Morgunblaðið - 24.01.2018, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
Suðurlandsbraut 6, Rvk. | Sími 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa starfskrafta
í flestar greinar atvinnulífsins
Markmið okkar er að spara viðskiptavinum
tíma, fyrirhöfn og fjármuni.
VA N TA R Þ I G STA R FS F Ó L K
Handafl er traust
og fagleg
starfsmannaveita
með margra ára
reynslu á markaði þar
sem við þjónustum
jafnt stór sem smá
fyrirtæki.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Í bréfi sem Gunnar A. Bårregård
heimilislæknir hefur skrifað skjól-
stæðingum sínum kemur fram að
Heimilislæknastöðinni Uppsölum í
Kringlunni verði lokað á næstunni og
hann hafi ákveðið að sameinast
Heilsugæslunni Höfða, og skjólstæð-
ingar hans skráist sjálfkrafa hjá hon-
um þar, frá 1. febrúar nk.
Í bréfinu kemur jafnframt fram að
Gunnar verður 70 ára í vor og hann
hafi því viljað ráða eftirmann sinn til
Heimilislæknastöðvarinnar Uppsöl-
um en ekki hafi fengist til þess leyfi
frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ).
Steingrímur Ari Arason, forstjóri
SÍ, segir að tekin hafi verið ákvörðun
um það í heilbrigðisráðherratíð
Kristjáns Þórs Júlíussonar að færa
heimilislæknaþjónustuna alfarið inn í
heilsugæsluna á höfuðborgarsvæð-
inu, og það sé skýringin á því að ekki
hafi verið veitt leyfi fyrir ráðningu
eftirmanns Gunnars.
„Það hafa verið hreyfingar í þá
veru að gefa sjálfstætt starfandi
heimilislæknum, sem áhuga hafa á
því, kost á því að stofna heilsugæslu,
en það virðist ekki hafa náðst sam-
staða um að gera það,“ sagði Stein-
grímur Ari í samtali við Morgunblað-
ið í gær.
Steingrímur Ari segir að þeir sem
áður voru sjálfstætt starfandi heim-
ilislæknar hafi að undanförnu gengið
til liðs við ákveðnar heilsugæslu-
stöðvar, sem séu með samning við SÍ.
„Það var stefnumarkandi ákvörð-
un sem tekin var í ráðuneytinu í tíð
Kristjáns Þórs, að sjálfstætt starf-
andi heimilislæknar yrðu hluti af
heilsugæslunni, en við hjá Sjúkra-
tryggingum Íslands höfum eindregið
lagt það til að þeir sjálfstætt starf-
andi heimilislæknar, sem hafa hug á
að ljúka starfsferli sínum sem ein-
yrkjar, eða það sem við höfum kallað
HUH-læknar, heimilislæknar utan
heilsugæslu fái að gera það. Við höf-
um þannig lagt áherslu á að þeir
læknar sem svo kjósa fái svokallað
sólarlagsákvæði, og fái þannig að
ljúka sínum starfsferli sem sjálfstætt
starfandi heimilislæknar,“ sagði
Steingrímur Ari.
„Þær breytingar sem eru að verða
á heilsugæslunni á höfuðborgar-
svæðinu fela það m.a. í sér að allar
stöðvarnar, óháð eignarhaldi og
rekstrarformi, munu búa við sam-
bærilega fjármögnun,“ sagði Stein-
grímur Ari.
Sjálfstætt starfandi heimilis-
læknar til heilsugæslu
SÍ vilja sólarlagsákvæði handa HUH-læknum sem það kjósa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heilsugæsla Sjálfstætt starfandi
heimilislæknum fer fækkandi.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Dýrafjarðargöng verða að óbreyttu
orðin 1.000 metrar eftir sprenging-
ar í dag. Gangamenn hefðu náð
þessum áfanga í gær ef ekki hefðu
orðið tafir við vaktaskipti um
helgina. Vegna slæms veðurs hefur
gengið illa að koma mannskap til og
frá vinnusvæði.
„Eftir skotið áðan vorum við
komnir 987 metra inn, auk útskota
B og C sem geta verið flókin,“
sagði Karl St. Garðarsson, stað-
arstjóri Suðurverks við gerð Dýra-
fjarðarganga. Hann telur að starfs-
mennirnir muni ná 1.000 metra
áfanganum síðdegis í dag.
Mega ekki moka sjálfir
Starfsmenn Suðurverks og Met-
rostav fóru lengi vel á vinnusvæðið
með bílum um Dynjandisheiði. Þeg-
ar Vegagerðin mokaði ekki renndu
þeir í gegn með hefli. Í útboðs-
gögnum er hins vegar tekið fram að
verktakanum sé ekki heimilt að
moka heiðina fyrir sig og aðra
nema með leyfi Vegagerðarinnar.
Þeir eru ekki með snjóblásara og
hefur ekki fengist leyfi til að moka
með hefli að undanförnu. Starfs-
mennirnir hafa því farið á báti frá
Bíldudal.
Vegna veðurs hefur að mestu
verið ófært síðustu daga og tafði
það vaktaskipti um helgina. Datt
sólarhringur úr vinnu vegna þess.
Allt sprengigengið og hluti starfs-
manna Suðurverks komst þó á stað-
inn með báti á sunnudag en viðbót-
armannskapur bíður eftir betra
veðri. Á meðan vinnustaðurinn er
ekki fullmannaðar gengur verkið
heldur hægar en við eðlilegar að-
stæður.
Karl segir að menn séu ánægðir í
Arnarfirði, þrátt fyrir einangrunina.
„Við erum með afskaplega vel sam-
stilltan mannskap. Við höfum unnið
með Tékkunum í Norðfjarðargöng-
um og við þekkjumst því vel. Ég tel
að bæði fyrirtækin séu heppin með
mannskap,“ segir Karl.
Ná 1.000 metra
markinu í dag
Vaktaskipti erfið vegna ófærðar
Dýrafjarðargöng
» Framkvæmdin felur í sér
lagningu nýs vegar og nýrra
ganga á milli Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar, frá Mjólkárvirkjun
í Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú.
» Lagður verður 8 kílómetra
langur nýr vegur og göngin eru
5,6 km að vegskálum með-
töldum. Því er um að ræða 13,7
km langt vegstæði.
» Vestfjarðavegur styttist um
27,4 kílómetra.
Tómas Magnús Tóm-
asson, tónlistarmaður
og upptökustjóri, lést
síðdegis í gær. Tómas
fæddist 23. maí árið
1954 og var þekkt-
astur sem bassaleikari
Stuðmanna. Hann
spilaði einnig með
hljómsveitum eins og
Hinum íslenzka
Þursaflokki og
Change en varð fyrst
kunnur sem meðlimur
í rokksveitinni Rifs-
berja, við upphaf átt-
unda áratugarins.
Tómas átti einkar farsælan feril
með Stuðmönnum sem og Þursum
en haslaði sér og völl sem mikil-
virkur upptökustjóri og lagði
gjörva hönd á plóg við gerð
margra af þekktustu plötum ís-
lenskrar dægur-
tónlistarsögu. Má þar
nefna plötur eftir
Bubba, Megas, Björk
(Gling-gló) og KK en
hann tengdist inn á
19 af þeim 100 plötum
sem valdar voru bestu
plötur Íslandssög-
unnar í samnefndri
bók, og komst enginn
nálægt honum þar.
Tómas var hæglæt-
ismaður á sviði, en af-
ar lunkinn húmoristi
og var hrynfesta hans
mikilvægt lím í þeim
sveitum sem hann lék með. Sam-
starfsmenn hans í gegnum tíðina
hafa þá lokið á hann lofsorði, hann
hafi verið ljúfmennskan og birtan
holdi klædd í hverju því sem hann
kom að.
Andlát
Tómas Magnús
Tómasson