Morgunblaðið - 24.01.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Frumvarp um breytingu á manna-
nafnalögum hefur verið lagt fram á
Alþingi. Frumvarpið gerir m.a. ráð
fyrir því að mannanafnanefnd verði
aflögð og einstaklingar fái rétt til að
bera nafn eða nöfn sem þeir kjósa.
Þorsteinn Víglundsson, þingmað-
ur Viðreisnar, er fyrsti flutnings-
maður frumvarpsins en í greinar-
gerð með því segir að markmiðið sé
m.a. að tryggja að lög um mannanöfn
takmarki ekki persónufrelsi fólks.
Lög um mannanöfn hafi sætt gagn-
rýni, þá sér í lagi hvað varðar
mannanafnanefnd og úrskurði henn-
ar. Dæmi séu um að nöfnum hafi ver-
ið hafnað þótt þau eigi sér langa sögu
í íslensku samfélagi og tungu og hafi
jafnvel tíðkast innan sömu fjölskyldu
í margar kynslóðir.
Foreldrum treyst
„Foreldrum á almennt að treysta
til að velja börnum sínum nöfn sem
eru þeim ekki til ama. Komi upp til-
felli þar sem vafi leikur á því hvort
nafn barns geti orðið því til ama má
leiða að því líkur að vandi viðkom-
andi barns sé meiri en svo að ákvæði
laga um mannanöfn og þar af leið-
andi mannanafnanefnd séu sá aðili
sem eigi að leiðbeina foreldrum í for-
eldrahlutverkinu,“ segir í greinar-
gerðinni.
Í frumvarpinu er kveðið á um að
allir hafi rétt til nafns og hver ein-
staklingur skuli bera bæði eiginnafn
og kenninafn. Þá skuli kenna barn til
foreldris eða foreldra þess og kenni-
nöfn séu mynduð þannig að á eftir
eiginnafni eða eiginnöfnum komi
nafn foreldris eða foreldra í eignar-
falli, að viðbættu son, dóttir, barn
eða bur. Einnig verði heimilt að
ófeðrað barn sé kennt til afa síns eða
ömmu.
Vilja leggja niður
mannanafnanefnd
Lög takmarki ekki persónufrelsi
Morgunblaðið/Hari
Alþingi Frumvarp er komið fram
um að breyta mannanafnalögum.
Nýir leikskólastjórar hafa verið
ráðnir við fjóra leikskóla hjá
Reykjavíkurborg.
Pála Pálsdóttir hefur verið ráðin
leikskólastjóri í Engjaborg í Graf-
arvogi. Kristín Helgadóttir hefur
verið ráðin í starf leikskólastjóra í
Lyngheimum í Rimahverfi. Elín
Rós Hansdóttir hefur verið ráðin
leikskólastjóri í leikskólanum
Hulduheimum í Grafarvogi. Loks
hefur Olga Guðrún Stefánsdóttir
verið ráðin leikskólastjóri í leik-
skólanum Seljaborg í Breiðholti.
Konurnar fjórar hafa allar lokið
leikskólakennaramenntun og eiga
að baki áratuga reynslu sem stjórn-
endur í leikskólum.
Fjórir nýir leikskóla-
stjórar í Reykjavík
Miðasala á
Söngvakeppn-
ina 2018 hefst
þriðjudaginn
30. janúar nk. á
hádegi á tix.is.
Um fjóra við-
burði er að
ræða sem fara
fram í Há-
skólabíói og
Laugardalshöll,
að því er segir í fréttatilkynningu.
Boðið verður upp á skemmtiatriði
á öllum viðburðunum. Gunni, Felix
o.fl. hita upp og landsfrægir tónlist-
armenn stíga á svið. Á lokakvöldinu
mun erlend Eurovision-stjarna
koma fram.
Fyrri undankeppnin fer fram í
Háskólabíói laugardaginn 10. febr-
úar og seinni undankeppnin verður
einnig þar viku síðar, 17. febrúar, en
keppninni lýkur með úrslitakeppni í
Laugardalshöll 3. mars. Stjörnur úr
íslenskri tónlistarsenu í bland við ný-
stirni flytja lögin 12 í ár, en sex lög
keppa hvort kvöldið.
Miðasala á Söngva-
keppnina að hefjast
Vesturlandsvegur er tvær akreinar
á 14 kílómetra kafla frá Hvalfjarð-
argöngum að sveitarfélagamörkum
við Mosfellsbæ. Til stendur að
breikka hann í 2+1veg á 9 kíló-
metra kafla frá Hvalfirði að Kolla-
firði. Hins vegar er á áætlun að
hann verði áfram 1+1 vegur milli
Kollafjarðar og Mosfellsbæjar.
Morgunblaðið leitaði skýringar á
þessu hjá Vegagerðinni. Hún er sú,
samkvæmt upplýsingum G. Péturs
Matthíassonar upplýsingafulltrúa,
að reiknað var með að Sundabraut-
in myndi tengjast Vesturlandsvegi
á þessum stað. Þegar það gerðist
myndi umferðarmynstrið breytast,
umferðin dreifðist og minni þörf
væri á 2+1 vegi í Kollafirði.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um eru engar viðræður í gangi um
Sundabrautina og alls óvíst hvenær
hún verður lögð eða hvort yfirhöf-
uð verður nokkurntíma af þeim
framkvæmdum. G. Pétur segir að
mögulega verði áform um Vestur-
landsveg á þessum kafla endur-
skoðuð þegar ákvarðanir verða
teknar um tímasetningar fram-
kvæmda.
Hann segir að alvanalegt sé að
áfangaskipta verkum eða vinna á
þennan hátt. Til dæmis sé ekki bú-
ið að tvöfalda Suðurlandsveg frá
Rauðavatni þótt búið sé að tvöfalda
þegar komið er upp á Sandskeið.
Í kynningu á breikkun Vestur-
landsvegar segir að meðal mark-
miða deiliskipulagsins og fram-
kvæmdanna sé að auka öryggi og
greiða fyrir umferð.
Nú eru 42 gatnamót, tengingar,
þveranir o.fl. á 14 kílómetra kafla á
Vesturlandsvegi. Með gerð hliðar-
vega, sem tengjast við þjóðveginn
með hringtorgum á völdum stöð-
um, verður tengingunum fækkað í
þrjár. sisi@mbl.is
Tenging við Sundabrautina
Vesturlandsvegur í Kollafirði áfram 1+1 vegur Áformin gætu breyst
Mynd/Efla
Vesturlandsvegur Brotalínan sýnir kaflann sem verður áfram 1+1 vegur.
Hugmyndin er sú að Sundabrautin liggi úr Álfsnesi yfir Kollafjörð.
Velkomin í okkar hóp!
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt
fyrir konur og stelpur sem tekur mið
af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti,
hreysti og vellíðan.
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
LÍTILL TÍMI FYRIR
RÆKTINA?
Komdu þér í fantaform
með 1-2-3æfingakerfinu okkar
Vetrarkortið í sölu út janúar
- Besta verðið!
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755