjórnvöld í Riyadh frá því að skotið hefði verið niður flug- skeyti frá Jemen, skeyti sem ætlað hefði verið að hitta nýja alþjóðaflugvöllinn skammt frá borginni. Forsætisráðherra Líbanons, sem svo vildi til að var staddur í Sádi-Arabíu, sagði af sér og bar við ógn gegn lífi sínu af hálfu líb- önsku Hezbollah-samtakanna sem Íranar styðja. Síðan hefur verið stöðugur pólitískur öldugangur um allt þetta heimssvæði. Mikið er í húfi. Takist MBS ætlunarverk sitt, nútímavæðingin, munu Sádar njóta góðs af nýjum tækifærum og auknu frelsi og heim- urinn allur mun njóta þess að hafður sé hemill á róttækum áróðri wahhabi-múslíma. Eftir áratug gæti Sádi-Arabía minnt meira á Sam- einuðu arabísku furstadæmin, auðugt og til- tölulega framsækið grannríki Sáda. Ef MBS mistekst mun Sádi-Arabía aftur verða einræðisríki undir áhrifavaldi klerka, ör- stutt skref sem stigin hafa verið frá því á átt- unda áratugnum til að efla réttindi kvenna verða að engu gerð og ríkið mun í efnahagslegu og félagslegu tilliti hverfa áratugi aftur í tím- ann. Það sem verra er, auðæfi konungsríkisins og áhrif munu áfram verða notuð til að flytja út ofstækið sem hefur valdið svo miklu uppnámi annars staðar í Mið-Austurlöndum, einnig í Afríku, Suður-Asíu og Evrópu. Nær allir þátttakendur í stjórnmálum Mið- Austurlanda líta svo á að annaðhvort sigri menn eða tapi, málamiðlun varpi skugga hneisu á fjölskylduna og alla menningu hennar. Í stað þess að samþykkja úrslitakosti Flóaríkj- anna – t.d. kröfuna um að loka fréttamiðlum Katars og að stjórnvöld þar hætti að tala máli hópa eins og Bræðralags múslíma – hefur Kat- ar styrkt samband sitt við Íran og Tyrkland. Þessi öfl eiga þegar í stríði í Jemen, segja má að þar í landi sé nú háð staðgenglastyrjöld milli annars vegar súnní-ríkjanna á svæðinu og hins vegar Írana og bandamanna þeirra. Augljóst er að næsti vettvangur átaka verður Sýrland þar sem Íran (að ekki sé minnst á Rússland) virðist ætla að hagnast mest á sigrinum yfir Ríki íslams. Einnig mun þróunin í íraska Kúrd- istan skipta þátttakendur máli á næsta ári. Í júní virtist um að ræða minniháttar rifrildi milli tveggja arabískra konungsríkja. Árið 2018 gæti það valdið miklu afdrifaríkari átökum. © Ayaan Hirsi Ali. Á vegum The New York Times Syndicate. Mynd af Mohammed bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu, var varpað á vegg byggingar í Ríad 23. september þegar stofnunar konung- dæmisins var minnst. AFP PHOTO/AFP/Getty Images Deilan við Katar beinir athyglinni frá kraumandi spennu í Sádi-Arabíu þar sem tekist er á um völd við eignamenn og klerka. AYAAN HIRSI ALI stundar rannsóknir hjá Hoover-stofnuninni banda- rísku og er stofnandi AHA-sjóðsins. Konungsættin hefur öldum saman reitt sig á samkomulag við wahhabi-klerkana um að þeir setji stimpil trúarinnar á völd hennar. En hve lengi verða klerkarnir þægir og stilltir ef nútímavæðing dregur úr völdum þeirra? SÁDI-ARABÍA OG ÞRJÚ ÖNNUR MIÐ-AUSTURLANDARÍKI SAKA KATAR UM AÐ STYÐJA HRYÐJUVERKAMENN ’’ TU RN ING POINTS | TÍM A M Ó T | 2018 |TURNINGPOIN TS |T ÍM A M Ó T | 20 18 | Röskun og togstreita í konungdæminu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.