Morgunblaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 38
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, náði kosningu í fjórða skipti þegar Þjóð-
verjar gengu að kjörborðinu 24. september. Uppgangur flokksins Annar kostur
fyrir Þýskaland (AfD) varpaði skugga á úrslitin fyrir Merkel. Flokkurinn vill
stemma stigu við fjölgun innflytjenda og hét því að berjast gegn „innrás útlend-
inga“. Um leið hampaði hann þjóðernishyggju, sem hefur að mestu verið for-
boðið í Þýskalandi frá seinni heimsstyrjöld. AfD fékk 13% atkvæða og er nú
þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Fylgisaukning flokksins var sambæri-
leg við aukið fylgi Marine Le Pen, forsetaframbjóðanda Þjóðfylkingarinnar í
Frakklandi. Tveimur mánuðum síðar slitnaði upp úr stjórnarmyndunarvið-
ræðum Merkel við Græningja og Frjálsa demókrata. Takist ekki að mynda
stjórn með núverandi samstarfsflokki hennar, sósíaldemókrötum, gætu Þjóð-
verjar þurft að kjósa aftur.
TOM/Trouw – Amsterdam í Hollandi
September
Enn sækja öflin lengst til hægri í sig veðrið
38 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017
Minnst 80 manns létu lífið og um 70 slösuðust 14. júní í mannskæðasta elds-
voða í Bretlandi í heila öld. Eldurinn kviknaði í Grenfell-turni í vesturhluta Lund-
úna. Íbúar sögðust ítrekað hafa kvartað undan lélegum öryggisbúnaði í húsinu.
Lundúnalögreglan sagði að eldfim efni í nýju ytra byrði félagsíbúðahússins
hefðu valdið því hvað eldurinn breiddist hratt út. Bresk stjórnvöld komust að
því að hættuleg efni af svipuðum toga væri að finna í félagslegum byggingum
um landið allt.
Júní
Lundúnabúar syrgja fórnarlömb eldsins í Grenfell-turni
VAN DAM/Landsmeer - Holland ROYAARDS/Cartoon Movement – Amsterdam í Hollandi
Júlí
Risaísjaki losnar frá Suðurskautslandinu
Einn stærsti ísjaki sem vitað er um losnaði frá Suðurskautslandinu 12. júlí. Tal-
ið er að jakinn hafi verið billjón tonn að þyngd. Hann var hluti af Larsen-
íshellunni og losnaði eftir að brestur fór eftir yfirborði hennar með miklum
hraða og tvöfaldaðist í lengd frá janúar til júlí. Þótt sumir vísindamenn hiki við
að tengja brot úr íshellunni við hlýnun jarðar töldu umhverfisverndarsinnar
þetta slæman forboða.
Í júlí og ágúst tísti Donald Trump Bandaríkjaforseti án afláts um áhyggjur sínar
út af áframhaldandi tilraunum Kims Jong-uns, leiðtoga Norður-Kóreu, á lang-
drægum kjarnorkuflaugum og kjarnavopnum. Trump var ómyrkur í máli við
blaðamenn þegar hann varaði Norður-Kóreu við. „Þeir munu finna fyrir eldi og
reiði þannig að heimurinn hefur aldrei séð annað eins,“ sagði Trump. Stjórn
hans náði í ágúst fram nýjum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu á vettvangi
öyrggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en þær gerðu lítið til að koma í veg fyrir að
Norður-Kórea ætti í viðskiptum við Kína. Þvingunaraðgerðir Bandaríkjamanna
voru einnig hertar og Norður-Kóreu var bætt á lista bandarískra yfirvalda yfir
ríki sem styðja hryðjuverk.
Ágúst
Trump tístir og Norður-Kórea gerir kjarnorkutilraunir
VAN DAM/Landsmeer – Holland
Einhver mesta pólitíska kreppa sem Spánverjar hafa glímt við í
áratugi er skollin á. Íbúar Katalóníu greiddu 1. október atkvæði
um hvort héraðið ætti að verða sjálfstætt ríki. Óánægja meðal
Katalóna, sem eiga sitt eigið tungumál og menningu, hefur ýtt
undir aðskilnaðarhreyfingu undir forustu Carles Puigdemonts,
forseta Katalóníu. Hann hafði haldið því fram að stjórnvöld í
Madríd hefðu of mikil völd. Eftir að katalónska þingið, sem hefur
aðsetur í Barcelona, lýsti yfir sjálfstæði sótti spænska stjórnin 20
menn úr forystu Katalóna til saka og ráðamenn í Madríd tóku yfir
stjórn Katalóníu. SCHRANK/Basler Zeitung – Basel í Sviss
Október
Vaxandi deilur á Spáni
ERLENDAR SKOPMYNDIR