Morgunblaðið - 16.01.2018, Side 36

Morgunblaðið - 16.01.2018, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 16. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. „Ég ætlaði bara í vinnuna“ 2. Leiðinlegt vetrarveður á leiðinni 3. Lést í kjölfar rútuslyssins 4. Köstuðu upp vegna fnyksins »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gítartríóið Camper Giorno kemur fram á Kex hosteli við Skúlagötu í kvöld kl. 20.30. Það er skipað mönn- um af yngri kynslóð íslenskra djass- tónlistarmanna; Bjarna Má Ingólfs- syni, Sigmari Þór Matthíassyni og Skúla Gíslasyni. Þeir spila frum- samda tónlist auk laga eftir nokkrar helstu gítargoðsagnir samtímans. Lög gítargoðsagna og þeirra sjálfra  Sagnfræði- stofnun Háskóla Íslands efnir í dag. kl. 16 til 18 til málþings í stofu 101 í Odda um rit- ið Líftaugar landsins – Saga íslenskrar utan- ríkisverslunar 900-2010. Frummælendur eru Orri Vésteinsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hrefna Róbertsdóttir, Gunnar Karlsson og Gylfi Zoëga. Málþing um Líf- taugar landsins  Um 100 manns taka þátt í flutn- ingi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Svo mælti Zaraþústra eftir Richard Strauss undir stjórn Davids Danz- mayrs í Eldborg á fimmtudag. Þá leikur Alban Gerhardt sellókonsert nr. 1 eftir Shostakovitsj. Nýjasti hljómdiskur Gerhardts, sem hljóðritaður var fyrir Deutsche Grammo- phon, var valinn einn af diskum mánaðar- ins hjá Gramo- phone. Risavaxin hljómsveit Á miðvikudag Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, skýjað með köflum og stöku él, einkum norðvestantil. Frost 2-12 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan hvassviðri eða stormur með snjókomu og éljum norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum, en hægari vindur og úrkomulítið syðra og eystra. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld, en hvessir um tíma allra syðst. Frost 0-7 stig. VEÐURÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tindastóll frá Sauðárkróki vann bikarinn í meistaraflokki karla í körfubolta á laugardaginn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tinda- stóll vann svo stóran titil í meist- araflokknum. Kári Marísson körfu- boltamaður á að öðrum ólöstuðum stóran hlut í velgengni Tindastóls. „Ég er bara hluti af heildinni, þjálfa nú í yngri flokkum og styð við bakið á öllu og öllum,“ sagði Kári. Hann sagði marga hafa lagt sitt af mörkum og auk sigurliðsins hefði stjórn Tindastóls staðið sig frábærlega við fjáröflun og stjórn félagsins. „Ég er búinn að vera viðloðandi körfubolta í Skagafirði síðan vorið 1978. Þá byrjaði ég að þjálfa hér og hef verið við þetta síðan,“ sagði Kári. Hann flutti í Skagafjörð til að vera bóndi og ræktaði holdanaut og var með eggjabú í Sólheimum í Blönduhlíð í 17 ár. Um leið var hann kennari og skólastjóri í grunnskólanum í Héðinsminni. Kári er nú húsvörður í Árskóla á Sauð- árkróki. Tindastóll komst í efstu deild 1986 og þá tók Valur Ingimund- arson við sem þjálfari og Kári varð aðstoðarþjálfari. Hann þjálfaði líka meistaraflokk kvenna og yngri flokka Tindastóls. Af liðsmönnum sigurliðsins þjálfaði Kári þá Pétur Rúnar Birgisson, Hannes Inga Másson, Finnboga Bjarnason og fleiri í yngri flokkum. Þeir urðu bikarmeistarar í 9. flokki árið 2011 undir stjórn Kára. Axel, sonur Kára, er einnig í sig- urliðinu. Hann er nýlega fluttur heim frá Danmörku þar sem hann lærði dýralækningar og lék körfu- bolta. Þá varð Arnar Snær, sonur Kára, bikarmeistari með Tindastóli 2011 og Íslandsmeistari í drengja- og unglingaflokki. Hann lék einnig með KR. Kristín Björk, uppeldis- dóttir Kára, lék körfubolta með KR og varð Íslandsmeistari þrisvar. María, dóttir Kára, lék einnig með KR og Haukum. Kári á nú tvö ung börn, fjögurra ára og 18 mánaða. „Þessi fjögurra ára gekk inn með Axel í Höllina á laugardag, ég vona að það hafi kveikt eitthvað í henni,“ sagði Kári og hló. Á félagssvæði Tindastóls búa um 4.000 manns. Kári sagði starfið hafa fengið mikla athygli og góða um- fjöllun í gegnum árin. Það hjálpaði til við að afla nýliða. „Fólkið vill þetta og krakkarnir hafa viljað koma og æfa. Mér finnst þó aðeins vera orðin breyting, tölv- urnar taka orðið meiri tíma en áð- ur,“ sagði Kári. Körfuboltapabbi á Króknum  Kári Marísson körfuboltaþjálfari fagnaði sigrinum Morgunblaðið/Björn Björnsson Körfuboltafeðgar Kári Marísson (t.h.) og Axel sonur hann með bikarinn sem Tindastóll vann um helgina með stór- sigri gegn KR. Kári byrjaði ungur í fótbolta en svo tók körfuboltinn við og hefur verið hans líf og yndi síðan. Kári Marísson fæddist 1951. Hann á að baki langan feril í körfuboltanum. Kári lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki árið 1967 með KFR, sem síðar sam- einaðist Val. Leikurinn fór fram í Hálogalandi fyrir 51 ári. Tveimur árum síðar lék hann sinn fyrsta landsleik og á Kári 35 landsleiki að baki. Kári lék svo með Njarðvík í þrjú ár. Hann flutti í Skagafjörð- inn 1978, fyrir 40 árum, og fór þá að leika með Tindastóli og einnig með Smáranum í Varma- hlíð. Hann þjálfaði hjá báðum liðunum, ýmist sem aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari meist- araflokka og yngri flokka. Hann var 55 ára þegar hann kom síð- ast inn á í leik Tindastóls gegn Njarðvík og er hann líklega ald- ursforseti leikmanna í meist- aradeildinni í körfubolta. Meira en hálfrar aldar ferill KÁRI MARÍSSON – KÖRFUBOLTAMAÐUR AF LÍFI OG SÁL  Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé ótrúlega gaman og gefandi að fara í leik eins og gegn Serbum í kvöld þar sem liðin leika til úrslita um sæti í milli- riðli Evrópumótsins í handbolta.  Serbarnir eru óútreiknanlegir og Geir Sveinsson hefur varla tölu á öllum þeim varnaraðferðum sem þeir hafa beitt í keppninni.  Björgvin Páll Gústavsson sneri sig á ökkla en góðar líkur eru á að hann geti varið mark Íslands í leiknum gegn Serbum.  Þórey Rósa Stefánsdóttir, Halldór Jóhann Sigfússon og Guðlaugur Arnarsson fara yfir frammistöðu íslenska liðsins á EM til þessa og velta vöngum yfir möguleikunum í keppninni. Þau eru bjartsýn á að liðið komist áfram úr sínum riðli. Íslenska liðið þarf samt að virkja betur horna- og línumenn, sýna heil- steyptari leik og draga úr sveiflum. Tæknifeilarnir hafa verið of margir og oftast þeir sömu.  Óvænt úrslit urðu á EM í gærkvöld þegar Tékkar lögðu Dani að velli og dramatíkin var gríðarleg þegar Þjóðverjar jöfnuðu gegn Slóvenum löngu eftir að leiktímanum lauk.  Hvað þarf að gerast í Split í kvöld til að Ísland komist áfram? Allt um EM í Króatíu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.