Morgunblaðið - 02.01.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 02.01.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 » Listvinafélag Hallgrímskirkjubauð um helgina í 25. sinn upp á tónleika undir yfirskriftinni Hátíðar- hljómar við áramót. Tónleikunum var að vanda ætlað að kalla fram hátíð- leika sem hæfir þegar gamla árið er kvatt og nýja árið boðið velkomið með lúðraþyt, trumbuslætti og kröftugum orgelleik. Trompetleikararnir Eirík- ur Örn Pálsson, Einar St. Jónsson og Baldvin Oddsson, Hörður Áskelsson orgelleikari og Eggert Pálsson páku- leikari fluttu glæsileg hátíðarverk eft- ir J.S. Bach, Albinoni, Purcell, Petzel og fleiri barokkmeistara. Tónleikarn- ir hafa fram til þessa verið haldnir í Hallgrímskirkju síðdegis á gamlárs- dag, en vegna mikillar eftirspurnar var í ár ákveðið að bæta við auka- tónleikum daginn áður til að sem flestir gætu notið tónlistarinnar. Áramótum fagnað með lúðraþyt, trumbuslætti og orgelleik Hátiðarhljómar í Hallgrímskirkju Gamla árið var kvatt með fallegri og hátíðlegri tónlist eins og hefð er fyrir. Áheyrendur Fjölmenni mætti á tónleikana í Hallgríms- kirkju á laugardaginn var, 30. desember 2017. Gestir Guðríður Helgadóttir, Helga Mikaelsdóttir og Ágústa Mikaelsdóttir. Í hátíðarskapi Björk Baldursdóttir og Ottó Ólafsson voru á tónleikunum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eftir harða gagnrýni hafa for- svarsmenn danska bókaforlagsins Saxo hætt við útgáfu bókaflokks um andlát sænsku blaðakonunnar Kim Wall, sem talið er að danski uppfinningamaðurinn Peter Mad- sen hafi myrt um borð í kafbát sín- um. Þessu greinir danska dag- blaðið Politiken frá. Fyrsta bókin í seríunni, sem nefnist Kafbátsráðgátan, var gefin út í síðustu viku. Í kynningartexta sagði: „Blaðamaðurinn og rithöf- undurinn Thomas Djursing veitir innsýn í málið og býður lesendum aðgang að rannsókn sinni þar sem hann ræðir við ónafngreinda heim- ildamenn og finnur vísbendingar sem lögreglan missti mögulega af.“ Prófessor í fjölmiðlasiðfræði og fjölmiðlalögfræðingur gagnrýndu útkomu ritraðarinnar og furðuðu sig á því að bækurnar væru gefnar út áður en búið væri að rétta yfir Madsen. Í fyrstu réttlætti Jørgen Balle Olesen, forstjóri forlags- ins, útgáfuna, en tveimur dögum síðar var ákveð- ið að fresta henni. „Við verð- um að við- urkenna að tíma- setningin er röng. Við mun- um ekki gefa út fleiri bækur í þessum flokki fyrr en dómur er fallinn,“ sagði Olesen í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2. Segir tímasetningu bóka vera ranga Kim Wall ICQC 2018-20 Snjóblásarar Eigum fyrirliggjandi mikið úrval snjóblásarara frá MTD og CubCadet. Vinnslubreiddir 53 cm, 61 cm, 66 cm og 76 cm. Með eða án rafstarts. Verð frá kr. 130.000 m. vsk. ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir nema íslenskar kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 5, 10.25 SÝND KL. 8 SÝND KL. 2, 5, 8, 10.30 SÝND KL. 1.30, 3.45 SÝND KL. 2, 6, 8, 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.