Morgunblaðið - 16.01.2018, Síða 18
BAKSVIÐ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Um 130 nemendur í grunn-skólum Reykjavíkursýna samnemendum sín-um og starfsfólki skól-
anna ógnandi hegðun og valda tölu-
verðri truflun á skólastarfi. Þau
úrræði, sem hingað til hafa verið í
boði fyrir þennan hóp hafa ekki dug-
að sem skyldi, en nú hefur verið
ákveðið að teymi fagfólks taki fljót-
lega til starfa og er því ætlað að fara
á milli skólanna
og vinna með
þessi börn.
„Hugmyndin
er að skipta borg-
inni upp í tvö
svæði og í hvoru
þeirra verður sex
manna teymi sem
fer inn í skólana
og vinnur með
nemandanum í
hans umhverfi,“ segir Helgi Gríms-
son, sviðsstjóri skóla- og frí-
stundasviðs borgarinnar. „Teymið
mun laga sig að aðstæðum barns-
ins.“
Að sögn Helga verða m.a. sál-
fræðingar, félagsráðgjafar, atferl-
isfræðingar og þroskaþjálfar í teym-
unum. Auk þess að vinna með
einstökum nemendum er teyminu
ætlað að veita kennurum og öðru
starfsfólki leiðsögn. Hann segir að ef
inngrip teymisins dugi ekki til, geti
þurft að senda barnið í aðrar að-
stæður ýmist utan skólans eða innan
hans og nefnir þar sem dæmi Brúar-
skóla.
Þau ógna og trufla
Síðasta vor var gerð könnun
meðal skólastjóra í grunnskólum
Reykjavíkur og þar var spurt hvort í
skólanum væru nemendur sem
sýndu mikla ógnandi hegðun, eink-
um líkamlega, og hvort þeir yllu
verulegri truflun á skólastarfi. Nið-
urstaðan var að í þeim hópi eru sam-
tals um 130 nemendur í 1.-10. bekk
og í kjölfarið var skipaður starfs-
hópur um skipulag úrræða fyrir
þennan hóp grunnskólanemenda.
Tillögur hópsins voru kynntar á
fundi skóla- og frísundaráðs Reykja-
víkur í síðustu viku og þar var sam-
þykkt að vísa þeim til umsagnar
skólastjóra- og kennarafélaga í borg-
inni og skólaþjónustu velferðarsviðs.
„Þetta er reyndar mjög mis-
munandi eftir skólum. Í sumum
þeirra eru 4-5 nemendur sem falla í
þennan hóp og öðrum skólum er eng-
inn,“ segir Helgi sem ekki vildi til-
greina hvernig skiptingin væri á
milli skóla. Spurður um kynjahlutföll
í þessum 130 barna hópi segir hann
þau ekki liggja fyrir, en segist telja
að í honum séu ívið fleiri drengir en
stúlkur.
Ýmsar ástæður hegðunar
Helgi segir að ýmsar ástæður
séu fyrir þessari hegðun nemend-
anna. Hann segir að sumir séu með
greiningar eins og t.d. ADHD og
jafnvel fleiri en eina. Aðrir eru ekki
með greiningu, en greining er ekki
forsendan fyrir því að njóta þjónustu
farteymisins.
„Teymið mun vinna með þau
börn sem bregðast við ýmsum að-
stæðum með truflandi hegðun og/
eða líkamlegri áreitni. Þegar ég var í
grunnskóla, sem var reyndar fyrir
allnokkru, voru þessi börn kölluð
hrekkjusvín. En þetta eru einfald-
lega börn sem meiða aðra misoft og
misalvarlega. Þetta er breiður hóp-
ur; allt frá því að vera með einstakar
ýtingar og hrindingar og í það að slá
og sparka nánast daglega.“
Tími kominn á nýja nálgun
Spurður hvort áður hafi verið
unnið á þennan hátt innan skólakerf-
isins segir Helgi svo ekki vera en
þetta sé rökrétt nálgun á þennan
vanda sem verði sífellt umfangs-
meiri. Tími sé kominn til að reyna
nýjar leiðir.
„Í staðinn fyrir að setja börn í
einhver sérstök úrræði verður það
alltaf að vera fyrsti valkostur að
vinna með barnið í daglegu umhverfi
þess, Þar eru þeir sem þekkja barnið
best, þar er forsaga sem getur varp-
að ljósi á aðstæður og fleira. Þetta
vinnulag hefur verið að þróast innan
barnaverndarinnar og núna erum
við að taka það upp,“ segir Helgi.
„Þau voru áður fyrr
kölluð hrekkjusvín“
Morgunblaðið/Eggert
Börn í vanda „Þetta eru börn sem meiða aðra misoft og misalvarlega. Þetta
er breiður hópur,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri hjá borginni.
Helgi
Grímsson
1% nemenda
» Samkvæmt mati skóla-
stjóra í Reykjavík þurfa um 130
nemendur sem beita ofbeldi og
trufla skólastarf, á þjónustu
sérhæfðs teymis að halda.
» Þetta er um 1% nemenda
í grunnskólum borgarinnar.
» Borginni verður skipt í tvö
svæði og mun sex manna
teymi fagfólks sinna nem-
endum á hvoru svæði fyrir sig.
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sá óskemmti-legi atburð-ur varð á
Havaíeyjum á
laugardaginn, að
loftvarnaflautur
ríkisins gullu fyrir
handvömm starfs-
manns almanna-
varna. Fengu íbú-
ar ríkisins þar með þau
skilaboð, og einnig í síma sína,
að eldflaugaárás væri yfirvof-
andi. Atvikið olli eðlilega al-
mennri skelfingu, þar sem fólk
taldi stórhættu á ferðum.
Svo var sem betur fer ekki
en þessi hörmulegu mistök
hafa orðið til þess að traust
Havaíbúa til loftvarnakerf-
isins hefur nú minnkað veru-
lega. Gagnrýnendur segja að
loftvarnaflauturnar, sem sett-
ar voru upp á síðasta ári, hafi
lítið gert annað en að auka á
kvíða fólks, sér í lagi þar sem
ljóst er að það mun nær engan
viðbragðstíma fá til þess að
koma sér í öruggt skjól, ef um
alvöruárás yrði að ræða. Þá
hefur atvikið eflaust rist
dýpra í meðvitund Havaíbúa í
ljósi þess að þar var gerð ein
frægasta skyndiárás sög-
unnar, árásin á Pearl Harbor.
Í því samhengi þarf að hafa
í huga að ástæða þess að loft-
varnaflauturnar voru yfirhöf-
uð settar upp voru eldflauga-
æfingar Norður-Kóreumanna,
sem og ítrekaðar hótanir
þeirra um að þeir muni þróa
kjarnorkueldflaug, sem geti
náð til Bandaríkjanna. Viðvör-
unarbúnaðurinn getur því ekki
talist ónauðsynlegur, þrátt
fyrir að svo óhönduglega hafi
tekist til við meðhöndlun hans
nú.
Málið undir-
strikar þó fyrst og
fremst nauðsyn
þess að þjóðir
heims taki höndum
saman um að
knýja Norður-
Kóreu, með góðu
ef nokkur kostur
er, til þess að láta
af hendi kjarnorkuvopn sín og
hætta við allar kjarnorku-
áætlanir. Engin önnur lausn
er ásættanleg í kjarnorkudeil-
unni á Kóreuskaganum en að
Norður-Kóreumenn afvopnist.
En það eru ekki bara Norð-
ur-Kóreumenn sem hafa sýnt
af sér stórfellt gáleysi með
sókn sinni í gjöreyðingarvopn.
Við sjóndeildarhringinn bíða
Íranar spakir eftir því að
kjarnorkusamningurinn, sem
undirritaður var við ríkið árið
2015, renni úr gildi. Eftir árið
2030 munu engar kvaðir vera á
stjórnvöldum þar sem geta
hindrað þau í að verða sér úti
um kjarnorkuvopn á tiltölu-
lega skömmum tíma.
Deila annarra þjóða við
Norður-Kóreu er því meðal
annars prófsteinn á það, hvort
mögulegt er að koma í veg fyr-
ir að útbreiðsla kjarn-
orkuvopna verði almennari en
hún er nú. Það er brýnt mark-
mið, því að auðvitað væri
æskilegast að engin þörf væri
á loftvarnaflautum eins og
þeim, sem blésu til ótíma-
bærra Ragnaraka í Havaí um
helgina. Það markmið mun
hins vegar ekki nást ef sífellt
fleiri ríkjum, sér í lagi þeim
sem hafa sýnt að þau eru
hættuleg öðrum, tekst að
koma sér í hóp kjarnorku-
væddra ríkja.
Loftvarnaflautur
gullu fyrir mistök,
sem mætti verða
áminning um að
hefta útbreiðslu
kjarnorkuvopna}
Blásið til
ótímabærra ragnaraka
Í fyrrasumar varupplýst um
það, sem borgar-
yfirvöld höfðu
þagað um, að
skolpdælustöð
hefði bilað og dælt
gríðarlegu magni af úrgangi í
fjöruna við Faxaskjól. Saur-
gerlamengunin fór langt yfir
viðmiðunarmörk og upplýsti
starfsmaður borgarinnar að
hann mundi ekki fara með
börn sín í fjöruferð við slíkar
aðstæður. Engu að síður
sýndi borgin og borgarstjóri
málinu engan áhuga og dróst
úr hömlu að leysa vandann.
Í gær gerðist það svo að
borgaryfirvöld sendu frá sér
viðvörun – það er þó þakk-
arvert að þau skyldu ekki
reyna að þegja málið í hel að
þessu sinni – um
að neysluvatn í
borginni væri
mengað. Greint
var frá því að
borgarbúar
skyldu sjóða
neysluvatnið, sem er með
miklum ólíkindum að borg-
arbúum skuli boðið upp á í
landi sem hingað til hefur get-
að verið stolt af hreinu og
tæru vatni.
Skýringarnar sem gefnar
eru verða að teljast ótrúverð-
ugar og allt bendir til að þetta
sé enn eitt dæmið um að inn-
viðir borgarinnar hafa verið
látnir drabbast niður á und-
anförnum árum á kostnað
gæluverkefna meirihlutans.
Þetta hlýtur að vera dropinn
sem fyllir mælinn.
Reykjavíkurborg
varar við neyslu-
vatninu sem hún
selur borgarbúum}
Dropinn sem fyllir mælinn
Þ
að er mikið fagnaðarefni að íslensk-
an muni verða fullgild í stafrænum
heimi árið 2022. Ríkisstjórnin mun
verja á næsta ári 450 milljónum
króna til máltækniáætlunar. Með
máltækniáætluninni eru sett fram verkefni til
að byggja upp nauðsynlega innviði svo að við
getum notað íslenskuna í tækni framtíðarinnar
og hún sé þannig gjaldgeng í samskiptum sem
byggjast á tölvu- og fjarskiptatækni.
Máltækni er tækni sem gerir hugbúnaði
kleift að fást við tungumál. Mikil bylting hefur
átt sér stað á sviði máltækni og með nýrri tækni
verður tungumálið meira notað í samskiptum
við tæki. Tölvur eiga erfiðara með tungumál en
flókna útreikninga þar sem tungumál taka stöð-
ugum breytingum og eiginleikar fólks til að
tala, skilja og þróa tungumálið eru meðfæddir. Í
áætluninni sem er til fimm ára er lögð áhersla á
þróun talgreinis, talgervils, þýðingarvélar og málrýni.
Lausnirnar verða notaðar af almenningi, fyrirtækjum og
stofnunum. Aðferðir til máltækni hafa þó lengi verið þróað-
ar og það hefur sýnt sig að búnaðurinn hefur náð gríð-
arlegri dreifingu. Ef íslenskan verður ekki þar á meðal
tungumála er mikil hætta á einangrun og stöðnun.
En hvernig virkar öll þessi nýja tækni? Talgreinar
breyta töluðu máli í ritmál en mikil tækifæri eru í radd-
stýrðum samskiptum t.d. við akstur. Þýðingarvélar munu
auka framleiðni þýðenda og gera efni á öðrum tungu-
málum aðgengilegt á íslensku. Talgervlar munu gera fleiri
bækur aðgengilegar á hljóðbókaformi. Málrýni aðstoðar
við villur í textum. Þá munu sjálfvirk samtals-
og fyrirspurnakerfi bæta þjónustu fyrirtækja
og stofnana og stuðla að mikilli hagkvæmni.
Einnig mun máltækni bæta líf margra ein-
staklinga sem vegna sjúkdóma eða fötlunar
geta ekki talað eða skrifað, hugbúnaður sem
gerir þeim það kleift gjörbreytir lífi þeirra.
Það er þó ekki nóg að byggja upp innviði fyr-
ir máltæknina heldur er mikilvægt að ýta undir
nýsköpun og tækniþróun í kjölfarið, líkt og
áætlunin gerir ráð fyrir. Þróunin er hröð og
frumkvæði atvinnulífsins og einstaklinga því
mikilvægt svo tæknin fylgi framförum og
breytingum sem verða. Á ógnarhraða hefur
samfélagið þróast svo að gögn og upplýsingar
eru aðgengilegri og mikilvægari en áður. Það
er mikilvægt markmið að koma íslenskunni í
aukna notkun á öllum sviðum samfélagsins,
þar á meðal í tækninni sem verður sífellt stærri
partur af tilverunni okkar.
Til að íslenskan sé valkostur verður að fjárfesta í
tækniþróun. Við hefðum getað valið glötuð tækifæri og
litla sem enga tækni fáanlega á íslenskri tungu, en við völd-
um að fjárfesta í íslenskunni til að bæta lífsgæði og sam-
keppnishæfni samfélagsins, tungumálsins og atvinnulífs-
ins. Eins og segir í Íslenskuljóði Þórarins Eldjárns ,,Að
gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn – nema ég
og þú.“
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
,,Að gæta hennar gildir hér og nú“
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar
og ritari Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen