Morgunblaðið - 24.01.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Miklar breytingar eru fyrir höndum
í borgarstjórn Reykjavíkur í vor.
Fjöldi núverandi borgarfulltrúa hef-
ur ákveðið að snúa sér að öðrum
störfum en um leið verður borgar-
fulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Útlit er
fyrir að kjósendur geti valið á milli
metfjölda framboða. Ef svo fer sem
horfir verða minnst tólf flokkar í
framboði.
Átta flokkar buðu fram í sveitar-
stjórnarkosningunum í höfuðborg-
inni fyrir fjórum árum. Allir stefna
þeir að því að bjóða fram að nýju en
eru komnir mislangt á veg í skipu-
lagningu. Þeir fjórir flokkar sem
bætast í hópinn ef að líkum lætur eru
Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalista-
flokkur Íslands og Flokkur fólksins.
Vinna við framboð flokkanna
stendur nú yfir. Eins og komið hefur
fram í fréttum halda sjálfstæðis-
menn leiðtogaprófkjör um helgina
og í kjölfarið mun valnefnd stilla upp
lista. Framsóknarmenn munu ganga
frá skipan lista á aukakjördæma-
þingi 22. febrúar. Þorvaldur Þor-
valdsson, formaður Alþýðufylking-
arinnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að stefnt væri að því
að listi flokksins í Reykjavík yrði
tilbúinn snemma í mars. „Það er
heldur ekki útséð um önnur sveit-
arfélög,“ sagði hann.
Stíf fundahöld hjá flokkum
Samfylkingin verður með flokks-
val hinn 10. febrúar og þar stefnir í
harða baráttu um næstu sæti fyrir
neðan Dag B. Eggertsson sem verð-
ur áfram oddviti. Pálmey Gísladóttir,
formaður Dögunar, segir að fram-
boðsmál séu í skoðun hjá flokknum.
„Það var alltaf stefnan að bjóða
fram. Við ætlum að funda í næstu
viku og sjáum hvað kemur út úr
þeim fundi,“ segir hún.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð heldur rafrænt forval hinn 24.
febrúar. Kosið verður um fimm efstu
sætin. Píratar stefna að framboði í
Reykjavík en ákvörðun þar að lút-
andi verður mögulega tekin á fé-
lagsfundi í kvöld. Theodóra S. Þor-
steinsdóttir, stjórnarformaður
Bjartrar framtíðar, segir undirbún-
ing í gangi fyrir framboð í Reykja-
vík. „Við ætlum okkur fram þar, það
er verið að funda og undirbúa,“ segir
hún. Birna Þórarinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Viðreisnar, tekur í
svipaðan streng en þessir tveir
flokkar hafa einmitt verið orðaðir við
sameiginlegt framboð: „Við stefnum
að framboði í Reykjavík. Það er ver-
ið að vinna í þessum málum.“
Gunnar Smári Egilsson lýsti því
yfir í Morgunblaðinu á mánudag að
ákvörðun um framboð Sósíalista-
flokks Íslands mundi liggja fyrir inn-
an þriggja til fjögurra vikna.
Miðflokkurinn stefnir á framboð í
Reykjavík og nokkrum fleiri af
stærstu sveitarfélögum landsins, að
sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar,
aðstoðarmanns formanns flokksins.
Ekki hefur verið ákveðið hvernig
raðað verður á lista.
„Flokkur fólksins mun bjóða fram
í sveitarstjórnarkosningunum.
Reykjavík er örugg inni, annað kem-
ur í ljós eftir samtal við grasrótina og
vilja hennar til baráttunnar,“ segir
Inga Sæland, formaður Flokks
fólksins.
Þröskuldurinn verður 4,2%
Fyrirséð er að fjölgun borgarfull-
trúa og þessi fjöldi framboða muni
hafa áhrif á það hversu mörg at-
kvæða þarf til að koma inn manni. Í
sveitarstjórnarkosningunum árið
2014 komu Píratar inn manni með
5,9% atkvæða, svo dæmi sé tekið.
Þorkell Helgason stærðfræðingur
segir að hægt sé að ganga út frá því
sem vísu að 4,2% atkvæða tryggi
lista sæti í borgarstjórn Reykjavíkur
miðað við fjölgun borgarfulltrúa í 23.
„En síðan getur listi skriðið inn
með mann út á minna fylgi. Það fer
eftir því hvernig atkvæði dreifast á
aðra flokka,“ segir Þorkell.
Vinna stendur nú yfir í forsætis-
nefnd borgarinnar við útfærslu á
fjölgun borgarfulltrúa í vor. Líf
Magneudóttir, forseti borgarstjórn-
ar, segir að eftir fjölgun verði ekki
jafn mikil þörf á aukagreiðslum og
verið hefur. „Við höfum reiknað með
að borgarfulltrúar geti fullmannað
öll ráð og nefndir.“
Tólf flokkar gætu boðið fram
Útlit fyrir metfjölda framboða í Reykjavík í vor Barátta um sæti hjá Sjálfstæðisflokki, Samfylk-
ingu og VG en aðrir komnir skemmra á veg 4,2% atkvæða þarf til að ná örugglega inn manni
Morgunblaðið/Hari
Barátta Hart verður barist um sæti í borgarstjórn Reykjavíkur í vor – rétt eins og í snjóboltanum hjá stúlkunum úr 6. bekk í MR.
Framboð í Reykjavík í gegnum tíðina
1982 1994 2010 2018*
Alþýðuflokkurinn
Framsóknarflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn
Alþýðubandalagið
Samtök um kvennaframboð
Reykjavíkurlistinn
Reykjavíkurframboð
Frjálslyndi flokkurinn
Framboð um heiðarleika
Samfylkingin
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Besti flokkurinn
Alþýðufylkingin
Dögun
Píratar
Björt framtíð
Viðreisn
Miðflokkurinn
Flokkur fólksins
Sósíalistaflokkurinn
*Þessir flokkar stefna að framboði í Reykjavík en ákvörðun um framboð eða útfærsla þess liggur ekki fyrir hjá öllum
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í
gærmorgun, að skipa þverpólitíska
nefnd um stofnun þjóðgarðs á
miðhálendinu.
Fram kemur í frétt á heimasíðu
umhverfis- og auðlindaráðuneytisins
að Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og
auðlindaráðherra,
gerði tillögu um
nefndarskipunina
á ríkisstjórnar-
fundinum og var
tillaga ráðherrans
samþykkt.
„Með nefndinni
mun enn fremur
starfa samráðs-
hópur helstu
hagsmunaaðila og
almannasamtaka, s.s. náttúruvernd-
arsamtaka, útvistarsamtaka og sam-
taka hagsmunaaðila s.s. í ferðaþjón-
ustu, landbúnaði og orkumálum.
Leitað verður tilnefninga í nefnd-
ina frá öllum flokkum á Alþingi, auk
tveggja fulltrúa sveitarfélaga og full-
trúa frá umhverfis- og auðlindaráðu-
neytinu og forsætisráðuneytinu.
Nefndinni er m.a. ætlað að skil-
greina mörk þjóðgarðsins og setja
fram áherslur um skiptingu land-
svæða innan hans í verndarflokka.
Einnig er henni ætlað að fjalla um
hugsanlegar aðkomuleiðir og þjón-
ustumiðstöðvar, svæðisskiptingu og
rekstrarsvæði og greina tækifæri
með stofnun þjóðgarðs á byggðaþró-
un og atvinnulíf. Jafnframt er henni
ætlað að gera tillögur að helstu
áherslum í stjórnunar- og verndar-
áætlunum og atvinnustefnu fyrir
þjóðgarðinn.
Til grundvallar starfi nefndar-
innar liggur skýrsla nefndar um-
hverfis- og auðlindaráðuneytisins og
hagaðila um forsendur fyrir stofnun
þjóðgarðs á miðhálendi Íslands sem
kom út í nóvember 2017. Í skýrsl-
unni er m.a. að finna heildstætt yfir-
lit um miðhálendið, náttúru og
menningarminjar þess, yfirlit yfir
helstu stefnumörkun sem fyrir ligg-
ur um miðhálendið varðandi vernd-
un, auðlindir, nýtingu, innviði og
helstu hagsmuni innan miðhálendis-
ins.
Gert er ráð fyrir að nefndin skili
ráðherra tillögu sinni í formi skýrslu
og tillögu að lagafrumvarpi um þjóð-
garðinn,“ segir í frétt ráðuneytisins.
agnes@mbl.is
Þjóðgarður á miðhálendinu
Þverpólitískri nefnd verður falið að gera skýrslu og tillögu
að lagafrumvarpi Starfi í samráði við helstu hagsmunaaðila
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
Morgunblaðið/RAX
Hálendi Þverpólitískri nefnd er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðs.