Morgunblaðið - 16.01.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018
Hraðþrif
á meðan þú bíður
Hraðþrif opin virka daga frá 8-18,
um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir.
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is
Verð frá 4.300,-
(fólksbíll)
Bíllinn er þrifinn létt
að innan á u.þ.b.
10 mínútum.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er stundum erfitt að greina
kjarnann frá hisminu en það er nauðsyn-
legt að þú gerir það. Nú er rétti tíminn til
að víkka sjóndeildarhringinn og læra eitt-
hvað nýtt.
20. apríl - 20. maí
Naut Gættu þess að fara ekki yfir strikið í
samskiptum við vini eða fjölskyldu, ekki
síst við börn eða sakleysingja.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú átt í samskiptum við sterkar
persónur, og það finnst þér sérlega spenn-
andi. Undirbúðu þig vandlega og vertu
málefnaleg/ur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú finnur hjá þér sterka hvöt til
þess að sýna þitt rétta andlit. Hugmyndir
hans eru djarfar og hann hikar ekki við að
koma þeim áleiðis.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Flestir fá 1-2 frábærar hugmyndir á
dag – þú færð alla vega fimm. Ekki stinga
þeim lengur undir stól því þær hverfa ekki.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gefðu þér tíma til að leysa málin
áður en þau vaxa þér yfir höfuð. Einhver
ákveður að stappa fætinum í gólfið og
standa með sjálfum sér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhvern tímann var sköpunarþráin
þín kæfð af jarðbundinni manneskju sem
skildi þig ekki. Stattu því klár á því hvað
það er sem þú vilt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Aflaðu þér upplýsinga um yf-
irmanninn eða fyrirtækið, þú færð stöðu-
hækkun með því að sýna frumkvæði. Allt
sem viðkemur fjölskyldu og heimili fer
senn að ganga betur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhver færir þér hugsanlega
gjöf í dag sem gerir þér kleift að sækja
námskeið eða setjast aftur á skólabekk.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Vertu miðlari, þeir semja ekki
aðeins um frið, heldur njóta alls þess
besta sem lífið hefur að bjóða. Farðu
þangað sem hugmyndirnar streyma að
þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú máttu beinlínis ekki byrgja
sköpunarþrána lengur inni. Notaðu orðið
ómögulegt eins lítið og þú getur, eða helst
alls ekki.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver í fjölskyldunni mun senni-
lega koma þér á óvart í dag. Reyndu að
sýna vini, sem fer í taugarnar á þér, þol-
inmæði.
Ígær birtist hér í Vísnahornibjartsýnislimra eftir Ólaf Stef-
ánsson með þeirri athugasemd
hans, að „við göngum hlæjandi mót
vorinu, er það ekki, Sigrún?“
„Jú, þetta er allt í rétta átt, Ólaf-
ur,“ svaraði hún:
Innan tíðar fés mitt fer
að falla í réttar skorður
því sæta, gula sólin er
að silast hingað norður.
Fía á Sandi sagðist hafa fundið
þessa í dagbókinni og passaði við
daginn í dag:
Ljóma svell og lindin auð
og ljósbrot skína í pollum
Vetrarsólin situr rauð
suður á heiðakollum.
Einar K. Guðfinnsson skrifaði á
fésbókarsíðu á föstudagsmorgun:
„Bjarni Har., móðurbróðir minn, er
aftur farinn að láta eldsneytisdæl-
urnar ganga á Króknum; líkt og
þær hafa gert frá árinu 1933, eða í
um 85 ár. Það er fagnaðarefni og
ástæða til að færa þakkir til allra
þeirra sem hlut áttu að farsælli
lausn. Heilbrigðisnefnd Norður-
lands vestra, Sveitarfélagið Skaga-
fjörður og OLÍS. Skagfirskir hag-
yrðingar láta ekki sitt eftir liggja.
Haraldur Sigurðsson á Sleitustöð-
um kom í búðina hjá Bjarna frænda
í morgun og lagði meðfylgjandi
vísu á búðarborðið:
Ef þarftu að fylla þitt á kar,
þá ferðu í Norðurbæinn.
Aftur fæst bensín hjá Bjarna Har,
sem býður þér góðan daginn.
Og í kjölfarið mætti Árni Gunn-
arsson, hagyrðingur og kvik-
myndagerðarmaður, en hann gerði
skemmtilega og fína heimild-
armynd um Verslun Haraldar Júl-
íussonar og Bjarna Har. sjálfan.
Allt er komið í eðlilegt far,
eftirlitsmaðurinn þagnaður.
Bensínið rennur hjá Bjarna Har.
og bisnessinn alveg magnaður.“
Í kjölfarið bættust við þessar vís-
ur af sama tilefni:
Ólafur Sigurgeirsson:
Vinskapur hefur viðmót hlýtt
svo versla mun ég áfram þar.
Allt er nú sem orðið nýtt:
Eldsneytið og Bjarni Har.
Björn Líndal:
Hann átt hefur ævina langa
er ennþá að seðja hinn svanga.
Hann Bjarni minn Har
á alltaf til svar,
og enn lætur dæluna ganga.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það birtir og bensín
hjá Bjarna Har.
SÖLUMAÐUR FYRIR SJÓÐI
LEITAR SÉR AÐSTOÐAR
„MÁ ÉG GISKA: FÓRSTU AÐ HEIMAN ÁN
ÞESS AÐ VERA MEÐ VESKIÐ ÞITT?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... opna sameiginlegan
bankareikning.
GETTU HVAÐ,
GRETTIR?
ÉG SKIPTI YFIR
Í KOFFÍNLAUST
ÉG MYNDI SLÁ ÞIG UTAN UNDIR EN
ÉG HEF EKKI ORKUNA TIL ÞESS
HRÓLFUR! ÞÚ SKILDIR
VEGGINN EFTIR HÁLFMÁLAÐAN!
KLÁRARÐU EINHVERN
TÍMANN ÞAÐ SEM ÞÚ
BYRJAR Á!?
JÁ!
EKKI HAFA ÁHYGGJUR –
HUGSAÐU TIL LENGRI TÍMA
Yfir köldustu og myrkustu mánuðiársins, meira að segja á versta
degi ársins eins og dagurinn í gær
var víst nefndur, er alltaf hægt að
finna sér eitthvað sem gleður. Eitt-
hvað sem yljar manni um hjartaræt-
urnar, veitir von og dregur jafnvel
fram bros. Eða alla vega smáglott.
Víkverji er ekki ónæmur fyrir áhrif-
um skammdegisins og tekur því öll-
um litlum gleðigjöfum fagnandi. Þeir
geta verið alls konar og alls kyns;
óvæntur liðstyrkur til uppáhaldsfót-
boltaliðsins, góður matur í mötu-
neytinu, skemmtilegt uppátæki
barnanna eða bara gott lag í útvarp-
inu.
x x x
Lífið væri óneitanlega mun fátæk-legra án tónlistar. Neysla hennar
í dag er þó allt öðruvísi en margir
áttu áður fyrr að venjast. Á sínum
sokkabandsárum gat Víkverji leyft
sér að sökkva sér niður í hverja plöt-
una á fætur annarri í rólegheitum í
sófanum heima. Núna er búið að skil-
yrða hlustun að mestu við misgóð
heyrnartól og streymisþjónustur
með tilheyrandi skorti á gæðum.
x x x
Fátt er þó svo með öllu illt að ei boðigott og í staðinn hefur Víkverji
náð að búa sér til gæðastundir á tíð-
um ferðum sínum í bílnum. Reyndar
man Víkverji sjaldnast eftir því að
undirbúa sig og finna til plötur eða
hlaðvörp til að hlusta á en það gefst
þó alla vega friður til að hlusta á eitt-
hvað. Og það var það sem Víkverji
gerði í vikunni. Fyrir valinu varð
Gullbylgjan, stöð þar sem Víkverji
hefur getað sótt sér gleði í gamla
slagara sem reyndar tilheyra kyn-
slóðinni fyrir ofan. Gömlu fólki.
x x x
Það er því nokkuð vægt til orðatekið að segja að komið hafi á
Víkverja þegar um bílinn ómaði lag
sem er nú ekkert svo langt síðan
kom út. Alla vega í minningunni. Vík-
verja finnst hreint ekkert svo langt
síðan Eyfi var heitasta poppstjarnan
og dældi út smellunum. En það er
sennilegast aldarfjórðungur og nú
var kallanginn bara kominn á Gull-
bylgjuna. Og Víkverji með honum.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Þú, Drottinn, ert góður og fús til að
fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem
ákalla þig.
(Sálm: 86:5)