Morgunblaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Horft á heiminn í nýju ljósi Tímamót skoðuðu listaverk sem heilluðu okkur og veittu innblástur 2017 og fengu okkur til að horfa á heiminn upp á nýtt. Breytingar í náttúrunni voru uppspretta tveggja listaverka sem voru meðal hinna umtöluðustu á árinu. Bæði snerust þau um að hlúa að eða gæða lífi svæði sem virtust í auðn. Það þriðja bergmálaði fortíðina með því að bera saman yfir- standandi eyðileggingu borga í Sýrlandi og eyðileggingu Dresden í Þýskalandi í síðari heimsstyrjöld. Hér tala listamennirnir um sköpunarverk sín. 2017 MEÐ AUGUM ÞRIGGJA LISTAMANNA TU RN ING POINTS | TÍM A M Ó T | 2018 |TURNINGPOIN TS |T ÍM A M Ó T | 20 18 | Greinargerð listamannsins: Jason deCaires Taylor Það er allt annað umhverfi að vinna í sjónum. Hefðbundin list á almannafæri krefst oft vinnu með málma eða í málmsmiðju, en ég hef þurft að verja miklum tíma í að þróa efnin þannig að þau henti sýningarstað neðansjávar og valdi engu tjóni. Þegar upp er staðið ýta þau undir líf og verja það. Margir segja við mig: „Þú gerir allar þessar ótrúlegu höggmyndir og síðan hendir þú þeim bara í sjóinn og þau týnast og gleymast.“ Ég vildi geta breytt því og eiginlega vekja athygli almennings á þeirri staðreynd að hafsbotninn er í raun verðmætur staður, jafnvel helgur staður, og við ættum að reyna að vernda hann og varðveita. Með því að koma þar fyrir list vona ég að okkur hafi tekist að hjálpa til við að breyta því gildismati. Mér var brugðið þegar ég sá hversu hröð þróunin var. Ég held að lífmassinn á staðnum hafi þrefaldast. Nú eru þar torfur þúsunda sardína. Þarna eru fágætir hákarlar og skötur. Heil keðja tegunda hefur flutt inn á svæði, sem fyrir tveimur árum var auðn. Stórir, appelsínugulir svampar hafa gleypt sumar stytturnar í heild sinni. Ýmsar ólíkar tegundir þörunga hafa vaxið, sumar eru mjög fallegar – rauðar og grænar plöntur sem bylgjast í straumnum. En mannsformið er greypt í vitund okkar og þekkist því sama hvað það breytist. Ég held að við finnum meiri samkennd með hlutum ef við sjáum okkur sjálf í þeim. Hinn djúpi neðansjávarheimur virðist algerlega framandi staður, fullkomlega aðskilinn frá okkur. Ég vildi geta notað verkin til að finna tengsl við staðinn. © Jason deCaires Taylor. Á vegum The New York Times Syndicate. Jason deCaires Taylor fyrir utan vinnustofu sína á Kanaríeyjum með styttur sem ætluð er vist á hafsbotni. Að- eins kafarar, snorklarar og ferðalangar ı́ bátum með gler- botni geta séð verkin, styttur af mannfólki í fram- andi umhverfi. Atlantshafið, skammt frá Lanzarote, sem er hluti af hinum spænsku Kanaríeyjum. Museo Atlántico minnir óljóst á grafreit. Höggmyndum eftir breska lista- manninn, köfunarkennarann og neðansjávarnáttúrusinnann Jason deCares Taylor hefur verið sökkt niður á hafsbotninn undan strönd Marokkó, skammt frá Lanzarote. Hundruð mannsmynda hvíla þar á botninum. Neðansjávarsöfnuðurinn er á 10 til 12 metra dýpi. Hann er gerður úr þéttri steypu, sem er með hverf- andi sýrustig. Í henni eru engir málmar eða efni sem tærast og þannig að hún hafi engin neikvæð áhrif á lífríki hafsins eða gróður og líf í grennd. Reyndar gætu stytturnar orðið að manngerðum rifum og fæðustöð eftir því sem kórallar, fiskar og aðrar tegundir á þessum slóð nema þar land. Neðansjávarverkið er aðeins sýnilegt köfurum og snorklurum og ferðalöngum á bátum með gagnsæjum botni, þannig að þær eru fjarlægar bæði bókstaflega og í óeiginlegri merkingu. Þar sem þær hvíla í kafi ríkir nánast yfir þeim Pompeii-kyrrð, jafnvel þótt þær iði af lífi. Verkið var opnað almenningi í janúar 2107. Fígúrurnar eiga að vera gróðra- stía fyrir sjávarlíf. Þær eru gerðar úr efnum sem tærast ekki og hafa ekki neikvæð áhrif á vistkerfið. „Museo Atlántico“ eftir Jason deCaires Taylor Raphael Minder fyrir The New York Times Samuel Aranda fyrir The New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.