Morgunblaðið - 02.01.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 02.01.2018, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  1. tölublað  106. árgangur  FJÖLBREYTT EFNI UM HEILSU OG HEILBRIGÐI STÓRÞJÓÐIR GETA TAPAÐ FÆRIR HEIM FJÁR- SJÓÐI TÓNLISTAR ÚR AUSTURVEGI ÍÞRÓTTIR 2-3 HREIÐAR INGI ÞORSTEINSSON 30-31HEILSA – 32 SÍÐUR Um 200 manns á öllum aldri skelltu sér í ískald- an sjóinn í Nauthólsvík á nýársdag en þar mæld- ist sjórinn -0,8°C í gær. Er þetta árlegur við- burður þar sem sjósundsiðkendur hittast í Nauthólsvíkinni og klæðast margir hverjir skrautlegum fatnaði til þess að fagna nýju ári. Ragnheiður Valgarðsdóttur hjá Sjósunds- og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur sagði í samtali við mbl.is í gær að sjósundið væri ómissandi hluti af upphafi nýs árs. „Þetta er bara svona eins og góð innspýting. Þegar það er búið að vera mjög kalt þá er svo ofboðslega gott að finna hvernig hitinn kemur, hvernig blóðrásin fer af stað og hvernig líkaminn fyllist af orku og endurnýjast,“ sagði Ragnheiður. Sífellt stærri og fjölbreyttari hópur fólks stundar sjósund en auk þess er aðstaða til sjó- sunds í Nauthólsvík til fyrirmyndar. Árlegur nýárshittingur sjósundsiðkenda í Nauthólsvík og fer iðkendum ört fjölgandi með árunum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hundruð dýfðu sér í sjóinn á nýju ári í Nauthólsvík Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlar að taka veiðigjöld í sjávarút- vegi til endurskoðunar á árinu með það að markmiði að lækka gjöldin á lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrir- tæki og afkomutengja þau. Þetta staðfestir Lilja Rafney Magnúsdótt- ir, formaður atvinnuveganefndar. Veiðigjöldin hækkuðu mikið „Við erum að horfa til litlu og með- alstóru fyrirtækjanna sem eru ekki að ráða við þá miklu hækkun sem varð á veiðigjaldinu 1. september á síðasta ári,“ segir Lilja Rafney í samtali við Morgunblaðið. „Sú hækkun var mjög mikil, alveg frá 200 prósentum og yfir 300 pró- senta hækkun hjá sumum. Það er farin af stað vinna í ráðuneytinu við að skoða þetta. Sú vinna á að ganga hratt fyrir sig.“ Núverandi lög sem veiðigjöldin byggjast á í dag renna út í lok þessa fiskveiðiárs og var kveðið á um breytingar á veiðigjöldunum í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknar- flokksins þannig að gjöldin yrðu af- komutengd. Lilja Rafney segir þess- ar breytingar vel rúmast innan þess orðalags sáttmálans. „Við leggjum mikla áherslu á að þessi vinna gangi hratt fyrir sig og við getum skilað einhverju frá okkur fyrir vorið í þessum efnum. Atvinnu- veganefnd mun ræða þessi mál þeg- ar þing kemur aftur saman. Þingið á líka eftir að skipa pólitískt í veiði- gjaldanefnd og það verður þá sett í gang,“ segir Lilja Rafney. Kristján Þór Júlíusson sjávarút- vegsráðherra staðfestir það í samtali við Morgunblaðið að breytinga sé að vænta. „Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinn- ar sem birt var núna í desember er ætlun mín að leggja fram frumvarp að nýjum lögum um álagningu veiði- gjalda,“ segir Kristján. „Það frum- varp mun taka mið af þeim áherslum sem ríkisstjórn Katrínar Jakobs- dóttur hefur sett í stjórnarsáttmála og miða að því að veiðigjöld standi undir kostnaði ríkisins af fiskveiði- stjórnuninni annars vegar og hins vegar ákveðinni hlutdeild af arði af auðlindinni.“ Nauðsynlegt að gjöldin lækki Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, fagnar áformum ríkisstjórnarinnar og segir of há veiðigjöld að sliga litl- ar og meðalstórar útgerðir. Hann segist hafa orðið var við samþjöppun í greininni vegna slæmrar afkomu í henni. „Þetta er erfitt, aðallega vegna þess að fisk- verð er of lágt. Menn eru að fá of lágt verð fyrir þorskinn og ýsuna. Menn hafa áhyggjur af stöðunni.“ segir Örn. „Við áttum von á að verðið myndi hækka aðeins en það er fimmtungi lægra en var árið 2015.“ „Það er uppgjafarhljóð í mönnum sem hafa verið með góðan rekstur alla tíð. Þetta er það sem þeir eru bestir í og menn vilja stunda þessa útgerð áfram. Það er því nauðsyn- legt að það komi eitthvað frá stjórn- völdum til að létta róðurinn.“ „Hátekjuskattur á sterum“ Morgunblaðið ræddi einnig við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi, og segir hún veiðigjöld allt of há. „Við erum að áætla að árið 2018, miðað við óbreytt veiðigjald eins og fjárlög fóru í gegn- um þingið, verði skattur 58 til 60 pró- sent af hagnaði,“ segir Heiðrún Lind. „Þetta verður hátekjuskattur á sterum þetta árið og gjaldtakan er komin langt fram úr hófi. Hún verð- ur beinlínis skaðleg sjávarútvegi og þar með samfélaginu öllu.“ Veiðigjöldin verða lækkuð  Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, segir að veiðigjöld verði lækkuð á lítil og meðalstór fyrirtæki  Ætla að afkomutengja veiðigjöldin MLækkun gjalda nauðsynleg »6  Margir þeir viðburðir sem efnt verður til á árinu 2018 í til- efni af aldar- afmæli fullveldis Íslands verða sjálfsprottnir, enda er mikið lagt upp úr því að sem flestir Ís- lendingar upplifi sig sem þátttakendur, segir Ragn- heiður Jóna Ingimarsdóttir, fram- kvæmdastjóri nefndar sem heldur utan um afmælið. Ekki kemur til þess að nefndin standi sjálf fyrir umfangsmiklum viðburðum og mat manna er að ekki sé grundvöllur eða stemning fyrir stórhátíðum á Þingvöllum eins og stundum hefur verið efnt til á tímamótum í sögu ís- lensku þjóðarinnar fyrr á tíð. »6 Fullveldishátíðin verði sjálfsprottin Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir  Um 1,3 millj- ónir gesta sóttu Bláa lónið heim á nýliðnu ári og nam fjölgunin milli ára um 16%. Grímur Sæmund- sen, forstjóri fyr- irtækisins, segir að þrátt fyrir hinn gríðarlega fjölda sé enn ekki uppselt í lónið og að hann geri ráð fyrir 5-6% fjölgun gesta á nýju ári. Þegar nýtt hótel fyrirtækisins verður tekið í gagnið í apríl næst- komandi má gera ráð fyrir því að heilsársstörf á vettvangi þess verði um 600. »14 Sífellt fleiri gestir sækja í Bláa lónið Grímur Sæmundsen Um mitt ár hefj- ast framkvæmdir við byggingu nýs 6.000 fermetra húss Alþingis við Vonarstræti. Ým- is starfsemi á vegum þingsins, svo sem skrif- stofur þing- manna, fastanefnda og þjón- ustudeilda, sem nú eru í leiguhúsum nærri Alþingishúsinu, flytjast í bygginguna nýju. Með þessu eiga að geta sparast allmiklir fjármunir. Meðal breytinga sem fylgja munu nýbyggingunni er sú að þingflokk- arnir munu ekki lengur hafa föst fundaherbergi, en allt slíkt hefur í meginatriðum verið lengi í föstum skorðum. »18 Miklar breytingar í þinginu  Þingflokkar úr föstum herbergjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.