Morgunblaðið - 02.01.2018, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
Margir eldri borg-
arar binda miklar vonir
við að ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks, Fram-
sóknarflokks og Vinstri
grænna vinni að því að
bæta kjör þeirra eldri
borgara sem verst eru
settir. Það vantaði ekki
stóru orðin fyrir kosn-
ingar hjá öllum stjórn-
málaflokkum. Allir
eldri borgarar eiga það skilið að geta
lifað með reisn. Nú reynir á stóru lof-
orðin.
Nýja ríkisstjórnin hefur aðeins
sýnt á spilin. Þar er vissulega stigið
skref til leiðréttingar á frítekjumarki
atvinnutekna úr 25 þúsund krónum á
mánuði í 100 þús. kr. á mánuði. Gott
og jákvætt skref fyrir þá eldri borg-
ara sem geta og vilja vinna sér inn
nokkrar krónur. Það eru þó ekki
nærri því allir eldri borgarar sem
geta nýtt sér þetta. Rétt er einnig að
benda á að frítekjumarkið var 109
þús. kr. á mánuði og ætti að vera 195
þús. kr. á mánuði hefði það fylgt
launaþróun. Takmarkið hlýtur svo að
vera að hafa ekkert frítekjumark.
Það mun hvetja til atvinnuþátttöku
eldri borgara og þar með skapa rík-
issjóði skatttekjur.
Heilbrigðisráðherra boðar stórt
átak í byggingu hjúkrunarheimila
ásamt aukinni þjónustu við eldri
borgara til að þeir geti lengur búið á
sínu heimili. Falleg orð, en nú reynir
á efndirnar.
Ríkisstjórnin hefur einnig stigið
skref til að leiðrétta
tannlæknakostnað eldri
borgara. Það þarf á
næstunni að gera enn
betur og takmarkið
hlýtur að vera gjald-
frjást fyrir eldri borg-
ara að nota tann-
læknaþjónustu.
Margir eldri borg-
arar þurfa að nota
heyrnartæki. Eins og
staðan er núna eru
margir sem hafa alls
ekki efni á því. Þúsundir
eldri borgara eru án heyrnartækja en
þyrftu á þeim að halda. Góð heyrnar-
tæki eru mjög dýr og kosta frá 300-
500 þúsund krónur. Styrkur er 50
þúsund krónur til kaupa á heyrnar-
tækjum. Þurfir þú heyrnartæki ein-
göngu í annað eyrað færðu engan
styrk. Hér er á ferðinni baráttumál
eldri borgara sem stjórnvöld þurfa að
taka tillit til.
Með öllu óþolandi
fyrir eldri borgara
Um áramótin verður hækkun á
greiðslum frá Tryggingastofnun rík-
isins um 4,7%. Stjórn Landssam-
bands eldri borgara hefur sent frá sér
ályktun þar sem segir að þetta sé óá-
sættanlegt að hækka lífeyri almanna-
trygginga aðeins um 4,7%. Þessi
hækkun er ekki í samræmi við
launaþróun í landinu. Væri launa-
þróun fylgt ætti hækkunin að vera
7,2%
Svo er það með öllu óþolandi fyrir
þá eldri borgara sem verst hafa kjör-
in að horfa upp á að Kjararáð úr-
skurðar hækkun til þingmanna, ráð-
herra og æðstu embættismanna upp í
allt að 45% hækkun með margra
mánaða afturvirkni.
Á sama tíma og 4,7% hækkun er
ákveðin til eldri borgara fá prestar og
biskup tuga prósenta hækkun með
margra mánaða afturvirkni. Já, það
sannast að það er ekki sama að vera
Jón og séra Jón.
Framundan eru tugir nýrra kjara-
samninga, sem munu örugglega leiða
til kjarabóta fyrir marga. Eldri borg-
arar munu sitja áfram á sömu kjör-
um. Engin leiðrétting út allt árið
2018. Auðvitað gengur það ekki. Það
er eðlilegt að greiðslur frá almanna-
tryggingum séu að minnsta kosti
endurskoðaðar tvisvar á ári.
Þetta útspil nýrrar ríkisstjórnar
veldur vissulega miklum vonbrigðum.
En það eru tækifæri til að sýna enn
frekar á spilin. Á næstu vikum á að
leggja fram frekari fjármálaáætlun
til næstu ára. Þar mun stefna stjórn-
valda koma fram í málefnum eldri
borgara. Ríkisstjórn og Alþingi verða
að standa við stóru orðin að allir eldri
borgarar landsins eigi það skilið að
geta lifað með reisn.
Ekki sama Jón og séra Jón
Eftir Sigurð
Jónsson » Á sama tíma og 4,7%
hækkun er ákveðin
til eldri borgara fá
prestar og biskup
tuga prósenta hækkun
með margra mánuða
afturvikni.
Sigurður Jónsson
Höfundur er varaformaður
Landssambands eldri borgara.
Stórar breytingar
kalla á margháttuð
viðbrögð:
Dæmi um þetta er
það aukna brambolt
sem hefur orðið með
opinberum kosningum
á síðustu árum, sam-
anber stóraukinn
fjöldi framboða til al-
þingis- og forseta-
kosninga.
Ein helstu og lúmskustu við-
brögðin við því eru að mörgum
finnst að hér sé á einhvern hátt
verið að misnota fé skattborgara í
þágu margháttaðs félagsmálafólks
sem hefði að öðru jöfnu áður fund-
ið sér annan vettvang en að glenna
sig í kosningaumfjöllunum ríkis-
fjölmiðla, og svo margt áfram í
fyrirspurnartímum Ríkissjónvarps-
ins frá störfum Alþingis, á góðu
kaupi.
Aukendis menningar-
vettvangur?
Það eru margir sem hafa efa-
semdir um þetta; ekki bara aðrir
félagsmálajálkar sem þurfa að
vinna sín störf í minna sýnilegum
hópum í sjálfboðavinnu, heldur líka
hinir rithöfundarnir og listamenn-
irnir og fræðimennirnir sem fá
ekki svo rækilega sviðsljósa-
umfjöllun.
Þó myndu aðrir benda á úrtölu-
hliðar á þessu: Nýliðarnir á Al-
þingi stoppa flestir skammt við og
finna sig margir ekki í yfir-
vinnunni þar um fjármálaþras –
jafnvel þótt vel sé
borgað, en með litlu
starfsöryggi að vísu.
En það má þó líka
ætla að á tímum minni
mætingar kjósenda á
kjörstaði sé þetta gott
mótvægi við minnk-
andi áhuga unga
fólksins á Alþingi.
Stóraukin
uppeldisstöð?
En þá má spyrja:
Er ekki verið að gera
sjálft stjórnkerfið að stóraukinni
uppeldisstöð fyrir unga fólkið, líkt
og skátastarfið var áður en heils-
dagsskólarnir og frístunda-
námskeið ungmenna eru nú? Er
þetta rétti vettvangurinn?
Ekki er auðséð af verkum ríkis-
stjórnanna að þessi nýbreytni hafi
skilað miklum árangri miðað við
fjórflokkapólitík fyrri áratuga;
flest málefnin eru þau sömu og
þokast hægt áfram.
Hins vegar má nú segja, að á
tímum vaxandi kaupmáttar sé ekki
algalið að hið opinbera fjármagni
slíkt, líkt og með íþróttahreyfing-
arnar og áður listamannalaunin og
námslánin.
Þetta leiðir þó til þess að lokum
að skattborgararnir þurfa að vinna
lengri vinnudag. Spurning er þá
hvort þeir vilji síður fjármagna
fjölbreytilega gapuxa á Alþingi en
t.d. aukin afþreyingarnámskeið
fatlaðra, með allri virðingu.
Óþarfi er að nefna hér nokkur
nöfn; skattborgarar geta sjálfir
fyllt þar inn í og notað svo vaxandi
vettvang sinn á vefmiðlum til að
þróa þá umræðu áfram; með eða
án fjárhagsaðgerða stjórnvalda.
En þetta er óljós tilfinning sem
þarf að skoða í ljósi stjórn-
málasögu okkar, á þessari öld sem
er senn að líða frá fullveldistök-
unni 1918.
…
Ég vil sjálfur klykkja hér út
með því að vitna í ljóð mitt um
Sjálfstæðisflokkinn (frá 2015) sem
er undir áhrifum af greinaskrifum
mínum í menntaskólablað kringum
1973, en slíkt þótti hæfilega fram-
úrstefnulegt sjálfsauglýsinga-
þroskatæki í mínu ungdæmi; en
þar segi ég m.a. svo:
…
Þeir eru til sem telja fátækt vera
göfgandi,
og félagshyggjuflokkana vera heið-
arlegri,
og jafnvel að Sjálfstæðisflokkurinn
komi í veg
fyrir jafnrétti þeirra til þrifnaðar.
Þeir segja: Er ekki jörðin sjálf hnatt-
laga?
Eru þá ekki allir jafn nálægt miðj-
unni í raun?
Fjölflokkaframboðin –
nógu sniðugt fyrirbæri?
Eftir Tryggva V.
Líndal »Nýliðarnir á Alþingi
stoppa flestir
skammt við og finna
sig margir ekki í
yfirvinnunni þar
um fjármálaþras.
Tryggvi Líndal
Höfundur er skáld og
menningarmannfræðingur.
Veiðigjaldið hefur
verið ofarlega í huga
smábátaeigenda und-
anfarna mánuði, eða
allt frá því í mars síð-
astliðnum þegar ljóst
var að gjald fyrir þorsk
og ýsu mundi hækka
verulega.
LS hefur frá þessum
tíma vakið athygli á
fyrirsjáanlegum
rekstrarvanda sem
hækkunin hefði í för með sér. Eink-
um er það vegna þess hversu gjaldið
er lítt í takt við fiskverð sem var
fjórðungi lægra á fyrstu átta mán-
uðum þessa árs en það var á sama
tíma 2015 sem upphæð gjaldsins er
byggð á.
Litlar og meðalstórar útgerðir
Umræðan hefur skilað þeim ár-
angri að þegar rætt er um veiði-
gjald hafa alþingismenn og ráð-
herrar, þar með talinn forsætis-
ráðherra, sagt að koma þurfi til
móts við litlar og meðalstórar út-
gerðir. Brátt er þriðjungur liðinn af
fiskveiðiárinu og smábátaeigendur
orðnir langeygir eftir aðgerðum
stjórnvalda varðandi lækkun
gjaldsins.
Í fjárlögum sem nú er verið að af-
greiða á Alþingi er gert ráð fyrir að
veiðigjald skili ríkissjóði 10 millj-
örðum, sem samsvarar 22% af afla-
verðmæti þorsks á síðasta fisk-
veiðiári. Í málflutningi LS hefur
ekki verið gert ráð fyrir að sú tala
breyttist á nokkurn hátt þó tekið
væri tillit til smærri útgerða.
Stærstu útgerðirnar
greiði álag
LS hefur nefnt tvær
leiðir sem báðar ganga
út á að stærstu útgerð-
irnar greiði sérstakt
álag sem kæmi á móti
lækkun veiðigjalds til
lítilla og meðalstórra
útgerða. Annars vegar
að veiðigjald fari stig-
hækkandi með auknum
veiðiheimildum, þar
sem útgerðir sem hafa minna en 50
þorskígildi greiði fjórðung af fullu
gjaldi. Gjaldið fari svo hækkandi
með auknum heimildum og endi með
álagi á heimildir umfram nokkur
þúsund tonn. Hins vegar hefur LS
lagt til að allur afli sem boðinn er
upp á fiskmörkuðum beri ekki veiði-
gjald eða verði ívilnað með afslætti.
Hvor leiðin sem farin yrði mundi
styrkja smærri útgerðir og því brýnt
að aðilar innan þeirra raða knýi á um
ofangreindar breytingar með fullum
þunga.
Krafa um breyting-
ar á veiðigjaldi
Eftir Örn Pálsson
Örn Pálsson
» Brátt er þriðjungur
liðinn af fiskveiði-
árinu og smábáta-
eigendur orðnir lang-
eygir eftir aðgerðum
stjórnvalda varðandi
lækkun gjaldsins.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda.
orn@smabatar.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS