Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 44
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 39. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. „Ég held ég hafi fengið taugaáfall“
2. Sunna enn föst í Malaga
3. Tóku myndir af dóttur hennar
4. Eldsneytisverðið tvö- eða þrefaldast
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sönghópurinn Raddbandafélag
Reykjavíkur flytur þjóðlög og svo-
nefnd „barbershop“-lög á hádegis-
tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um
hálfa klukkustund. Miðar eru seldir
við innganginn.
Morgunblaðið/Ómar
Raddbandafélag
Reykjavíkur syngur
Uppistands-
hátíðin Scotch on
Ice hefst í dag og
stendur til laugar-
dags. Meðal þeirra
sem fram koma
eru Jojo Suther-
land, Tom Stade,
Bylgja Babýlons
og Ari Eldjárn.
Dagskráin, sem fer öll fram á
ensku, er ekki sú sama öll kvöldin og
fer fram á Gauknum, í Gamla bíói og
Hörpu. Nánari upplýsingar á gauk-
urinn.is, tix.is og harpa.is.
Uppistandshátíðin
Scotch on ice hefst
Árni Heimir Ingólfsson fjallar um
kirkjusöng á mótum tvennra tíma og
veltir fyrir sér hvað hafi verið sungið
í íslenskum kirkjum um miðja 16. öld
í erindi á vegum Miðaldastofu í Lög-
bergi 101 í dag kl. 16.30. Beinir hann
sjónum sérstaklega að brotum úr
tveimur íslenskum söng-
bókum sem geyma kaþ-
ólska kirkjusöngva við
íslenska texta og bregða
ljósi á kirkjusöng á Ís-
landi á fyrstu ára-
tugum eftir siða-
skipti.
Fjallar um kirkjusöng
á mótum tveggja tíma
Á föstudag Suðvestlæg átt, allhvöss eða hvöss suðvestan til með
snjókomu eða éljum, en allhvöss norðaustanátt og snjókoma norð-
vestan til. Mun hægari og úrkomulítið eystra. Frost 0 til 8 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 2-15 m/s með éljum, en létt-
skýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 8 stig, kaldast í
innsveitum norðaustanlands.
VEÐUR
Eyjakonur leika í Laugar-
dalshöll í mars í undan-
úrslitum Coca Cola-
bikarsins í handbolta eftir
að hafa slegið út Stjörnuna
í TM-höllinni í Garðabæ
með þriggja marka sigri,
27:24. Áður höfðu Haukar,
Fram og 1. deildar lið KA/
Þórs tryggt sér sæti í und-
anúrslitunum sem fram
fara 8. mars í Laugardals-
höll. Úrslitaleikurinn verður
10. mars. »3
ÍBV í undanúrslit
bikarkeppninnar
„Ég sá þennan möguleika vel fyrir mér,
að komast á Vetrarólympíuleikana, í
byrjun tímabilsins eftir að mér gekk
vel á móti í Finnlandi, og nú er ég
mættur til Pyeongchang. Ég veit ekki
hversu langt ég get náð en ég vonast
til þess að geta komist í
hóp 30 bestu og keppt
þar með í 30 manna
úrslitum,“ segir Ísak
Pedersen, sem keppir
í sprettgöngu fyrir
Íslands hönd á
Vetraról-
ympíuleik-
unum. » 1
Ísak stefnir á þrjátíu
manna úrslit í Kóreu
Enn virðist algjörlega óráðið hvar og
hvernig framtíðarþjóðarleikvangur Ís-
lands fyrir frjálsar íþróttir verður. Nýr
völlur ÍR í Mjódd leysir ekki vandann en
segja má að Frjálsíþróttasambandið sé
á vergangi því viðhaldi á Laugardals-
velli hefur ekki verið sinnt sem skyldi
og áætlanir Knattspyrnusambandsins
gera ráð fyrir að ekki verði hlaupabraut
á nýjum leikvangi. »1
ÍR-völlur kemur frjáls-
um ekki af vergangi
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Gunnar Karl Jóhannesson flytur til Wales á
morgun og verður á meðal keppenda í breska
meistaramótinu í rallakstri í ár. „Þetta er
stærsta tækifæri mitt til þessa og ég ætla að
reyna að standa mig eins og best verður á kos-
ið,“ segir rallökumaðurinn sem er 21 árs.
Fyrir um þremur árum fór Gunnar Karl til
Englands og keppti í fyrsta sinn í ralli erlendis.
Þar kynntist hann Matthew Edwards, einum
fremsta rallökumanni Bretlands, sem keppir
fyrir heimsmeistarana, M Sport. „Hann bauð
mér að koma núna og vera undir sínum
verndarvæng,“ segir ökumaðurinn ungi. „Ég
verð lærlingur hjá honum og læri allt sem við-
kemur íþróttinni. Ég þarf að halda mér í góðu
líkamlegu formi, fara yfir mataræðið, læra leiða-
nótugerð, gera bílinn keppnisfæran, fara yfir
dekk, stilla fjöðrun, þrífa bílinn eftir keppni og
fleira. Þetta hljómar kannski einfalt en þau eru
mörg smáatriðin sem þarf að huga að og margt
sem ég á ólært.“
Í því sambandi bendir hann á að hann komi til
með að keppa á framdrifsbíl með læstu fram-
drifi í fyrsta sinn og gírkassi án kúplingar sé
einnig nýmæli hjá honum. „Ég keppi líka í
fyrsta sinn á malbiki, í Belgíu,“ segir Gunnar
Karl, sem ekur Ford Fiesta R2-bifreið í Cadet-
flokki, sem er fyrir ökumenn 25 ára og yngri.
Aðstoðarmenn hans verða Ísak Guðjónsson og
George Gwynn.
Reynsluakstur um helgina
Foreldrar Gunnars, Jóhannes V. Gunnarsson
og Linda Karlsdóttir, voru í rallinu og Gunnar
Karl ólst upp við íþróttina. „Ég byrjaði í ralli
með það fyrir augum að keppa erlendis,“ segir
hann. Þegar hann var 15 ára, árið 2011, byrjaði
hann í akstursíþróttum, í unglingaflokki í rallí-
krossi, þar sem hann keppti í tæp þrjú ár og
varð meðal annars meistari. „Þegar ég tók bíl-
prófið fór ég yfir í rallið og hef keppt í því síð-
an.“
Í raun kemst nánast ekkert að nema rall hjá
Gunnari Karli. „Ég veit ekkert skemmtilegra og
get ekki ímyndað mér mig í neinu öðru,“ segir
hann. Á unglingsárunum æfði hann og spilaði
handbolta með Haukum í Hafnarfirði en segir
að hugurinn hafi fljótlega beinst alfarið að rall-
inu. „Mér fannst mjög gaman í handbolta en eft-
ir að ég fór í rallið hef ég ekki litið til baka og
ég sé mig ekki ná árangri í annarri íþrótt.“
Rallið er erfið íþrótt og Gunnar Karl segist
hafa lært það á liðnu sumri að menn verði að
vera rólegir en þó ekki of rólegir og ekki megi
missa einbeitinguna eina sekúndu í akstri.
„Við Ísak Guðjónsson, einn besti ökumaður
landsins, vorum í keppni fyrir norðan, æfðum
vel og unnum fyrstu leiðina. Vorum síðan á góðu
róli á annarri leiðinni, þegar ég missti einbeit-
inguna í smástund með þeim afleiðingum að ég
fór of hratt í beygju og endaði á hliðinni.“
Fyrsti reynsluaksturinn verður um helgina og
síðan tekur breska meistaramótið við í Skot-
landi, Englandi, Belgíu, Írlandi og á eyjunni
Mön, en endar á heimsmeistaramótinu í Wales
6. október. Gunnar Karl er með upplýsingasíður
á netinu (www.gunnarkarlrallydriver.com,
ww.facebook.com/GunnarKarlrallydriver/) og
segir að eftirvæntingin sé mikil en það sé líka
frábært að keppa á Íslandi, sérleiðirnar séu þær
bestu í heimi og keppnin hörð. „Ég á eftir að
sakna íslensku veganna og keppendanna en
markmiðið er að verða bestur á Íslandi og jafn-
vel eitthvað meira en það,“ segir hann og leggur
áherslu á að það sé langt því frá sjálfgefið.
Ætlar að verða bestur
Keppni Gunnar Karl og Ísak á leið um Mælifellsdal í Ljómaralli í Skagafirði í fyrra.
Gunnar Karl Jóhannes-
son keppir í breska meist-
aramótinu í rallakstri
Ökumenn George Gwynn og Gunnar Karl.