Morgunblaðið - 24.01.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Bragð af
vináttu
• Hágæða gæludýrafóður
framleitt í Þýskalandi
• Bragðgott og auðmeltanlegt
• Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna
Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Náttúra, sköpun og gerð Ís-lands er þannig að for-vitnilegar spurningar ogrannsóknarefni blasa
hvarvetna við. Þetta er draumaland
vísindamanna þar sem svo ótalmargt
mætti rannsaka að ég verð stundum
haldinn ónotatilfinngu og valkvíða.
Sennilega má líkja þessu við að vera
lítið barn í leikfangabúð,“ segir Páll
Einarsson jarðeðlisfræðingur.
Vetrarmót jarðvísindamanna á
Norðurlöndunum var haldið fyrr í
mánuðinum í Kaupmannahöfn og
þar voru Páli veitt Norrænu jarð-
fræðiverðlaunin 2018. Rökin fyrir
því vali voru meðal annars þau að
Páll hefði í tímans rás verið sér-
staklega ötull við að miðla þekkingu
sinni á jarðfræði til almennings og
stjórnvalda. Að því leyti myndað
mikilvæga tengingu milli fólks og
fræða sem þurfi að vera til staðar.
Áfram á fullu í fræðunum
Sú hefð ríkir að gripur sem
verðlaunahafi fær sé steinn úr land-
inu þar sem fundur jarðfræðinganna
er haldinn hverju sinni. Ekki var
brugðið út af venjunni nú og frá
Danmörku kom Páll með níu kílóa og
55 milljón ára gamlan stein, að hluta
myndaðan úr öskulögum frá því þeg-
ar Ísland og Atlantshafið voru að
myndast
Páll Einarsson starfaði í áratugi
við rannsóknir og kennslu við Há-
skóla Íslands, en er nú kominn á eft-
irlaun og er prófessor emeritus sem
svo er kallað. Er þó áfram á fullu í
fræðunum þar sem margt spennandi
Jarðfræðingurinn
er á heitum reit
Ísland er sem leikfangabúð jarðfræðinnar. Þetta segir Páll Einarsson sem á dög-
unum fékk Norrænu jarðfræðiverðlaunin 2018 fyrir að miðla þekkingu sinn til
almennings. Hann segir flestum betur frá náttúru landsins – en í því starfi segir
hann áhuga almennings á fræðum vera mjög hvetjandi fyrir vísindamann.
Morgunblaðið/Einar Falur
Skjálftavakt Páll Einarsson tók þátt í því að setja upp fyrsta heildstæða net
jarðskjálftamæla á Íslandi og hér er hann við tækin. Mynd frá árinu 1986.
Morgunblaðið/Rax
Eldgos Sjónarspil og rauður bjarmi í Heklugosi í janúar árið 2000.
Marshall-húsið er nýr vettvangur
lista við gömlu höfnina í Reykjavík.
Í tilefni af því að það hlaut Hönn-
unarverðlaun Íslands árið 2017 verð-
ur boðið upp á leiðsögn um húsið kl.
17 annað kvöld, fimmtudaginn 25.
janúar. Ásmundur Hrafn Sturluson og
Steinþór Kári Kárason, arkitektar hjá
Kurt og Pí, leiddu hönnun verksins í
samstarfi við ASK arkitekta. „Verkið
kristallar velheppnaða umbreytingu
eldra iðnaðarhúsnæðis fyrir nýtt
hlutverk í samtímanum. Arkitektarnir
þróuðu verkið allt frá hugmyndastigi
og leiddu saman breiðan hóp til að
skapa heilsteypt verk. Unnið er vel
með sögu byggingar og samhengi
staðar og til verður nýr áfangastaður
á áhugaverðu þróunarsvæði í borg-
inni. Verkið er gott dæmi um það
hvernig beita má aðferðum hönnunar
til nýsköpunar í borgarumhverfinu,“
sagði í umsögn dómnefndar.
Marshall-húsið var byggt árið 1948
sem síldarbræðsla en hýsir nú Ný-
listasafnið, Kling og Bang, Stúdíó
Ólafs Elíassonar ásamt vinnustofu og
veitingahúsið Marshall Restaurant +
Bar. Húsið hafði staðið autt í rúmlega
tíu ár. Ásmundur Hrafn leiðir gesti
um húsið, en leiðsögnin er í boði
Hönnunarsafns Íslands.
Mæting kl. 17.00 í Marshall-húsinu,
Grandagarði 20.
Vettvangur lista við gömlu höfnina í Reykjavík
Nýtt hlutverk Marshall-húsið var byggt árið 1948 sem síldarbræðsla.
Leiðsögn um Marshall-húsið
Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga
Nagli eins og hún er kölluð, heldur
fyrsta heilsufyrirlestur ársins í Bóka-
safni Seltjarnarness kl. 17.30 - 18.30
í kvöld, miðvikudaginn 24. janúar. Í
fyrirlestrinum ræðir hún um heils-
una, að nærast í núvitund (mindful
eating), sem hún aðhyllist og notar í
störfum sínum, bók sína Heilsubók
Röggu Nagla og tilurð hennar.
Ragnhildur er klínískur heilsusál-
fræðingur og sérsvið hennar er að
hjálpa fólki að öðlast jafnvægi, hug-
arró og heilbrigt samband við mat. Í
fyrirlestrinum fjallar hún einnig um
hvernig best er að setja sér raunhæf
markmið hvað varðar mataræði og
hreyfingu, en hún leggur mikla
áherslu á þjálfun og hreyfingu
Allir velkomnir og aðgangur ókeyp-
is.
Ragga Nagli með heilsufyrirlestur í Bókasafni Seltjarnarness
Heilsa og nær-
ing í núvitund
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Markmið Ragga Nagli fjallar m.a. um
raunhæf markmið.
Hefur svefn áhrif
á hamingju?
Gunnar Hersveinn
rithöfundur og
heimspekingur og
Erla Björnsdóttir
sálfræðingur
ræða hamingjuna
út frá ýmsum
sjónarhornum,
m.a. heilsu, hegð-
un og viðhorfi, í
Heimspekikaffi í
Borgarbókasafn-
inu í Gerðubergi
kl. 20 í kvöld,
miðvikudaginn
24. janúar.
Vegur hamingjunnar er langur og
felst hann að minnsta kosti í því
að leggja stund á dyggðir og rækta
tilfinningar sínar, auk þess að efla
skynsemina. Hún er spunnin úr að-
stæðum sérhvers manns og kjarki
til að taka ákvarðanir um líf sitt.
Heimspekingar hafa rannsakað
hamingjuna frá mörgum hliðum. En
hvað um svefn? Hafa svefn, ár-
vekni, athygli og einbeiting áhrif á
hamingjuna?
Erla Björnsdóttir er doktor í líf-
og læknavísindum frá Háskóla Ís-
lands en í doktorsnámi sínu rann-
sakaði hún andlega líðan og lífs-
gæði út frá svefnleysi og kæfi-
svefni. Erla rekur vefinn betri-
svefn.is og er einn af rekstrar-
aðilum Sálfræðiráðgjafarinnar og
skrifaði bókina Svefn sem kom út í
fyrra.
Gunnar Hersveinn hefur umsjón
með heimspekikaffinu og leiðir
gesti í lifandi umræðu um mál-
efnin. Hann hefur m.a. skrifað bók-
ina Gæfuspor – gildin í lífinu. Allir
stefna leynt eða ljóst að hamingju,
en hvernig nálgumst við hamingj-
una? Heimspekikaffið í Gerðubergi
hefur verið vinsælt undanfarin
misseri, en þar er fjallað á manna-
máli um hvers konar líferni er eft-
irsóknarvert. Gestir taka virkan
þátt í umræðum og hafa margir
fengið gott veganesti eftir kvöldin
og hugðarefni til að ræða frekar.
Heimspekikaffi í Borgarbókasafninu í Gerðubergi
Hafa svefn, árvekni, athygli og
einbeiting áhrif á hamingjuna?
Erla Björnsdóttir.Gunnar Hersveinn