Morgunblaðið - 08.02.2018, Side 4

Morgunblaðið - 08.02.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Leita nú allra leiða fyrir Sunnu  Lögmaður telur meðferðina á Sunnu Elviru varða við lög  Segir að hún líði fyrir meinta aðild eigin- manns síns að fíkniefnamáli  Utanríkisráðuneytið segist ekki geta gripið inn í rannsókn á málinu Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Spænskur lögmaður Sunnu Elviru Þorkels- dóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi á Malaga á Spáni eftir fall þann 19. janúar, leit- ar nú allra leiða til að hún fái viðeigandi læknishjálp. Þetta segir Páll Kristjánsson, sem er lögmaður Sunnu hér á landi. Hann segir að sú meðferð sem Sunna hefur þurft að sæta af hendi lögreglu hljóti að varða við lög og undrast afskiptaleysi alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra og íslenska utanríkisráðu- neytisins. Sunna féll á milli hæða á heimili sínu í Malaga og var eiginmaður hennar handtekinn í kjölfarið. Honum var fljótlega sleppt úr haldi, þá fór hann til Íslands og var handtek- inn við komuna til landsins vegna gruns um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli og í fram- haldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í gær var hann síðan úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Páll segir að þær aðstæður og sú læknis- hjálp sem Sunna fær nú sé í engu samræmi við alvarleika áverka hennar, en hún skað- aðist á mænu. Hún liggi á sjúkrahúsi með lágmarksþjónustu, hálfgerðri heilsugæslu, þar sem hún fái ekki meðferð við hæfi. Sjúkratryggingar Íslands hafi samþykkt að greiða kostnað við flutning hennar á hátækni- sjúkrahús í Toledo en spænska lögreglan hindri það með því að neita að afhenda vega- bréf hennar og noti ástand hennar til að pressa á hana að gefa upplýsingar um áður- nefnt fíkniefnamál. „Ég fæ ekki betur skilið en að hún líði fyrir meinta aðild eiginmanns síns að fíkniefnamáli. Ég veit ekki til þess að hún sé sakborningur í málinu og það hlýtur að vera brot á mannréttindum að hún fái ekki þá læknishjálp sem hún þarf á að halda. Ég get ekki séð að það skipti lögreglu neinu máli á hvaða sjúkrahúsi hún liggur, hún hefur svarað spurningum hennar og ef það er þörf á frekari skýrslutökum er væntanlega hægt að gera það hvar sem er.“ Hefur ekki fengið nein svör Páll segir það hafa komið sér verulega á óvart hversu lítið embætti ríkislögreglustjóra og utanríkisráðuneytið hafi beitt sér í málinu. „Þegar þetta kom upp hafði ég samband við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra og bað um að þau myndu beita sér fyrir því að Sunna kæmi heim. Ég hef ekki fengið nein svör. Mér datt satt best að segja ekki annað í hug en að þessir aðilar myndu gera allt sem þeir gætu til að íslenskur ríkisborgari fengi þá læknis- hjálp sem hann þarf á að halda.“ Hann segir að röðin sé komin að stjórnvöldum að beita sér í málinu. „Utanríkisráðuneytið þarf að grípa inn í með meira afgerandi hætti en það hefur gert.“ Spurður um líðan Sunnu segir Páll að hún hugsi fyrst og fremst um að geta hafið endur- hæfingu. „Þó að mikið hafi verið fjallað í fjöl- miðlum um meint tengsl mannsins hennar við fíkniefnamál, þá einblínir hún á sína eigin heilsu. Hún á erfitt með að skilja hvers vegna hún þarf að þola þessa meðferð.“ Hafa aðstoðað fjölskylduna Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi aðstoðað fjölskyldu Sunnu frá því að mál- ið kom upp og hafi m.a. verið í samskiptum við spænsk stjórnvöld, haft milligöngu um lögfræðiaðstoð og verið í samskiptum við heilbrigðisyfirvöld á Spáni. Spurð hvort ráðu- neytið geti með einhverju móti gripið inn í kyrrsetningu Sunnu á sjúkrahúsinu segir Urður svo ekki vera. „Við getum ekki gripið inn í rannsókn á máli eða neinu öðru sem lög- regla er að fást við, ekki frekar en yfirvöld annarra landa gætu haft afskipti af rannsókn hér á landi.“ Frá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra feng- ust þær upplýsingar að deildin hefði verið í sambandi við spænsk lögregluyfirvöld vegna máls Sunnu. „Frekari upplýsingar verða ekki gefnar að svo stöddu,“ segir í skriflegu svari alþjóðadeildar. Ljósmynd/Af Facebook-síðu Sunnu. Biðstaða Óútskýrt er hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir fær ekki flutning heim. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Stjórn Fangavarðafélags Íslands (FVFÍ) sendi ályktun dags. 5. febr- úar sl. til allra þingmanna þar sem lýst er yfir áhyggjum af niður- skurði. Fram kemur m.a. í álykt- uninni að öryggi starfsmanna fang- elsa sem og fanga verði ekki lengur tryggt vegna manneklu en einnig að aðbúnaður og tæki fangavarða séu úr sér gengin. „Við höfum nýlegt dæmi þar sem aðeins einn fangavörður var á næt- urvakt yfir 23 föngum, en hann veiktist alvarlega og uppgötvaðist það ekki fyrr en dagvaktin mætti til vinnu,“ segir Jón Ingi Jónsson, for- maður FVFÍ, sem vill ekki þurfa að hugsa til enda hvað hefði getað farið úrskeiðis á meðan. Jón Ingi segir fangelsin sneisafull nema á Hólmsheiði, en þar sé ekki hægt að fullnýta hina nýju aðstöðu að sökum skorts á fangavörðum. „Skorið hefur verið niður í mála- flokknum, en á sama tíma er auknu fé varið til lögreglu og dómstóla án þess að hugsa um það hvernig vinn- an þar skilar sér í fangelsin.“ Komið að sársaukamörkum Páll Winkel fangelsismálastjóri tekur undir áhyggjur FVFÍ. „Við höfum fengið fleiri fangelsi, rafrænt eftirlit o.þ.h. en niðurskurður á grunnheimildum hefur verið á bilinu 20-25% og við höfum þurft að bregðast við með að draga úr starfsmannafjölda. Talsvert er síðan við komum að sársaukamörkum og út frá öryggissjónarmiðum er ekki hægt að fjölga föngum á Hólms- heiði, þeir eru nú 30 þó að pláss sé fyrir 56.“ Áhyggjur af niðurskurði  Fangaverðir telja ekki lengur hægt að tryggja öryggi fanga og starfsfólks  Ekki hægt að fjölga á Hólmsheiði Morgunblaðið/Hari Hólmsheiðarfangelsi Ekki hægt að fullmanna sökum niðurskurðar. Fulltrúar Pri- mera air mættu ekki á fund sem ríkissáttasemjari hafði boðað í dag í kjaradeilu félags- ins og Flug- freyjufélags Ís- lands. Er þetta sjötti fundur rík- issáttasemjara sem fulltrúar fé- lagsins virða að vettugi. Deilan snýst um kaup og kjör starfsmanna Pri- mera Air, en flugfélagið hefur ekki viljað gera kjarasamning við Flug- freyjufélagið og greiðir því ekki samkvæmt íslenskum kjarasamn- ingum. Primera air telur að rík- issáttasemjari hafi ekki lögsögu í málinu, meðal annars vegna þess að félagið starfi ekki á íslenskum mark- aði. Þá telur Primera air Flugfreyju- félagið ekki hafa umboð til að semja fyrir hönd flugfreyja þeirra og þjóna, enda séu þeir ekki meðlimir í félaginu. Flugfreyjufélagið hefur þegar hafið undirbúning að verkfalli hjá félaginu. Hunsuðu sáttafund Primera Hafnar ís- lenskri lögsögu.  Mættu ekki hjá ríkissáttasemjara „Hver vegur að heiman er vegur heim,“ orti Snorri Hjartarson. Þessar klassísku ljóðlínur kunna að hafa hljómað í kolli þessa vel búna hjól- reiðamanns sem tókst á við vetrarfærðina síð- degis í gær. Þó snjóþungt hafi verið við Elliða- árnar gat hann huggað sig við að daginn er farið að lengja og fyrr en varir verður hægt að fara á fulla ferð á ný og finna lykt af vorinu. Og jafnvel að minnka farangurinn á bakinu. Hjólað heim í hægum takti Morgunblaðið/Hari Tekist á við vetrarfærðina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.