Morgunblaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2017 31 Gamla Íslandsbankahúsið í Lækjargötu var rifið í lok nóvembermánaðar, en það hafði staðið þar frá árinu 1959 og sett sinn svip á miðbæ Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að reist verði hótel á fimm hæðum með 115 herbergjum í staðinn. Fornminjar hafa fundist á lóðinni og hafa for- svarsmenn Íslandshótela, sem hyggjast reisa hótelið, lýst því yfir að þær muni fá sinn sess innan hinnar nýju byggingar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslandsbankahúsið rifið til þess að rýma fyrir hóteli Tilkynnt var um brennisteinslykt í nágrenni Öræfajökuls um miðjan nóvembermánuð, og varð það ásamt aukinni jarð- skjálftatíðni á svæðinu til þess að menn óttuðust um stund að eldgos kynni að hefjast innan tíðar í jöklinum. Þóttu það heldur váleg tíðindi þar sem ljóst var að það gæti gengið erfiðlega að rýma allt hættusvæðið ef til kastanna kæmi. Stór og myndar- legur sigketill myndaðist í jöklinum og fylgdust jarðfræðingar náið með þróun hans, en Ragnar Axelsson ljósmyndari tók með- al annars ljósmyndir af katlinum, sem notaðar voru til þess að gera tölvulíkan af honum. Í desember var síðan ljóst að hægt hafði á sigi í katlinum og þóttu það vera mjög góðar fréttir. Öræfajökull hefur gosið tvisvar frá landnámi, árin 1372 og 1727, og ollu bæði eldgos talsverðum búsifjum og hörmungum. Morgunblaðið/RAX Órói í Öræfajökli Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk 15. september eftir að forysta Bjartrar framtíðar mat það sem svo að alvarlegur trúnaðarbrestur hefði orðið á milli sín og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í málefnum tengdum uppreist æru. Í stað þess að mynduð yrði önnur meirihlutastjórn var afráðið að rjúfa þing og kjósa að nýju 28. október, tæpu ári eftir síðustu þingkosningar. Á ýmsu gekk í kosningabaráttunni og náði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, að vinna hug og hjörtu margra kjósenda með framgöngu sinni í leiðtogaumræðum sem haldnar voru kvöldið fyrir kosningar. Morgunblaðið/Eggert Stjórnarslit og kosningar Úr vöndu var að ráða eftir alþingiskosningarnar í október. Að lokum fór það svo að þau Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, mynduðu ríkisstjórn í lok nóvem- ber undir forsæti Katrínar. Stjórnarmyndunin þótti söguleg fyrir ýmsar sakir, þar sem þar mættust flokkar sem áður voru á andstæðum pólum íslenskra stjórnmála og samþykktu að vinna saman. Þá er Katrín Jakobsdóttir einungis önnur konan sem gegnir embætti forsætis- ráðherra á Íslandi. Morgunblaðið/Eggert Katrín verður forsætisráðherra Miðborg Reykjavíkur fór ekki varhluta af ferðamannastraumnum mikla sem lá til landsins á árinu og kenndi þar ýmissa grasa. Þessi stúlka var með pylsu í annarri hendi og liðkaði legg við símamyndatöku. Morgunblaðið/Golli Margt um (ferða)manninn í miðborginni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.