Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 25
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Askalind 4, Kóp.
Sími 564 1864
www.vetrarsol.is
B&S mótor með rafstar, 249cc
Dreing 1 – 10 metrar
69cm vinnslubreidd
Með ljósum og á grófum dekkjum
Frábær í mikinn og erðan snjó
Snow Blizzard snjóblásari
Til sölu sauðfjárkvóti
50 ærgildi.
Upplýsingar í síma 849 6347.
Tilboð óskast sent á netfang
borgarg@simnet.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Raðauglýsingar
Styrkir
Virk starfsendurhæfingarsjóður auglýsir eftir
umsóknum um styrki sem veittir eru til virkni-
úrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar-
og þróunarverkefna.
VIRK úthlutar styrkjunum tvisvar á ári og þurfa
umsóknir um styrkina að hafa borist sjóðnum
fyrir 15. janúar eða 15. ágúst ár hvert.
Ákvarðanir um styrkveitingar eru teknar í fram-
haldinu af framkvæmdastjórn VIRK, í mars og
október, að fenginni umsögn frá sérfræðingum
VIRK.
Nánari upplýsingar, stefnur og reglur varðandi
umsóknir á styrkjum til VIRK og umsóknar-
eyðublöð má finna á www.virk.is
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2018.
Styrkir VIRK
fasteignir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
✝ AðalbjörgKristjánsdóttir
fæddist 25. október
1923 á Seljalandi
undir Vestur-
Eyjafjöllum í Rang-
árvallasýslu. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Seljahlíð
24. desember 2017.
Foreldrar Að-
albjargar voru Arn-
laug Samúelsdóttir
húsfreyja, f. 26. september 1887 í
Hvammi undir Vestur-
Eyjafjöllum, d. 11. desember
1968, og Kristján Þóroddur
Ólafsson bóndi, f. 15. apríl 1890 í
Dalsseli undir Vestur-
Eyjafjöllum, d. 6. apríl 1945.
Systkini Aðalbjargar voru
Ólafur, f. 1915, Magnús, f. 1918,
Sigríður, f. 1920, Þuríður, f. 1921
(dó ung), Högni, f. 1923 (dó ung-
ur), Þuríður, f. 1926, og Marta, f.
1929. Uppeldissystir hennar var
Svanlaug Kristjana, f. 1937.
Eiginmaður Aðalbjargar var
Andrés Haukur Ágústsson, f. 16.
október 1923 í Hemlu í Vestur-
Landeyjum, d. 10. júní 2016.
Dóttir Aðalbjargar og fóst-
urdóttir Andrésar var Björg
Arndís Baldvinsdóttir, f. 22. sept-
ember 1947, d. 29. september
2011. Eiginmaður Bjargar var
Friðrik Karl Friðriksson, f. 1953.
Þau skildu. Sambýlismaður
Bjargar var Helgi Magnússon, f.
1946. Sonur Bjargar og Friðriks
Dokic, f. 1942, er Georg Bergþór
Friðriksson, f. 1969. Eiginkona
Eiginmaður Ingibjargar er
Hreinn Guðmundsson, f. 1941.
Börn þeirra eru: a) Andrés Hauk-
ur Hreinsson, f. 1969. Eiginkona
Andrésar Hauks er Kristín Rós
Björnsdóttir, f. 1971. Börn þeirra
eru: Björn Kristinn, f. 1998, Ingi-
björg, f. 1998, Andrés Haukur, f.
11. nóvember 2004, og Guð-
mundur Ingi, f. 11. nóvember
2004, d. 11. nóvember 2004. b)
Rakel Ósk Hreinsdóttir, f. 1981.
Eiginmaður Rakelar er Hans
Adolf Hjartarson, f. 20. 1977.
Börn þeirra eru: Helena Ósk, f.
2004, og Hjörtur, 2007. 3) Arndís
Rós Hreinsdóttir, f. 4. 1989.
Aðalbjörg ólst upp við venju-
leg bústörf á búi foreldra sinna á
Seljalandi og stundaði skóla-
göngu eftir því sem þá tíðkaðist.
Veturinn 1945-1946 stundaði hún
nám í Kvennaskólanum á
Blönduósi. Veturinn 1946-1947
starfaði hún í gróðurhúsum Hér-
aðsskólans á Laugarvatni. Aðal-
björg gekk í hjónaband með
Andrési Ágústssyni árið 1950 og
þau settust að í Ásgarði í Hvol-
hreppi en byggðu sér síðan hús á
Hvolsvelli, fluttu þangað 1951 og
voru meðal frumbyggja þar.
Andrés var langleiðabílstjóri og
var burtu langa daga en Aðal-
björg sinnti auk húsmóðurstarf-
ans ýmsum tilfallandi verkefnum
á Hvolsvelli. Haustið 1967 fluttu
þau Andrés til Reykjavíkur, Að-
albjörg fór síðan að vinna í
Heyrnleysingjaskólanum og
starfaði þar næstu 20 árin. Þau
Andrés fluttu á hjúkrunarheim-
ilið Seljahlíð árið 2009 og áttu
þar góða vist saman uns Andrés
lést 2016.
Útför Aðalbjargar fer fram
frá Seljakirkju í dag, 2. janúar
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.
Georgs var Hrönn
Ólína Jörunds-
dóttir, f. 1978. Þau
skildu. Börn þeirra
eru: Eiríkur Freyr,
f. 2005, Ásdís Rún, f.
2007, og Iðunn
Ragna, f. 2011.
Sambýliskona Berg-
þórs var Jóhanna
Rós Norðfjörð Guð-
mundsdóttir, f.
1974. Barn þeirra
er Salka Björg Norðfjörð Berg-
þórsdóttir, f. 2014.
Börn Aðalbjargar og Andrés-
ar eru: 1) Ágúst Ingi Andrésson,
f. 22. febrúar 1950. Eiginkona
Ágústs Inga er Bryndís Jóns-
dóttir, f. 1951. Börn þeirra eru: a)
Aðalbjörg Inga, f. 1970. Sam-
býlismaður Aðalbjargar var Guð-
mundur Andersson, f. 1963. Þau
slitu samvistum. Börn þeirra eru:
Sindri Snær, f. 1994, Eik, f. 1996,
og Birkir Snær, f. 1999. 2) Viðar,
f. 18. janúar 1973. Sonur Viðars
og Ingu Óskar Rúnarsdóttur, f.
1969, er Ágúst Halldór, f. 1999.
Eiginkona Viðars er Lilja Hall-
dóra Sturludóttir, f. 1973. Fóst-
urbörn Viðars og börn Lilju eru
Alma Dögg Gunnarsdóttir, f.
1993, og Sturla Páll Gunnarsson,
f. 1998. Dóttir Viðars og Lilju er
Brynja Dís, f. 2007. 3) Elfa Björk,
f. 16. maí 1982. Sambýlismaður
Elfu er Björgvin Pálmar Jóns-
son, f. 1975. Börn þeirra eru:
Þórey, f. 2007, Hildur, f. 2008, og
Jón Ingi, f. 2011. 2) Ingibjörg
Andrésdóttir, f. 17. ágúst 1951.
Þú varst alltaf svo góð við mig,
ég fékk athygli þína óskipta,
þú lifðir fyrir mig,
hlustaðir á mig,
talaðir við mig,
leiðbeindir mér,
lékst við mig,
sýndir mér þolinmæði,
agaðir mig í kærleika,
sagðir mér sögur,
fræddir mig
og baðst með mér.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og
stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undur vænt um þig,
elsku mamma mín.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Guð geymi þig elsku mamma
mín, ég veit að þú ert í góðum
höndum ásamt elsku pabba og
Bjöggu systur.
Þín Ingibjörg.
Ingibjörg Andrésdóttir.
Elsku amma mín.
Nú þegar þú ert farin rifjast
upp svo margar góðar minning-
ar af þér og elsku afa. Ferðalög-
in sem við fórum í þegar ég var
lítil. Dásamlegu pönnukökurnar
sem þú bakaðir alltaf þegar við
komum í heimsókn á Háaleit-
isbrautina. Þegar við kíktum á
hestana hans afa öll saman og ég
fékk að fara á bak. Hlýju hend-
urnar og yndislegu faðmlögin.
Ég er viss um að þú hafir
heyrt í mér og Rakel systur þeg-
ar við komum til þín á Þorláks-
messu. Ég er svo fegin að við
fengum að sjá þig, tala við þig
og kyssa og mun alltaf hugga
mig við það þegar söknuðurinn
læðist yfir mig.
Það var sárt að fá fréttir af
því að þú værir farin frá okkur á
aðfangadag. „Af öllum dögum?“
spurði ég sjálfa mig. En fljótlega
áttaði ég mig á því að þetta væri
fallegur dagur til að þú fengir að
kveðja því að héðan í frá munum
við minnast þín á þeim degi og
allrar þeirrar hlýju og fegurð
sem einkenndi þig.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Ég elska þig amma mín,
kysstu afa og Bjöggu frænku frá
mér.
Þín,
Arndís Rós.
Á aðfangadagsmorgun yfirgaf
elsku amma mín þennan heim og
sameinaðist afa á ný. Elsku
besta amma sem bakaði bestu
pönnukökurnar og bestu flat-
kökurnar og var mér alltaf svo
óendanlega hlý og góð.
Fyrir mér voru afi og amma
eitt. Ein stök eining sem ég gat
ekki ímyndað mér hvort án ann-
ars. Afi dó 10. júní 2016. Síðan
þá er búið að vera erfitt að horfa
upp á ömmu hálfpartinn veslast
upp og rýrna fyrir augunum á
okkur öllum sem elskum hana
og horfa upp á hana bíða eftir að
ljúka þessu lífi sem hún náði að
lifa í 94 ár.
Ég veit, ég er ótrúlega heppin
að hafa átt ömmu og afa eins
lengi að og ég átti og minning-
arnar um þau mun ég varðveita í
hjarta mínu að eilífu. Vegna
þeirra tveggja finnst mér hestar
vera ein fallegustu dýr í heimi
og ég elska allar minningarnar
sem ég á um útreiðartúrana sem
ég fór í með afa, þar sem að
sjálfsögðu voru alltaf teknar
nestispásur með ofurnesti frá
ömmu.
Það var amma sem kenndi
mér Faðir vorið og barnabæn-
irnar þegar ég var lítil og það
skemmtilegasta sem ég gerði
þegar ég fór í heimsókn til
þeirra var að setjast við snyrti-
borðið hennar ömmu, laumast í
litla bleika boxið hennar sem
geymdi fallegu perlurnar henn-
ar og fleira skart og máta það
og virða mig fyrir mér í snyrti-
speglinum hennar. Í dag á ég
þetta fallega snyrtiborð og litla
bleika boxið fékk ég líka að eiga
og það er mér svo ótrúlega
kært.
Hjarta mitt mun ávallt geyma
minninguna um yndislega ömmu
og afa og endalaust þakklæti
fyrir allt sem þau hafa gefið
mér.
Rakel Ósk
Hreinsdóttir.
Aðalbjörg Kristjánsdóttir
kom í heiminn fjórða barnið af
sex systkinum á fjölmennu ann-
áluðu myndarheimili. Þar voru
mikil umsvif í mörgu; myndar-
legur búrekstur, símstöð og oft
margt um manninn enda við-
komustaður nánast allra sem
áttu leið austur eða vestur yfir
Markarfljót, sér í lagi áður en
brú kom á fljótið 1934. Oft voru
annir við að fylgja fólki yfir fljót-
ið en Kristján, faðir Aðalbjargar,
var ötull vatnamaður og harð-
duglegur að hverju sem hann
gekk. Það var mikið áfall þegar
hann féll frá, vorið 1945, eftir
alllanga sjúkrahúslegu í Reykja-
vík, en það sýndi best hug Ey-
fellinga til hans að þeir fjöl-
menntu út að Þjórsá til að taka á
móti honum þegar hann var
fluttur andaður austur í sveitina
sína.
Aðalbjörg var einn vetur í
Húsmæðraskólanum á Blöndu-
ósi sem var þá undir stjórn hinn-
ar rómuðu skólastýru Huldu
Stefánsdóttur. Sá tími var henni
eftirminnilegur og varð mjög
sýnilegur í fögrum hlutum sem
prýddu heimili hennar síðar. En
þarna leið brátt að því að hún
hitti þann mann sem varð far-
sæll lífsförunautur hennar í
hartnær 70 ár. Hann var Andrés
Haukur Ágústsson, ungur
bóndasonur frá Hemlu í Austur-
Landeyjum, og þau gengu í
hjónaband árið 1950. Aðalbjörg
kom ekki tómhent í hjónabandið,
henni fylgdi ljúf lítil stúlka sem
hún hafði eignast árið 1947,
Björg Arndís Baldvinsdóttir, en
síðar bættust við tvö myndar-
börn, Ágúst Ingi 1950 og Ingi-
björg 1951.
Andrés valdi sér starfsvett-
vang á sviði nýrrar samgöngu-
tækni og fór að aka flutningabíl-
um fyrir Kaupfélag Rangæinga.
Þau Aðalbjörg bættust í hóp
þess unga harðduglega fólks
sem á þessum árum var að
byggja upp kauptúnið í Hvols-
velli og reistu sér hús þar. Andr-
és var mikið í burtu, var horfinn
að morgni og sást sjaldan aftur
fyrr en seint á kvöldin. Aðal-
björg stýrði heimilinu og sinnti
að auki ýmsum verkefnum á
Hvolsvelli. Haustið 1967 fluttu
hjónin til Reykjavíkur. Aðal-
björg fann sér starfsvettvang
þar, í Heyrnleysingjaskólanum,
og vann þar í 20 ár. Þau Andrés
stunduðu hestamennsku af lífi
og sál og nutu samvistanna við
hina ferfættu vini og góða félaga
í hópi hestamanna meðan bæði
höfðu heilsu til. Árið 2009 fluttu
þau á hjúkrunarheimilið Selja-
hlíð.
Ég kynntist Aðalbjörgu Krist-
jánsdóttur þegar við Björg, dótt-
ir hennar og fósturdóttir Andr-
ésar, tókum upp kynni og síðan
sambúð. Eftir það var oft litið
inn á Háaleitisbraut 14 og þang-
að var alltaf jafnánægjulegt að
koma. Fyrst og fremst voru þau
hjón gagnvönduð og prúð í fram-
göngu og höfðu á sér eilítið hefð-
arsnið, í bestu merkingu þess
orðs, prýðilegum gáfum gædd
og vel fróð. Húsfreyja var held-
ur hlédrægari en umvafði hvern
gest hlýrri nærveru sinni, vel að
sér og stálminnug og hafði frá
mörgu að segja. Og svo töfraði
hún fram hinar ágætustu veit-
ingar.
Það var mannbætandi að eiga
félag með þeim hjónum og mér
eru ekki síst minnisstæðar all-
nokkrar ferðir okkar Bjargar
með þeim í sumarleyfisferðir út
á land, þar sem dvalið var í eina
viku eða svo í orlofshúsi og ekið
þaðan, oft langar dagleiðir, til að
skoða umhverfið. Þá voru þau
Aðalbjörg og Andrés nokkuð
komin á aldur en hugurinn frjór
og lifandi áhugi á öllu sem fyrir
augu bar.
Með Aðalbjörgu Kristjáns-
dóttur kveður eftirminnileg
kona, merkur fulltrúi þeirrar
kynslóðar sem nú er óðum að
hverfa, sem lagði grunn að því
Íslandi sem við þekkjum, sem
umvafði umhverfi sitt hlýju og
vandaði orð sín og verk sem
mest hún mátti.
Blessuð sé minning hennar.
Helgi Magnússon.
Aðalbjörg
Kristjánsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann