Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 31
eitthvað græðandi við hljóminn,“ segir Hreiðar og bætri við að Ægisif sé rétt að byrja, og ótalmörg skáld frá Austur-Evrópu eigi hann enn eftir að kynna fyrir Íslendingum. Margir vilja syngja með Það er síðan afrek út af fyrir sig að stofna kór frá grunni, og hvað þá byrja kórstarfið af svona miklum metnaði. Hreiðar játar að það hafi hjálpað honum mikið að geta nýtt krafta samfélagsmiðlanna. Hann var ólmur að hefjast handa enda uppfullur af hugmyndum og með „fullan poka af efni“ eins og hann orðar það sjálfur. „Ég var að vísu eins og undin tuska eftir námið og hinkraði aðeins með að hleypa þessu verkefni af stað, en 2016 stofna ég sönghópinn og auglýsi eft- ir meðlimum í Facebook hópum ís- lenskra kóra. Það skilaði sér í um- sóknum frá fjölda frábærra söngvara sem koma allsstaðar að, s.s. úr Mótettukórnum, Hljómeyki, og Háskólakórnum og þegar upp var staðið var ég í þeirri óvæntu stöðu að þurfa að velja og hafna,“ segir hann. „Í haust sóttu 30 manns um 10 lausar stöður og því urðum við að gera miklar kröfur í inntöku- prófinu.“ Hreiðar segir einstaklega góðan anda hafa myndast í hópnum, og vonar hann að ein af ástæðunum fyrir því að starf Ægisifjar hafi farið svona vel af stað sé að meðlimir kórsins treysti honum vel. „Þetta er fólk sem vissi að ég hafði menntað mig sérstaklega í þessari tegund tónlistar úti í heimi og að full alvara fylgdi hugmyndinni að stofnun kórs- ins.“ Þegar neistinn kviknar Talið berst yfir í starfsemi ís- lenskra kóra almennt, og hvað það er sem fær fólk til að leggja á sig þá vinnu að vera í kór. Hér og þar um landið starfa öflugir kórar skipaðir önnum köfnu fólki sem fórnar glað- lega frístundunum fyrir listina. Auk þess að stýra Ægisif er Hreiðar ný- tekinn við sem stjórnandi Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð og syngur með Schola cantorum. Hreiðar segir það hvíla á herðum kórstjórans að skipuleggja starf kórsins vandlega, en líka að smita meðlimi kórsins af hugsjón og inn- blæstri svo að allir hlakki til að mæta á æfingu. Hann segir líka að það sé styrkleiki ef kórar hafa ákveðna sérhæfingu eða skýr ein- kenni. „Sjálfur hlakka ég alltaf til æfinganna, og er það kraftur tón- listarinnar sem leiðir mig áfram. Tónlistin verður alltaf að vera í for- gangi, og einhvern veginn að fá að kristallast í gegnum okkur sem myndum kórinn. Þegar vel tekst til verður ofsalega gaman á æfing- unum, söngvararnir hrífast með snilldargáfu tónskáldanna, og þeim bregður við það að tveir tímar eru liðnir eins og hendi væri veifað. Það sem fólk finnur, þegar allt gengur upp, er að tónlistin græðir og göfg- ar, og veitir okkur innblástur.“ Fátt finnst Hreiðari skemmti- legra en að sjá einmitt þennan neista kvikna hjá ungu fólki sem er að stíga fyrstu skrefin í kórastarf- inu. Það getur tekið tíma fyrir kór- stjórann að þjálfa óvana söngvara, ná fram hreinum hljóm og kenna röddinn að „hvíla ofan á tóninum“, eins og Hreiðar orðar það. „En svo syngja þau sig inn í rétta hljóminn, finna þessa tilfinningu sem er engu lík, finna hvað tónlistin nærir, hvernig hún getur lyft okkur upp á æðra stig.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon » Boðið var upp á ljóðalestur íGröndalshúsi á nýársdag milli kl. 10 og 17. Á hverjum klukkutíma lásu fimm skáld í um tíu mínútur upp úr nýút- komnum eða nýlegum bókum sínum og einnig var klukkutími helgaður ljóðlist Ingibjargar Haraldsdóttur sem féll frá und- ir lok ársins 2016. Meðal þeirra sem lásu upp voru Soffía Bjarnadóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Anton Helgi Jónsson, Gerður Kristný, Kristín Ómarsdóttir og Kári Tulinius. Ljóðelsk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Hjörleifur Sveinbjörnsson voru á meðal gesta í Gröndalshúsi. Ljóðskáld Sigurbjörg Friðriksdóttir las úr ljóðabók sinni Gáttatifi sem kom út í syrpu Meðgönguljóða. Áheyrendur Gestir í Gröndalshúsi gerðu góðan róm að upp- lestri ljóðanna og nutu þess sem þar var flutt. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Síðustu sýningar leikársins! Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 5/1 kl. 20:00 aukas. Fös 12/1 kl. 20:00 aukas. Fim 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 6/1 kl. 20:00 aukas. Lau 13/1 kl. 20:00 aukas. Fös 19/1 kl. 20:00 aukas. Draumur um eilífa ást Medea (Nýja sviðið) Lau 13/1 kl. 20:00 Frum Þri 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 5. s Sun 14/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 4. s Mið 24/1 kl. 20:00 6. s Ástir, svik og hefndarþorsti. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 7/1 kl. 13:00 aukas. Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sun 14/1 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 6/1 kl. 13:00 Frums. Lau 13/1 kl. 13:00 3. s Lau 20/1 kl. 13:00 5. s Sun 7/1 kl. 13:00 2. s Sun 14/1 kl. 13:00 4. s Sun 21/1 kl. 13:00 6. s Búðu þig undir dularfullt ferðalag! Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Saga íslensku þjóðarsálarinnar. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00 Lau 13/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Lau 6/1 kl. 19:30 Auka Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Hafið (Stóra sviðið) Fim 4/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 6/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 19.sýn Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 4/1 kl. 20:00 Lau 13/1 kl. 20:00 Fim 25/1 kl. 20:00 Fös 5/1 kl. 20:00 Lau 13/1 kl. 22:30 Fös 26/1 kl. 20:00 Fös 5/1 kl. 22:30 Sun 14/1 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 22:30 Lau 6/1 kl. 20:00 Fös 19/1 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 20:00 Lau 6/1 kl. 22:30 Fös 19/1 kl. 22:30 Lau 27/1 kl. 22:30 Fim 11/1 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 20:00 Fim 1/2 kl. 20:00 Fös 12/1 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 22:30 Fös 12/1 kl. 22:30 Sun 21/1 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Efi (Kassinn) Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 Auka Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 7/1 kl. 15:00 Frums Lau 20/1 kl. 15:00 3.sýn Sun 14/1 kl. 15:00 2.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 4.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI? Fjársjóður „Í Austur-Evrópu er að finna gnótt af fallegum verkum sem aldrei hafa borist til Íslands, og merkilega höfunda sem jafnvel atvinnutónlistarmenn hér á landi hafa aldrei heyrt á minnst,“ segir Hreiðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.