Morgunblaðið - 24.01.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Í Hverfisgalleríi, Hverfisgötu 4, hefur
verið opnuð sýningin by-products. Á
sýningunni eru þrettán ljósmyndaverk
þar sem listamenn Hverfisgallerís birt-
ast sem hliðarafurðir sköpunar sinnar.
Myndirnar eru sjálfstæð verk, um verk
og vinnuferli þessara ólíku listamanna
sem, samkvæmt tilkynningu, brúa ólík-
ar kynslóðir, aðferðir og miðla.
Listamennirnir sem sköpuðu verkin á
sýningunni starfa náið með galleríinu en
það eru þau Davíð Örn Halldórsson (f.
1976), Georg Guðni (1961-2011), Guðjón
Ketilsson (f. 1956), Guðný Rósa Ingi-
marsdóttir (1969), Hildur Bjarnadóttir
(1969), Guðmundur Thoroddsen (f.
1980), Hrafnkell Sigurðsson (f. 1963),
Jeanine Cohen (f. 1951), Kristinn E.
Hrafnsson (f. 1960), Magnús Kjart-
ansson (1949-2006), Sigurður Árni Sig-
urðsson (f. 1963), Sigtryggur Bjarni
Baldvinsson (1966) og Steingrímur Ey-
fjörð (1954).
Í Hverfisgalleríi er opið kl. 13 til 17
virka daga en 14 til 17 um helgar.
Hliðarafurðir listamannanna
Ljósmyn/Arna Óttarsdóttir
„Mummi skúrar“ Nýtt verk eftir Guðmund Thoroddsen á sýningunni í
Hverfisgalleríi en á henni eru ljósmyndaverk listamanna gallerísins.
Næstsíðustu tónleikarKammermúsíkklúbbsinsá vertíðinni 2017-18 fórufram fyrir fullsetnum
Norðurljósasal Hörpu á sunnudag.
Verkavalið spannaði hálfa aðra öld
eða allt frá 1843 til 1993 og gott bet-
ur, þar eð þriðji þáttur Mendels-
sohns úr Vier Stücke für Streich-
quartett sótti stílföng allt aftur til
síðbarokktíma. Á móti var Pende-
reckikvartettinn varla jafnnýstár-
legur tjábrigðis og af ártali mætti
ætla, enda hefur hinn enn virki
pólski meistari, er kvaddi sér
heimshljóðs með geislavirkum
strokómum Þrenódíu sinnar um
Hiroshima, síðan snúið amk. hálfu
baki við vestrænni framúrstefnu til
ágóða fyrir hefðbundnari vinnu-
brögð. („Ég var farinn að geta gert
hitt í svefni“ kvað hann hafa sagt.)
Dagskráin gaf því tilefni til að
hugleiða með Skáld-Sveini 15. aldar
hvað veröldin muni vilja þegar
spurningin um tilraunir tilrauna
vegna er annars vegar. En þó að
hinn endanlegi gæðadómari skili
sem kunnugt fyrst lokaniðurstöðu í
fyllingu tíma og reynslu, þá helzt þó
á meðan síkvik spennuerting þess
að fylgjast með því hvernig hverjum
og einum tekst upp hér og nú – þótt
ekki saki að sækja líka viðmiðun úr
misfjarlægri fortíð.
Að þessu sinni gafst sú viðmiðun
einkum við endurheyrn hins 110 ára
gamla Strengjakvartetts Schön-
bergs er markaði tónsöguleg tíma-
mót sem boðberi ótnis („atónalí-
tets“) og skömmu síðar tólftóna-
stefnu. Sú átti eftir að kippa
dúr-moll kerfi Vesturlanda alfarið
úr sambandi í flestri listmúsík 20.
aldar – þótt nú sé af mörgum talin
þróunarlegur botnlangi er hlaut
fyrr eða síðar að staðfrjósa á eigin
forsendum án þess að leiða lengra.
Öll voru viðfangsefni kvöldsins
býsna krefjandi fyrir flytjendur, og
sem endranær varð maður hlessa
yfir færni hérlends kammerhóps
sem ólíkt toppgrúppum heimsins
getur ekki sinnt þessum ,kjarna
kjarnans‘ nema í hjáverkum frá
öðru. Hægi forleikurinn að
Capriccio Mendelssohns var að vísu
ofurlítið loppinn, en í eftirfarandi
fúguhluta hafði hópurinn náð vopn-
um sínum með vasklegri fram-
göngu.
Sams konar einurð heillaði ekki
síður í Kvartett Pendereckis fyrir
klarínett, fiðlu, víólu og selló með
fyrst skemmtilega ofurlágværum
leik í Notturno, þá röggsömum mót-
orisma í Scherzói og að lokinni
Serenöðu með dáleiðandi dulúðar-
hvísli í Abschied.
Tímamótaverk Schönbergs ku
ekki aðeins sprottið af hjónabands-
örðugleikum heldur einnig af ástar-
haturssambandi hans við síðróman-
tík Wagners, með fyrrgreindum rót-
tækum naflastrengsslitum í stíl-
rænu kjölfari.
Í hreinskilni sagt hreifst ég ekki
beinlínis upp úr skónum við I. þátt
(Mässig), en snörp tjáning II. þáttar
bætti úr skák, og hélzt það áfram í
III. (Litanei) og einkum í hægt
dempuðum IV. þætti (Entrückcung)
þar sem Marta Guðrún söng oft
skýháan sópranpart við samnefnd
kvæði Stefans George af tærri snilld
með í þessu tilfelli nærri annarlegri
en að sama skapi viðeigandi „alien“
raddgerð sinni (sbr. upphaf IV.,
„Ich spüre Luft aus andere Planet-
en“) – er átti síðan eftir að verða
e.k. aukakjörorð tónbyltingar Seinni
Vínarskólans.
Krefjandi „Öll voru viðfangsefni kvöldsins býsna krefjandi fyrir flytjendur, og sem endranær varð maður hlessa
yfir færni hérlends kammerhóps sem ólíkt toppgrúppum heimsins getur ekki sinnt þessum ,kjarna kjarnans‘ nema í
hjáverkum frá öðru,“ segir m.a. í gagnrýni um tónleika kammerhópsins Camerarctica sem hér sést.
Loft frá öðrum plánetum
Norðurljósum í Hörpu
Kammertónleikar bbbnn
Mendelssohn: Capriccio í e Op. 81,3.
Penderecki: Klarínettkvartett (1993).
Schönberg: Strengjakvartett nr. 2 Op.
10 (1908).
Camerarctica (Marta Guðrún Halldórs-
dóttir S, Ármann Helgason klar., Hildi-
gunnur Halldórsdóttir & Bryndís Páls-
dóttir fiðla, Svava Bernharðsdóttir víóla
og Sigurður Halldórsson selló).
Sunnudaginn 21. janúar kl. 17.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Mið 7/2 kl. 20:00 aukas. Sun 25/2 kl. 20:00 aukas.
Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Lau 3/3 kl. 20:00 aukas.
Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas.
Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 10/3 kl. 20:00 aukas.
Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas.
Allra síðustu sýningar leikársins!
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s Sun 11/2 kl. 20:00 14. s
Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s Fim 15/2 kl. 20:00 15. s
Mið 31/1 kl. 20:00 10. s Fim 8/2 kl. 20:00 13. s
Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Sun 28/1 kl. 20:00 48. s Lau 3/2 kl. 20:00 50. s
Fös 2/2 kl. 20:00 49. s Fös 9/2 kl. 20:00 51. s
Draumur um eilífa ást
Medea (Nýja sviðið)
Mið 24/1 kl. 20:00 6. s Mið 31/1 kl. 20:00 8. s
Sun 28/1 kl. 20:00 7. s Fim 1/2 kl. 20:00 9. s
Stuttur sýningatími. Allra síðustu sýningar!
Lóaboratoríum (Litla sviðið.)
Fös 26/1 kl. 20:00 Frums. Mið 31/1 kl. 20:00 3. s Sun 4/2 kl. 20:00 5. s
Lau 27/1 kl. 20:00 2. s Fim 1/2 kl. 20:00 4. s Mið 7/2 kl. 20:00 6. s
Í samvinnu við Sokkabandið.
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas.
Allra síðustu sýningar.
Skúmaskot (Litla sviðið)
Lau 27/1 kl. 13:00 7. s Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas.
Sun 28/1 kl. 13:00 8. s Lau 10/2 kl. 13:00 aukas.
Búðu þig undir dularfullt ferðalag!
Hafið (Stóra sviðið)
Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 11.sýn
Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00
Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn
Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn
Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka
Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Efi (Kassinn)
Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn
Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn
Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Fös 23/2 kl. 19:30 13.sýn
Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 Auka
Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Lau 27/1 kl. 13:00 5.sýn Fim 8/2 kl. 13:00 7.sýn
Lau 27/1 kl. 15:00 6.sýn Fim 8/2 kl. 15:00 8.sýn
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00
Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00
Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00
Brúðusýning
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 25/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 22:30 Lau 10/2 kl. 22:30
Fös 26/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Fim 15/2 kl. 20:00
Fös 26/1 kl. 22:30 Lau 3/2 kl. 22:30 Fös 16/2 kl. 20:00
Lau 27/1 kl. 20:00 Fim 8/2 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 22:30
Lau 27/1 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 20:00
Fim 1/2 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 22:30 Lau 17/2 kl. 22:30
Fös 2/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 20:00 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00
Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Atvinna