Morgunblaðið - 08.02.2018, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
ÁSKRIFTARHAPPDRÆTTI MORGUNBLAÐSINS
Tel Aviv Drögum alla fimmtudaga í 10 vikur og nöfn vinningshafa verða birt í Morgunblaðinu á föstudögum.
T
el Aviv er um margt borg
heillandi andstæðna. Allt
um kring eru magnaðir
sögustaðir, staðsetningar
sem voru vettvangur atburða sem
mótuðu mannkynssöguna; en um
leið er borgin kraumandi pottur
nýsköpunar og sprotafyrirtækja, að
því marki að sé Kísildalur í Kali-
forníu frátalinn er hvergi í veröld-
inni jafn mikið af frumkvöðlum og
tæknifyrirtækjum með aðstöðu á
einum og sama staðnum. Auk þess
er Tel Aviv fjármála- og tækni-
miðstöð Ísraels. Fortíð og framtíð
mætast þarna í líflegum, litríkum
og heillandi nútíma.
Ung borg í æva-
gömlu umhverfi
Tilfellið er nefnilega að þótt ár-
þúsunda saga umljúki Tel Aviv og
nágrenni, í landi þar sem íhalds-
semi er almennt í hávegum höfð, er
staðreyndin engu að síður sú að
þriðjungur borgarbúa er á bilinu 18
til 35 ára. Hún er fyrir bragðið
talsvert frjálslyndari í háttum en
aðrar borgir í Ísrael. Í borginni er
líka allt til alls til að halda í æsku-
fjörið; gullfallegar strendur, iðandi
mannlíf (að ekki sé minnst á bráð-
fjörugt næturlífið!), margir af
fremstu háskólum landsins – allt
miðar þetta að því að draga að
ungt fólk og stemningin er eftir
því. Það eru meira að segja fleiri
barir en sýnagógur (bænahús gyð-
inga) í Tel Aviv; þarf að segja
meira um málið?
Tímasetningar á skemmtanalíf-
inu er auk þess nokkurn veginn á
pari við það sem Íslendingar hafa
vanið sig á. Hér fer mannskapurinn
sjaldnast á pöbbinn fyrr en um tíu-
leytið, margir vinsælustu klúbbarn-
ir toppa í stemningunni um tvöleyt-
ið eftir miðnætti. Flestir barirnir
eru opnir fram á morgun og sumir
klúbbarnir spila músíkina fram yfir
dagrenningu.
Vettvangur sögunnar
Þrátt fyrir ungan anda Tel Aviv
eru ógleymanlegir sögustaðir hvar-
vetna innan seilingar, staðir þar
sem atburðir gerðust sem mann-
kynið hefur lesið um og leitt hug-
ann að í þúsaldir. Sjálf Jerúsalem
er til að mynda aðeins í um 45 mín-
útna fjarlægð, með ótal einstökum
stöðum til að skoða. Þar eru Grát-
múrinn, Golgatahæð og gröf Davíðs
konungs að ótöldum fjölmörgum
spennandi mörkuðum sem gaman
er að gleyma sér á. Flestum sögu-
stöðum borgarinnar helgu má ná í
góðri dagsferð og kjörið að taka
einn dag ferðarinnar í heimsókn
ásamt leiðsögumanni um Jerúsal-
em.
Einnig er hægt að bregða sér í
ógleymanlegt eyðimerkursafarí í
Júdeueyðimörkinni eða skoða Mas-
ada, kastalann sem var vetrardval-
arstaður Heródesar konungs forð-
um daga. Kastalinn hefur varðveist
ótrúlega vel og það má meira að
segja dást að flísamynstrinu á
veggjum svefnherbergis hans.
Í alvöru talað.
Strönd, slökun og snyrtivörur
Það tekur um tvær klukkustund-
ir að aka frá Tel Aviv til Dauða-
hafsins og það er býsna áhugaverð-
ur kostur fyrir þá sem sækja í
hreina og klára slökun. Fyrir utan
hefðbundna hvíldarlegu í góða
veðrinu á ströndinni er vitaskuld
ómissandi að fljóta um í sjálfu haf-
inu, en eins og þekkt er er salt-
magnið í Dauðahafinu slíkt að
mannslíkaminn flýtur þar rétt eins
og vindsæng væri. Þar að auki eru
margir álitlegir kostir til dekurs á
ýmsum spa-hótelum sem er að
finna í næsta nágrenni, vilji gestir
gera sérstaklega vel við sig á sviði
slökunar, dekurs og vellíðunar. Svo
er einkar sterkur leikur að festa
kaup á húð- og snyrtivörum sem
unnar eru úr svörtu leðjunni sem
er að finna á botni vatnsins, en hún
er sérlega rík af steinefnum og hef-
ur á sér orð fyrir góða virkni fyrir
húðina. Svo má auðvitað ekki
gleyma að við sjálfa Tel Aviv er hin
langa og listafallega Jerúsalem-
sandströnd.
Maturinn sem vert er að prófa
Ólíkt því sem almennt þekkist
varðandi matarupplifun í helstu
borgum heims – að öruggast er oft-
ast að leita sælkeramatar á við-
urkenndum veitingastöðum – þá
kveður heldur við annan tón í Tel
Aviv. Hér í borg, sem og víðar í
Ísrael, er götumaturinn (e. street
food) oftar en ekki álitinn sá besti
sem völ er á. Hvarvetna er hægt að
fá ódýran mat á borð við falafel-
bollur, shawarma-vefjur, hummus,
schnitzel og sambousek, sem eru
ljúffengar smábökur, ýmist hálf-
mánar eða þríhyrningar, oftast
fylltir með kjöti en einnig með feta-
osti og grænmeti.
Slíkt götugóðgæti er að finna um
alla borg en til að benda áhuga-
sömum sælkerum á einn stað til að
byrja á er óhætt að mæla með Port
Sa’id við Har Sinai 5, við hliðina á
stóra bænahúsinu í borginni (e.
The Great Synagogue). Þar er ekki
bara boðið upp á dásamlega ljúf-
fengan mat af matseðli sem breyt-
ist frá degi til dags, heldur líka
óviðjafnanlegt andrúmsloft, plötu-
snúð í horninu sem leikur „hipp og
kúl“ músík fyrir viðstadda og
kúnnahóp sem samanstendur mest-
anpartinn af svalasta fólki Tel Aviv.
Ef þú ert einn þeirra sem bara
verða að smakka besta hamborg-
arann í hverri borg leggðu þá leið
þína til Vitrina, við 54 Ibn Gabirol;
þar á bæ eru grillaðir borgarar
sem fá munnvatnið til að renna og
frönsku kartöflurnar eru þær bestu
í borginni.
Loks er gaman að geta þess að
unnendur gæðakaffis eru á heima-
velli í Tel Aviv því borgarbúar taka
kaffipásur sínar mjög alvarlega.
Fyrir bragðið er gæðastaðallinn á
kaffi almennt með hæsta móti um
alla borg.
„Graffiti“ og gott netsamband
Sem fyrr sagði er andinn á
margan hátt ungæðislegur í Tel
Aviv, samanborið við Ísrael al-
mennt, þar sem fornar hefðir eru
almennt í hávegum hafðar. Þetta
sést ekki síst á hinni líflegu veggja-
listarsenu í borginni. Því hefur ver-
ið fleygt að væri Ísrael Lund-
únaborg, þá myndi Tel Aviv vera
Shoreditch-hverfið; listræn, lifandi,
og svolítið á eigin forsendum. Þar
af leiðir að veggjalistin lifir sérlega
góðu lífi á veggjum Tel Aviv og
þangað flykkjast „graffiti“-
listamenn hvaðanæva til að sýna
eigin verk og sjá annarra. Á þriðju-
dögum er meira að segja hægt að
fá þriggja tíma skoðunarferð með
leiðsögumanni um staðina þar sem
öll helstu og merkustu listaverkin
er að finna. Meðal þeirra sem hafa
komið við í borginni og skilið eftir
sig ódauðlega veggjalist eru enginn
annar en Banksy, án vafa sá þekkt-
asti í heimi á sínu sviði, og Mr. Di-
Maggio hinn ítalski sem kemur
reglulega við í borginni. Af heima-
mönnum má nefna Jonathan Kis-
Lev, Addam Yekutieli sem spreyjar
undir nafninu Know Hope, Nitzan
Mintz og Adi Sened. Langi gesti og
gangandi svo að instagramma lista-
verkin sem á vegi þeirra verða er
það hægur vandi því næstum hvert
einasta kaffihús borgarinnar er
með ókeypis wi-fi-nettengingu og
auk þess býður Tel Aviv upp á
rúmlega 80 tengistaði (e. hot spots)
þar sem komast má í öfluga net-
tengingu án endurgjalds.
Sem er vel því í borginni er
endalaust af upplifunum og áhuga-
verðum stöðum sem fyrir augu ber.
Þar sem fortíð og framtíð mætast
Borgin Það er fallegt að horfa yfir borgarmynd Tel Aviv með Jerúsalem-ströndina í forgrunni.Veðrið er milt, sandurinn hreinn og sjórinn tær.
Kaffíhús Borgarbúar taka kaffipásur sínar afskaplega alvarlega og sleppa
þeim helst aldrei nokkurn tíma. Fyrir bragðið er kaffihúsaeigendum ekki
stætt á öðru en að bjóða aðeins upp á fyrsta flokks kaffi.
Brimsalt Saltmagnið er slíkt í Dauðahafinu að líkaminn hreinlega flýtur.
Hér er hægt að fljóta og ná fullkominni slökun og það án flotholta.
Næturlífið Íbúar Tel Aviv eru ekki ósvipaðir Íslendingum þegar kemur að
skemmtanalífinu. Þeir kalla ekki allt ömmu sína þegar djammið er annars
vegar, fara frekar seint af stað og dansa svo fram á rauðamorgun.