Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
Meira til skiptanna
Í áramótaávarpi sínu réttlættiforsætisráðherra skattahækk-
anir á fjármagnseigendur með vís-
un í ójöfnuð og að hér á landi væri
hann mestur í eignatekjum.
Nú er það án efasvo að ójöfn-
uður er víðar mest-
ur í eignatekjum.
Það gefur augaleið.
En það sem meira
máli skiptir er að
ójöfnuður er óvíða
minni en hér á landi.
Þá skiptir máli að skattheimta áÍslandi er sú þriðja hæsta hjá
ríkjum OECD. Sú staðreynd, ásamt
því að jöfnuður er með mesta móti
hér á landi, ætti að vega afar þungt
þegar fjallað er um skattkerfið.
Slíkar staðreyndir ættu að gefaríkisstjórn til kynna að hér
þarf að lækka skatta en ekki hækka
þá.
En ef tekið væri mark á röksemdforsætisráðherra og litið til
hennar í samhengi við áðurnefndar
staðreyndir, að skattheimta hér sé
með því mesta og jöfnuður sömu-
leiðis, þá blasir við að nauðsynlegt
er að hraða lækkun annarra skatta
en þess sem forsætisráðherra hefur
haldið fram að nauðsyn hafi borið
til að hækka.
Það getur tæpast verið sérstaktmarkmið ríkisstjórnarinnar að
Ísland klifri áfram upp listann yfir
þau ríki sem búa við þyngstu skatt-
byrðarnar.
Vinstri grænir gætu að vísumögulega litið á slíkt klifur
sem góðan árangur, en eru ekki
fleiri flokkar í ríkisstjórninni?
Katrín
Jakobsdóttir
Öllum „rökum“
beitt til skatta-
hækkana
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 1.1., kl. 18.00
Reykjavík -5 léttskýjað
Bolungarvík -2 alskýjað
Akureyri 1 snjókoma
Nuuk -17 heiðskírt
Þórshöfn 4 alskýjað
Ósló 5 alskýjað
Kaupmannahöfn 5 rigning
Stokkhólmur 2 þoka
Helsinki 1 súld
Lúxemborg 4 rigning
Brussel 5 rigning
Dublin 7 skýjað
Glasgow 4 rigning
London 6 skúrir
París 8 skúrir
Amsterdam 7 súld
Hamborg 6 skýjað
Berlín 7 heiðskírt
Vín 6 þoka
Moskva 0 alskýjað
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 10 skýjað
Barcelona 14 heiðskírt
Mallorca 15 heiðskírt
Róm 12 léttskýjað
Aþena 13 heiðskírt
Winnipeg -24 léttskýjað
Montreal -23 léttskýjað
New York -10 heiðskírt
Chicago -21 heiðskírt
Orlando 14 þoka
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
2. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:18 15:46
ÍSAFJÖRÐUR 12:00 15:14
SIGLUFJÖRÐUR 11:45 14:55
DJÚPIVOGUR 10:56 15:07
Met var slegið í heitavatnsnotkun á höfuðborgar-
svæðinu á milli klukkan 16:30 og 17:30 á gamlárs-
dag. Svo virðist sem fólk hafi bókstaflega flykkst í
bað á þessari einu klukkustund þegar rennslið í
hitaveitu Veitna varð alls 16.384 rúmmetrar. Með
því var slegið met í klukkustundarrennsli á heitu
vatni frá þrettándanum 2014, en það var 16.087
rúmmetrar. Raunar stappaði nærri á aðventunni og
alveg fram að jólum, að því er kemur í tilkynningu
frá Veitum, að hið þriggja ára gamla met yrði sleg-
ið, enda hefur verið kuldatíð suðvestanlands að und-
anförnu og stundum brunagaddur.
Mikil orka er í þessum tæplega sextán og hálfri
milljón lítra af heitu vatni og sé aflið reiknað til
kunnuglegri stærða svarar það til hátt í þúsund
megavatta. Það er á við Kárahnjúka- og Búrfells-
virkjanir, segja Veitur.
Rúmlega helming heita vatnsins fá Veitur frá
jarðgufuvirkjunum Orku náttúrunnar á Hengils-
svæðinu, það er Nesjavalla- og Hellisheiðarvirkj-
unum. Um 40% eru sótt í jarðhitasvæði að Reykjum
í Mosfellsbæ og tíundi hluti í jarðhitasvæði í Laug-
arnesi og Elliðaárdal í Reykjavík sbs@mbl.is
Heitavatnsmetið féll á gamlársdag
16.384 rúmmetrar
runnu á klukkustund
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nesjavellir Jarðhitastaður sem er mikilvægur
orkubrunnur fyrir allt höfuðborgarsvæðið.
Alls létust 15 manns í 13 banaslys-
um í umferðinni árið 2017. Var
rútuslysið á Kirkjubæjarklaustri
27. desember síðastliðinn það þrett-
ánda en í slysinu lést ein kona. Þá
voru tólf fluttir alvarlega slasaðir á
á Landspítalann. Atvikaðist slysið
með þeim hætti að rúta með á
fjórða tug kínverskra ferðamanna
lenti utan vegar og valt eftir
árekstur við fólksbifreið.
Eru banaslys síðasta árs færri en
á síðustu tveimur árum á undan
þegar litið er á slysatölur Sam-
göngustofu. Árið 2016 urðu 18
banaslys þar sem 18 manns létu líf-
ið. Árið 2015 voru 16 banaslys þar
sem 16 manns létust. Árið 2014
sker sig úr mynstri síðustu ára en
þá létu fjórir lífið í þremur bana-
slysum. axel@mbl.is
15 létust í
umferðinni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Umferðarslys Minningarskiltið sem
er við Suðurlandsveg í Svínahrauni.