Morgunblaðið - 16.01.2018, Page 2

Morgunblaðið - 16.01.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018 Félagsfundur verður haldinn í dag, 16. janúar 2018, kl. 18 í Fáksheimilinu (Guðmundarstofu) í Víðidal. Dagskrá. Heimild fyrir stjórn til að kaupa fasteignina Brekknaás 9, Reykjavík, sbr. 14. gr. í lögum félagsins. Önnur mál Stjórnin. FÉLAGSFUNDUR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Davíð Oddsson ritstjóri verður sjö- tugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum fé- lagsins í Hádegismóum. Davíð á langan og farsælan feril á opinberum vettvangi. Hann sett- ist ungur í borgarstjórn og tók við embætti borgarstjóra árið 1982 og gegndi því til ársins 1991 þegar hann settist á þing og tók við emb- ætti forsætisráðherra. Davíð lét af embætti forsætisráðherra árið 2004 og tók þá við embætti utanríkis- ráðherra sem hann gegndi í rúmt ár þar til hann tók við embætti seðlabankastjóra. Davíð var seðlabankastjóri þar til snemma árs 2009 en þá um haustið tók hann við starfi ritstjóra Morgunblaðsins og mbl.is. Eins og áður segir heldur Árvak- ur hóf í tilefni sjötugsafmælisins til heiðurs Davíð og eru allir vinir og velunnarar boðnir velkomnir í húsakynni Árvakurs, Hádegis- móum, á morgun á milli kl. 16 og 18. Davíð Oddsson sjötugur Morgunblaðið/Golli Afmælishóf Davíð Oddsson 70 ára.  Árvakur býður til móttöku kl. 16 á morgun í Hádegismóum Sigurður Bogi Sævarsson Höskuldur Daði Magnússon Erla María Markúsdóttir Aukið magn jarðvegsgerla hefur greinst í neysluvatni höfuðborgarbúa og mælst er til þess að í flestum hverfum borgarinnar sjóði fólk með veikt ónæmiskerfi, foreldrar ung- barna, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma allt vatn sem það drekkur. Þetta gerist vegna hláku að undanförnu í kjölfar langs frostakafla. Hefur yfirborðsvatnið þá borist niður í grunnvatn sem svo er tekið upp í gegnum borholur á vatnsverndarsvæðinu. Niðurstöður mælinga úr sýnum sem starfsfólk Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur tók úr neyslu- vatni fyrir helgina lágu fyrir í gær og stað- festu þær að gerlamagnið er helmingi meira en viðmið í reglugerð segir til um. Mengun yfir mörkum „Þetta er frekar lítil mengun, en yfir mörk- um samkvæmt íslensku neysluvatnsreglu- gerðinni, og okkur þótti rétt að láta almenning vita, eins og rétt er,“ sagði Árný Sigurðardótt- ir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, í samtali við mbl.is Fólk lítur þó misjöfnum augum á málið og á Landspítalanum er staðan talin alvarleg. Í til- kynningu frá sýkingavarnadeild sjúkrahússins er því beint til starfsfólks að sjóða allt neyslu- vatn fyrir jafnt sjúklinga sem starfsfólk „þar til þessu neyðarástandi hefur verið aflétt“. Einfaldasta leiðin sé að nota hraðsuðukatla á öllum deildum, hella í vatnskönnur og kæla. Sýkingavarnadeild er í nánu samstarfi við sóttvarnalækni hjá embætti landlæknis og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Er þess jafn- framt getið að Landspítala hafi ekki verið til- kynnt sérstaklega um málið og stjórnendum hafi borist fyrstu fréttir í fjölmiðlum. Holur teknar úr notkun Fyrir helgina tók starfsfólk Veitna sýni úr borholum, eins og jafnan er gert til dæmis í hlákutíð. Samkvæmt útkomunni sem þá fékkst voru nokkrar holur teknar úr notkun enda aukið magn jarðvegsgerla í vatninu. Ná- ið hefur verið fylgst með ástandi vatnsins síð- an og daglegar mælingar gerðar. „Núna bíð- um við eftir næstu niðurstöðum úr sýnum og mælingum og vonum að þetta sé afstaðið,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýs- ingastjóri Veitna, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Vegna mengunar í vatninu mælir Heilbrigð- iseftirlit Reykjavíkur í varúðarskyni með því að neysluvatn sé soðið ef í hlut á fólk með veikt ónæmiskerfi, ungbörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta á við um öll hverfi borgarinnar og Seltjarnarnes vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða og Kjalarness. „Ábending okkar til fólks um að sjóða neyslu- vatnið er fyrst og fremst varúðarráðstöfun,“ sagði Ólöf Snæhólm. Hjá Veitum gildir sú regla að ef gerlamagn í borholu mælist yfir mörkum er vatnstöku úr henni hætt. „En einmitt núna er sú staða kom- in upp að búið er að taka það margar holur úr rekstri Veitna vegna fjölda jarðvegsgerla að ekki er hægt að anna vatnsþörf viðskiptavina ef fleiri holur yrðu teknar úr notkun eða þær fjórar sem nú eru ekki virkar. Ef kæmi til dæmis upp stórbruni í borginni og vantaði vatn inn á kerfið gætum við þurft að grípa til aðgerða,“ sagði Ólöf Snæhólm. Reykvíkingar eiga heimtingu á að fá greinargóðar skýringar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, sagðist í samtali við mbl.is vera kominn með gögn víðvíkjandi málinu og myndi kynna sér þau vel. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti. Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri, sem sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum, segir í samtali við Morgunblaðið að Reykvíkingar eigi heimt- ingu á að fá greinargóðar skýringar á því hvernig þetta gat gerst. ,,Getur verið að fyr- irbyggjandi viðhaldi hafi verið ábótavant? Hver ber ábyrgð á þessu?“ segir hann. Bæði sé um að ræða mengað neysluvatn og mögu- legan vatnsskort. Orkuveita Reykjavíkur hafi unnið samkvæmt „plani“ um aðhald og vera kunni að skortur á fyrirbyggjandi viðhaldi kosti sitt á endanum, að mati Eyþórs. Ljóst má vera að hjá matvælavinnslufyr- irtækjum getur mengun í vatni haft mikil áhrif á starfsemina. „Mitt fyrsta verk í fyrra- málið verður að kynna mér málsatvik. En það er alveg ljóst að fyrr munum við loka en senda mengaða vöru frá okkur,“ sagði Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Jarðvegsgerlar mælast í vatninu  Mælt með að neysluvatn í nær öllum hverfum borgarinnar sé soðið ef neytendur þess eru viðkvæmir  Landspítalinn sendir út áríðandi tilkynningu vegna neyðarástands  Reykvíkingar fái skýringar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vatnsveitan Hér sést dælustöð Veitna í Heið- mörkinni skammt ofan við Reykjavík. Góðir félagar voru heiðraðir og margir af bestu tónlist- armönnum landsins komu fram á hátíð í Hörpu í gær- kvöldi þar sem 100 ára afmælis Læknafélags Íslands var minnst. Fram undan eru svo Læknadagar 2018 með fjölbreyttri og árlegri dagskrá þar sem reifað verður allt það nýjasta í deiglu læknavísindanna. Morgunblaðið/Eggert Ljúfir tónar á Læknadögum Aldarafmæli Læknafélags Íslands haldið hátíðlegt Alexander Gunnar Kristjánsson agunnar@mbl.is Eldur kom upp að nýju í glæðum milli þilja á kjúklingabúi á Oddsmýri á norðanverðri Hvalfjarðarströnd undir kvöld í gær og var slökkvilið þá kallað á vettvang þar í annað sinn þann daginn. Að sögn Þráins Ólafs- sonar, slökkviliðsstjóra hjá Slökkvi- liðinu á Akranesi, tók slökkvistarf í seinna sinnið einungis um tíu mín- útur og tjón lítið. Tíu milljóna króna tjón Slökkviliðið var fyrst kallað að Oddsmýri um þrjúleytið í gær vegna elds sem talið er að hafi kviknað út frá hitablásara. Fimmtán manns á fjórum slökkvibílum fóru á staðinn til að slökkva eldinn, sem drap um tólf þúsund kjúklinga. Björn Fálki Valsson, bústjóri á kjúklingabúinu, taldi í samtali við mbl.is í gær að meta mætti tjónið á um 10 milljónir króna. Alls eru um 55 þúsund kjúklingar í fimm húsum í búinu, sem er rekið á vegum Reykja- garðs, en meginstarfsemi þess fyrir- tækis er þó á Suðurlandi. Kjúkling- arnir sem drápust höfðu komið á búið fyrr um daginn en til stóð að þeir yrðu aldir þar í fimm vikur eða fram að sláturtíðinni. 12 þúsund kjúk- lingar drápust  Eldsvoði í hænsnabúi í Hvalfirði Kjúklingar Þúsundir drápust í elds- voða á Oddsmýri í gærdag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.