Morgunblaðið - 16.01.2018, Side 33

Morgunblaðið - 16.01.2018, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2018 Uppfærsla LeikhópsinsLottu á Galdrakarlinum íOz í Elliðaárdalnum fyrirtæpum áratug er ein fárra sýninga hópsins sem rýnir hafði ekki séð. Það var því með mik- illi tilhlökkun sem leiðin lá í Tjarn- arbíó um helgina þar sem Lotta hef- ur hafið þá vegferð að sýna gömlu verkin sín í réttri tímaröð innandyra að vetri til ásamt því að frumsýna áfram ný verk á sumrin. Líkt og með sumarsýningar hópsins er ætlunin að ferðast um landið með vetrarsýn- ingarnar og á Lotta hrós skilið fyrir hversu vel hún sinnir ungum áhorf- endum hringinn um landið – og hef- ur gert um árabil. Saga L. Frank Baum um Dóró- theu og vini hennar þrjá í Oz er flest- um börnum kunn. Ef ekki úr bókinni sjálfri eða einhverri af ótal endur- sögnum hennar, þá úr kvikmyndinni goðsagnarkenndu frá árinu 1939. Rauði þráðurinn er frásögnin af Dórótheu sem ásamt Tótó, hund- inum sínum, lendir í hvirfilbyl sem feykir þeim alla leið frá Kansas til ævintýraheima Oz. Þar er Dórótheu tjáð að sá eini sem geti hjálpað henni að komast heim sé galdrakarlinn sem býr í Smaragðsborg og því stefnir hún strax þangað. Á leiðinni hittir hún heilalausa fuglahræðu, hjartalausan pjáturkarl og huglaust ljón sem slást í för með henni í von um að galdrakarlinn geti líka hjálp- að þeim að öðlast það sem þau þrá mest, heila, hjarta og hugrekki. Í leikgerð sinni einfaldar Ármann Guðmundsson söguna nokkuð þann- ig að hún rúmist innan þess klukku- tíma sem sýningar Lottu vanalega eru. Þrautunum er fækkað til muna, vængjuðu öpunum er alfarið sleppt sem og gula tígulsteinsveginum, en það kemur ekki að sök því meg- insagan er skýr. Persónur eru kynntar til leiks með skemmtilegum lögum (úr smiðju Ármanns, Baldurs og Snæbjörns Ragnarssona, Egg- erts Hilmarssonar og Rósu Ásgeirs- dóttur) og átökin við vondu vestan- nornina, sem ásælist silfurskó vondu austannornarinnar sem Dóróthea klæðist eftir að hafa óvart drepið eigandann, komast vel til skila. Rýn- ir saknaði þess aðeins að gjöfum galdrakarlsins væri sleppt þegar hann útskýrir fyrir fuglahræðunni, pjáturkarlinum og ljóninu að þau bjuggu öll allan tímann yfir því sem þau leituðu. Líkt og í fyrri sýningum Leik- hópsins Lottu er leikgleðin mikil og orkustigið hátt sem þjónar verkinu og heldur vel athygli ungra leik- húsgesta. Ágústa Skúladóttir er ekki aðeins flinkur leikstjóri heldur einnig afbragðs danshöfundur og út- færir í samvinnu við leikhópinn fantaflott dansnúmer og listrænar slagsmálasenur, en þar ber hæst glímu fuglahræðunnar við hina sof- andi vondu vestannorn. Einföld og stílhrein sviðsmynd Móeiðar Helgadóttur og Sigsteins Sigurbergssonar nýtur sín vel í Tjarnarbíói þar sem fjöldi fleka á hjólum rennur áreynslulaust um sviðið og breytir leikrýminu í ólíka staði. Lýsing Kjartans Darra Krist- jánssonar er töfrandi og á stóran hluta í ævintýrastemningunni á svið- inu þar sem fiðrildi fljúga um og hvirfilbyljir birtast fyrirvaralaust. Hljóðmynd Baldurs Ragnarssonar og Kjartans Darra Kristjánssonar var prýðilega unnin. Líkt og í fyrr- nefndri kvikmynd er farin sú leið í leikmynd og búningum að hafa Kan- sas í svart/hvítu meðan Oz einkenn- ist af mikilli litagleði. Útfærsla Rósu Ásgeirsdóttur og Sigsteins Sigur- bergssonar á útliti persóna er góð og kemst á flug í nornunum þremur. Rósa Ásgeirsdóttir er yndisleg í hlutverki sínu sem Dóróthea og nær að heilla leikhúsgesti með góðvild sinni og ráðsnilli. Baldur Ragnars- son er skemmtilega fattlaus sem fuglahræðan og sýnir ótrúlega fimi í átökum sínum við nornina. Sigsteinn Sigurbergsson er dásamlegur sem pjáturkarlinn sem telur sig vera hjartalausan en grætur samt sem áður sáran þegar hann stígur óvart á snigil. Skert hreyfigeta pjáturkarls- ins er einnig sniðuglega útfærð. Anna Bergljót Thorarensen nýtur sín vel í hlutverki huglausa ljónsins og fer á kostum þegar hún reynir að flýja af hólmi og leitar ásjár hjá áhorfendum. Rýnir saknaði þess þó að ljónið skyldi ekki tala um sjálft sig í kvenkyni þegar búningurinn tók af allan vafa um hvers kyns það væri. Huld Óskarsdóttir er hæfilega grimmúðleg sem vestannornin vonda en heiðríkjan ein sem norðan- og sunnannornirnar. Að sama skapi er hún skemmtilega vandræðaleg sem hliðvörður í Smaragðsborg og sjálfur galdrakarlinn í Oz. Allir nema Rósa léku fleira en eitt hlut- verk og á köflum var óskiljanlegt hversu snögg þau gátu verið í bún- ingaskiptum sínum. Aðdáendur Leikhópsins Lottu verða ekki fyrir vonbrigðum með Galdrakarlinn í Oz sem minnir okk- ur á að ferðalagið er oft mikilvægara en sjálfur áfangastaðurinn og vin- áttan er dýrmætasta veganestið. Ljósmynd/Birta Rán Björgvinsdóttir Hrós „Leikhópurinn Lotta [á] hrós skilið fyrir hversu vel hann sinnir ungum áhorfendum hringinn um landið – og hefur gert um árabil,“ segir í rýni. Vinir gegnum súrt og sætt Tjarnarbíó Galdrakarlinn í Oz bbbbn Eftir L. Frank Baum í leikgerð Ármanns Guðmundssonar. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Tónlist: Ármann Guð- mundsson, Baldur Ragnarsson, Eggert Hilmarsson, Rósa Ásgeirsdóttir og Snæbjörn Ragnarsson. Söngtextar: Anna Bergljót Thorarensen, Ármann Guðmundsson, Baldur Ragnarsson og Snæbjörn Ragnarsson. Leikmynd: Móeiður Helgadóttir og Sigsteinn Sig- urbergsson. Búningar: Rósa Ásgeirs- dóttir og Sigsteinn Sigurbergsson. Lýs- ing: Kjartan Darri Krisjánsson. Hljóð: Þórður Gunnar Þorvaldsson. Hljóð- mynd: Baldur Ragnarsson og Kjartan Darri Kristjánsson. Dansar: Ágústa Skúladóttir og hópurinn. Leikarar: Anna Bergljót Thorarensen, Baldur Ragnars- son, Huld Óskarsdóttir, Rósa Ásgeirs- dóttir og Sigsteinn Sigurbergsson. Leikhópurinn Lotta frumsýndi í Tjarnarbíói 6. janúar 2018, en rýnt í 4. sýningu 13. janúar 2018 kl. 15. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Dolores O’Riordan, söngkona írsku rokksveitarinnar The Cranberries, lést í gær, 46 ára að aldri. Frá þessu greindi talskona hennar í tilkynn- ingu til fjölmiðla. O’Riordan var í London ásamt öðrum meðlimum sveitarinnar við upptökur. Cranberries skaut upp á stjörnu- himininn árið 1993 með plötunni Everybody Else Is Doing It, So Why Can’t We? Hljómsveitin hefur selt yfir 40 milljónir platna. Dánarorsök O’Riordan hefur ekki verið gefin upp, en hljóm- sveitin varð að aflýsa fjölda tón- leika í Evrópuferð sinni í maí síð- astliðnum vegna slæmrar heilsu söngkonunnar. Hún greindi síðan frá því á facebooksíðu sveitarinnar í síðasta mánuði að hún hefði náð heilsu og væri farin að koma fram að nýju. Söngkona írsku rokksveitarinnar Cranberries látin AFP Dolores látin Írska söngkonan Dolores O’Riordan á tónleikum með hljómsveitinni The Cranberries 7. júlí 2016. Mörg karlmódel hafa sakað tvo af allra þekktustu og eftirsóttustu tískuljósmyndurum síðustu ára- tuga, Mario Testino og Bruce We- ber, um kynferðislega áreitni. Hafa lögfræðingar beggja hafnað ásök- ununum. Verk þeirra Testiono og Weber hafa verið áberandi á síðum Vogue-tímaritanna og segja stjórn- endur þeirra að ljósmyndurunum verði ekki falin fleiri slík. Dagblaðið The New York Times var fyrst til að birta frásagnir af ásökunum á hendur ljósmynd- urunum. Fimmtán karlmenn sem höfðu setið fyrir hjá Bruce Weber í tískuþáttum og auglýsingum fyrir virt tískufyrirtæki lýsa þar áreitni ljósmyndarans. Og þrettán karl- menn stíga fram og lýsa ósæmilegu og kynferðislegu athæfi Testino. Í kjölfarið hefur Condé Nast- útgáfan, sem gefur út Vogue og fleiri rit, lýst yfir að hér eftir vinni tískuljósmyndarar á þeirra vegum eftir nákvæmum siðareglum. Saka Weber og Testino um áreitni AFP Ásakanir Anna Wintour, ritstjóri Vogue, og Mario Testino á tískusýningu. Vogue hættir að birta ljósmyndir hans. ICQC 2018-20 BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir nema íslenskar kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 5.30 SÝND KL. 5.30SÝND KL. 5.30, 10SÝND KL. 8SÝND KL. 7.50, 10.30 SÝND KL. 8, 10.15 Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur fyrir heimilið Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.