Morgunblaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2017 63 Stjórnarskrárdómstóll Taívans hefur úrskurðað að lög sem banna hjónabönd samkyn- hneigðra brjóti gegn stjórnarskrá og veitt þingi landsins tveggja ára frest til að lagfæra núgildandi lög eða setja ný sem leyfa hjóna- bönd samkynhneigðra – en ey- ríkið litla yrði þá fyrst Asíulanda til að gera það.Sam Yeh/Agence France-Presse — Getty Images Dómstóll á Taívan samþykkir hjónaband samkyn- hneigðra Til ofbeldis kom í Brasilíu í apríl þegar lögreglu og mótmælendum laust sam- an í fyrsta allsherjarverkfalli í landinu í tvo áratugi. Laun- þegar voru ósáttir við stefnu Michel Temers for- seta sem vill breyta lögum um réttindi verkafólks og rausnarlegum lögum um eftirlaun. Yasuyoshi Chiba/Agence France-Presse — Getty Images Fyrsta alls- herjarverk- fall í Bras- ilíu í 20 ár Kanadíska myntsláttan gefur út sjálflýsandi mynt Kanada hefur í tilefni 150 ára afmælis ríkisins gefið út sína fyrstu mynt sem er sjálflýsandi, glóir í myrkri. Myntin er tveir Kanadadollarar, nefnist því „toonie“ samkvæmt hefðum þarlendra. Á henni er mynd af stöðuvatni og himinninn er blágrænn til heiðurs norðurljósunum. Vænlegt krabbameinslyf samþykkt Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin hefur í fyrsta sinn samþykkt sölu á lyfi sem getur stöðvað öll krabbamein með ákveðnum genaeinkennum – án til- lits til þess um hvaða krabbamein er að ræða. Læknar hafa árum saman einbeitt sér að því að meðhöndla krabbameinsfrumur með hliðsjón af því hvar þær eru í líkamanum. Lyfið Pembrolizumab (sem þekkt er undir heitinu Keytruda) er ónæmislyf sem sem hindrar krabbameinsfrumuna í að verja sig fyrir ónæmiskerfi líkamans. Að ákvarða foreldri risaeðluafkvæmis Steingervingafræðingar hafa í fyrsta sinn ákvarðað tegund ungans í einu stærsta eggi risaeðlu sem vitað er um en það fannst í Mið-Kína fyrir nær 25 árum. Vís- indamennirnir segja að fósturvísirinn steingerði í egg- inu sé af gerð hins risastóra oviraptorosaurs, fjað- urskreyttrar eðlu sem var hátt í tonn að þyngd, með skarpar klær og tannlausan gogg. Þarf að vara sig á þeim? Fyrirtæki eru nú í fyrsta sinn í sögunni farin að bjóða starfsmönnum sínum að komið sé fyrir tæknibúnaði til auðkennis inni í líkama þeirra. Sænska fyrirtækið Epi- center gefur starfsmönnum sínum þann kost að þeir fái sína eigin senditíðni eða RFID með flögu sem grædd er í hendur þeirra. Bandaríska fyrirtækið Three Square Market hefur nú fetað í fótspor Epicenter og gefur sínu fólki þann valkost að fá í sig flögu sem gerir því m.a. kleift að opna dyr og logga sig inn á tölvuna. Gagnrýnendur óttast á hinn bóginn að búnaðurinn geti ógnað persónuvernd. Líffærafræðin endurskoðuð Vísindamenn hafa uppgötvað nýtt líffæri í mannslíkam- anum. Það er á ensku kallað mesentery, garnahengja á íslensku og var í fyrstu talið vera hluti af meltingar- færunum. Rannsakendur á Írlandi hafa hins vegar sýnt fram á að um sé að ræða sérstakt líffæri – safn vefja sem liggja að kviðarholinu. Reem Baeshen/Agence France-Presse — Getty Images Konur taka við stýrinu í Sádi-Arabíu Konungur Sádi-Arabíu hefur sent frá sér tilskipun um að aflétt verði banni við að konur aki bíl í landinu. Tilskipunin, sem mun gera fleiri konum auðveldara að vinna og létta af þeim þeirri byrði að þurfa alltaf að leigja sér bílstjóra, er í anda þeirrar stefnu krónprins landsins að efla staðnað efnahagslíf ríkisins. Byrjað verður að gefa út ökuskírteini fyrir konur í júní 2018. Fyrsta flugmóðurskipi sem Kínverjar hafa sjálfir smíðað var hleypt af stokkunum í apríl. Skip- ið, sem ekki hefur enn hlotið nafn, var smíðað á innan við fjórum árum og verður tilbúið í orr- ustu árið 2020. Og innan við mánuði síðar hóf fyrsta farþegaþotan sem smíðuð er í landinu sig á loft frá Pudong-alþjóðavellinum í Shanghai. Kínverjar vonast til að geta selt C919- þotuna á alþjóðamörkuðum. Li Gang/Xinhua, gegnum Associated Press Framfarir í kínverskum iðnaði Maria de Jesus Patricio Martinez, kona af ættum innfæddra indjána í Mexíkó, ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári, fyrst kvenna þar í landi. Martinez, sem oft er kölluð Marichuy, er heilari frá sam- bandsríkinu Jalisco og hefur stuðning Zapatista, vinstrisinnaðs hóps sem stýrði 12 daga uppreisn í suðurhluta Mexíkó árið 1994. Mauricio Lima fyrir The New York Times Kona hyggst bjóða sig fram til forseta í Mexíkó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.