Morgunblaðið - 16.01.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 16.01.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018 Skattadagur Deloitte, í samstarfivið Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins, er haldinn í dag með fundi um eitt og annað sem tengist sköttum.    Vonandi verðurþessi dagur til góðs fyrir almenn- ing og atvinnulíf, ekki væri vanþörf á.    Skattar eru allt of háir hér álandi og hafa lítið lækkað frá því að þeir náðu hæstu hæðum í tíð vinstristjórnarinnar á árunum 2009 til 2013.    Það er með ólíkindum að lands-menn skuli enn sitja uppi með megnið af skattahækkunum vinstristjórnarinnar þó að nú sitji þriðja ríkisstjórnin frá því að sú skattaglaða var hrakin frá völdum við lítinn orðstír.    Óskandi er að óheillaþróun ískattamálum hér á landi og hægagangur í að vinda ofan af of- ursköttunum verði til umræðu á skattafundi skattadagsins, en í dagskránni er raunar ekkert að sjá sem bendir til þess.    Það er þess vegna hætt við aðskattadagurinn verði ekki til að stuðla að lækkun skatta, brýn- asta verkefninu á sviði skattamála og að minnsta kosti einu því brýn- asta á sviði stjórnmálanna.    Vonandi verður tækifærið þónotað til að ræða það sem máli skiptir í sambandi við skatt- ana og þá gæti jafnvel komið að því að skattadagar almennings yrðu ögn bærilegri, en eins og skattlagningu er háttað á Íslandi í dag má segja að allir dagar séu skattadagar. Hér eru allir dagar skattadagar STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.1., kl. 18.00 Reykjavík -3 léttskýjað Bolungarvík -4 alskýjað Akureyri -1 skýjað Nuuk -15 skýjað Þórshöfn 2 rigning Ósló -1 snjókoma Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur -1 skýjað Helsinki -7 snjókoma Lúxemborg 4 rigning Brussel 6 rigning Dublin 6 skúrir Glasgow 4 skúrir London 9 skúrir París 8 rigning Amsterdam 6 súld Hamborg 3 rigning Berlín 2 skýjað Vín -1 alskýjað Moskva -4 snjókoma Algarve 15 heiðskírt Madríd 7 heiðskírt Barcelona 10 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 6 skýjað Aþena 11 skýjað Winnipeg -26 léttskýjað Montreal -20 snjókoma New York -3 snjókoma Chicago -6 snjókoma Orlando 12 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:53 16:24 ÍSAFJÖRÐUR 11:24 16:02 SIGLUFJÖRÐUR 11:08 15:44 DJÚPIVOGUR 10:28 15:47 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. janúar 2018, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. janúar 2018 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. janúar 2018, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagns- tekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. janúar 2018 Tollstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Tjón vegna elds sem upp kom í Hellisheiðarvirkjun sl. föstudag er að mestu bundið við inntaksrými loftræsibúnaðar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Orku nátt- úrunnar (ON), dótturfélagi Orku- veitu Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá ON liggur fjárhagstjón ekki nákvæm- lega fyrir. Er tjónið talið minna en óttast var í fyrstu, en geti þó skipt milljónum króna. Virkjunin skilaði fullum afköstum innan sólarhrings frá því eldurinn kom upp. Brunahólfun kom í veg fyrir að eldur bærist í loftræsibúnaðinn sjálf- an í aðliggjandi rými. „Inntaksrýmið er gróft og fátt búnaðar þar inni. Þannig er gólf rýmisins hellulagt. Beðið verður eftir betri tíð með við- gerð á þaki rýmisins, hugsanlega fram á vor. Þá þarf að kanna hvort eldurinn hefur haft áhrif á burð þak- bita,“ segir m.a. í tilkynningunni. Sýningin opnuð 22. janúar Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á upptökum eldsins. Svart- ur reykur sem lagði frá eldinum, er rakinn til þakpappa sem brann og einangrunar á nokkrum rafmagns- og stýristrengjum sem liggja um inntaksrýmið. Jarðhitasýning Orku náttúrunn- ar, sem rekin er í Hellisheiðar- virkjun, er lokuð vegna viðgerða á gólfi sem skemmdist af slökkvivatni. Stefnt er að því að opna hana að nýju mánudaginn 22. janúar nk. Milljónatjón í eldinum á Hellisheiði Morgunblaðið/Hanna Hellisheiði Bruninn í stöðvarhús- inu er enn til rannsóknar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.