Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 30
Morgunblaðið/Golli
Manndráp
við Hagamel
Kvöldið 21. september bárust
þau tíðindi að manndráp hefði
verið framið við Hagamel í
Vesturbæ Reykjavíkur og hafði
kona þá verið slegin til bana. Var
ungur karlmaður handtekinn fyr-
ir morðið og er mál hans nú fyrir
dómi. Reyndist þetta vera þriðja
morðið af fjórum sem framin
voru á árinu og varð 2017 þann-
ig næstversta ár 21. aldarinnar í
morðmálum á eftir 2004.
30 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017
FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI
Íslenska karlalandsliðið hélt áfram að ná stórkost-
legum árangri á alþjóðavettvangi á árinu og tryggði
sér meðal annars sigur í undanriðli sínum fyrir
heimsmeistaramótið í knattspyrnu, sem fram fer í
Rússlandi næsta sumar. Þar vó þungt sigurmarkið
sem Hörður Björgvin Magnússon skoraði á lokamín-
útu leiksins gegn Króötum, sem fram fór á Laugar-
dalsvelli 11. júní síðastliðinn. Sveif boltinn í fallegum
boga yfir varnarmenn og Lovre Kalinic, markvörð
Króata, og hafnaði í netinu (sjá mynd).
Var þar með þungu fargi létt af Íslendingum, en
þetta var í fjórða sinn á undanförnum árum sem þeir
höfðu mætt Króötum í mótsleik og í fyrsta sinn sem
íslenska liðið hafði betur. Það var því eins og skrifað
í skýin þegar dregið var í riðla á fullveldisdaginn 1.
desember að Íslendingar myndu lenda í riðli með
Króötum. Aðrir mótherjar Íslands næsta sumar
verða heldur ekki af verri endanum, en auk Króata
verða það Nígeríumenn, eitt sterkasta lið Afríku, auk
Argentínumanna með snillinginn Lionel Messi í
fararbroddi. Morgunblaðið/Hanna
Ísland á HM!
Nokkrar umræður spunnust í sumar um þá ákvörðun Ríkislögreglustjóra að hafa sýnilegri
viðbúnað á ýmsum mannamótum, meðal annars í kjölfar hryðjuverka sem framin voru í Evr-
ópu í vor og sumar. Þótti sumum það kallast illa á við íslenskan veruleika að sjá lögreglu-
menn gráa fyrir járnum, en aðrir sögðu það vera tímanna tákn.
Morgunblaðið/Hanna
Umdeild öryggisgæsla lögreglu
Heitar umræður spunnust á árinu um vandræði kísilvers United Silicon í Helguvík, sem gang-
sett var í nóvember 2016. Tíðar truflanir urðu á starfsemi versins, auk þess sem alvarlegar
spurningar vöknuðu um þá mengun sem stafaði af rekstrinum. Fékk United Silicon að lokum
heimild til greiðslustöðvunar í ágúst, sem framlengd hefur verið fram til janúar 2018.
Morgunblaðið/RAX
Kísilverið í vanda