Morgunblaðið - 16.01.2018, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018
Á undanförnum sjö
árum hafa ríkisútgjöld
aukist um 170 millj-
arða án þess að fram-
leiðni eða virðis-
aukning hafi átt sér
stað hjá ríkinu. Ennþá
berast fréttir af aukn-
um ríkisútgjöldum án
þess að krafist sé hag-
ræðingar á móti. Fáar
fréttir eru frá ráðherr-
um og stjórnmálamönnum um hag-
ræðingu í ráðuneytum, stofnunum
og fyrirtækjum ríkisins. Það væri
tilbreyting að heyra af 50-100 millj-
arða hagræðingu í rekstri ríkisins
með aukinni framleiðni og nýsköp-
un, en hagræðing í ríkisrekstri er
verðmætasköpun. Stjórnmálamenn
og embættismenn þurfa að móta
langtímastefnu um aukna framleiðni
og nýsköpun í rekstri ríkisins á
næstu árum. Skattstofnar eru full-
nýttir og í raun alltof háir horft til
framtíðar. Núverandi staða á
rekstri ríkisins er óviðunandi og
grípa þarf til róttækra aðgerða til
að stöðva þessa óheillaþróun. Mikl-
ar launahækkanir, aukning lífeyris-
skuldbindinga, há vaxtagjöld og
hugmyndafátækt í nýsköpun í
rekstri í stafrænni veröld benda til
þess að ekki sé búið að stöðva þessa
þróun. Það sem einkennir yfirleitt
slaka stjórnmálamenn, stjórnmála-
flokka og embættismenn eru skatta-
hækkanir, aukning útgjalda og
skuldasöfnum. Áður
hefur verið fjallað um
Reykjavíkurborg og
skuldahalann en heild-
arskuldir sem hlutfall
af reglulegum tekjum
nema 187% sem er
töluvert fyrir ofan
lagaskyldu. Til þess að
ná árangri í hagræð-
ingu og aukinni fram-
leiðni hjá ríkissjóði
þarf að byrja strax.
Hægt væri að byrja á
einkavæðingu RÚV
sem myndi spara strax 5-6 milljarða
á ári, en sú ríkisstofnun hefur þurft
að nýta lóðasölu til að ná niður
skuldsetningu, vegna slæms rekstr-
ar til fjölda ára. RÚV fær um 4
milljarða frá skattgreiðendum á
hverju ári auk þess að fá um 2 millj-
arða af auglýsingamarkaði í sam-
keppni við einkaaðila. Það þarf ekki
mikið ímyndunarafl til að fá mjög
góðar hagræðingarhugmyndir sem
myndu lækka ríkisútgjöld strax um
15-20%. Það þarf einungis vilja til
að framkvæma þær aðgerðir. Á
sama tíma og tekjur ríkissjóðs hafa
aukist mikið á undanförnum árum
vegna hagvaxtar hafa ríkisútgjöld
aukist án nokkurs aðhalds.
Í stað hagræðingar í rekstri rík-
isins og niðurgreiðslu skulda t.a.m.
með því að auka inngreiðslur inn á
áfallnar lífeyrisskuldbindingar sem
nema nú um 855 mö.kr. eða 35% af
landsframleiðslu. Lífeyrisskuldbind-
ingar ríkissjóðs hafa tvöfaldast á
undanförnum 10 árum þrátt fyrir að
ríkissjóður hafi greitt 207,8 ma.kr.
aukagreiðslur inná vegna bak-
ábyrgðar ríkissjóðs.
Fjármálastjóri og hagræðing-
arstjóri til ríkissjóðs
Undanfarin ár hefur ríkissjóður
ekki nýtt fengið svigrúm til hagræð-
ingar og aukinnar framleiðni í rík-
isrekstrinum. Aldrei hefur verið
mikilvægara að rekstur ríkissjóðs
sé rekinn eins og framúrskarandi
fyrirtæki í ljósi þess að skattgreið-
endur þurfa að greiða óhagkvæman
ríkisrekstur í framtíðinni. Mikil-
vægasta aðgerð í hagstjórn á Ís-
landi á næstu árum er að lækka út-
gjöld ríkissjóðs, auka framleiðni í
ríkisrekstri og greiða niður skuldir.
Auglýsa þarf eftir tveimur öflugum
aðilum til að manna tvær mik-
ilvægar stöður í fjármála-
ráðuneytinu. Annarsvegar fjár-
málastjóra (CFO) sem myndi reka
ríkissjóð með sama hætti og fram-
úrskarandi fyrirtæki og hinsvegar
hagræðingarstjóra (COO) ríkissjóðs
sem myndi hagræða ásamt sinni
víkingasveit þannig að úreltar stofn-
anir og fyrirtæki innan ríkisgeirans
væru lögð niður eða einkaaðilar
látnir sjá um reksturinn þar sem
það á við. Í stafrænni veröld og með
aukinni sjálfvirkni ætti að vera
mögulegt að hagræða enn frekar í
ríkisrekstri, bæta úrelt skipulag á
mörgum sviðum og í rekstri stofn-
ana ríkissjóðs. Auka þarf framleiðni
og samkeppni í heilbrigðismálum og
menntamálum með sama hætti og
gerist annars staðar á Norður-
löndum og ná þannig fram hagræð-
ingu og samkeppnishæfni. Það þarf
að eiga sér stað hugarfarsbreyting
þar sem ekki er bara óskað eftir
auknu fjármagni frá skattgreið-
endum heldur þarf að fara fram á
hagkvæmari rekstur á sama tíma og
betri nýtingu fjármuna. Skattgreið-
endur upplifa marga forsvarsmenn
stofnana og fyrirtækja ríkisins sem
aðila sem óska alltaf eftir meira
fjármagni en þurfa sjaldan að sýna
fram á hagkvæmari og betri rekstur
á sama tíma. Þessu þarf að breyta.
Það þyrfti að setja forstjóra yfir út-
gjaldamestu málaflokka ríkisins og
reka þá með tilliti til árangurs og
áætlana um framtíðarárangur með
meiri tekjum, lægri kostnaði og
meiri forvörnum þannig að hægt sé
að lækka framtíðarútgjöld. Stjórn-
málamenn, embættismenn og rík-
isstarfsmenn eru í vinnu hjá skatt-
greiðendum landsins og það er
krafa um að árangur í rekstri rík-
isins og meðferð fjármuna sé fram-
úrskarandi.
Ekkert rými er fyrir farþega í
rekstri ríkissjóðs. Einnig þurfa þeir,
sem veljast til aðstoðar hjá ráðherr-
um og stjórnmálamönnum, að hafa
framúrskarandi rekstrarþekkingu
þannig að meðferð opinbers fjár sé
ávallt með tilliti til þess að nýting
og skilvirkni sé með sem bestum
hætti.
Mikilvægt er að búa
í haginn þegar vel árar
Fáar hugmyndir eða tillögur
koma fram um aukningu tekna rík-
issjóðs með uppbyggingu í atvinnu-
málum með stofnun nýrra fyrir-
tækja eða með því að laða
frumkvöðla til góðra verka. Miklar
samfélagsbreytingar eiga sér stað í
heiminum með örri tækniþróun og
breytingum á samfélögum. Mikill
hagvöxtur hefur verið á Íslandi á
undanförnum árum meðan hag-
vöxtur hefur verið lítill í Evrópu á
sama tíma. Á Íslandi hefur góðærið
ekki verið nýtt til búa í haginn þeg-
ar vel árar. Ríkissjóður er enn að
greiða háar vaxtagreiðslur þrátt
fyrir niðurgreiðslur skulda en hag-
ræðing í ríkisrekstri er lítil eða eng-
in á sama tíma. Nú þegar þarf að
hefja tímabil hagræðingar og auk-
innar skilvirkni á öllum sviðum í
ríkiskerfinu að hætti hinnar hag-
sýnu húsmóður sem hefur verið
kjölfestan í rekstri flestra heimila á
Íslandi sem hafa náð árangri.
Eftir Albert
Þór Jónsson » Í stafrænni veröld og með aukinni sjálfvirkni
ætti að vera mögulegt að hagræða enn frekar
í ríkisrekstri, bæta úrelt skipulag á mörgum
sviðum og í rekstri stofnana ríkissjóðs.
Höfundur er viðskiptafræðngur með
MCF í fjármálum fyrirtækja og 30
ára starfsreynslu á fjármálamarkaði.
Albert Þór Jónsson
Hagræðing í ríkisrekstri er verðmætasköpun
Á leið í sjóinn Sundgarpar á göngu á leið í sjósund við Nauthólsvík í Reykjavík. Sjósund nýtur vaxandi vinsælda og sundfólk getur nýtt sér aðstöðu Ylstrandarinnar í Nauthólsvík allt árið.
Árni Sæberg