Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 31

Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2017 31 Gamla Íslandsbankahúsið í Lækjargötu var rifið í lok nóvembermánaðar, en það hafði staðið þar frá árinu 1959 og sett sinn svip á miðbæ Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að reist verði hótel á fimm hæðum með 115 herbergjum í staðinn. Fornminjar hafa fundist á lóðinni og hafa for- svarsmenn Íslandshótela, sem hyggjast reisa hótelið, lýst því yfir að þær muni fá sinn sess innan hinnar nýju byggingar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslandsbankahúsið rifið til þess að rýma fyrir hóteli Tilkynnt var um brennisteinslykt í nágrenni Öræfajökuls um miðjan nóvembermánuð, og varð það ásamt aukinni jarð- skjálftatíðni á svæðinu til þess að menn óttuðust um stund að eldgos kynni að hefjast innan tíðar í jöklinum. Þóttu það heldur váleg tíðindi þar sem ljóst var að það gæti gengið erfiðlega að rýma allt hættusvæðið ef til kastanna kæmi. Stór og myndar- legur sigketill myndaðist í jöklinum og fylgdust jarðfræðingar náið með þróun hans, en Ragnar Axelsson ljósmyndari tók með- al annars ljósmyndir af katlinum, sem notaðar voru til þess að gera tölvulíkan af honum. Í desember var síðan ljóst að hægt hafði á sigi í katlinum og þóttu það vera mjög góðar fréttir. Öræfajökull hefur gosið tvisvar frá landnámi, árin 1372 og 1727, og ollu bæði eldgos talsverðum búsifjum og hörmungum. Morgunblaðið/RAX Órói í Öræfajökli Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk 15. september eftir að forysta Bjartrar framtíðar mat það sem svo að alvarlegur trúnaðarbrestur hefði orðið á milli sín og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í málefnum tengdum uppreist æru. Í stað þess að mynduð yrði önnur meirihlutastjórn var afráðið að rjúfa þing og kjósa að nýju 28. október, tæpu ári eftir síðustu þingkosningar. Á ýmsu gekk í kosningabaráttunni og náði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, að vinna hug og hjörtu margra kjósenda með framgöngu sinni í leiðtogaumræðum sem haldnar voru kvöldið fyrir kosningar. Morgunblaðið/Eggert Stjórnarslit og kosningar Úr vöndu var að ráða eftir alþingiskosningarnar í október. Að lokum fór það svo að þau Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, mynduðu ríkisstjórn í lok nóvem- ber undir forsæti Katrínar. Stjórnarmyndunin þótti söguleg fyrir ýmsar sakir, þar sem þar mættust flokkar sem áður voru á andstæðum pólum íslenskra stjórnmála og samþykktu að vinna saman. Þá er Katrín Jakobsdóttir einungis önnur konan sem gegnir embætti forsætis- ráðherra á Íslandi. Morgunblaðið/Eggert Katrín verður forsætisráðherra Miðborg Reykjavíkur fór ekki varhluta af ferðamannastraumnum mikla sem lá til landsins á árinu og kenndi þar ýmissa grasa. Þessi stúlka var með pylsu í annarri hendi og liðkaði legg við símamyndatöku. Morgunblaðið/Golli Margt um (ferða)manninn í miðborginni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.