Morgunblaðið - 16.01.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.01.2018, Qupperneq 11
11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Sími 775 1832 | Happie furniture - húsgögn Sérsmíðuð húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki Happie furniture Draumasmíði Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Vatteruð vesti Kr. 7.900.- Str. M-XXXL 3 litir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, kveðst afar þakklát öllum þeim sem hafa stigið fram og sagt frá reynslu sinni. „Það er mikilvægt að enginn loki augunum gagnvart þeirri samfélagslegu meinsemd sem kynbundin áreitni og ofbeldi sannarlega er, að því er virðist í öllum kimum samfélagsins,“ segir Agnes í pistli á heimasíðu sinni. „Frásagnir prestvígðra kvenna komu mér ekki á óvart. Ég hef sjálf starfað innan kirkjunnar í nær 40 ár og bæði upplifað og séð ýmislegt á þeim tíma. Hitt er svo öllum ljóst, að kirkjan hefur um langa hríð reynt að vinna úr áreitnis- og ofbeldismálum þar sem sumt hefur tekist vel en annað síður,“ segir biskup og rifjar upp að fyrir 20 árum hafi kirkjan sett vinnureglur um meðferð áreitnismála sem kynnu að koma upp. Í tengslum við þær sé nú verið að taka upp verklag í viðkvæmum að- stæðum. „Markmiðið er að tryggja rétta málsmeðferð hverju sinni og styðja við þolendur, t.d. hvetja þá til að kæra mál til lögreglu séu þau þess eðlis og veita hverjum og einum faglegan stuðning, og eftir atvikum einnig ger- endum. Í sumum málum er kveðið á um skilyrðislausa tilkynningaskyldu til yfirvalda, frávísun úr starfi – ýmist tímabundna á meðan rannsókn stendur yfir eða varanlega – svo dæmi séu nefnd. Reglurnar hafa reynst vel en þarfnast stöðugrar rýni, ekki síst hvað varðar forvarnir og fræðslu,“ segir biskup. „Ég tek hjartanlega undir þá sanngjörnu og eðlilegu kröfu sem prest- vígðar konur hafa sett fram. Ég mun leggja mig alla fram við að bæta starfsumhverfi kvenna og samskiptin milli fólks í kirkjusamfélaginu.“ Frásagnir koma ekki á óvart BISKUP ÍSLANDS FAGNAR YFIRLÝSINGU PRESTVÍGÐRA KVENNA Agnes M. Sigurðardóttir „Ég er mjög ánægður með þetta framtak sem leitt hefur verið af fé- lögum í Fé- lagi prest- vígðra kvenna. Þær hafa unnið þetta mjög vel,“ segir sr. Kristján Björns- son, formaður Prestafélags Ís- lands. Kristján segist vera feginn því að vakningin í kringum #metoo-byltinguna hafi náð inn í kirkjuna. „Sögurnar eru hins vegar dapurlegur vitnisburður um það hvernig menn hafa farið yfir mörk sem eiga að vera í sam- skiptum,“ segir hann. „Þær leggja til og fara fram á aðgerðir og breytt vinnu- umhverfi þannig að þær verði öruggari. Það er rétt að taka undir þær kröfur. Við þurfum að hreinsa okkur af svona fram- komu. Kirkjan á að vera hundr- að prósent öruggur staður.“ Dapurlegur vitnisburður PRESTAFÉLAG ÍSLANDS Kristján Björnsson #metoo Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Konur í prestastétt sendu í gær frá sér yfirlýsingu vegna #metoo- byltingarinnar. Undir yfirlýsinguna rita 67 konur sem segjast, líkt og aðrar konur, hafa búið við kynbund- ið ofbeldi, áreitni og mismunun á vinnustöðum sínum. Skora konurnar á biskup og stofnanir kirkjunnar að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna innan kirkj- unnar. Með áskoruninni fylgja sögur kvenna sem sýna hvernig áreitni hefur viðgengist innan kirkjunnar. Konur í prestastétt bætast í sí- stækkandi hóp kvenna sem sagt hafa sögur sínar og krafist aðgerða í tengslum við #metoo-byltinguna. Áður höfðu þrettán hópar kvenna stigið fram með þessum hætti; kon- ur í íþróttum, konur innan mennta- geirans, konur í læknastétt, konur í heilbrigðisþjónustu, konur í fjöl- miðlum, konur í flugi, konur í rétt- arvörslukerfinu, konur í hugbún- aðar- og tækniiðnaði, konur í sviðs- listum og kvikmyndagerð, konur í vísindasamfélaginu, konur í tónlist, konur í verkalýðshreyfingunni og konur í stjórnmálum. Ríflega fimm þúsund konur hafa ritað undir þess- ar yfirlýsingar og sögurnar eru vel á sjöunda hundrað. Breytinga er þörf Yfirlýsing kvenna í prestastétt er svohljóðandi: „Konur í prestastétt búa, líkt og aðrar konur, við kyn- bundið ofbeldi, áreitni og mismunun á vinnustöðum sínum. Gerendur eru yfirmenn, samstarfsfólk, sjálfboða- liðar og þau sem nýta sér þjónustu kirkjunnar. Allar konur eiga rétt á að starfa í öruggu umhverfi, vera lausar við kynbundið ofbeldi, áreitni og mis- munun af öllu tagi í sínum störfum. Frásagnir prestvígðra kvenna sem starfa í þjóðkirkjunni sýna svart á hvítu að breytinga er þörf. Þjóðkirkjan hefur líkt og mörg önnur félagasamtök og stofnanir markað stefnu og búið til úrræði í þessum málum en sögur kvenna í kirkjunni sýna að mikið verk er óunnið þar sem annars staðar í sam- félaginu. Við undirritaðar skorum á biskup Íslands, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnu- umhverfi kvenna, prestvígðra og annarra, í kirkjunni.“ Nuddaði kynfærum við prest Samhliða áskorun sinni birtu kon- ur í prestastétt ríflega sextíu sögur úr starfi sínu. Sögurnar eru mis- jafnar en hér fylgja dæmi af nokkr- um þeirra. „Eftir messu kom sóknarnefndar- maður til mín til að þakka mér með faðmlagi fyrir messu – eins og við gerum svo oft í kirkjunni. Nema í þetta skipti fannst honum við hæfi í miðju faðmlagi að reka snöggt fram miðju sína, já kynfærin, og nudda þeim upp við mig. Og um leið og faðmlaginu lauk horfði hann á mig glottandi og gekk í burtu. Hvað ger- ir kona? Frýs, fyllist óhug og verður algerlega miður sín … og þegir.“ „Áður en ég hlaut vígslu vann ég á stað þar sem mörg vígð áttu erindi. Flest þeirra þekkti ég vel og einn þeirra hafði verið sóknarpresturinn minn til margra ára og ég unnið ým- is störf í kirkjunni okkar. Eitt sinn þegar hann kemur til að vinna emb- ættisverk á vinnustað mínum víkur hann sér að mér, tekur fast utan um mig og kyssir mig beint á munninn. Ég ýtti honum frá mér og sagði hon- um að þetta skyldi hann láta vera, ég kærði mig ekki um slíkt. Ég hafði aldrei verið „vöruð“ við þessum manni eins og margar í okkar stétt höfðu verið. Ég kom alveg af fjöllum og taldi að um einangrað tilvik hefði verið að ræða.“ „Í nokkur skipti á starfsferli mín- um hefur það komið fyrir að fólk hafi ákveðið að þiggja ekki þjónustu mína við útför vegna þess að ég er kona. Útskýringar eins og: „Mamma hefði ekki viljað að kona jarðaði sig“, „bróðir minn er svo mikið á móti kvenprestum að hann getur ekki hugsað sér að þú jarðir fyrir fjöl- skylduna“ og „systir mín heyrir ekk- ert í kvenprestum svo það gengur ekki að þú jarðir“. „Ég minnist mannsins sem sagði að hann hefði farið inn á klósettið í kirkjunni eftir að ég var þar. Hann vildi vita hvernig prestur gæti bless- að söfnuðinn þegar hún væri á túr. Fyrstu mánuðina og árin eftir að þetta gerðist hugsaði ég um þetta í hvert skipti sem mér blæddi. Ég sá andlitið á honum fyrir mér og fannst ég skítug.“ „Mamma hefði ekki vilj- að að kona jarðaði sig“  Konur í prestastétt vilja siðbót í vinnuumhverfi sínu Morgunblaðið/Ómar Prestastefna 67 konur í prestastétt sendu í gær frá sér yfirlýsingu í tengslum við #metoo. Þær krefjast siðbótar í starfsumhverfi sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.