Morgunblaðið - 16.01.2018, Page 25

Morgunblaðið - 16.01.2018, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattamál Föstudag 19. janúar 2018, Gullteigur á Grand Hóteli Reykjavík Ráðstefnustjóri: Sara Henný Arnbjörnsdóttir, endurskoðandi Kl. 8:00-8:30 Skráning og kaffisopi Kl. 8:30-8:45 Setning ráðstefnu H. Ágúst Jóhannesson, formaður FLE Skattastefna stjórnvalda, þróun og framtíðarsýn Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra Smart Government „Snjallstjórnsýsla“ samnorrænt greiningarverkefni. Nýjungar í flæði fjárhagsgagna milli hins opinbera og einkaaðila Jón Bjarki Gunnarsson, Liðstjóri viðskiptagreiningar og vöruhúsa gagna hjá Deloitte Kl. 9:55-10:15 Kaffihlé Nýlegir úrskurðir og dómar Steinþór Haraldsson, skrifstofustjóri RSK Hellu Af borði Ríkisskattstjóra Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri Nýlegar breytingar á lögum um tekju- skatt, virðisaukaskatt, reglugerðir og fleira þeim tengt Símon Þór Jónsson, lögfræðingur EY Kl. 12:30 Ráðstefnulok Þátttökugjald: kr. 24.000 fyrir félagsmenn FLE og starfsfólk, en kr. 32.000 fyrir aðra. Ráðstefnan gefur 4 einingar í skatta- og félagarétti. Ráðstefnan er opin öllum. Vinsamlegast skráið þátttöku á www.fle.is Félagsstarf eldri borgara Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16, keramik málun kl. 9-12, glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16, leikfimi Maríu kl. 10-10.45, leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30, gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar, kl. 16 dans. Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara í kirkjunni kl. 13-15.30. Í upphafi er söngstund í kirkjunni með Hilmari Erni ásamt gesti. Þá er í boði handavinna, spil og spjall fyrir þau sem vilja, samverunni lýkur með kaffiveitingum kl. 15. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 9.30, ganga kl.10, málm- og silfur- smíði kl.13, kanasta kl.13, tréskurður kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, Bónusbíllinn kl. 12.15. gönguhópur kl. 13 þegar veður leyfir, félagsvist kl. 13.15, kaffi kl.14.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 9 hjá Ragnheiði, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, helgistund kl. 14, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir 588-2320, hársnyrting 517-3005. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, thai chi kl. 9, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl. 9, leikfimin með Guðnýju kl. 10, spekingar og spaugarar, Bónusbíll kl. 12.40, postulínsmálun kl. 13, brids kl. 13, enskunámskeið, tal, kl.13, bókabíll kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri, nánari í síma 411-2790. Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 og 14.10 í Grafarvogssundlaug. List- málun kl. 9 í Borgum, botsía í Borgum kl. 10 og 16, helgistund kl. 10.30 í Borgum og heimanámskennsla kl. 16.30. Neskirkja Krossgötur kl. 13. Halldór Friðrik Þorsteinsson, rithöfund- ur: Rétt undir sólinni. Ferðasaga frá Afríku. Kaffiveitingar. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl.14, botsía, spil og leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15, kaffispjall í krókn- um kl. 10.30, Pútt í Risinu Eiðistorgi kl. 10.30, kvennaleikfimi í Hreyfi- landi kl. 12, brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Ath. Á MORGUN MIÐVIKU- DAG 17. JANÚAR kl. 20 býður SELKÓRINN Í SÖNG, súkkulaði og sætabrauð í FÉLAGSHEIMILI SELTJARNARNESS við Suðurströnd. Það eru allir hjartanlega velkomnir. Stangarhylur 4, Skák kl. 13, umsjón Garðar og Finnur. Íslendinga- sögur, námskeið hefst föstudaginn 19. janúar kl. 13, kennari Baldur Hafstað. Spjaldtölvu / iPad námskeið verða reglulega - fyrsta iPad námskeiðið hefst mánudaginn 22. janúar kl. 13.30. Næsta námskeið hefst síðan 29. janúar kl. 13.30. Kennt er á mánudögum og fimmtu- dögum, leiðbeinandi Kristrún Heiða Hauksdóttir. Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóga með Hildi kl. 9.30 (stóla- jóga og frítt inn), gönguhópur leggur af stað kl. 10.15, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50, postulínsmálun og Tálgað í tré-hópurinn mætir í hús kl. 13. Árskógar Leikfimi með Maríu kl. 9, smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16, Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl.12.30, handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16, kóræfing, leshringur með Heiðrúnu kl. 11, Kátir karlar kl. 13, MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16, opið fyrir innipútt, hádegismatur kl. 11.40-12.45, kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 Yngingar jóga hjá Lilju Steingríms kl. 9-9.50, allir velkomnir, opin handverksstofa kl. 9-16, morgunkaffi kl. 10-10.30, Eva hjúkrunarfræðingur kl. 11, botsía kl. 10.40-11.20, Bónusrútan kemur kl. 14.40, leshópur kl. 13, opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjáns- dóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Eftir stundina er boðið upp á súpu og brauð á vægu verði. Eldri borgara starfið verður á sínum stað og við eigum góða samveru saman. Allir eru velkomnir. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Postulínsmálun kl. 9, opin hand- verksstofa kl. 13, landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50, kaffiveit- ingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá klþ 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617- 1503, vatnsleikfimi Sjálandi kl. 8.20/15.15, qi gong Sjálandi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10, botsía Sjálandi kl. 11.40, karlaleik- fimi Sjálandi kl. 13, Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45, línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30, félagsvist í Jónshúsi kl. 20. Félagslíf  EDDA 6018011619 I Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Askalind 4, Kóp. Sími 564 1864 www.vetrarsol.is B&S mótor með rafstar, 249cc Dreing 1 – 10 metrar 69cm vinnslubreidd Með ljósum og á grófum dekkjum Frábær í mikinn og erðan snjó Snow Blizzard snjóblásari Þjónusta Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna. Sími 696 2749 - loggildurmalari@gmail.com Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Fyrir bóndann á BÓNDADAGINN ARIZONA teg 00 51 701 í stærðum 36-48 á kr. 8.950,- ARIZONA teg. 00 51 461 í stærðum 36-48 á kr. 10.900,- ARIZONA teg. 05 52 111 í stærðum 36-48 á kr. 12.750,- Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán. - fös. kl. 10–18, Laugardaga kl. 10 - 14 Laugardaga 10 - 14. Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílar Mercedes Benz Sprinter Maxi 316 CDi. Framl. 07.2016. Ekinn 11 þús km. 4x4. Hátt og lágt drif. Bakk myndavél. Vegakort. Flott innrétting. Fjaðrandi og upphitað bílstjórasæti. Rafmagsspeglar upphitaðir. Fjar- hitari. Dráttarbeisli. Hliðarvinds- hjálpari o.fl. Uppl. kaldasel@islandia.is og sími 820 1071 Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Íslensku þjónustufyrirtækin eru á  gagnvart fólkinu á staðnum, eink- um gagnvart hinum yngri sem höfðu tíðum meiri áhuga á forseta- bílnum en sjálfum forsetanum. Myndin af Þorvaldi með tugi krakka í kringum sig í hrókasam- ræðum um bílinn og embættið skín skært í minningunni. Það voru í ár- anna rás þúsundir sem hann ræddi við á þennan hátt; ávallt brosandi og hlýr; heiðursmaður sem var í essinu sínu meðal fólksins í land- inu. Þótt skyldur forsetaembættis- ins séu vissulega þungamiðja fylgja því líka forréttindi og meðal þeirra voru hin góðu örlög að kynnast Þorvaldi Ragnarssyni, mannkostum hans og trúnaði við sérhvert verk. Hann var í raun engum líkur; úrvalsmaður sem aldrei gleymist; miðlaði trú á hið besta í fari mennskjunnar. Á kveðjustundu þökkum við Dorrit og fjölskyldan öll Þorvaldi hans góðu gjafir og samverustund- ir á langri leið; vottum dætrum hans og afkomendum einlæga samúð. Ólafur Ragnar Grímsson. Margar minningar liðins tíma leituðu sterkt á hugann þegar ég spurði lát Þorvaldar Ragnarsson- ar, gamals samstarfsmanns og vin- ar. Hann var um svo margt ein- stakur maður. Ekki kæmi mér á óvart að fleiri samferðamönnum hans væri líkt innanbrjósts. Þorvaldur er ekki einasta eftirminnilegur heldur hygg ég að hann hafi líka verið öll- um kær sem voru svo lánsamir að kynnast honum. Um Þorvald Ragnarsson má segja að hann hafi verið hógvær og mildur í háttum og fasi. Nærvera hans var bæði sterk og hlý. Sam- viskusemi hans var aukinheldur viðbrugðið. Það verður ekki bein- línis sagt um Þorvald að hann hafi verið aðsópsmikill í framgöngu en hann hafði að geyma því traustari innri mann. Leiðir okkar lágu saman í tveimur ráðuneytum. Skömmu eft- ir að ég settist í fjármálaráðuneyt- ið kom Þorvaldur þangað sem bíl- stjóri ráðherra. Hann hafði þá þegar drjúga reynslu í því starfi en ég var að stíga mín fyrstu skref innan stjórnarráðsveggjanna í Arnarhváli. Þaðan fórum við síðar saman yfir í forsætisráðuneytið. Eftir það varð hann bílstjóri for- seta Íslands. Reyndur bílstjóri gat vissulega ráðlagt óreyndum ungum ráð- herra ýmislegt. En umfram allt tókst strax með okkur Þorvaldi gott samstarf og heilsteypt vinátta. Hann var einhvern veginn þeirrar gerðar að öðru vísi gat það ekki verið. Þorvaldur varð í reynd heimilisvinur sem fjölskyldan öll minnist enn með hlýju og þakk- læti. Þorvaldur gegndi starfi sem er í senn vandasamt og viðkvæmt. Ráðherrar koma og fara. Þeir hafa ekki einasta ólíkar stjórnmála- skoðanir heldur eru þeir yfirleitt ólíkir að upplagi og hafa mismun- andi skaphöfn. Að því leyti getur starfið verið býsna umhleypinga- samt. Af sjálfu leiðir að það er ekki öllum gefið að byggja upp það traust sem verður að ríkja í sam- vinnu af þessu tagi. Þar stóð Þor- valdur Ragnarsson í fremstu röð. Hann var umtalsfrómur maður og hélt trúnað við þá sem hann hafði áður starfað með. Lipurð hans og ósérhlífni gerði hann að einstökum samstarfsmanni sem hafði ánægju af starfa sínum. Síð- ustu árin hafa aftur á móti verið þrautaganga erfiðra veikinda, sem hann hefur nú fengið hvíld frá. Þorvaldur Ragnarsson stýrði margri vegferð á happadrjúgum starfsferli. Í dag er hann borinn þá síðustu. Á þeirri stundu fléttast þakklæti fyrir liðinn tíma samúð með börnum hans og fjölskyldu. Þorsteinn Pálsson.  Fleiri minningargreinar um Þorvald Ragnarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.