Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
✝ Gunnar ErlingHólmar Jó-
hannesson fæddist
í Siglufirði 5. jan-
úar 1938. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu 11.
desember 2017.
Foreldrar hans
voru Laufey Sig-
urpálsdóttir, f. á
Höfða á Höfða-
strönd í Skagafirði
1913, d. 1999, og Jóhannes
Kristinn Sigurðsson, f. á Hól-
um í Fljótum 1910, d. 1998.
Gunnar átti stóran systk-
inahóp. Ingi Hólmar, f. 1933,
Sigurður Björn Hólmar, f.
1936, Leifur Hólmar, f. 1939,
Ófeigur Sigurpáll Hólmar, f.
1940, Birna Helga, f. 1941, d.
son, f. 2004. 2) Þorbjörg Gunn-
arsdóttir, f. 23.10. 1964, maki
Ólafur Jónsson, f. 1967, börn
þeirra eru Elín Margrét Ólafs-
dóttir, f. 1997, Júlía Birna
Ólafsdóttir, f. 2005. 3) Sigríður
Laufey Gunnarsdóttir, f. 19.6.
1971, maki Andri Lúthersson,
börn þeirra eru Ísak Andrason,
f. 2004, Mikael Andrason, f.
2010. Gunnar og Elín Brimdís
skildu.
Gunnar gekk í barnaskóla
Siglufjarðar og síðar í iðnskóla
Siglufjarðar þar sem hann nam
trésmíði. Hann vann ýmis störf
sem ungur maður á síldar-
plani, m.a. á Siglufirði, Rauf-
arhöfn, Seyðisfirð og í Vest-
mannaeyjum. Hann flutti til
Reykjavíkur frá Siglufirði
1957 og vann m.a. hjá Jóhanni
Pálssyni húsasmíðameistara og
Rósmundi Runólfssyni húsa-
smíðameistara. Lengst af starf-
aði hann sem sjálfstætt starf-
andi smiður, bæði hjá ýmsum
fyrirtækjum og einstaklingum.
Útför Gunnars fer fram frá
Áskirkju í dag, 2. janúar 2018,
og hefst athöfnin klukkan 13.
1993, Jón Baldvin
Hólmar, f. 1943,
Ingibjörg Guðrún,
f. 1946, Anna Frið-
rikka, f. 1948, Jó-
hannes Hólmar, f.
1951, Þórunn Sig-
ríður, f. 1953, og
Laufey Rós, f.
1955.
Gunnar giftist
Elínu Brimdísi
Einarsdóttur 1962,
foreldrar hennar voru Einar
Sveinn Jóhannes og Sigríður
Ágústsdóttir. Börn Gunnars og
Elínar Brimdísar eru: 1) Ró-
bert Gunnarsson, f. 19.2. 1963,
maki Guðmunda Lilja Gunn-
arsdóttir, f. 1964, börn þeirra
eru Hjördís Ýr Bogadóttir, f.
1993, og Tómas Karl Róberts-
Það hriktir í tilverunni þegar
stoðirnar bogna og bresta fyrir-
varalaust. Það sem var er ekki.
Það sem á að vera er horfið.
Tengdafaðir minn, Gunnar Er-
ling Hólmar Jóhannesson, var
slík stoð í tilveru okkar fjölskyldu
hans og ástvina og skarðið sem
hann skilur eftir í burðarvirkinu
verður aldrei fyllt. Við sem eftir
stöndum hringlum áfram í tilvist-
inni, leitum fálmkennd eftir svör-
um við spurningunum sem á okk-
ur leita. Við erum hrygg, sár,
jafnvel reið, en undir niðri er það
ekki bara sorgin sem talar heldur
líka fullvissan um að sú þögula og
óeigingjarna ást og fölskvalausa
umhyggja sem hann sýndi þeim
sem næst honum stóðu gerði okk-
ur öll ríkari og færari að takast á
við þær kröppu beygjur og
óvæntu blindhæðir sem lífsveg-
urinn færir okkur.
Með lífsgleðina að vopni, fing-
urbjörg af sjálfsháði, reglu- og
nægjusemi og umfram allt ríku-
legum skammti af sjálfsvirðingu,
að ógleymdum náungakærleik,
getur lífið fært okkur fyllingu
sem ekki er keypt eða lánuð,
heldur áunnin. Þetta er sú ríka
arfleifð sem Gunnar eftirlætur
börnum sínum og barnabörnum
sem voru fjársjóðurinn hans og
lífsins vaxtavextir.
Maður kom aldrei að tómum
kofanum í Álfheimum. Gunnar
átti til sögur um allt milli himins
og jarðar. Sögur að norðan. Sög-
ur að sunnan. Sögur úr fjarlæg-
um álfum. Örugglega allar sann-
ar. Upphugsaðar og vel
yfirfarnar í einveru á sjálfsagt
mörgum kyrrlátum kvöldstund-
um við stofugluggann í Álfheim-
um þar sem Gunnar ferðaðist í
huganum aftur og fram í tíma og
rúmi, oftar en ekki til gleðiríkrar
æsku sinnar. Sögurnar voru svo
sagðar af natni þegar gesti bar að
garði eða í góðra vina hópi og nú
þegar minningarnar hellast yfir
verður svo skýr rauði þráðurinn í
sagnabrunni Gunnars sem alltaf
var sá sami: Vertu trúr dyggðun-
um, dramb er falli næst, sýndu
sjálfum þér virðingu, sýndu um-
hverfinu þínu virðingu og sýndu
náunganum þá virðingu sem
hann sýnir þér. Og vertu óspar á
að hlæja! Er hægt að óska sér
betri leiðsagnar en svo?
Nú er Gunnar „dáinn út í blá-
inn“ eins og segir í söngtextanum
fagra. Ég sé hann fyrir mér í fal-
legri fjallshlíð undir tígulegu gili,
sitjandi flötum beinum á snyrti-
lega útbreiddu grænköflóttu
teppi, kaffi á brúsa, ilmandi kaffi-
brauð, sixpensarinn skammt und-
an, horfandi til himins, og söngl-
andi „see you later alligator“.
Takk fyrir allt og allt.
Andri.
Tengdafaðir minn Gunnar Er-
ling Hólmar Jóhannesson tré-
smiður er fallinn frá. Hann varð
bráðkvaddur á heimili sínu 11.
desember á sínu sjötugasta og ní-
unda aldursári. Ekki óraði mig
fyrir því í miðjum jólaundirbún-
ingi að hann ætti ekki eftir að
vera með okkur lengur. Þvílíkt
reiðarslag! Hann sem var búinn
að vera hluti af hefðum fjölskyld-
unnar á aðfangadag nánast óslitið
í tuttugu ár, allt frá því að við
Tobba dóttir hans fórum að halda
okkar eigin jól saman.
Þegar við Tobba fórum að
rugla saman reytum fyrir hart-
nær tuttugu og þremur árum tók
Gunnar mér með opnum örmum.
Við nánari kynni var ekki nokkur
vafi á að þarna var á ferð
skemmtilegur og jákvæður ein-
staklingur sem gaman var að
spjalla við um alla heima og
geima, með þægilega og fallega
nærveru.
Hann var alltaf til staðar,
greiðvikinn og hjálpsamur. Og
þolinmóður, það geta barnabörn-
in hans borið vitni um. Fallegra
samband afa við barnabörnin sín,
sem hann var svo ótrúlega stoltur
af, var vandséð.
Ég held að eitt af því skemmti-
legasta sem dætur okkar gerðu
hafi verið að fara í gistingu til afa
Gunna, eiga þær vafalaust marg-
ar ljúfar minningar af samveru-
stundum sínum með honum. Þau
voru ekki ófá skiptin sem ég kom
til að sækja þær systur að allt
virtist vera á öðrum endanum á
heimilinu. Þegar betur var að gáð
og eftir greinargóðar útskýringar
var um að ræða hús, bílvegi, kast-
ala eða eitthvað ámóta sem þeim
hafði dottið í hug. Var einskis lát-
ið ófreistað til að gera hugmynd-
irnar að veruleika. Eða öll púslin
sem voru púsluð, oftar en einu
sinni. Breyta baðkarinu í sund-
laug með rennibraut, ekkert mál.
Gunnar var aldrei spar á tíma
sinn og voru óteljandi stundirnar
sem hann lagði til við að hjálpa
okkur við lagfæringar og viðhald,
bæði stórar og smáar, fyrst í
Blönduhlíð og síðan Birkihlíð.
Þvílíkur völundarsmiður, allt
virtist leika í höndunum á honum
og var gaman að fylgjast með
þeirri verklagni og útsjónarsemi
sem hann bjó yfir.
Margs er að minnast sem ég er
þakklátur fyrir. Þegar ég hugsa
til Gunna tengdó kemur fyrst upp
í hugann æðruleysi og að koma til
dyranna eins og maður er klædd-
ur. Gunnar var til að mynda eina
manneskjan sem ég þekki til sem
raulaði eða blístraði jólalög við
vinnu sína á hvaða árstíma sem
var. Eftir á að hyggja tel ég að
það hafi sýnt hversu mikla
ánægju og gleði hann hafði af
vinnu sinni og lífinu, því að jólin
eru jú tími gleði og hamingju, þó
svo að svartur skuggi hvíli nú á.
Heimsókn til Siglufjarðar, sum-
arbústaðarferðir og kjúklinga-
partí. Ökuferðin austur fyrir fjall
sem við Andri svili áttum með
honum skömmu fyrir nýafstaðn-
ar kosningar var ógleymanleg,
margur stjórnmálamaðurinn
hefði verið stoltur af framboðs-
ræðunum sem þar fóru fram.
Það er enn svo óraunverulegt
að hugsa til þess að þessi sóma-
maður sé farinn því að þetta bar
svo brátt að, engin viðvörun, eng-
in fyrirvari. Ég verð því að reyna
að trúa að hann sé kominn á betri
stað.
Guð varðveiti þig og veiti okk-
ur hinum styrk í þeim mikla sökn-
uði og sorg sem nú hvílir á okkur.
Ólafur Jónsson.
Þegar ég var lítil átti ég erfitt
með að segja stafinn G svo að fyr-
ir mér var afi Gunni afi Dunni,
sem varð síðan gælunafn sem
festist við hann í fjölskyldunni.
Ég var mikið í pössun hjá afa í
Álfheimum og ég fékk að gera
nánast allt sem ég vildi, hugsan-
lega of mikið, enda hvíslaði að
mér lítill fugl að afi hefði oft þurft
að leggja sig eftir að litli hvirf-
ilbylurinn hafði verið í heimsókn.
Ég get ekki talið öll húsin sem við
byggðum úr borðstofuborðinu og
öll púslin sem við púsluðum sam-
an. Afi kenndi mér mjög margt,
eins og hvernig ætti að sjóða
kartöflur, og það var í rauninni
ekkert sem afi vissi ekki. Hann
var einnig góður í að segja sögur
frá því að hann var ungur eða frá
fólkinu sem afi hafði hitt á lífsleið-
inni. Það mætti segja að við eydd-
um heilu dögunum í að spjalla
saman.
Við frændsystkinin áttum öll
mjög gott samband við afa okkar.
Tengslin voru ólík en þó er ég viss
um að við eigum það sameiginlegt
að okkur fannst alltaf skemmti-
legt að koma í heimsókn til að
heyra sögurnar og hlusta á sömu
lögin blístruð aftur og aftur.
Afi var alltaf með okkur fjöl-
skyldunni um jólin. Honum
fannst rækjukokkteillinn hennar
mömmu svo góður og hamborg-
arhryggurinn hans pabba besti
maturinn sem hann fékk allt árið.
Það kom honum alltaf á óvart
þegar hann fékk pakka og sýndi
gjöfum hinna mikinn áhuga. Ég
mun alltaf hugsa til þín um jólin
og voru þessi jól vægast sagt
skrítin án þín.
Elsku afi, ég hélt að þú yrðir
hluti af lífi mínu miklu lengur, en
svo var því miður ekki. Ég er þó
þakklát fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman og mun ég
geyma þær á góðum stað. Ég hef
alltaf litið mikið upp til þín og er
ég klárlega með eitthvað af þín-
um húmor í mér. Þegar mamma
sagði þér að ég væri að taka
fyrstu önnina mína í Háskóla Ís-
lands föstum tökum og ég léti
ekkert trufla mig, þá sagðir þú:
„Já, hún er alveg eins og ég.“ Ég
veit að þú varst stoltur af mér og
mun ég reyna að halda áfram á
sömu braut það sem eftir er, enda
sagðir þú alltaf við mig: „Gerðu
ekki neitt sem ég myndi ekki
gera.“
Elín Margrét Ólafsdóttir.
Afi var alltaf góður, vinalegur,
hjálpsamur, skemmtilegur og
fyndinn. Þegar ég bað um vatn
spurði hann alltaf hvort ég vildi fá
blautt eða þurrt vatn, og þegar ég
sagði þurrt fór hann alltaf að
hlæja og sagði: „voðalega ertu
mikil brandarakelling, Júlla.“
Við áttum alltaf rosalega góðar
stundir saman og hann var alltaf
til í allt. Þegar ég hugsa um afa
hugsa ég um allar góðu minning-
arnar um hann.
Elsku afi minn, ég mun sakna
þín rosalega mikið.
Júlía Birna Ólafsdóttir.
Þegar maður hitti Gunnar Jó-
hannesson, var þetta hlýlega bros
það sem maður man skýrast. Síð-
an fylgdi oftast góðlátleg athuga-
semd. Við áttum því láni að fagna
að börnin okkar, þau Sigríður
Laufey og Andri, felldu hugi sam-
an og eru nærfellt þrír áratugir
síðan. Þau bæði um tvítugt og líf-
ið blasti við þeim. Þau studdu
hvort annað í námi og starfi og
eignuðust synina Ísak og Mikael
sem voru í miklu dálæti hjá
Gunnari, ekki síður en okkur Bri-
gitte.
Það kom í hlut Gunnars að eiga
þátt í að skapa þeim hlýlegt heim-
ili og það oftar en einu sinni.
Fyrst er við keyptum kjallarann í
húsi okkar á Víðimel sem hafði
verið sælgætisgerð um áratuga
skeið og síðan að aðstoða við hús-
næði sem unga parið festi kaup á,
fyrst á Þórsgötu og síðan á Rán-
argötu. Loks er fjölskyldan flutti
heim eftir margra ára dvöl í
Brüssel var ekki ónýtt að eiga
Gunnar að við að standsetja íbúð
þeirra á Laufásvegi. Gunnar var
dverghagur, sama hvort um tré-
smíði eða múrverk var að ræða,
hann leysti öll vandamál af
smekkvísi. Satt að segja hef ég
ekki unnið með manni sem var
jafnoki hans í snyrtimennsku. Að
kvöldi lágu öll verkfærin hrein og
í röð svo aðgengileg væru að
morgni. Aðalstarf Gunnars var
trésmíði og kom hann að frágangi
margra híbýla og skapaði hann
sér vinsældir hvarvetna.
Gunnar var Siglfirðingur og
ólst þar upp í stórum systkina-
hópi. Hann unni sinni heima-
byggð mjög og naut þess að heim-
sækja Siglufjörð. Ég held að
óvenjulegt sé hversu gott sam-
band hann hafði við gömul skóla-
systkini frá Siglufirði. Hrikaleg
og fögur náttúra hlýtur að setja
mark sitt á íbúana. Veturnir með
miklum snjóalögum og ekki ama-
legt að renna sér niður brekkurn-
ar. Kannski notuðu börnin tunnu-
stafi í skíða stað, en þar var að
sjálfsögðu auðfengið efni í út-
gerðarbænum. Síldarvertíðir
settu svip sinn á bæjarlífið og all-
ir sem vettlingi gátu valdið tóku
þátt í að bjarga verðmætunum
þegar drekkhlaðnir bátarnir
komu að landi. Gunnar byrjaði
ungur að taka til hendinni og
sagði hann mér að hann og félagi
hans hefðu jafnvel ekki farið heim
til að sofa, heldur lagt sig aðeins í
horni í bræðslunni, enda kapps-
fullir ungir menn.
Hugur Gunnars stóð snemma
til smíða, þótt hann hefði getað
stundað bóknám sem skólanámið
[B1] gaf fyrirheit um. Gunnari
stóð nær að bjarga sér, eins og
sagt var, sem þýddi með öðrum
orðum að vinna fyrir kaupi.
Gunnar fór á vetrarvertíðir, m.a.
til Vestmannaeyja. Þar kynntist
Gunnar konu sinni, Elínu Brim-
dísi, og eignuðust þau þrjú börn,
en þau skildu fyrir þremur ára-
tugum. Gunnar giftist ekki aftur
en hann hafði þeim mun meiri
tíma til þess að sinna barnabörn-
unum og veita þeim athygli sem
ekki er hægt að fá hvar sem er.
Gunnar var einkar góður faðir og
ekki síðri í afahlutverkinu. Svip-
legt fráfall Gunnars kom því eins
og þungt högg á fjölskylduna.
Við Brigitte vottum börnum
Gunnars, þeim Þorbjörgu, Ró-
berti, Sigríði Laufeyju og þeirra
fjölskyldum innilega samúð og
biðjum Guð að að styrkja þau í
sorginni.
Brigitte og Pétur.
Ég geng hægt niður Leyn-
ingsstíg, sneiði framhjá fjalldrap-
anum sem teygir sig upp úr mos-
anum og fram á stíginn.
Nú heyri ég fossniðinn álengd-
ar og svo sé ég Gunna þar sem
hann situr flötum beinum í
grænni laut með grátt ullarteppi
útbreitt undir sér.
Sæll vinur, sestu hérna hjá
mér, hann strýkur létt yfir teppið
til hliðar við sig. Það er svo hlýtt
og notalegt bætir hann við, pírir
augun og brosir við, tekur ofan
húfuna og leggur hana yfir annað
hné sitt.
Þetta er ekta sixpensari af
bestu gerð og sannar það sem
einkennir snyrtipinnann, Gunnar
Jóhannesson.
Borinn og barnfæddur í Siglu-
firði (Gunni sagði að það ætti að
vera „í“ ekki á), ólst þar upp og
sleit bússunum sínum á síldar-
planinu með bræðrum sínum og
föður.
Já, það var gott að vera ungur
á góðum stað í faðmi stórrar fjöl-
skyldu og vina. En það var
Reykjavík sem fæddi hann og
klæddi, eftir að hafa tekið þá
ákvörðun að flytja á mölina.
Þar hófst nýtt ævintýri, hann
eignaðist eigin fjölskyldu og byrj-
ar langan lífsferil sem trésmiður.
Gunnar var eftirsóttur innan-
hússsmiður, enda sérlega vand-
virkur og með gott auga fyrir
hönnun og frágangi.
Það er sagt að umhverfi barn-
æsku og unglingsára móti oft við-
mót og persónugervi. Og má vera
að Gunna hafi orðið á að kalla sig
Reykvíking, en árin, fólkið og
siglfirska umhverfið fyrir norðan
var silfrið í hjarta hans og tilefni
til ótal frásagna um allt sem hon-
um var svo kært.
Gunnar hallar sér aftur og
leggur hendurnar undir hnakk-
ann. Sunnanblærinn strýkur
vanga okkar og blágresið brosir á
móti sól.
Veistu, segir vinurinn, það var
svona dagur þegar við skruppum,
Dísa, ég og börnin í bíltúr til
Þingvalla. Ég sný mér við, Gunni
hefur lygnt aftur augunum og ég
geri það sama.
Svo læt ég hugann reika með
honum í sunnudagsferðina á
rauðu Kórollunni. Ungu hjónin,
þau Gunnar og Dísa, með börnin
sín, Robba, Tobbu og Siggu litlu í
aftursætinu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
ég fer með Gunnari í huglægt
ferðalag þar sem sameiginlegir
fjölskyldumeðlimir blandast með
vinum og öðrum persónum úr
lífsferli hans.
Frásagnargleðin er einstök,
litrík og heillandi. Fortíð og nútíð
blandast saman í afstæði tímans.
Og svo er það einnig með þessa
hugstund sem ég átti með vini
mínum og mági í lautinni grænu
fyrir ofan Leyningsfoss í Skarð-
dal.
Takk, kæri vinur, fyrir sam-
veruna. Börnum, barnabörnum,
systkinum, vinum og vanda-
mönnum sendi ég einlægar sam-
úðarkveðjur.
Ljótur Magnússon.
Gunnar Erling
Hólmar
Jóhannesson
HINSTA KVEÐJA
Gunni bróðir.
Ég vil gjarna lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(GVG)
Minning þín er mér ei gleymd,
mína sál þú gladdir,
innst í hjarta hún er gleymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þín er sárt saknað,
Ingi Hólmar, Sigurður
Hólmar, Leifur Hólmar,
Ófeigur Hólmar, Jón
Hólmar, Ingibjörg, Anna
Friðrikka, Jóhannes
Hólmar, Þórunn og
Laufey Rós.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undirbúnings og
framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús-
skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju
að leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÖRN ERLENDSSON
hagfræðingur,
andaðist mánudaginn 18. desember.
Útför hans fer fram frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 4. janúar klukkan 15.
Finnbogi Rútur Arnarson Þórunn Hreggviðsdóttir
Sigríður Arnardóttir Kristján Franklín Magnús
Ormur Jarl Arnarson Amanda Garner
Rolf Hákon Arnarson Eva Sif Jóhannsdóttir
og barnabörn