Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Faðmlagið.
Faðmlagið hennar
Erlu er það fyrsta
sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa til henn-
ar. Það var þétt, hlýtt og innilegt.
Það sagði mikið um það hvaða
manneskju hún hafði að geyma.
Hlý, glaðvær, glettin og vinur
vina sinna.
Daginn sem Erla kvaddi þenn-
an heim brast á vonskuveður. Ég
túlkaði það sem reiði og mótmæli.
Reiði yfir því að Erla fengi ekki
lengur að vera með ástvinum sín-
um.
Ég kynntist Erlu fyrir 34 árum
þegar mennirnir okkar hlupu um
á stuttbuxum og spörkuðu í bolta.
Það myndaðist strax einhver sér-
stakur þráður milli okkar Erlu,
enda báðar fæddar í mars eins og
við sögðum og hlógum að þeirri
vitleysu. Það var mikið um að vera
í félagslífinu í kringum fótboltann
í Val hvort sem það var að útbúa
veitingar í gamla fjósinu fyrir
Evrópuleiki eða fara utan, þá oft
tengt fótboltanum. Þau hjónin
komu svo síðar ásamt Dagmar
nokkrum sinnum í heimsókn til
okkar fjölskyldunnar þegar við
bjuggum á Englandi.
Erla hafði einstaka hæfileika til
að laða fram það besta í fólki með
glaðværð sinni og elsku. Við gát-
um hlegið, kjaftað og nú síðustu
mánuði grátið saman. Bestu
stundir okkar voru í eldhúskrókn-
um hjá Erlu í Grænumýrinni.
Hún töfraði fram veitingar sem
hún hafði bakað en þegar veikind-
in fóru að herja á hana fór hún að
„styrkja bakaraiðnina“. Bleika
möndlukakan var í uppáhaldi hjá
okkur.
Erla vissi að hverju stefndi þó
að lífsviljinn hafi alltaf verið
sterkur og hún vildi ekki gefast
upp. Hún undirbjó sig og sína,
lagaði til í skúffum, keypti sokka á
Magna og sagði við mig að hún
væri sko búin að segja honum að
kaupa sér almennilegar peysur.
Svo tók hún þéttingsfast í höndina
á mér og við grétum og hlógum.
Þessi fátæklegu orð eru ein-
ungis tilraun mín til þess að lýsa
fallegu vinkonusambandi. Við
sem þekktum Erlu vitum að fá-
tækleg orð ná ekki að lýsa þessari
sterku og fallegu konu með stóra
hjartað.
Við fjölskyldan, Guðni, Bergur
og Páldís Björk, þökkum allt sem
við áttum með Erlu og kveðjum
hana með söknuði.
Megi allar góðar vættir vaka
yfir Magna, Pétri, Dagmar og ást-
vinum öllum. Litla barnabarnið
hann Magni Aron mun verða ljós
á dimmum dögum.
Elín Konráðsdóttir.
Erla
Vilhjálmsdóttir
✝ Erla Vil-hjálmsdóttir
fæddist 23. mars
1958. Hún lést 11.
janúar 2018.
Útför Erlu fór
fram 23. janúar
2018.
Í dag kveð ég
samstarfskonu og
góða vinkonu. Ég
kynntist Erlu árið
2002 þegar hún byrj-
aði að vinna hjá
Kreditkortum þar
sem ég starfaði.
Fyrstu samskipti
okkar komu ekki til
af góðu, hún vottaði
mér samúð sína þar
sem faðir minn hafði
fallið frá og sagði mér af veikind-
um Auðar systur sinnar.
Við Erla náðum strax vel sam-
an og áttum gott samstarf. Hélt
okkar góða samband áfram þrátt
fyrir að við hættum að starfa sam-
an, við hringdum reglulega hvor í
aðra og áttum góð samtöl.
Eftir að ég hóf störf hjá Valitor
sóttist Erla eftir að koma til okk-
ar, var ekki spurning um annað en
að fá hana til liðs við okkur með
sína reynslu og góðu þjónustu-
lund.
Erla var einstaklega hjartahlý
og góð manneskja og lét sér annt
um aðra. Hún hafði mikla tilfinn-
ingagreind, var góð í að lesa í fólk
og hún vissi strax ef fólkinu sem í
kringum hana var leið ekki vel.
Kjarkur hennar og þor var mik-
ill, hjálpaði það henni án efa í
gegnum hennar erfiðu veikindi.
Erla hafði skemmtilega kímni-
gáfu og þá sérstaklega fyrir sjálfri
sér.
Við áttum marga góða tíma þar
sem við náðum að spjalla um lífið
og tilveruna. Um leið og ég finn
söknuð í hjarta mínu er ég þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
henni elsku Erlu minni, hún
kenndi mér svo margt í lífinu, til
dæmis kenndi hún mér hve mik-
ilvægt það er að sýna fólkinu í
kringum mig hvað mér þykir vænt
um það því Erla var einstaklega
hæf í því, hún var líka dugleg við
að hrósa öðrum.
Ég votta Magna, Pétri, Dag-
mar og öllum hennar ættingjum
mína dýpstu samúð.
Jóhanna M. Jóhannsdóttir.
Það er notaleg tilfinning að til-
heyra liðsheild. Liðsheild sem er
skipuð einstaklingum sem maður
treystir í gegnum súrt og sætt og
eiga það sameiginlegt að hafa
gaman af lífinu, leggja sig fram og
vilja árangri. Ég hef tilheyrt
mörgum ólíkum liðum innan vall-
ar sem utan, í leik og starfi, borið
sigur úr býtum og tapað á ögur-
stundu, sem var einna lærdóms-
ríkast.
Ein eftirminnilegasta liðsheild
sem ég hef tilheyrt er Valsliðið í
knattspyrnu á árunum 1979 til
1990. Liðið var sigursælt enda
hver leiðtoginn á fætur öðrum að
Hlíðarenda, leikmenn sem voru
sigurvegarar í hjarta sínu, flottar
fyrirmyndir, dásamlegir vinir.
Það sem er ekki síður eftirminni-
legt við gamla góða Valsliðið er
„betri“ helmingur leikmanna,
kærusturnar, eiginkonurnar sem
voru með okkur í liði af lífi og sál.
Við vorum Valsfjölskyldan og er-
um það enn, þótt stundum líði ár
og öld á milli þess að við hittumst.
Erla Vilhjálmsdóttir var ein af
Valsfjölskyldunni, kjarnorku-
kona, drífandi leiðtogi og ávallt öll
af vilja gerð til að styðja við bakið
á liðinu sínu, efla liðsheildina, með
margvíslegum hætti. Erla var ein
af okkur og við vorum hluti af
henni. Þegar við lítum til baka,
rifjum upp glæsta sigra, Íslands-
og bikarmeistaratitla, frábæran
árangur í Evrópukeppni, teitin,
utanlandsferðirnar og fleira, fellur
allt í skuggann af einu; vinskapn-
um. Það að vinna titla er eftir-
minnilegt og skráði okkur á spjöld
sögunnar en vináttan verður æv-
inlega ofar öllu.
Magni og Erla voru einn sterk-
asti hlekkurinn í okkar Valskeðju,
einstaklega samstillt og traust.
Það var alltaf hægt að treysta því
að Magni sópaði öllu upp á miðj-
unni með dugnaði og elju og Erla
sópaði okkur saman þegar þurft-
um að efla liðsheildina, gera okkur
glaðan dag. Og það var títt á þess-
um árum.
Öll heyjum við einhverja bar-
áttu með reglubundum hætti,
margir daglega en mesta glíman
er án efa glíma við okkur sjálf.
Erla hefur barist lengi við veikindi
með þá von í brjósti að fá fylgja
sínum nánustu sem lengst. Hún
tók veikindunum af æðruleysi eins
og hennar var von og vísa, með-
vituð um í hvað stefndi og leiðtog-
inn fékk enn og aftur notið sín
undir lokin.
Það er sárt að kveðja liðsfélaga,
traustan vin úr Valsfjölskyldunni
og við, sem lékum okkur saman í
Val á níunda áratugnum, lútum
höfði af lotningu fyrir okkar Erlu
Vilhjálmsdóttur. Við vottum
Magna, Pétri, Dagmar og öllum
aðstandendum samúð okkar.
Fyrir hönd okkar í Val,
Þorgrímur Þráinsson.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Við minnumst kærrar vinkonu
okkar með mikilli hlýju.
Með sitt bjarta bros skilur hún
eftir margar ljúfar minningar.
Við vottum Magna og fjölskyld-
unni allri einlægan samhug.
Blessuð sé minning elsku Erlu
okkar.
Ingunn, Ragnheiður
og Elísabet.
Það er sárt og erfitt að kveðja
góða og yndislega vinkonu eins og
Erlu. Hún kvaddi þennan heim
með miklu æðruleysi. Enn og aft-
ur erum við minnt á það hvað lífið
er hverfult. Tæp 40 ára vinátta er
ekki sjálfgefin.
Myndir minninganna streyma
um hugann.
Ferðin vestur á Ísafjörð á ferm-
ingarmót Magna og Kidda þegar
við keyrðum í gegnum Dalina. Þá
komu margar skemmtilegar sög-
ur úr sveitinni þar sem Erla hafði
verið sem barn hjá móðursystur
sinni á Kvennabrekku.
Ævintýraferð, „fellibyljaferð-
in“ til Ameríku haustið 2016 á leið
í Karíbahafið. Þegar margar
ákvarðanir þurfti að taka á stutt-
um tíma áður en við sameinuð-
umst Gísla og Ingibjörgu í Or-
lando. Þá kom vel í ljós sönn og
falleg vinátta er við fjögur urðum
eins og einn maður.
Við Erla á Meat Loaf-tónleik-
um í Hörpunni en Kiddi og Magni
heima í Grænumýri að horfa á
harmonikkuþátt í sjónvarpinu. Þá
grínuðumst við með það hvað við
ættum gamla menn eða þeir ung-
ar konur.
Við tvær á útimarkaði í Birm-
ingham að prútta um verð, við það
naut Erla sín. Ef ég var orðin sátt
við endanlegt verð heyrðist oftar
en ekki „bíddu aðeins“ og viti
menn, verðið lækkaði. Þá sagði
mín elskulega Erla „aldrei að
borga meira en þarf“. Hún gat
verið mjög ákveðin á kurteislegan
hátt.
Tíminn okkar saman í Oddfel-
lowreglunni sem við töluðum um
sem næringuna okkar.
SMS-ið í júní síðastliðnum frá
ömmu Erlu um að litli gullmolinn
væri fæddur. Magni Aron dóttur-
sonur hennar var sólargeisli sem
gaf henni svo mikið.
Erla hafði góðan og léttan húm-
or og var eins við alla. Hún hafði
hlýja nærveru og alltaf stutt í hlát-
urinn og fallega brosið og alltaf
tilbúin að rétta hjálparhönd ef á
þyrfti að halda.
Yndislega Erla mín, takk fyrir
vináttuna, traustið og tryggðina.
Við kveðjum þig með sára sorg í hjarta
söknuður laugar tári kinn.
Dregur ský á dagsins ásýnd bjarta
dökkur skuggi fyllir huga minn.
Í miðjum leik var komið til þín kallið
klippt á strenginn þinn.
Eitt af vorsins fögru blómum fallið.
(Hákon Aðalsteinsson)
Elsku Magni, Pétur, Helene,
Dagmar, Magni Aron, Gummi,
Magga, Pálmi, Sigga og Dögg.
Guð gefi ykkur styrk á erfiðri
stundu.
Anna Rósa og
Kristinn (Kiddi).
Erla og Magni hafa verið bestu
vinir okkar hjóna í tæp 35 ár. Við
höfum ekki tölu á öllum ferðalög-
unum sem við höfum farið saman,
gagnkvæmu heimsóknunum í
Malmö og Reykjavík og öllum
góðu samverustundunum. Þess á
milli vorum við að skipuleggja
ferðalögin og heimsóknirnar, rifja
upp góðu stundirnar eða bara tala
saman í síma um lífið og tilveruna.
Að koma í Grænumýrina til
Erlu og Magna var eins og að
koma heim. Alltaf opið, alltaf
pláss, alltaf velkomin. Hlýjan, um-
hyggjan og einlægnin í fari Erlu
lét öllum líða vel í návist hennar.
Hún var skemmtileg, traust og
hjálpsöm. En umfram allt var hún
einstaklega góður vinur, tilbúin að
hlusta, vera til staðar og leggja
sitt af mörkum.
Ferðalögin með Erlu og Magna
voru hvert öðru skemmtilegra og
eftirminnilegra. Síðasta sumar
vorum við í góðu yfirlæti í viku á
Ítalíu, nutum samverunnar í botn
og vonuðum heitt og innilega að
við gætum endurtekið leikinn.
En fleiri verða ferðalögin ekki
með Erlu. Hún er farin frá okkur,
allt of fljótt. Við hefðum viljað eiga
svo miklu lengri samleið. Við átt-
um eftir að ræða svo margt, gera
svo margt, fara á svo marga staði.
Sorgin og söknuðurinn gagn-
tekur okkur en um leið minnumst
við þess með gleði að hafa verið
svo lánsöm að kynnast Erlu og
eiga hana að besta vini. Við erum
þakklát fyrir þessa rúmlega þrjá
áratugi sem við nutum kærleika
hennar, vináttu og góðmennsku,
ávallt með Magna sér við hlið.
Elsku Erla mun alltaf eiga sér
stað í hjörtum okkar, í ljúfum og
góðum minningum. Hennar er
sárt saknað.
Við vottum Magna vini okkar,
Dagmar og Pétri, ættingjum og
vinum innilega samúð okkar á
þessari sorgarstundu.
Birgit Engler
Lúðvík Georgsson.
Með sorg í hjarta skrifum við
nokkur kveðjuorð til Erlu klippi-
konunnar okkar. Fyrstu æsku-
minningar okkar systkinanna
tengjast Keilugrandanum. Vin-
átta myndaðist á milli nokkurra
fjölskyldna sem þar bjuggu og
hefur haldist æ síðan. Það var allt-
af spennandi að kíkja upp til Erlu í
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir,
systir, mágkona og tengdadóttir,
SIGRÍÐUR HRÓLFSDÓTTIR,
varð bráðkvödd í Frakklandi laugardaginn
6. janúar.
Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 26. janúar klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Gunnar Sverrisson
Halldór Árni Gunnarsson Sverrir Geir Gunnarsson
Þórunn Hanna Gunnarsd. Halldóra Sveinbjörnsdóttir
Þóra Hrólfsdóttir Tómas Kristjánsson
Halldóra Hrólfsdóttir Pétur S. Waldorff
Sverrir Gunnarsson Sigríður H. Gunnarsdóttir
Lára Sverrisdóttir Jón Höskuldsson
og aðrir aðstandendur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVEINN VALDIMARSSON,
fyrrverandi skipstjóri og
útgerðarmaður
frá Varmadal,
lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 16. janúar.
Útför fer fram í Landakirkju laugardaginn 27. janúar klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hollvinasamtök Hraunbúða,
kt. 420317-0770, bankaupplýsingar: 0582-26-200200.
Guðfinna Sveinsdóttir Ásgeir Þorvaldsson
Margrét Sveinsdóttir Guðmundur Guðmundsson
barnabörn og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ÞORLEIFSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn
19. janúar. Útför fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 25. janúar klukkan 15.
Unnur Halldórsdóttir
Anna Pálína Jónsdóttir Hörður Sigurðsson
Halldór Þór Jónsson Anna Valgarðsdóttir
Hulda Hrönn Jónsdóttir Ragnar Ragnarsson
Jóna Bára Jónsdóttir
barnabörn og langafabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ANDRÉSSON
rennismiður,
sem lést mánudaginn 15. janúar, verður
jarðsunginn frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 25. janúar klukkan 14.
Guðríður Ólöf Kjartansdóttir
Gísli Jónsson
Kjartan Jónsson Valdís Magnúsdóttir
Guðný Jónsdóttir Birgir Svan Símonarson
Lárus Þór Jónsson Lilja Björk Jónsdóttir
Guðrún Elísabet Jónsdóttir Bjarni Gíslason
Andrés Jónsson Iða Brá Vilhjálmsdóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
JÓSEFÍNA GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR,
Seljalandsvegi 20,
400 Ísafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
mánudaginn 22. janúar.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 27. janúar
klukkan 14.
Úlfar Snæfjörð Ágústsson
Gísli Elís Úlfarsson Ingibjörg Sólveig Guðmundsd.
Úlfur Þór Úlfarsson Anna Sigríður Ólafsdóttir
Axel Guðni Úlfarsson Thelma Hinriksdóttir
barnabörn