Morgunblaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 30
Morgunblaðið/Golli Manndráp við Hagamel Kvöldið 21. september bárust þau tíðindi að manndráp hefði verið framið við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur og hafði kona þá verið slegin til bana. Var ungur karlmaður handtekinn fyr- ir morðið og er mál hans nú fyrir dómi. Reyndist þetta vera þriðja morðið af fjórum sem framin voru á árinu og varð 2017 þann- ig næstversta ár 21. aldarinnar í morðmálum á eftir 2004. 30 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI Íslenska karlalandsliðið hélt áfram að ná stórkost- legum árangri á alþjóðavettvangi á árinu og tryggði sér meðal annars sigur í undanriðli sínum fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu, sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. Þar vó þungt sigurmarkið sem Hörður Björgvin Magnússon skoraði á lokamín- útu leiksins gegn Króötum, sem fram fór á Laugar- dalsvelli 11. júní síðastliðinn. Sveif boltinn í fallegum boga yfir varnarmenn og Lovre Kalinic, markvörð Króata, og hafnaði í netinu (sjá mynd). Var þar með þungu fargi létt af Íslendingum, en þetta var í fjórða sinn á undanförnum árum sem þeir höfðu mætt Króötum í mótsleik og í fyrsta sinn sem íslenska liðið hafði betur. Það var því eins og skrifað í skýin þegar dregið var í riðla á fullveldisdaginn 1. desember að Íslendingar myndu lenda í riðli með Króötum. Aðrir mótherjar Íslands næsta sumar verða heldur ekki af verri endanum, en auk Króata verða það Nígeríumenn, eitt sterkasta lið Afríku, auk Argentínumanna með snillinginn Lionel Messi í fararbroddi. Morgunblaðið/Hanna Ísland á HM! Nokkrar umræður spunnust í sumar um þá ákvörðun Ríkislögreglustjóra að hafa sýnilegri viðbúnað á ýmsum mannamótum, meðal annars í kjölfar hryðjuverka sem framin voru í Evr- ópu í vor og sumar. Þótti sumum það kallast illa á við íslenskan veruleika að sjá lögreglu- menn gráa fyrir járnum, en aðrir sögðu það vera tímanna tákn. Morgunblaðið/Hanna Umdeild öryggisgæsla lögreglu Heitar umræður spunnust á árinu um vandræði kísilvers United Silicon í Helguvík, sem gang- sett var í nóvember 2016. Tíðar truflanir urðu á starfsemi versins, auk þess sem alvarlegar spurningar vöknuðu um þá mengun sem stafaði af rekstrinum. Fékk United Silicon að lokum heimild til greiðslustöðvunar í ágúst, sem framlengd hefur verið fram til janúar 2018. Morgunblaðið/RAX Kísilverið í vanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.