Morgunblaðið - 08.02.2018, Side 6
Í könnun, sem skóla- og frí-
stundasvið Reykjavíkur lagði ný-
verið fyrir foreldra allra grunn-
skólabarna í borginni, er spurt
um hvernig barnið skilgreinir
kyn sitt. Svarmöguleikarnir eru:
a) stúlka, b) drengur og c) á ann-
an hátt. Þetta er í fyrsta skiptið
sem þessi háttur er hafður á, en í
síðustu foreldrakönnun, sem send
var út fyrir tveimur árum, var
þriðji valmöguleikinn, auk stúlku
og drengs, „vil ekki svara“.
Kolbrún Hrund Sigurgeirs-
dóttir er verkefnisstjóri jafn-
réttisskóla Reykjavíkur og segir
að þetta nýja fyrirkomulag sé í
samræmi við mannréttinda-
stefnu borgarinnar. „Í Reykja-
vík, eins og annars staðar, eru
börn sem hvorki skilgreina sig
sem dreng eða stúlku. Þau þurfa
að geta skilgreint sig eins og
önnur börn og við viljum ekki
að þau upplifi að verið sé að úti-
loka þau.“
Kolbrún segir að verið sé að
endurskoða öll eyðublöð og
skráningarform sem gefin séu
út á vegum borgarinnar þannig
að auk karl- og kvenkyns geti
fólk skilgreint kyn sitt á annan
hátt.
Foreldrum leikskólabarna hef-
ur einnig gefist kostur á að skil-
greina kyn barnsins á sama hátt
og í grunnskólakönnuninni. Kol-
brún segir að nokkuð hafi verið
um það að foreldrar hafi haft
samband við borgina vegna þessa
fyrirkomulags. „Þetta kemur ein-
hverjum spánskt fyrir sjónir. En
mér heyrist það vera almenn
skoðun fólks að allir fái að vera
eins og þeir eru,“ segir Kolbrún.
annalilja@mbl.is
„Stúlka, drengur
eða á annan hátt“
Fleiri möguleikar á að skilgreina sig
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
greiðslu og tóku þátt í góðgerð-
arbingói. Allir fá þeir 1.000 kr.
rukkun senda í heimabanka, er
vitaskuld í sjálfsvald sett hvort
þeir greiða en reiknað er með góð-
um viðtökum.
Vilji fólk styðja við bakið á nem-
endum er hægt að leggja inn á
reikning Hugins: 162-5-261521.
Kennitalan er 470997-2229. Ísak
nefndi að þegar 700 þúsund kr.
hafa safnast ætli stúlka í skólanum
að láta krúnuraka sig og eftir að
loforð verða komin upp fyrir 800
þús. kr. muni Jón Már Héðinsson
skólameistari mæta í kattarbúningi
í vinnuna!
gengur hópur nemenda yfir Vaðla-
heiði með sjúkrabörur. Mikill snjór
er á heiðinni svo varla verður þessi
25 km ganga auðveld, en þungi
fullorðinnar manneskju verður á
börunum. „Þeir fengu björg-
unarsveitina Súlur í lið með sér
svo allt fari örugglega vel,“ sagði
Ísak Grant, varaformaður skóla-
félagsins Hugins, í gær. Hægt
verður að fylgjast með ferðinni í
beinni útsendingu á Facebook.
Ísak segir mikla stemningu í
skólanum fyrir góðgerðarvikunni.
Nemendur fengu að kasta þeyttum
rjóma á pappadiskum framan í
stjórnarmenn gegn 500 kr.
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Árleg góðgerðarvika stendur yfir í
Menntaskólanum á Akureyri og er
markmið nemenda að safna einni
milljón króna til styrktar Aflinu,
samtökum gegn kynferðis- og
heimilisofbeldi á Akureyri.
Fyrsta góðgerðarvika MA-inga
var á síðasta ári þegar nemendur
tóku upp á því að ýta fólksbifreið
Eyjafjarðarhringinn. Í ár grípa
þeir til ýmissa ráða; tveir nem-
endur vörðu t.d. gærdeginum í
uppblásinni sundlaug í Kvosinni,
samkomusal skólans, og á morgun
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Góðgerðarbleyta Gísli Laufeyjarson Höskuldsson, til vinstri, og Gunnar Freyr Þórarinsson – sem heldur á Sigmari
sundlaugarverði – vörðu námstímanum í gær í uppblásinni sundlaug. Fyrir aftan eru nokkrir bekkjarfélagar Gísla.
Ætla að safna milljón
Góðgerðarvika í MA Nemendur styrkja Aflið á Akureyri
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Innflutningur grænmetis jókst
verulega á síðasta ári og flutningur á
ýmsum tegundum berja yfir hafið
margfaldaðist. Framboð af þessum
vörum í verslun Costco í Garðabæ er
talið aðalskýringin á breytingum á
markaðnum. Formaður garðyrkju-
bænda segir að innflutningurinn
komi illa við innlenda framleiðend-
ur.
Innflutningur á tómötum jókst um
23% á síðasta ári. Virðist hann eiga
mestan þátt í því að innlenda fram-
leiðslan dróst saman. Samdrátturinn
er þó minni en aukning í innflutningi.
Meira en helmingur þeirra tómata,
sem borðaðir eru hér á landi, er nú
fluttur inn.
Innlend framleiðsla á gúrkum hef-
ur annað markaðnum að mestu und-
anfarin ár. Á síðasta ári hófst inn-
flutningur að einhverju marki og
svarar nú til um 6% af markaðnum.
Það eru greinileg Costco-áhrif, að
sögn viðmælenda, því innfluttar
gúrkur hafa lítið sést í öðrum versl-
unum.
Innflutningur á jarðarberjum tvö-
faldaðist og mikil aukning varð jafn-
framt í ýmsum öðrum berjategund-
um. Enn eru Costco-áhrifin
greinileg.
Kristín Linda Sveinsdóttir, mark-
aðsstjóri Sölufélags garðyrkju-
manna, staðfestir að tilkoma versl-
unar Costco sé helsta skýringin á
auknum innflutningi á grænmeti og
berjum. Ekki hafi orðið neinar þær
breytingar á framleiðslu og sölu á
milli ára sem kallað hafi á þennan
aukna innflutning. Nefnir hún að
innlend framleiðsla á gúrkum hafi
annað eftirspurninni á markaðnum
allt árið. Innflutningur á gúrkum sé
eingöngu vegna innflutnings til
Costco.
Eins og alkunna er var mikið að
gera í verslun Costco í upphafi. Fólk
keypti mikið inn. Það hafði þau áhrif
að þær verslanir sem leggja meiri
áherslu á íslenskt grænmeti seldu
minna. „Við fundum fyrir þessum
áhrifum fyrrihluta sumars en úr
þeim dró seinnihluta sumars og í vet-
ur. Íslensku verslanirnar tóku vel við
sér, fóru að stilla íslensku grænmeti
betur upp og auglýsa þá sérstöðu
sérstaklega,“ segir Kristín Linda.
85 millj. minna fyrir tómata
Aukin samkeppni jók þrýsting á
verð innlendu framleiðslunnar. Sölu-
verðmæti grænmetisbænda minnk-
aði, sérstaklega þar sem verulega
dró úr sölu. Á það ekki síst við um
tómata og jarðarber. Sölutekjur
tómataframleiðenda minnkuðu
þannig um 85 milljónir kr. á milli ára.
„Hömlulaus innflutningur hefur
áhrif á afkomu bænda. Menn selja
minna og verð á innlendu fram-
leiðslunni lækkar,“ segir Gunnar
Þorgeirsson, formaður Sambands
garðyrkjubænda. Hann segir að
innfluttu vörurnar hafi forgang í
verslunum. Kaupmaðurinn sé búinn
að kaupa það innflutta en bændur
sitji uppi með afföllin af sinni fram-
leiðslu. Því sé innlendu framleiðsl-
unni gjarnan haldið til baka í versl-
unum, þegar mikill innflutningur
er.
Munur á kolefnisspori
„Þegar staðan er sú að við flytjum
yfir hafið fullt af vörum og hendum
þeim íslensku fer maður að velta
fyrir sér kolefnisspori innflutnings í
samanburði við innlenda fram-
leiðslu. Við Íslendingar viljum
gjarnan jafna okkar kolefnisspor en
hvernig ætlum við að gera það með
óheftum innflutningi?“ spyr Gunn-
ar.
Sem dæmi um áhrif aukins inn-
flutnings nefnir Gunnar berjarækt-
ina sem hér hefur verið þróuð, meðal
annars með lýsingu seinnihluta vetr-
ar til að lengja tímann sem jarðarber
eru á markaðnum. „Verðið hefur
lækkað og ég veit ekki hvort bændur
leggja í það að lýsa í vetur. Hugs-
anlegt er að þeir noti bara sólarljósið
í sumar.“
Costco-áhrif á grænmetismarkaði
Stóraukinn innflutningur á grænmeti og berjum á síðasta ári Aukinn innflutningur á tómötum og
jarðarberjum leiddi til samdráttar í innlendri framleiðslu og nokkurrar tekjulækkunar hjá bændum
Innflutningur grænmetis og berja 2016-17
Nokkrar tegundir, magn innflutnings í tonnum og aukning í %
2016 2017
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
Tonn
Paprika Tómatar Sveppir Gúrkur Vínber Jarðar-
ber
Trönuber,
bláber
Plómur Hindber,
brómber
Kirsuber
6%
23%
22%
1.262%
3%
94%
33%
29% 432% 500%
Heimild: Hagstofan, bráðabirgða-
tölur, og Bændasamtök Íslands
Innlend framleiðsla 2016-2017
Innlend framleiðsla Innflutningur
Heimild:
MatvælastofnunInnlend fram-
leiðsla, tonn
Breyting
2016-17
Gúrkur
2016 2017 tonn %
1.867 1.832 -34 -2%
Tómatar
2016 2017 tonn %
1.435 1.292 -144 -10%
Paprika
2016 2017 tonn %
191 190 -1 0%
6%
53%
89%
2024 SLT
L IÐLÉ T T INGUR
Verð kr
2.790.000
Verð með vsk. 3.459.600
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is