Morgunblaðið - 16.01.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 16.01.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018 – fyrir dýrin þín Eigum mikið úrval af hundabeislum Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Mér finnst virkilega gaman að sjá þessa ungu stráka sem eru aðkoma inn í hópinn,“ segir Kristján Þór Gunnarsson fram-kvæmdastjóri um íslenska handboltalandsliðið sem er að keppa á EM. Kristján, sem fagnar 60 ára afmæli sínu í dag, keppti lengi fyrir HK í handbolta eða fram á fertugsaldurinn. Hann spilaði einnig fótbolta í yngri flokkunum og varð margoft Ís- landsmeistari með Breiðabliki og einnig í hand- bolta. Hann stefnir á að fara á HM í fótbolta í Rúss- landi næsta sumar. „Ég er ákveðinn í að láta á það reyna, það væri gaman að sjá fyrsta leikinn, gegn Argentínu, en draumurinn er að sjá ein- hvern leik úti. Það sem er mér minnisstæðast í íþróttunum er að hafa séð fyrsta leik Íslands á stórmóti, þegar ég sá þá spila við Portúgal á EM 2016, og ég fór þá tvær ferðir út. Ég hef einnig tvisvar farið á HM. Eiginkona mín gaf mér tvo miða í fertugsafmælisgjöf á opnunarleikinn á HM í Frakklandi árið 1998 og sá ég með syni mínum Brasilíu vinna Skotland. Það var ógleymanlegt þegar við vorum undir Eiffelturninum með Skotunum máluðum í skotapilsunum og manni fannst þetta vera það næsta sem kæmist Íslandi. Ekki datt mér í hug að við Íslendingar myndum spila sjálfir á HM, tuttugu árum síðar. Seinna skiptið sem ég sá leik á HM var undanúrslitaleikurinn árið 2006 á Arena-leikvanginum í München. Þá sáum við dóttir mín Zidane skora sigurmark Frakka úr vítaspyrnu gegn Portúgölum. Við sátum fyrir aftan markið og leikvangurinn var svo brattur að okkur fannst við geta snert skallann á Zidane.“ Auk íþrótta hefur Kristján áhuga á veiði og kirkjustarfi, en hann starfar í ýmsum hópum innan kirkjunnar og er með vikulegan spjallþátt á útvarpsstöðinni Lindinni: „Létt spjall með Krissa“. „Velferð fjölskyld- unnar er númer eitt. Hún kemur í heimsókn til mín í kvöld og við ætlum að fá okkur að borða saman. Ég hélt upp á 30 ára, 40 ára og 50 ára af- mælið en ætla ekki að halda formlega upp á það núna. Svo erum við fjöl- skyldan að fara öll saman til Tenerife í lok mars og verðum þar í ellefu daga.“ Kristján er framkvæmdastjóri fiskútflutningsfyrirtækisins SIAL, og flytur fisk út til Ameríku, undir merkjum Thorfish, sem kemur frá út- gerðarfyrirtækinu Þorbirni. „Þetta er sjófrystur fiskur, þorskur, ýsa og ufsi og er hágæðavara. Íslenskur fiskur veiddur innan 200 mílna land- helgi í einum ómengaðasta sjó í heimi og er með vottunarmerkið ISF, Icelandic Sustainable Fisheries. Er hægt að hugsa sér hollari vöru en það? Við fjölskyldan fórum út að borða eitt sinn á veitingastað þar sem Þorbjarnarufsi var uppi á borðum og það var gaman að því að labba inn á veitingastað þar sem maður fékk sér fisk sem maður flutti út sjálfur.“ Kristján hefur rekið þetta fyrirtæki ásamt konu sinni í tólf ár, en hann var umsvifameiri á árum áður og rak fyrirtækið Fisco en seldi það árið 2004. Eiginkona Kristjáns er Guðrún Hulda Birgisdóttir, formaður sókn- arnefndar Hjallakirkju og situr í héraðsnefnd. Börnin þeirra eru Helga, Sindri Þór, Aldís Eva og Karen Eva og barnabörnin eru átta. Framkvæmdastjóri Kristján Þór. Stefnir á sitt þriðja HM Kristján Þór Gunnarsson er sextugur í dag E lma Guðmundsdóttir fæddist í Neskaupstað 16.1. 1943, ólst þar upp og átti þar heima alla tíð fram til 2012 er hún flutti til Reykjavíkur. Elma gekk í barnaskóla Neskaup- staðar og var einn vetur í Gagn- fræðaskólanum á Eiðum. Elma hefur verið mikil félags- málamanneskja og kom víða við á því sviði. Hún æfði sjálf og keppti í ýmsum íþróttagreinum eins og í handbolta, golfi og blaki og starfaði lengi í forystusveit Íþróttafélagsins Þróttar í Neskaupstað. Hún var for- maður Þróttar á árunum 1970-71 og 1981-82, og sat auk þess í stjórn Golfklúbbs Norðfjarðar um skeið. Einnig gegndi hún margvíslegum störfum fyrir Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og var Hulda Elma Guðmundsdóttir, fyrrv. bæjarfulltr. og ritstjóri – 75 ára Fjölmennur hópur Elma með öllum sínum afkomendum. Myndin var tekin á heimili sonar hennar nú um jólin. Mikill félagsmálafröm- uður í Neskaupstað Sigursælar langmæðgur Hulda Elma Guðmundsdóttir, Hulda Elma Ey- steinsdóttir og Petrún Björg Jónsdóttir, UMFÍ meistarar í blaki árið 2001. Flateyri Skarphéðinn Snær Konráðsson fæddist 16. jan- úar 2017 kl. 5.07 í Reykjavík og hann á því eins árs af- mæli í dag. Skarphéðinn vó 15 merkur og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Jóhanna Maggý Kristjáns- dóttir og Konráð Ari Skarphéðinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.