Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 63

Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2017 63 Stjórnarskrárdómstóll Taívans hefur úrskurðað að lög sem banna hjónabönd samkyn- hneigðra brjóti gegn stjórnarskrá og veitt þingi landsins tveggja ára frest til að lagfæra núgildandi lög eða setja ný sem leyfa hjóna- bönd samkynhneigðra – en ey- ríkið litla yrði þá fyrst Asíulanda til að gera það.Sam Yeh/Agence France-Presse — Getty Images Dómstóll á Taívan samþykkir hjónaband samkyn- hneigðra Til ofbeldis kom í Brasilíu í apríl þegar lögreglu og mótmælendum laust sam- an í fyrsta allsherjarverkfalli í landinu í tvo áratugi. Laun- þegar voru ósáttir við stefnu Michel Temers for- seta sem vill breyta lögum um réttindi verkafólks og rausnarlegum lögum um eftirlaun. Yasuyoshi Chiba/Agence France-Presse — Getty Images Fyrsta alls- herjarverk- fall í Bras- ilíu í 20 ár Kanadíska myntsláttan gefur út sjálflýsandi mynt Kanada hefur í tilefni 150 ára afmælis ríkisins gefið út sína fyrstu mynt sem er sjálflýsandi, glóir í myrkri. Myntin er tveir Kanadadollarar, nefnist því „toonie“ samkvæmt hefðum þarlendra. Á henni er mynd af stöðuvatni og himinninn er blágrænn til heiðurs norðurljósunum. Vænlegt krabbameinslyf samþykkt Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin hefur í fyrsta sinn samþykkt sölu á lyfi sem getur stöðvað öll krabbamein með ákveðnum genaeinkennum – án til- lits til þess um hvaða krabbamein er að ræða. Læknar hafa árum saman einbeitt sér að því að meðhöndla krabbameinsfrumur með hliðsjón af því hvar þær eru í líkamanum. Lyfið Pembrolizumab (sem þekkt er undir heitinu Keytruda) er ónæmislyf sem sem hindrar krabbameinsfrumuna í að verja sig fyrir ónæmiskerfi líkamans. Að ákvarða foreldri risaeðluafkvæmis Steingervingafræðingar hafa í fyrsta sinn ákvarðað tegund ungans í einu stærsta eggi risaeðlu sem vitað er um en það fannst í Mið-Kína fyrir nær 25 árum. Vís- indamennirnir segja að fósturvísirinn steingerði í egg- inu sé af gerð hins risastóra oviraptorosaurs, fjað- urskreyttrar eðlu sem var hátt í tonn að þyngd, með skarpar klær og tannlausan gogg. Þarf að vara sig á þeim? Fyrirtæki eru nú í fyrsta sinn í sögunni farin að bjóða starfsmönnum sínum að komið sé fyrir tæknibúnaði til auðkennis inni í líkama þeirra. Sænska fyrirtækið Epi- center gefur starfsmönnum sínum þann kost að þeir fái sína eigin senditíðni eða RFID með flögu sem grædd er í hendur þeirra. Bandaríska fyrirtækið Three Square Market hefur nú fetað í fótspor Epicenter og gefur sínu fólki þann valkost að fá í sig flögu sem gerir því m.a. kleift að opna dyr og logga sig inn á tölvuna. Gagnrýnendur óttast á hinn bóginn að búnaðurinn geti ógnað persónuvernd. Líffærafræðin endurskoðuð Vísindamenn hafa uppgötvað nýtt líffæri í mannslíkam- anum. Það er á ensku kallað mesentery, garnahengja á íslensku og var í fyrstu talið vera hluti af meltingar- færunum. Rannsakendur á Írlandi hafa hins vegar sýnt fram á að um sé að ræða sérstakt líffæri – safn vefja sem liggja að kviðarholinu. Reem Baeshen/Agence France-Presse — Getty Images Konur taka við stýrinu í Sádi-Arabíu Konungur Sádi-Arabíu hefur sent frá sér tilskipun um að aflétt verði banni við að konur aki bíl í landinu. Tilskipunin, sem mun gera fleiri konum auðveldara að vinna og létta af þeim þeirri byrði að þurfa alltaf að leigja sér bílstjóra, er í anda þeirrar stefnu krónprins landsins að efla staðnað efnahagslíf ríkisins. Byrjað verður að gefa út ökuskírteini fyrir konur í júní 2018. Fyrsta flugmóðurskipi sem Kínverjar hafa sjálfir smíðað var hleypt af stokkunum í apríl. Skip- ið, sem ekki hefur enn hlotið nafn, var smíðað á innan við fjórum árum og verður tilbúið í orr- ustu árið 2020. Og innan við mánuði síðar hóf fyrsta farþegaþotan sem smíðuð er í landinu sig á loft frá Pudong-alþjóðavellinum í Shanghai. Kínverjar vonast til að geta selt C919- þotuna á alþjóðamörkuðum. Li Gang/Xinhua, gegnum Associated Press Framfarir í kínverskum iðnaði Maria de Jesus Patricio Martinez, kona af ættum innfæddra indjána í Mexíkó, ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári, fyrst kvenna þar í landi. Martinez, sem oft er kölluð Marichuy, er heilari frá sam- bandsríkinu Jalisco og hefur stuðning Zapatista, vinstrisinnaðs hóps sem stýrði 12 daga uppreisn í suðurhluta Mexíkó árið 1994. Mauricio Lima fyrir The New York Times Kona hyggst bjóða sig fram til forseta í Mexíkó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.