Morgunblaðið - 16.01.2018, Side 21

Morgunblaðið - 16.01.2018, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018 ✝ Einar Þór Ein-arsson fæddist á Sjúkrahúsi Akra- ness 12. apríl 1980. Hann lést af slys- förum 3. janúar 2018. Einar var einka- barn foreldra sinna sem eru Guðríður Haraldsdóttir, blaðamaður og prófarkalesari, fædd 12. ágúst 1958, og Einar Guðjónsson atvinnubílstjóri, f. 17. febrúar 1958, eiginkona hans er Björk Jóhannesdóttir. Einar bjó á Akranesi fyrstu tvö ár ævi sinnar. Hann gekk í Austurbæjarskóla, síðar Vesturbæjar- skóla og Haga- skóla. Hann vann síðan ýmis störf en eftir að hann flutti til Akraness árið 2007 hóf hann nám við tölvubraut Fjöl- brautaskóla Vesturlands sem hann stundaði með hléum og hugði á frekara nám. Útför Einars fer fram frá Akraneskirkju í dag, 16. janúar 2018, klukkan 15. Elsku Einar. Skrítið hvernig eitt augnablik getur sett allt á hvolf. Ég var alltaf á leiðinni til þín aftur í heimsókn að horfa á boltann með þér. Maður er góður í að fresta hlutum og heldur að maður hafi endalausan tíma til að gera það seinna. En nei, eitt augnablik og tækifærið til að hlæja með þér farið. Tækifærið til að ræða fram- tíðina farið og tækifærið til að öskra yfir fótbolta með þér farið. Við tengdumst mikið í gegnum fót- boltann og þegar okkar lið voru að spila gerði það leikinn miklu skemmtilegri. Hinn 4. febrúar mætast okkar lið og það verður lík- lega erfitt að horfa á hann vitandi það að við deilum ekki um dómara og rangstöður eftir leik. Ég man að ég spurði mömmu alltaf sem barn og unglingur hvort Gurrí og Einar kæmu ekki örugg- lega um jólin því það var nokkuð sem var mér mikilvægara en mat- urinn og pakkarnir. Þú talaðir um að ferðast í fram- tíðinni og ég man að Kanada heill- aði þig mikið. Ég vil trúa því að núna hefjist ferðalagið þitt og þeg- ar minn tími kemur hlakka ég til að hitta þig og heyra ferðasögurnar. Þinn frændi, Davíð Sævarsson. Elsku besti Einar. Það er svo erfitt að trúa því að þú hafir verið tekinn svona snögglega frá okkur. Við vorum að ræða framtíðarplön- in þín og nýju vinnuna bara núna á aðfangadag. Partur af mér er staðfastur á því að þetta sé ekki rétt og þú sért á fullu að vinna að þessum plönum en á sama tíma veit ég að svo er ekki. Síðustu daga hefur minningin um hlátur þinn verið mjög sterk, þennan skemmtilega og stundum púka- hlátur, brosandi með hálflokaðan munn, ég vona að sú minning hverfi aldrei. Það var svo gaman að vera með þér og ég vildi að stundirnar hefðu verið mun fleiri. Minningin um þig þegar við vor- um lítil og lofuðum að við myndum ekki rífast neitt svo við gætum leikið aðeins lengur með jólagjöf- ina mína hefur líka verið mér of- arlega í huga. Mæður okkar vissu vel að það væru kannski tvær mín- útur í næsta rifrildi en við trúðum því einlægt að þær væru bara rugludallar og könnuðumst ekki við nein rifrildi. Þá stóðum við sko saman. Þú stóðst líka alltaf með mér og Davíð, verndaðir okkur ef eitthvað kom upp á. Algjör stóri bróðir og maður vissi alltaf að Einar frændi myndi passa mann. Þú hafðir svo sterka réttlætis- kennd, varst svo hjálpsamur og umhyggjusamur, máttir helst ekkert aumt sjá. Ég verð þér líka alltaf þakklát fyrir það sem þú kenndir mér þeg- ar ég var með smá unglingaveiki og ætlaði að klaga mömmu í stóra frænda fyrir að láta mig alltaf mæta heim í kvöldmat. Þú sagðir ákveðinn eitthvað á þessa leið: „Mamma þín er svo góð, við eigum að vera þakklát fyrir mæður okkar.“ Veikin snarlagaðist því ég tók alltaf mark á þér, elsku Einar, og þú meintir þetta svo innilega. Enda varstu þakklátur fyrir hana Gurrí og samband ykkar svo ein- stakt. Það var síðan svo dásamlegt hvað þú varst ánægður með að flytja á Akranes, fara í skóla þar og flytja í íbúðina þína, varst alltaf Skagamaður inn við beinið. Þá gastu líka verið nálægt Gurrí og hjálpað henni þegar þurfti. Þegar Yehya kom svo til hennar varstu alveg einstaklega góður við hann. Það verður óendanlega erfitt og skrítið að hitta þig ekki aftur og sérstaklega að hafa þig ekki hjá okkur á jólunum en minning- arnar um þig lifa áfram og ég mun varðveita þær. Ég veit að þú áttir mikið í móður minni og ég mun gera mitt allra besta til að fá að eiga eins mikið í Gurrí og þú í Hildu. Vera til staðar fyrir hana, Yehya og auðvitað hann Mosa þinn. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni (Bubbi Morthens) Þín Ellen. Það er eitthvað svo óraunveru- legt að standa frammi fyrir því að þú, yndislegi systursonur minn, sért farinn. Á svipstundu breyttist allt. Enginn fyrirvari, allt í góðu gengi og svo kemur höggið, fyrir- varalaust. Þá standa þó sterkar allar góðu minningarnar um þig, elsku Einar. Þegar þú varst ný- fæddur gat ég endalaust horft á þig og dáðst að þér. Vinir mínir hlógu oft að mér þegar ég var að lýsa augunum í nýfædda frænda mínum því ég hafði svo mörg „m“ í lýsingunum diiimmmmmmmmm- blá augu, en þau voru einstaklega falleg. Þú varst kraftmikið barn og mjög skemmtilegur og fjörug- ur. Það voru háar brekkur og mörg fjöll sem þú þurftir að klífa á ævi- skeiði þínu, glímdir við veikindi til margra ára en undanfarin tíu ár voru búin að vera svo góð hjá þér. Þú varst sáttur við þá ákvörðun að flytja á Akranes og þar leið þér svo vel. Fyrst hjá Gurrí og ykkur mæðginum samdi einstaklega vel og voruð kærir vinir. Þú hugsaðir svo vel um hana þegar hún þurfti að vinna mikið, eldaðir matinn og hélst öllu í horfinu, það kunni Gurrí vel að meta. Eftir að þú fluttir í Einigrundina varstu samt duglegur að koma í heimsókn og alltaf boðinn og búinn að aðstoða Gurrí. Þegar Yehya kom svo inn í líf ykkar fyrir 10 mánuðum varstu svo góður við hann, þennan yndis- lega fósturdreng sem saknar nú Einars síns sárt. Þú gerðir allt fyrir hann. Strákadagar, út að hjóla, í bíltúr, í bíó eða bara bauðst honum í heimsókn þar sem þið spiluðuð tölvuleiki og fleira skemmtilegt. Dagurinn endaði oft á því að borða saman hjá Gurrí sem gerði góðan dag enn betri. Þú varst honum ómetanlegur og það sýndi svo vel þinn karakter hvað þú varst ljúfur, hjálpsamur og góður við hann. Þú tókst Gurrí aldrei sem sjálf- sögðum hlut og ég man þegar þú sagðir mér að þú teldir þér ekki hefðu getað tekist að ná bata og komast á svona góðan stað í lífinu nema með ómetanlegum stuðn- ingi frá Gurrí. Þú sagðist vera svo þakklátur fyrir hana. Framtíðar- plönin þín voru góð og allt var svo bjart fram undan. Maður skilur ekki hvernig á að takast á við þetta en ég mun ylja mér við allar góðu minningarnar. Það er líka ómetanlegur styrkur að verða vitni að samhug, hjálpsemi og ein- stöku fólki sem styður með gjöf- um, bakstri, heimsóknum, símtöl- um, kveðjum og fallegum hugsunum. Ég er orðlaus yfir góð- mennsku og kærleika þessa fólks og er full þakklætis. Ég sendi Einari, Björk og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Megi ljós lífsins og kærleikans umvefja okkur öll og gefa okkur styrk og þá sérstak- lega henni Gurrí minni sem er öll- um svo góð, alltaf. Ég heiti þér, elsku Einar minn, að passa vel upp á elsku Gurrí okkar og vera til staðar fyrir hana og Yehya. Svanhildur Sif Haraldsdóttir. Einar Þór var ungur að árum þegar hann kom inn í líf okkar, prinsinn bjarthærði, sonurinn hennar Gurríar, sem við kynnt- umst fyrst þegar þau bjuggu á Vesturgötunni. Hann var yngstur í hópi margra barna okkar vin- kvennanna, Gurríar, Önnu, Borg- hildar og Elfu, og nánustu fjöl- skyldna okkar og saman uxu þau úr grasi og við hin eldri fylgdumst með þeim vaxa úr grasi og breyt- ast, ár frá ári, afmæli eftir afmæli, jólaboð eftir jólaboð. Krakkarnir í hópnum léku sér saman þegar mömmurnar hittust hver hjá ann- arri og síðan þegar svokölluð sunnudagskvöld voru tekin upp, alla vega fyrstu árin. Þetta var þéttur og kátur hópur sem alltaf átti góðar stundir saman. Þessi fríði barnahópur fór í ýmsar áttir en alltaf hittumst við af og til og fylgdumst með gleði og sorgum – hæðum og lægðum og ekkert breytir ævilangri vináttu. Ævin hans Einars Þórs átti að verða svo miklu lengri og svo miklu auðveldari, en það var samt svo margt bjart sem vert er að minnast. Hæfileikar og hjálpsemi eru orð sem við höfum alltaf getað tengt við Einar Þór. Við Anna og Einar Þór áttum sameiginlegan áhugann á myndlist og tölvum og á báðum sviðum sýndi hann um- talsverða hæfileika, sem fundu sér stundum ágætan farveg, einkum tölvukunnátta hans. Myndlistin hefur án efa gefið honum góðar stundir af því þar hafði hann ótví- ræðan neista. Flestir vita að hann átti sterka stoð í lífinu vegna þess að hann átti einstaka móður, hana Gurrí, en hún átti líka hjálpsaman son sem fann ótal leiðir til að verða henni að liði í hversdeginum, sem stundum er flókinn hjá jafn dug- legri og skapandi konu og Gurrí er. „Einar Þór var búinn að gera þetta þegar ég kom heim …“ Hversu oft höfum við vinkonurnar ekki heyrt eða séð þessi orð falla? Hann eignaðist líka nýverið fóst- urbróður, Yehya, og það var án efa til heilla fyrir þá báða, enda bjó Einar Þór ekkert langt frá móður sinni og fósturbróður á Akranesi. Hann var mikill dýra- vinur og eins og hann hafði fengið að upplifa í uppeldinu launa dýrin okkur vel eftir því sem þeim er sinnt. Það var svo sannarlega í hans anda að á sorgarstundu þeg- ar mömmu hans bárust tíðindin um lát hans, þá gleymdi hún ekki að hugsa fyrir því að kötturinn hans Einars yrði sóttur. Fyrir nokkrum árum var Einar Þór virkur í grasrótinni í stjórn- málastarfi um skeið. Þótt skoðan- ir okkar lægju ekki að öllu leyti saman fundum við hvað það efldi bæði hann og samverkafólk hans að skiptast á skoðunum í mikil- vægri samfélagsumræðu og reyna að koma góðu til leiðar. Umræður um grundvallarmál þjóðfélagsins og réttlætiskennd Einar Þórs áttu þar góðan tíma saman. Þegar Ein- ari þótti samverkafólkið ekki vera að þróast á rétta braut skildi leiðir og þar skildum við afstöðu Einars Þórs fullkomlega, enn var það réttlætiskenndin sem vísaði hon- um leiðina. Við hefðum eflaust öll viljað að Einar Þór hefði fengið úthlutaða ögn auðveldari og lengri ævi, en samt var svo margt gott og fallegt í kringum hann og þannig verður minningin um hann ávallt í okkar huga, björt. Anna, Hanna og fjölskyldur. Einar Þór Einarsson ✝ Friðrik Sóf-usson fæddist á Eskifirði 10. júní 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykja- vík 4. janúar 2018. Foreldrar Frið- riks voru hjónin Oddur Sófus Eyj- ólfsson sjómaður, f. 20.1. 1892, d. 21.9. 1971, og Þórdís Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 10.9. 1903, d. 22.2. 1992. Friðrik átti þrjú systkini. Þau eru María Kristín, f. 23.6. 1923, d. 7.5. 1956, Svava, f. 3.3. 1934, maki Jóhann Björn Sveinbjörns- son, og Hákon Viðar, f. 31.3. 1936, maki Sigrún Valgeirs- dóttir. Hinn 24.6. 1950 kvæntist hann Ingunni Hlín Björgvinsdóttur, f. 24.6. 1931, sjúkraliða. Foreldrar hennar voru Björgvin Sigurjóns- son verkamaður og Sigmunda Ólafsson og sambýliskona Arn- ars er Dagmar Svövudóttir. 4) Guðný Hlín, sambýlismaður Karl Ómar Guðbjörnsson. Sonur Karls er Hörður Björn. 5) Friðgerður María, sambýlismaður Ófeigur Guðmundsson. Börn hennar eru Andri Einarsson, Birna Péturs- dóttir og Sigurður Már Péturs- son. Börn hans eru Jóhanna og Oddný. Barnabarnabörn eru níu. Friðrik ólst upp á Eskifirði en fluttist ungur að árum til Reykja- víkur. Hann fór snemma í sveit upp á Hérað, á bæinn Bót. Fjór- tán ára fór hann á sjó á bát sem hét Stjarnan. Friðrik stundaði sjómennsku í mörg ár upp frá því og starfaði einnig sem verkamað- ur við höfnina í Reykjavík. Árið 1964 festi Friðrik kaup á sendi- ferðabíl og starfaði sem sendibíl- stjóri til starfsloka. Friðik hafði mjög gaman af spilamennsku og skák og tefldi í fjölda ára í Skákfélagi Reykja- víkur. Útför Friðriks fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 16. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Steinvör Sigmunds- dóttir húsfreyja. Friðrik og Ing- unn eignuðust fimm börn: 1) Björgvin Steinar, maki Adda Björk Jónsdóttir. Dætur þeirra eru Andrea Stefanía og Karen Björk. Sam- býlismaður Andreu er Karl Elinías Kristjánsson og maki Karenar er Adam Clinton Reeve. 2) Þórdís Soffía, f. 3.3. 1953, d. 28.9. 1993, maki Karel Kristjánsson, f. 9.6. 1950, d. 1.8. 2014. Börn þeirra eru Friðrik Ingi og Þórdís. Eiginkona Frið- riks er Sigrún Ammendrup og sambýlismaður Þórdísar er Ein- ar Andrésson. 3) Friðrik Marinó, maki Gunnrún Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru Guðrún Inga Grétarsdóttir, Ingunn Hlín, Arn- ar Már og Gunnar. Maki Guð- rúnar Ingu er Ólafur Óskar Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði, elsku pabbi og tengdapabbi. Friðrik Marinó og Gunnrún. Kæri mágur. Nú að lokinni lífsgöngu þinni er komið að kveðjustund, eftir nálega sextíu og tveggja ára vináttu okkar sem aldrei rofnaði. Það var árið 1956 sem ég smeygði mér inn í fjölskyldu þína, við góðar mót- tökur. Síðan hefur samspil okkar verið hið ágætasta, bæði á vinstri kanti sparkvallar lífsins og utan hans. Margs er að minn- ast frá þessum árum. Oft verður mér hugsað til þrítugsafmælis þíns í fegursta veðri 10. júní 1957, þegar nokkrir söngglaðir veislugestir, þú, Björgvin tengdafaðir þinn, Villi svili þinn, Siffi mágur þinn og ég, fundum þörf fyrir að tjá okkur með söng úti í guðsgrænni náttúrunni við Höfða. Flutt voru ættjarðarljóð, með bæði þýðum rómi og drynj- andi, sem sumir sögðu að heyrst hefði alla leið til Akraness. Saga þín er saga manns sem frá unga aldri vann sín verk af samviskusemi, bæði á sjó og á landi. Þú eignaðist góða konu, Ingunni Björgvinsdóttur, sem annaðist þig af mikilli alúð þegar heilsan bilaði. Saman eignuðust þið börnin Björgvin, Þórdísi Soffíu, Friðrik Marinó, Frið- gerði Maríu og Guðnýju Hlín. Líf ykkar var samt ekki eintóm sæla, því árið 1993 kvaddi sorgin dyra hjá ykkur þegar Þórdís Soffía dóttir ykkar lést, aðeins fertug að aldri. Minning hennar lifir í hjörtum fjölskyldunnar. Eskifjörður og Eskfirðingar voru þér alltaf hugstæðir, og gaman var á góðri stundu að spjalla við þig um æsku- og ung- lingsár þín, því þú varst stál- minnugur. Svava systir þín minnist þín sem hjartahlýs bróð- ur sem sýndi Maríu systur ykk- ar fádæma umhyggju í veikind- um hennar. Hún lést í maí 1956 aðeins 33 ára gömul. Á þínum yngri árum þegar von var á þér heim á Eskifjörð á vorin að lokinni vetrarvertíð, ríkti alltaf mikil tilhlökkun hjá yngri systkinum þínum, þeim Svövu og Hákoni, sem þótti mjög vænt um stóra bróður, sem alltaf kom líka færandi hendi. Þar sem við gengum samstiga undir fána sem ber sama lit og blóðið í æðum okkar, baðstu allt- af um að fá að tala við Jóa, þeg- ar þú og Svava systir þín spjöll- uðu saman í síma. Þá voru málin rædd. Mál sem valdhafar voru með á döfinni, en hvorugum okkar geðjaðist að. Kæri Frissi, bróðir, mágur og vinur. Að lokum þökkum við samfylgd þína, og allt sem þú hefur gefið fjölskyldum okkar. Farðu í friði yfir í tilveru þar sem tíminn er týndur og engan sársauka er að finna. Ingunni og fjölskyldum þínum sendum við samúðarkveðjur. Svava, Jóhann og fjölskyldur. Friðrik Sófusson Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR GRÍMUR SKÚLASON prófessor emeritus, Arnarhrauni 30, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 11. janúar. Karólína M. Vilhjálmsdóttir Steinar Gíslason Vilhjálmur Skúli Steinarsson Eva Rún Helgadóttir Sonja Hrund Steinarsdóttir Eyþór Ingi Gunnarsson Davíð Atli Steinarsson og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI ODDSSON, Karlagötu 6, Reykjavík, lést fimmtudaginn 11. janúar. Útförin fer fram í Dómkirkjunni þriðjudaginn 23. janúar klukkan 13. Haraldur Helgi Helgason Esther Halldórsdóttir Katrín Helgadóttir Bjarni K. Þorvarðarson barnabörn og barnabarnabarn MARGRÉT GUÐNADÓTTIR prófessor lést á Landspítalanum 2. janúar. Hún verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 11. Eydís Franzdóttir Guðni Franzson og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.