Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Svampþvottastöð Afkastamikil sjálfvirk þvottastöð sem getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund. Opið virka daga kl. 8 -19 helgar kl. 10 – 18. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Viðurkenndu það, einhver sem þú ert alltaf að þrasa við er syndsamlega aðlað- andi. Mundu að virða sjálfsákvörðunarrétt annarra líkt og þeir eiga að virða sjálfs- ákvörðunarrétt þinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Enga sjálfsgagnrýni á sköpunarsviðinu, öll sköpun er jafngóð fyrir sálina. Náðu valdi á lífi þínu í dag með afdráttarlausri yfirlýs- ingu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki láta skapið hlaupa með þig í gönur. Dýrkaðu og lærðu að meta ástvini þína af svo miklum ákafa, að þeir finna ná- vist þína líka þegar þú ert víðs fjarri. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þetta er góður dagur til að leggja upp í langferð bæði í bókstaflegum og tákn- rænum skilningi. Vertu sáttur við sjálfan þig, gakktu glaður fram á veginn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gleði barna og hræringar á rómantíska sviðinu valda þér spennu og gleði í dag. Reyndu að komast afsíðis og hugsa málin svo ástarsvíminn valdi þér ekki misskilningi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Óvæntar fréttir frá öðru landi eða fjarlægum stað gætu borist. Hvað getur þú gert til þess að auðga líf þitt í dag? Til dæm- is má nefna íhugun og köld böð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er allt í lagi að gefa sig dagdraum- um á vald þegar aðstæður eru til. Samskipti manna eru tvístefna og sérhver er með sínu sniði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hrærir í pottinum en veist ekki enn hvað þú ert að elda. Láttu öfund annarra sem vind um eyru þjóta því þinn tími er kominn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú óttast að þú munir ekki ná settu marki. Gerðu eitthvað eitt öðruvísi en venjulega og lengdu listann svo kerf- isbundið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú finnur til samúðar gagnvart fólki í fjarlægum heimshluta. Vertu raunsær í peningamálunum. Vertu ekkert að boða þeim heilbrigt líferni sem ekki kæra sig um það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Strengdu þess heit með sjálfum þér að spara meira og hugsa um framtíðina. Láttu því gott af þér leiða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur varla beðið eftir að segja öðrum frá einhverri uppgötvun sem þú hefur gert í starfi. Smá skammtur af ást, af lær- dómi, af ævintýri og líka af glamúr. Í„Stúlku“ eftir Júlíönu Jóns-dóttur, fyrstu ljóðabók sem kom út eftir konu á Íslandi, Akureyri 1876, og gefin var út á kostnað höf- undar, er ljóðið „Nýárs ósk“: Karólín‘ kæra mín, kem jeg með ósk til þín, einlæg hún er: hamingju og hjartans ró hljótir um lönd og sjó. Einn sá, er allt til bjó, æ sé hjá þér! Ágæta auðarströnd, árið sem fer í hönd, færi þjer frið; áform og öll þín ráð um vefji Drottins náð; lukkan í lengd og bráð leiki þig við! Hér eru „Áramót“ eftir Fornólf: Eytt hef ég þar ári til, úti er þessi vetuŕ farnir eru í feigðargil fimmtíu og átta betur. Árin fjúka eins og rok, undan mér þau strjúka, þarflaust er mér þetta fok – eg þurfti mörgu að ljúka. En heldur vandséð horfið er, hins er til að finna: alltaf gengur undan mér með ári hverju minna. Verður margt, sem ógert er, og annarra manna bíður; það er hart að hugsa sér hvernig tíminn líður. „Nýársdag ’27“ orti Indriði á Fjalli: Duftkorn yndis. Dropi társ. Dagstund fyrst hins nýja árs. Ýmsum glóbjört. Öðrum dimm. Ein af 365. Guðmundur á Sandi orti „Nýárs- dagsvísu 1938“: Sólargang lengir, sunnanblærinn hlýnar. Svellrunnið hjarn í brekkuslakka dvínar. Uppi á himni opnar hallir sínar eilífðin. – Heyrðu! Kysstu varir mínar! Að lokum er nýársvísa til Jónasar Hall eftir Káinn: Flúði ég kenndur fyrst til þín, fullur enn af gríni. Byrja og enda árin mín öll á brennivíni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á nýju ári „SPURÐU HANN HVAÐ ER Í TÖSKUNNI“ SAGÐIRU HONUM AÐ BABYLON VÆRI VEÐHLAUPAHESTUR SEM KYNNI BEST VIÐ SIG Á YSTU BRAUT?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... við þrjú Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HELGA, ÉG ER MEÐ VÆNAN SEKK AF SILFRI HVERS VIRÐI ÆTLI HANN SÉ? ÉG GET SVARAÐ ÞVÍ FJÖGURRA KJÓLA, TVEGGJA SKÓPARA OG LOÐKÁPU JÁ ,SÆLL, VERTU BARA RÓLEGUR, ODDI BETRA Árið sem nú er liðið var alveghreint ljómandi. Það var alveg eins og öll hin árin; við gátum rifist um pólitík, við gátum rifist um úrslit í kjöri á íþróttamanni ársins og við gátum rifist um sorphirðu og ökulag annarra. Arnaldur átti söluhæstu bókina, karlalandsliðið í fótbolta kall- aði fram tár á hvarmi harðasta fólks og vinsælasta jólagjöfin var tæki sem að líkindum flestir vilja gleyma að hafa eignast eftir nokkur ár. x x x Raunar er ekki allskostar rétt aðallt hafi verið við það sama. Ekki má gleyma atburðunum sem gerðu árið öðruvísi en önnur ár. #Metoo- byltingin stendur vitaskuld upp úr enda er hún líkleg til að breyta hlut- unum til frambúðar. Svo eru það dægurflugurnar eins og að hér hafi erlendar verslunarkeðjur opnað útibú og sett þjóðfélagið á hliðina í leiðinni. x x x Innan þeirra marka sem samfélagiðsetur honum reyndi Víkverji að þrauka gegnum þetta allt saman. Það tókst bara nokkuð bærilega enda er Víkverji að mörgu leyti kamelljón. Hann horfði til að mynda á áramóta- skaupið og hafði nokkuð gaman af. Það var vel hægt að brosa út í annað að bröndurum og upprifjun um hegð- un Íslendinga á árinu. Víkverji er af- ar stoltur af því að geta komist í gegnum samræður og upprifjun á skaupinu með ólíkasta fólki. Þannig hló hann sig máttlausan með unga fólkinu en fussaði og sveiaði með því eldra. Þegar upp var staðið var skaupið líklegast hvort tveggja í senn; beitt og skemmtilegt og óskilj- anlegt rugl. x x x Draumurinn er auðvitað að ein-hvern tímann breytist allt en reynslunni ríkari eftir öll þessi ár tel- ur Víkverji það ósennilegt. Og þá er bara að vinna sem best úr því sem er fyrir hendi. Taka nýju ári fagnandi og bíða þess að vorið fari að láta á sér kræla. Líklegast er best að fara alla leið. Því er það svo að þegar þú lest þetta, kæri lesandi, þá verður Vík- verji kominn á sinn stað. Á hlaupa- brettið í World Class. Fyrstur allra. vikverji@mbl.is Víkverji Já, vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, vona á Drottin. (Sálm 27:14) Hvað er í bíó? mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.