Morgunblaðið - 24.01.2018, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Allsendis óvíst er hver
endanlegur stofnkostn-
aður svonefndrar Borgar-
línu verður. Ekki er minni
óvissa um rekstrar-
kostnað. Ekki er vitað
hvað fargjaldið þarf að
hækka og óvíst er að fólk
muni nýta sér þennan
samgöngumáta þegar allt
kemur til alls. Dagur B. og
félagar í núverandi meiri-
hluta borgarstjórnar eru
reiðubúin og í raun byrjuð að tefja um-
ferð einkabíla í þeim tilgangi að þvinga
almenning til að nota almennings-
vagna og í framhaldinu Borgarlínu.
Það liggur því ljóst fyrir að Dagur og
félagar vita að enginn rekstrar-
grundvöllur er fyrir rándýrri Borgar-
línu nema almenningur sé þvingaður
til að leggja einkabílnum.
Engan veginn er staðið að endur-
nýjun framþróun vegakerfis borgar-
innar sem þörf er á og í bígerð er að
hefta og tefja umferð enn frekar. Við
borgarbúar finnum fyrir þessu á
hverjum degi í um-
ferðaröngþveitinu sem
á ekki eftir að verða
neitt nema verra.
Vitað er hvað kostar
að reka Strætó og vit-
að er hver kostnaður
hins opinbera yrði við
að frítt yrði í strætó.
Kostnaður af Frítt í
Strætó yrði ekki mikill
umfram það sem nú er
og myndi dreifast með
sanngjörnum hætti á
sveitarfélögin sex og
ríkið. Reikna má með
að þetta myndi kosta Reykjavíkur-
borg á bilinu 3 til 400 milljónir á ári
umfram það sem nú er. Það verður að
teljast lágt gjald sé litið til þess að
ávinningurinn af þessu er mikill. Heil-
mikil kjarabót ásamt því að vera raun-
hæf og sanngjörn leið til að auka notk-
un fólks á almenningssamgöngum.
Óvíst og jafnvel ólíklegt er að Borgar-
lína muni auka almenna notkun stræt-
isvagna og alveg öruggt er að ekki
verður unnt að hafa þá þjónustu
ókeypis sé tekið mið af gríðarlegum
stofn- og rekstrarkostnaði.
Ávinningurinn af Frítt í Strætó er
slíkur að það hlýtur að teljast firra að
eyða frekari tíma og fjármunum í
Borgarlínuverkefnið. Samkvæmt fyr-
irliggjandi upplýsingum um áætlaðan
stofnkostnað Borgarlínu er hægt að
reka Frítt í Strætó í hartnær heila öld
fyrir sömu upphæð, þá erum við ekki
byrjuð að tala um rekstrarkostnað.
Hættið að eyða tíma og peningum í
óraunhæfar Borgarlínupælingar.
Hættið að þvinga fólk og kúga til
hlýðni – tökum Sigmund á þetta og
höfum Frítt í Strætó.
Frítt í strætó er rétta leiðin
Eftir Lindu
Jónsdóttur
Linda
Jónsdóttir
» Samkvæmt fyrir-
liggjandi upplýs-
ingum um áætlaðan
stofnkostnað Borgar-
línu er hægt að reka
Frítt í Strætó í hartnær
heila öld fyrir sömu
upphæð.
Höfundur er í Miðflokknum
í Reykjavík.
Á undanförnum ár-
um hefur fylgið hrunið
af Sjálfstæðis-
flokknum í borgar-
stjórnarkosningum.
Meginástæða þess er
sú að borgarfulltrúar
flokksins hafa myndað
tvær ólíkar fylkingar
a.m.k. frá 2010. Sumir
þeirra eru í stjórnar-
andstöðu og berjast
fyrir stefnu í samræmi
við sjálfstæðsistefnuna, samþykktir
landsfunda og nú síðast Reykjavík-
urþings. En aðrir borgarfulltrúar
flokksins hafa stutt vinstri meiri-
hlutann í flestum veigamestu mál-
um. Þetta vita ekki allir flokksmenn
í Reykjavík. En þetta getur hver séð
á afstöðu fulltrúanna í borgarstjórn
og nefndum.
Einn listi – tvær stefnur
Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins í borgarstjórn, þær Áslaug Frið-
riksdóttir, sem nú tekur þátt í leið-
togakjöri í Reykjavík, og Hildur
Sverrisdóttir, fyrrverandi borgar-
fulltrúi, studdu vinstri meirihlutann
í flestum veigamestu málum þeirra á
síðustu tveimur kjörtímabilum og
fóru einatt gegn afstöðu annarra
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Þegar núgildandi aðalskipulag var
samþykkt í borgarstjórn 26.11. 2013,
greiddu þrír fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins atkvæði gegn því og sömdu
sameiginlega bókun af því tilefni. En
Áslaug og Hildur samþykktu aðal-
skipulag vinstri meirihlutans og
sömdu sér bókun þar sem þær
styðja það og hrósa því. Þar segja
þær m.a.: „Aðalskipulagið sem nú er
til samþykktar er hagkvæmt og leið-
ir til jákvæðra áhrifa. Á næstu 16 ár-
um er nauðsynlegt að taka afgerandi
afstöðu með þéttingu byggðar og því
að gefa fjölbreyttari samgöngu-
kostum aukið vægi enda mun slík
forgangsröðun koma jafnvægi á
borgarumhverfið og veita borgar-
búum fleiri valkosti.“
Áslaug kaus vinstri
meirihlutann
Núgildandi aðalskipulag Reykja-
víkur er hápólitísk stefnumótun
vinstri meirihlutans, Áslaugar og
Hildar, í skipulags-, samgöngu- og
húsnæðismálum. Það kveður á um
að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýr-
inni á næsta kjörtímabili – boðar
heilsuspillandi „Borgarlínu“ sem nú
þegar er úrelt og feikilega kostn-
aðarsöm – útheimtir sívaxandi um-
ferðaröngþveiti og umferðarmengun
með því að þrengja að tengibraut-
um, lágmarka viðhald á stofn-
brautum og útiloka
mislæg gatnamót, úti-
lokar nýja íbúðabyggð
á landi borgarinnar og
ber þannig ábyrgð á
húsnæðisskorti og sí-
hækkandi leigu- og
íbúðaverði. Þessi
byggðastefna hefur
hrakið ungt fólk frá
Reykjavík í nærliggj-
andi sveitarfélög.
Áslaug og Hildur
bera því jafn mikla
ábyrgð á öngþveitinu í
samgöngu- og húsnæðismálum
borgarinnar og restin af vinstri
meirihlutanum.
Einn lista og eina stefnu
Á síðustu öld hélt Sjálfstæðis-
flokkurinn hreinum meirihluta í
Reykjavík, með um og yfir 50% at-
kvæða, frá stofnun flokksins og til
1978 og aftur frá 1982-94. Í kosning-
unum 1990 fékk flokkurinn 62%
fylgi í Reykjavík og 10 borgarfull-
trúa af 15, undir forystu Davíðs
Oddssonar. Árið 2010 var fylgið
komið niður í 33,6% eða um þriðj-
ung kjósenda og árið 2014 í 25,7%
og fjóra borgarfulltrúa af 15, –
fjórðung atkvæða eða helming þess
fylgis sem flokkurinn hafði lengst
af.
Eini möguleiki Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík á þessum tíma-
punkti felst í öflugum leiðtoga, sam-
hentum borgarfulltrúum, einum
lista með eina stefnu – stefnu
Sjálfstæðisflokksins.
Einn lista og eina
stefnu í Reykjavík
Eftir Matthildi
Skúladóttur
Matthildur
Skúladóttir
»Eini möguleiki Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík á þessum
tímapunkti felst í öfl-
ugum leiðtoga, sam-
hentum borgarfulltrú-
um, einum lista með
eina stefnu.
Höfundur er sjálfstæðiskona og
stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Allt um
sjávarútveg