Morgunblaðið - 16.01.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018 S JÁ L F S TÆÐ I S F L O KKUR I N N Fyrir okkur öll Hádegisfundur með Bjarna Samtök eldri Sjálfstæðismanna boða til hádegisfundar í Valhöll, miðvikudaginn 17. janúar, kl. 12.00 á hádegi, en húsið verður opnað kl. 11:30. Gestur fundarins verður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 900 krónur. Allir velkomnir! SAMTÖK ELDRI SJÁLFSTÆÐISMANNA Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vöru- merkinu ÍSEY skyr. Mjólkursam- salan reiknar með að vinna í 27 mark- aðslöndum á þessu ári, að sögn Jóns Axels Péturs- sonar, fram- kvæmdastjóra sölu- og markaðs- sviðs MS. Finnland er það land þar sem mest er selt af skyri og var vöxturinn þar ævintýralegur fyrstu árin. Alls voru seld um 4.900 tonn af skyri í Finnlandi í fyrra í 30 milljón dósum fyrir tæplega tvo milljarða króna. Mið- að við sölu á hvern íbúa er Ísland þó enn í efsta sæti með um 2.800 tonn. Tollkvótar Evrópusambandsins setja útflutningi verulegar skorður, en nú er þakið 390 tonn en mun á næstu fjórum árum hækka í 4.000 tonn. Kvótinn hefur til þessa einkum verið nýttur í útflutning til Finnlands og Bretlands, en hann hefur ekki dugað til og hefur skyr einnig verið framleitt í Danmörku fyrir þessa markaði. Árið 2017 var fyrsta heila árið í sölu og markaðssetningu á skyri í Bretlandi og Sviss og var árangur umfram áætl- anir. Óvissa í Bretlandi Á miðju þessu ári er reiknað með að tollkvótar á skyri verði auknir í 900 tonn samkvæmt samningi Íslands og ESB, en á móti verði m.a. leyfður inn- flutningur á tollfrjálsum ostum frá ESB. Í ljósi óvissunnar vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu ákvað MS hins vegar að hefja viðræður við mjólkurbú í Wales um framleiðslu á skyri og er reiknað með að sú fram- leiðsla hefjist á miðju þessu ári. „Þetta er gert til að anna framtíðar- eftirspurn eftir ÍSEY-skyri í Bretlandi og til að taka út þá áhættu sem er samfara útgöngu Breta úr Evrópu- sambandinu en við það mun tollkvót- inn inn á ESB ekki nýtast,“ segir Jón Axel. „Hugmyndin var alltaf að nota þennan væntanlega 4.000 tonna kvóta sem koma átti á næstu fjórum árum til að selja íslenskt skyr í Bretlandi sem var hluti af ESB þegar þessir tvíhliða tollasamningar voru gerðir. Nú er óvíst hvort þessi kvóti muni ganga í Bretlandi í framtíðinni vegna útgöngu Breta úr ESB. Þarna hefur því á samningstíman- um um þessa tvíhliða tollasamninga Íslands og ESB orðið ákveðinn for- sendubrestur þegar markaður með 60 milljón neytendur verður ekki lengur hluti af ESB. Vegna fjarlægðarinnar frá Íslandi og vegna þess hversu mjólkurmarkaðurinn þar er móttæki- legur fyrir skyri var Bretland alltaf hugsað sem aðal-útflutningsmarkaður fyrir þennan 4.000 tonna framtíð- arkvóta sem átti að vera kominn að fullu í gildi árið 2022. Nú hefur orðið breyting á því.“ Aukinn kvóti getur nýst víða Í Finnlandi er sama fyrirkomulag og í öðrum löndum ESB, en mark- aðirnir í Sviss og Færeyjum eru ekki háðir tollkvótum ESB. Aukinn toll- kvóti ESB getur mögulega nýst í Finnlandi og fjölmörgum öðrum Evr- ópulöndum þar sem undirbúnings- starf er nú þegar í gangi. Á fjarlægari mörkuðum þar sem ekki er hægt að selja skyr frá Íslandi er stefna MS að gera ÍSEY- vörumerkja- og framleiðsluleyfis- samninga. Undirbúningur og samn- ingaviðræður um slíka samninga eru nú í fullum gangi í stórum markaðs- löndum eins og Rússlandi, Kína og Japan. Þegar eru í gildi slíkir samn- ingar í 13 löndum. Skyrið í útrás og yfir 20 þúsund tonn í ár  MS vinnur í 27 markaðslöndum  Framleiðsla hefst í Wales Söluþróun í Evrópu 2012-2017 tonn Noregur Finnland Danmörk Ísland Svíþjóð Sviss Bretland Samtals tonn Jón Axel Pétursson Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Alþjóða bridsmótið „Reykjavík- bridgefestival 2018“ verður haldið dagana 25.-28. janúar næstkom- andi. Þau tímamót verða nú að mót- ið verður haldið í Hörpu eftir að hafa verið haldið 36 ár samfleytt á Hótel Loftleiðum, nú Hótel Natura. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið hefur verið haldið í Hörpu frá árinu 2012 og og því má segja að Harpa sé orðin heimili tveggja af vinsæl- ustu hugaríþróttum í heimi. Fram kemur á vef Bridge- sambands Íslands að spilað verði í sýn- ingarsalnum Flóa á 1. hæð Hörpu. Það er sama svæði og skák- menn sitja að tafli. Skráning stend- ur yfir og samkvæmt yfirliti á vefn- um gengur hún vel. Fjöldi þekktra spilara, erlendra sem innlendra, hefur skráð sig til leiks. Þátttak- endur í mótinu hafa oftast verið á bilinu 350-400 talsins. Mótið verður sett klukkan 19 fimmtudaginn 25. janúar. Para- keppni verður á fimmtudag og föstudag sen sveitakeppni á laug- ardag og sunnudag. Mótinu á að ljúka klukkan 17.45 á sunnudeg- inum. „Harpa er langbesti staðurinn til að hafa svona viðburði. Útlendingar elska þennan keppnisstað í skákinni og það munu bridsmenn væntan- lega gera einnig,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Minningarmót um Fischer GAMMA Reykjavíkurskákmótið fer að þessu sinni fram 6.-14. mars. Mótið núna er jafnframt minning- armót um Bobby Fischer. Í tilefni þess verður frídagur tekin 9. mars, afmælisdag Fischers, og haldið Fischer-random skákmót. Það mót er jafnframt Evrópumót í Fischer- random skák, það fyrsta í sögunni að sögn Gunnars. Hann gerir ráð fyrir að þátttakan verði svipuð í ár og undanfarin ár, einhvers staðar á milli 220-250 keppendur. Stigahæsti skráði keppandinn sem stendur er Pavel Eljanov en hann hefur 2711 Elo-stig. Morgunblaðið/Ómar Harpa Hefur verið vettvangur Reykjavíkurskákmótsins síðan 2012. Harpa er heimili hugaríþróttanna  Bridsmenn kveðja Hótel Loftleiðir eftir 36 ára samfellda spilamennsku Nokkrar aðferðir eru við fram- leiðslu og markaðssetningu á ÍSEY skyri, sem nú er selt víða um heim. Það er ýmist framleitt hér á landi, erlendis fyrir MS sam- kvæmt sérstökum samningi vegna takmarkaðs tollkvóta eða erlendis með sérstökum vörumerkja- og framleiðsluleyfissamningi og loks er MS hluthafi í Iceland Provision sem sér um sölu og markaðs- setningu á skyri í Bandaríkjunum. ÍSEY skyr/skyrdrykkir frá Íslandi Færeyjar. b. England/Írland fram á mitt ár. c. Sviss. d. Finnland. Vörumerkja- og framleiðslusamningar a. Noregur frá 2010. b. Danmörk frá 2006. c. Ástralía/Nýja Sjáland og átta önnur lönd – samningur gerður 2017 við íslenskan fjárfesti bú- settan í Nýja-Sjálandi – fram- leiðsla hefst 2018. d. Japan. Stefnt að því að ljúka samningi á fyrri hluta ársins 2018, tvö fyrirtæki eru til skoðunar. e. Kína. Samningaviðræður eru í gangi við þriðja stærsta mjólk- urfyrirtæki Kína. Sendinefnd frá Kína væntanleg í mars/apríl 2018. f. Rússland. Samningar verða und- irritaðir í lok janúar. Eigin sala og framleiðsla erlendis vegna kvótatakmarkana a. Finnland. b. England/Írland. Framleiðsla hefst á miðju ári 2018. c. Belgía/Holland/Lúxemborg. Sala hefst í mars 2018 á þessum mörkuðum. d. Ítalía. Byrjað að selja á þessum markaði í nóvember 2017. e. Spánn. Samningarviðræður við dreifingaraðila í gangi. Stefnt að því að byrja sölu á árinu 2018. f. Frakkland. Leit að samstarfs- aðilum stendur yfir. Stefnt að því að byrja sölu á árinu 2018. g. Portúgal. Samningaviðræður við dreifingaraðila standa yfir. Stefnt að því að byrja sölu á árinu 2018. Framleitt heima og erlendis BREYTILEGAR AÐFERÐIR EFTIR MARKAÐSSVÆÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.