Morgunblaðið - 08.02.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.02.2018, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018 ✝ Sherry Curlfæddist 27. júlí 1957 í Joplin í Mis- souri í Bandaríkj- unum. Sherry varð bráðkvödd 30. des- ember 2017. Hún var elsta dóttir James A. og Anna Curl. Yngri systur Sherryjar voru Mary Guinn og Patricia Curl. Öll eru þau enn á lífi. Sherry giftist Þresti Eysteins- syni skógræktarstjóra árið 1975 og áttu þau tvö börn: 1) Sóley Þrastardóttir tónlistarskóla- stjóri, f. 21. desember 1980, maki Erik Þórðarson, börn þeirra eru Markús Rafn Er- iksson, f. 26. júní 2009, og Tóm- as Haukur Eriksson, f. 13. júní 2014. 2) Kveldúlfur Þrastarson tölvufræðingur, f. 28. maí 1983. Til Íslands flutti Sherry árið 1978. Hún bjó á Húsavík um tíma og kenndi þar hannyrðir, m.a. bútasaum. Sherry nam mannfræði við Maine-háskóla í Bandaríkjunum og útskrifaðist þaðan með BA (honors) gráðu árið 1990. Hún var síðan fyrst allra til að úrskrif- ast með MS-gráðu í skógfræði frá Landbúnaðarháskóla Ís- lands, árið 2008. Hún vann sem kortagerðarmaður og síðan sem skógræktarráðgjafi hjá Héraðs- og Austurlandsskógum og síðan Skógræktinni, þar sem hún bar faglega ábyrgð á skógrækt á lögbýlum á Austurlandi. Hún skilur eftir sig umtalsvert og mikilvægt framlag til skógrækt- ar á Íslandi. Útförin fór fram í kyrrþey. „Psshhh, psshhhh!“ Eins og hendi væri veifað umluktu hana forvitnir smáfuglar. Tæknin klikkaði aldrei, blístur sem ein- ungis hún notaði. Músarrindillinn tók sérstaklega eftir þessu, enda í eðli sínu forvitinn og gjarnan með okkur þegar við ráfuðum um ungskóga Héraðs. Árin 2009 til 2015 vorum við oft úti að mæla ungskóga fyrir skógarhögg. Þetta er einhver skemmtilegasta vinna sem til er, að brölta um skóga í öllum veðrum á öllum árs- tímum og lifa og njóta. Þá var Sherry besti félagsskapur sem hugsast gat, enda í essinu sínu. Kaffibrúsinn hennar var oft með, en hún gerði einstaklega gott kaffi. Við kynntumst víðfeðmum skógunum vel, þekktum mörg einstök tré og áttum okkar uppá- höld. Oft voru tré snyrt í kaffi- pásum og hlaut eitt þeirra nafnið Lawrence í slíkri pásu. Við hlóg- um og grínuðumst og afrakstur- inn varð einstaklingur sem bar af, á sinn hátt. Eftirleiðis heils- uðum við honum alltaf þegar við áttum leið hjá. Sjaldan fannst nokkuð í náttúrunni sem hún þekkti ekki. Ef það gerðist gat hún frætt mig daginn eftir, eftir að hafa kynnt sér málið í millitíð- inni. Hún var morgunpersóna. Það kom sér vel þegar ég var að skrifa lokaritgerðina mína. Sherry var einn leiðbeinenda minna, sá sem kenndi mér mest. Ég varði kvöldum og nóttum við skrif og sendi tölvupóst á Sherry fyrir svefninn. Þá var hún einmitt að vakna. Hún byrjaði daginn á að lesa yfir og lagfæra hjá mér. Eitt af mörgu sem ég meðtók hjá henni var KISS-reglan, „keep it simple, stupid“. Hún ýtti mér áfram, hvatti mig og var alltaf til taks. Ef Sherryjar hefði ekki notið við hefði ég ein- faldlega ekki klárað þessi skrif. Ég er henni ævinlega þakklátur, ekki bara fyrir það, heldur líka fyrir að bjóða mig velkominn inn í líf sitt. Hún var ekki bara eld- klár, heldur hafði hún mikla gæsku. Það sá ég margsinnis. Eitt sinn er við gengum í skógarjaðri þegar hún stað- næmdist skyndilega og tók upp nær ósýnilegan hrossagauk- sunga. Í því augnabliki varð ég vitni að einhverju ólýsanlegu jafnvægi milli hennar og náttúr- unnar. Hún stóð hundrað prósent með náttúrunni, eins og sannur indíáni. Skipulögð var hún með eindæmum enda komst hún í gegnum fjölmörg ótrúleg verk- efni. Allt frá því að rífa í sundur, pússa og endurraða klukkuverki í gömlum klukkum yfir í að skipu- leggja umfangsmiklar utanlands- ferðir eins og þá til Vesturheims þar sem við sáum m.a. stærstu, hæstu og elstu tré heims. Sherry var klettur, viska og hennar uppáhalds trjátegund var blágreni. Þegar ég hugsa heim á Hérað sé ég hana fyrir mér víða um skógana. Ég sé hana fyrir mér sem stórt tré, enda var hún hugrökk, vís og hjartahlý í lif- anda lífi. Ég sé hana líka fyrir mér sem músarrindil; lítinn hellisbúa sem ávallt var til staðar. „Psshhh, psshhhh!“. Sér í skógi vinum vafin vakna iðnir fingur. Döggin yfir daginn hafin, digurt þröstur syngur. Lyngbrekka með ber og blómi blágreni vindinn stöðvar. Flautuljóð með langspilshljómi ljúft til allra höfðar Köllun lífs með ljóma getur, liggur sól að kveldi. Músarrindill veit að vetur vaknar upp með eldi. Hlynur Gauti Sigurðsson. Það er skarð fyrir skildi á að- alskrifstofu Skógræktarinnar á Egilsstöðum. Fyrirvaralaust hefur góður samstarfsfélagi fall- ið frá, langt fyrir aldur fram, og orða er vant. Einhvern veginn erum við ekki reiðubúin til að setjast niður saman og fara að rifja upp minningar um Sherry Curl, ræða alla hennar mörgu kosti og hæfileika, sterkan per- sónuleikann, fagmanninn, hann- yrðakonuna. En enginn fær umflúið þá þræði sem skapanornirnar hafa spunnið. Hversu erfitt sem það er, verðum við að kveðja þessa smávöxnu, snaggaralegu og duglegu konu sem alltaf virtist hafa allt á hreinu, hafði sterkar skoðanir sem hún lét óhikað í ljós en var þó alltaf reiðubúin að ræða málin. Og Sherry ræddi málin á íslensku, þessu erfiða tungumáli sem hún hafði náð svo góðum tökum á. Fjölhæfni Sherryjar var við- brugðið; hún var mannfræðing- ur og vann á árum áður við forn- leifauppgröft á Austurlandi, síðar lærði hún til skógfræðings og segja má að Sherry hafi helg- að líf sitt skógræktinni og kannski ekki síður skógræktar- bændunum sínum, eins og hún kallaði þá gjarnan, Sherry var vakin og sofin yfir verkefnum sínum með þeim. Færri vissu ef til vill hversu mikil handverks- kona hún var. Sherry hafði sér- staklega gaman af bútasaum og þeirri þekkingu sinni deildi hún gjarnan, m.a. með samstarfs- félögum sínum sem hún smitaði af áhuga sínum og gleði. Færni hennar, skipulag og natni kom vel fram í handverki hennar. Sherry var, í raun eðli máls- ins samkvæmt, góður kennari sem sýndi nemendum sínum mikla þolinmæði, hún vildi upp- fræða. Það var gott að leita til hennar og fá ráð, Sherry var dugleg að finna lausnir og hún veigraði sér ekki við neinu, hvort sem um var að ræða erfið útistörf, smíðavinnu eða sauma- skap. Ef til vill er það þetta ótta- leysi sem við ættum helst að minnast þegar við kveðjum okk- ar góðu samstarfskonu. Þresti og fjölskyldunni allri viljum við votta okkar dýpstu samúð með orðum þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar. Þó skáldið sitji í skóginum við Hall- ormsstað, má rétt eins ímynda sér að Sherry sitji í Höfðaskóg- inum sem henni var svo kær. Sit ég og sé, hvernig sólin sindrar, – sit hér í skóginum við Hallormsstað. Ljómandi fegurð! í ljósi tindrar limið á kvistunum, en skelfur blað! Op niðr að Leginum þarna – þarna! þar fann ég lund, sem mér geðjast að. Sit því og sé, hvernig sólin sindrar, sit hér í skóginum við Hallormsstað. Yngdu þig, yngdu þig, hrygðum hafna! hér sérðu lundinn þinn, hinn gamla skóg! Himininn elti þig alla jafna, alstaðar boðar hann oss líkn og fró. Elskaðu, starfaðu, leiktu, lifðu! lífið er spilandi, þekkir ei ró. Sit ég því glaður og sorgum hafna, syng um hinn fagurlaufga Hallorms- skóg. Samstarfsfólk á aðalskrifstofu Skógræktarinnar á Egilsstöðum, Aðalheiður, Anna, Vala, Björg, Lárus, Borja, Ólöf og Gunnlaugur. Alein grær þú gaddinn við, greniskógarhlíðin, sem þar óhult eigi grið útlæg sumartíðin. Blettur lífs á líki fróns, lands og vetrar prýðin! Stephan G. Stephansson sá á bak ættjörð sinni og bjó í Am- eríku. Þar eru miklar skógarhlíð- ar með öllu því lífi sem þeim fylgir á sumri og vetri. Mikilfeng- lega skóga Ameríku þekkti líka starfsystir okkar sem nú er geng- in langt um aldur fram, Sherry Curl, skógfræðingur og skóg- ræktarráðgjafi á Egilsstöðum. Líkt og skáldið sá Sherry á bak ættjörð sinni og bjó á Íslandi þar sem skógarnir hurfu fyrir tilstilli mannsins. Taldi hún það skyldu sína að klæða landið skógi á ný, gæða það nýju lífi. Sherry var nákvæm og sam- viskusöm í störfum sínum og bar í brjósti mikinn metnað fyrir skógrækt á Íslandi. Hún sá fyrr en flestir hérlendis gildi skóg- anna fyrir samfélagið, útivist, sál og líkama. Sömuleiðis skildi hún vel að lengi býr að fyrstu gerð, talaði mjög fyrir góðri skógarumhirðu, aðhlynningu á fyrstu árum skóg- arins og réttri grisjun. Þrátt fyrir að aurana skorti beitti hún sér fyrir grisjunarverkefnum í bændaskógum eystra og stóð einnig fyrir námskeiðum um ung- skógarumhirðu. Sherry vann frumkvöðlastarf og hafði glöggt auga gests en hjarta heima- manns. Starfsfólk Skógræktarinnar sér nú á bak góðum samherja í baráttunni fyrir meiri og betri skógum á Íslandi. Vandfyllt verð- ur það skarð sem Sherry Curl skilur eftir en veganesti gott er eldmóðurinn sem hún bar í brjósti fyrir skógræktarstarfinu. Fyrir það erum við þakklát. Skógræktarstjóra, fjölskyldu og vinum er vottuð innileg samúð. Kveðja frá starfsfólki Skógræktarinnar, Pétur Halldórsson. Meira: mbl.is/minningar Sherry Curl Einn merkasti frumkvöðull í ís- lenskri flugsögu er fallinn frá. Gunnar Björgvinsson hélt út í flugvirkjanám með tvær hendur tómar aðeins 15 ára gamall og lærði sitt fag bæði í Noregi og Bandaríkjunum. Í kjölfarið varð hann þátttak- andi í helstu ævintýrum ís- lenskra flugmála. Hann starfaði sem flugvirki og flugvélstjóri á uppgangstíma Gunnar M. Björg ✝ Gunnar M.Björg (Björg- vinsson) kaupsýslu- maður fæddist 28. júní 1939. Hann lést 27. janúar 2018. Útför Gunnars fór fram 2. febrúar 2018. Loftleiða og var síð- an yfirmaður tæknideildar Cargolux í Lúxem- borg um árabil. Gunnar tók þátt í hjálparflugi íslend- inga í Biafra stríð- inu og flaug margar flugferðir þar sem vélstjóri við hættu- legar aðstæður. Rúmlega fertug- ur ákvað Gunnar að hætta störf- um hjá Cargolux og hefja eigin rekstur. Með því að nýta tækniþekk- ingu sína, viðskiptasambönd og reynslu varð hann einn af um- svifameiri flugvélasölum Evrópu og á ferli sínum átti hann við- skipti með rúmlega 250 flugvélar og þyrlur. Gott gengi í flugvélaviðskipt- um gerði Gunnari kleift að hefja fjárfestingar í bandarískum sprotafyrirtækjum, einkum á sviði lækningatækja. Gæfa hans sem sprotafjárfestis var engu minni en í flugvélaviðskiptum. Hann átti þátt í að ýta úr vör nokkrum félögum sem náð hafa miklum árangri og stórbætt lífs- gæði fjölmargra. Þá styrkti hann rausnarlega háskóla á Íslandi og í Bandaríkj- unum og lagði fjármuni til efni- legra námsmanna á vísindasvið- inu. Gunnar var einnig auðnumað- ur í einkalífi og eignaðist tvo syni, Marc og Steve, með eig- inkonu sinni Evelyne. Þau reistu sér fallegt heimili í Liechten- stein en dvöldu einnig talsvert í Bandaríkjunum. Þó að Gunnar hafi búið megnið af sinni ævi er- lendis hafði hann ætíð sterkar taugar til Íslands og heimsótti ættingja og vini á hverju ári meðan hann hafði heilsu til. Fyrir nokkrum árum var ég svo heppinn að fá að kynnast Gunnari er hann bað mig um að taka saman æviminningar sínar, sem hann gaf síðan vinum sínum og fjölskyldu. Við áttum fjöl- mörgum samtöl og maður gat ekki annað en hrifist af sögum hans af ævintýralegu lífshlaupi og stórbrotnum viðskiptaferli. Gunnar var einstaklega hóg- vær maður og lítið fyrir að blása í eigin lúður, enda veitti hann nánast aldrei viðtöl þó að oft væri eftir því leitað. Ítrekað þurfti ég að draga úr lofsamlegum lýsingum sam- ferðamanna hans í ævisögu hans og það lýsir honum vel að hann ákvað ekki að gefa hana út held- ur færði einungis vinum og ætt- ingjum hana að gjöf. Ég votta Evelyne og fjöl- skyldu samúð mína. Eftir lifir minningin um dugmikinn og merkilegan mann sem við ævilok sín gat litið stoltur yfir farinn veg. Ármann Þorvaldsson. Ótal minningar streyma að þegar við systur setjumst niður og hugsum um hann afa. Við vorum mikið hjá ömmu og afa sem krakkar og er- um endalaust þakklátar fyrir þann tíma. Á þeim tíma bjuggu þau á „Smyrló“ og okkur þótti fátt skemmtilegra en að fara til þeirra í heimsókn. Afi var einn sá barnbesti sem sögur fara af og voru börn, barnabörn og barna- barnabörn ávallt hans stolt og yndi. Hann hafði allan tímann í heiminum fyrir okkur þegar við vorum hjá þeim; lá á gólfinu með okkur og litaði ansi skrautlegar myndir en hann kenndi okkur að það væri í lagi að lita út fyrir eða lita marglitt hár eða blátt gras og græna sól. Hann lærði með okkur fyrir próf, fór með okkur á snjó- þotu og leyfði okkur alltaf að hjálpa til við að gróðursetja öll sumarblómin sem hann ræktaði í bílskúrnum og setti svo niður á hverju sumri. Oft sátum við sam- an og spiluðum á orgelið eða skoðuðum landafræðibækur. Hann kenndi okkur svo margt og sagði sögur frá öllum ferðalögum sínum og ömmu, sumt situr eftir en landafræðiþekkingin því mið- ur ekki. Allt eru þetta minningar sem Baldur Viðar Guðjónsson ✝ Baldur ViðarGuðjónsson fæddist 3. október 1936. Hann lést 29. janúar 2018. Útför hans fór fram 7. febrúar 2018. streyma um hugann og veita okkur ómetanlega hlýju. Þegar við svo eign- uðumst okkar börn fengu þau tækifæri til að búa til sínar eigin minningar með langafa sínum, nú á „Gulló“. Hann lá með þeim á gólf- inu og lék og litaði og var sagan sú sama, afi útskýrði fyrir þeim að mislitt hár væri í lagi og að það þyrfti ekki alltaf að lita eftir regl- unum. Á meðan krakkarnir og afi léku sér spjöllum við amma sam- an, afi hlustaði vel og greip inn í annað slagið með sögur af okkur systrum frá því við vorum litlar. Þegar hann talaði um okkur barnabörnin eða barnabarna- börnin var svo mikið stolt og þakklæti sem skein frá honum enda tók alltaf á móti okkur svo mikil gleði í hverri heimsókn. Síðustu mánuði tóku veikindin yfir og að sitja á gólfinu með krökkunum varð erfiðara, þó að hann væri nú ekki mikið að tala um það, því jákvæðnin og dugn- aðurinn kom honum í gegnum ótrúlega tíma. Nú er afi farinn og verðum við systur duglegar að heimsækja elsku ömmu, söknuð- urinn verður mikill en minningin gefur okkur svo margt. Erfitt verður að sjá hann ekki úti á svöl- um að veifa bless en það gerði hann í hvert skipti sem við kom- um í heimsókn. Við kveðjum í dag yndislegan afa og langafa sem mun lifa í minningum okkar um ókomna tíð. Elva Guðrún og Erla Sylvía. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG GÍSLADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 36, sem lést miðvikudaginn 31. janúar, verður jarðsungin frá Útskálakirkju í Garði föstudaginn 9. febrúar klukkan 13. Oddný Ólafia Sigurðardóttir Gísli Sigurðsson Jón Árni Jóhannesson Sigurbjörg M. Ingólfsdóttir Böðvar Páll Jónsson Linda Ingólfsdóttir Helena Ingólfsdóttir Povilas Traškevicius Eyjólfur Ingólfsson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, EYRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Dalsmynni, Flóahreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi fyrir góða umönnun. Alda Einarsdóttir Magnús Gíslason Ólafur Einarsson Kristín Stefánsdóttir Jóhanna Júlía Einarsdóttir Ingibjörg Einarsdóttir Hjálmar Ágústsson Þuríður Einarsdóttir Steinþór Guðmundsson Svava Einarsdóttir Halldór G. Halldórsson Sigurður Ólafsson Kristrún Bjarnadóttir og ömmubörnin öll Elskuleg mamma okkar, MAGNÚSÍNA BJARNADÓTTIR, Stórholti 26, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 5. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sólrún og Heiða Ragnarsdætur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.