Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 25
atvinnuvegur fjórðungsins. Það er
því mikið í húfi. Okkur tekst ekki á
skömmum tíma að byggja upp eða
styrkja aðrar atvinnugreinar til að
mæta þeim skelli sem gæti orðið ef
þessi stoð væri skorin niður. Sam-
þjöppun fyrirtækja? Viljum við að
eitt stórt fyrirtæki sem hefur enga
tengingu við samfélagið reki allan
sjávarútveg?
Hraða aðgerðum
Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa ekki
mótmælt því að greiða gjald af auð-
lindinni, enda hreyfðu þau ekki mót-
mælum þegar vel gekk. En gjaldið
þarf að vera sanngjarnt og taka mið
af afkomu nær í tíma og af fleiri þátt-
um í rekstri, eins og tíðkaðist með af-
slætti vegna vaxta og framkvæmda.
Þjóðin græðir ekki á afgjöldum af
auðlindinni ef það kostar okkur
rótgróin fyrirtæki.
Við verðum að hraða aðgerðum.
Litróf sjávarútvegsfyrirtækja í land-
inu má ekki verða einsleitt. Það er öll-
um byggðarlögum hollt að rekin séu
sterk og fjölbreytt fyrirtæki sem
fylgja hjarta samfélagsins.
»Mikil hækkun á
veiðigjöldum er
íþyngjandi fyrir mörg
smærri og meðalstór
útgerðarfélög og er
ekki útséð með afdrif
þeirra. Samþjöppun
fyrirsjáanleg.
Höfundur er þingmaður Framsókn-
arflokksins í NV-kjördæmi.
hallasigny@althingi.is
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
ur þykir svo sjálfsagt í dag. Það var
sólskin í Ósló þennan dag. Mikill
gleðidagur fyrir alla Íslendinga og
ekki síður ánægjulegur dagur fyrir
Odvar Nordli og Knut Frydenlund,
utanríkisráðherra hans. Nokkrum
mánuðum síðar tilkynntu Norð-
menn að þeir myndu færa sína fisk-
veiðilögsögu út í 200 sjómílur.
Eftir að Odvar lét af þing-
mennsku varð hann fylkisstjóri í
Árið 1960 hélt ég
til Bandaríkjanna á
ráðstefnu samtak-
anna Young democra-
tic leaders within
NATO. Ég var þar
sem fulltrúi Sam-
bands ungra
sjálfstæðismanna, en
með mér í för voru
Jón Rafn Guðmunds-
son, formaður Sam-
bands ungra
framsóknarmanna, og Sigurður E.
Guðmundsson, frá ungum jafn-
aðarmönnum. Ferðalagið um
Bandaríkin var okkur öllum minn-
isstætt, en þar fengum við meðal
annars að hitta Dwight D. Eisenho-
wer forseta í garðinum við Hvíta
húsið.
Eftir ráðstefnuna ferðuðumst við
til Kanada, en einnig um Bandarík-
in í þremur hópum og hittumst loks
í Chicago að ferðalagi loknu. Okkar
hópur fór til Oklahoma City og
Tulsa. Við höfðum komið okkur
saman um það í mínum hópi að
franskur þingmaður Gaulista,
Pierre Mahias, yrði talsmaður okk-
ar. Hann talaði alltaf frönsku.
Með mér í hópnum var Odvar
Nordli, fulltrúi norska Verka-
mannaflokksins, en við kynntumst
vel í þessari ferð. Við Odvar fund-
um það út einn daginn að franski
þrjóturinn kunni ensku! En hvað
sem því leið þá skildum við sumir
frönskuna hans en mislíkaði mjög
að hann minntist aldrei á litlu ríkin
innan NATO þegar verið var að
þakka fyrir. Talaði bara um Frakk-
land, Bretland og Vestur-Þýska-
land. Ég sagði við Odvar að hann
ætti að biðja um orðið að lokinni
næstu þakkarræðu Frakkans og
minnast á litlu ríkin. Nema hvað
Odvar vildi miklu frekar að ég
gerði það, sem ég og gerði suður í
Tulsa. Við færðumst þarna nær
hvor öðrum sem fulltrúar tveggja
norrænna ríkja innan NATO og
þetta varð upphaf ævilangrar vin-
áttu.
Næstu áratugina átti
ég oft leið um Ósló,
ýmist á vegum Sölu-
miðstöðvar hraðfrysti-
húsanna eða verka-
lýðshreyfingarinnar, og
jafnan hittumst við
Odvar Nordli í Stór-
þinginu þegar ég hafði
þar viðkomu. Hann var
einlægur stuðnings-
maður vestrænnar
samvinnu, en innan
norska Verkamanna-
flokksins voru alltaf öfl
sem börðust gegn aðild Noregs að
Atlantshafsbandalaginu. Sagan hef-
ur sannað mikilvægi NATO sem
bandalags friðar og öryggis í okkar
heimshluta. Ríki austan járntjalds
voru loks frelsuð undan oki komm-
únismans með friðsamlegum hætti.
Samstarf vestrænna ríkja hafði
borið ríkulegan ávöxt.
Odvar Nordli var þingmaður á
norska Stórþinginu í tvo áratugi,
1961-1981 og forsætisráðherra
1976-1981. Hann var forsætisráð-
herra þegar samningar voru undir-
ritaðir í Ósló við Breta um útfærslu
fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur.
Þegar við samninganefndin lentum
á Fornebu-flugvelli urðu miklir
fagnaðarfundir með okkur Odvar
og er kom að undirskrift samning-
anna hvíslaði hann rólega að mér:
„Við leggjum fram okkar tillögur
um 200 mílur í haust, svo þurfum
við bara að koma okkur saman um
miðlínur.“
Norðmennirnir höfðu þrýst á um
lausn deilunnar og samstarfið innan
NATO var grundvallaratriði í
þessu. Deilunni hafði lokið með
fullnaðarsigri Íslendinga sem lagði
grunninn að því samfélagi sem okk-
Heiðmörk og sinnti því starfi til
ársins 1994. Hann var alla tíð
traustur bandamaður Íslendinga og
hvikaði aldrei í baráttunni fyrir
sameiginlegum hagsmunum
ríkjanna. Hann lést 9. janúar síð-
stliðinn níræður að aldri. Blessuð
sé minning Odvar Nordli.
Odvar Nordli –
Góðs vinar minnst
Eftir Guðmund H.
Garðarsson
» Odvar var alla tíð
traustur bandamað-
ur Íslendinga og hvikaði
aldrei í baráttunni fyrir
sameiginlegum hags-
munum ríkjanna. Höfundur er fyrrverandialþingismaður.
Morgunblaðið/Eggert
Á ráðstefnu Guðmundur og Odvar Nordli í Washington sumarið 1960 á
ráðstefnu ungra leiðtoga lýðræðisflokka í aðildarríkjum NATO.
Guðmundur H.
Garðarsson
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru send-
ar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Í fyrsta skipti sem
innsendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í kerfið.
Ítarlegar leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningarferlinu.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Atvinna
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar